Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 Kvikmyndaleikstjórinn GeorgeLucas ætlar að setja upp kvik- mynda- og hreyfi- myndaver í Singa- púr. Þetta verður fyrsta kvikmynda- verið sem hann byggir utan Banda- ríkjanna. Lucas, sem þekktastur er fyrir þríleikina Stjörnu- stíð og Indiana Jon- es, sagðist í viðtali spenntur fyrir fyr- irhuguðu samstarfi Lucasfilm og yfirvalda í Singapúr, sem eiga um fjórðung í fyrirtækinu. „Við bestu mögulegu aðstæður hér í Singapúr gefst okkur kostur á að þróa saman nýjar leiðir í kvikmynda- gerð. Með blönd- un starfshátta frá austri og vestri ættum við að geta sýnt hluti sem aldrei hafa sést áður,“ sagði Lucas. Yfirvöld í Singapúr hafa gegnum tíðina verið þekkt fyrir strangt kvik- myndaeftirlit og margar mest sóttu myndir vestanhafs hafa einfaldlega verið bannaðar þar í landi. Aðspurður hvort þessi stranga löggjöf ætti eftir að hafa áhrif á framleiðslu myndanna sagði Micheline Chau, yfirmaður hins nýja kvikmyndavers, að svo væri ekki. „Við sjáum fram á framleiðslu á af- ar fjölskylduvænu efni svo þetta ætti ekki að verða vandamál,“ sagði hún. Fyrirtækið Lucasfilm hefur fram- leitt fimm af tuttugu mest sóttu myndum allra tíma og hlotið nítján Óskarsverðlaun fyrir myndir sínar. Áætlað er að kvikmyndaverið verði opnað á næsta ári.    Leikarinn Robert De Niro verðurverðlaunaður á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum sem fram fer í næsta mánuði. Við- urkenningin felst í ítölsku ríkisfangi og eru heið- ursverðlaun af hálfu stjórnenda hátíðarinnar. De Niro er fyrir bandarískur rík- isborgari en lög í Bandaríkjunum kveða á um að fólk geti átt mest tvö ríkisföng. Langafi og langamma De Niros voru Ítalir sem fluttust til Bandaríkj- anna fyrir um 100 árum. De Niro fer til Feneyja til kynn- ingar á sinni nýjustu mynd, teikni- myndinni Shark Tale, þar sem hann ljær hákarlahöfðingjanum Don Lino rödd sína.    Nú stendur til að endurgera kvik-myndina Valley of the Dolls frá árinu 1967. Söng- konan Janet Jack- son hefur tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar eftir að kollegi hennar Christina Aguilera hafnaði hlutverkinu vegna annríkis, en hún vinnur nú hörðum höndum að næstu breiðskífu sinni. Valley of the Dolls segir sögu þriggja kvenna og hvaða áhrif vera þeirra í sviðsljósinu hefur á þær. Leikkonurnar Patty Duke og Sharon Tate, fyrrverandi eiginkona Romans Polanskis, fóru með aðalhlutverkin í upprunalegu myndinni. Það er Betty Thomas sem leikstýrir myndinni.    Eftir gífurlega velgengni fyrstumyndanna um Kónguló- armanninn hefur verið ráðist í gerð þriðju myndarinnar. Þau Tobey Mag- uire og Kirsten Dunst munu sem fyrr fara með að- alhlutverkin en þó í síðasta sinn, að sögn fréttavefjar BBC. Áætlað er að Spiderman 3 verði frumsýnd árið 2006 eða 2007. Janet Jackson Erlendar kvikmyndir George Lucas Robert De Niro Spiderman Mikið er gaman að fara í bíó og sjámynd þar sem gert er stólpagrín aðhégómleikanum í heimi okkar full-orðna fólksins. Í teiknimyndinni Shrek 2 tekst þetta fantavel og á myndin því ekki síður erindi við fullvaxta fólk en lítil börn. Við sem teljum okkur vitkast og þroskast með árunum höfum svo gott af því að láta minna okkur á hversu auðveldlega við látum glepjast á tímum þar sem yf- irborðið og rétta útlitið skiptir jú öllu máli. Allt í kringum okkur eru skilaboð um að feg- urst séu nef sem eru undur pen og rétt formuð (af lýtalæknum) og enginn getur talist kynþokkafullur nema sá hinn sami hafi líkamsræktaðan rass, þrýstinn (sílikon)barm og hlutföll öll eftir fyrirfram gefnum forskriftum. Svo ekki sé talað um að kunna sig og klæðast réttu fötunum. Þeir sem ekki falla inn í stað- almyndina eru útskúfaðir og eiga litla möguleika. Svo er okkur í það minnsta sagt með einum eða öðrum hætti í neyslusamfélaginu. Prinsessan Fíóna og ástmögur hennar Shrek í fyrrnefndri bíómynd eru allt það sem enginn vill vera: Þau eru græn, feit, skeggjuð, með skög- ultennur, klaufsk og klunnaleg tröll sem ropa og reka við á röngum augnablikum. Og þau eiga heima í lágkúrulegri mýri og finnst skemmtilegt að velta sér upp úr drullunni og klóra sér frjáls- lega í rassinum. Enda fer því fjarri að þau séu samþykkt í Órafjarrilíu, borg hégómans (sem minnir sterklega á Hollywood). Þar eru drauma- prinsar „eins og englar hafi skorið út andlit þeirra“ og alvöru prinsessur eru mittismjóar, smáfríðar og penar í alla staði. Slíkt útlit hlýtur að vera ávísun á sælu að eilífu … eða hvað? Fíónu og Shrek stendur til boða að öðlast samþykkt útlit svo þau þurfi nú ekki að burðast með þessa ljótu útlitsgalla og svo þau geti „fúnkerað“ í Óra- fjarrilíu þar sem allir vilja vera vinir fallega fólks- ins. En viti menn, tröllin velja að vera þau sjálf: Tröllslegir hlunkar með fáránleg eyru og alltof stór nef. Þau sigrast á hégómanum (sem er ekki svo lítið átak á þessum síðustu og verstu átrösk- unartímum). Kóngurinn verður aftur á móti hlægilegur hégómlegur froskur og draumaprins- inn reynist hrútleiðinlegur, ofdekraður og sjálf- umglaður. Æ, það er svo gott að sjá ævintýri þar sem „ljóta“ fólkið stendur með sjálfu sér og himneska fegurðin kemur innan frá. Og tími til kominn að blessuð börnin fái að sjá endi sem er á annan veg en gamla klisjan um fögru prinsessuna og mynd- arlega prinsinn sem ná saman og lifa sæl að eilífu amen. Himnesk fegurð ’Þau sigrast á hégóm-anum (sem er ekki svo lít- ið átak á þessum síðustu og verstu átröskunartím- um). ‘Sjónarhorneftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is H inn indverskættaði Bandaríkja- maður Manoj Nelliyattu Shya- malan, eða M. Night Shya- malan, er um þessar mundir ókrýndur konungur hryllings- spennunnar í Hollywood. Síð- ustu þrjár myndir hans, sem allar fjalla um yf- irnáttúrulega atburði, Sjötta skilningarvitið, The Sixth Sense (‘99), Unbreakable (’00) og Signs (’02), hafa rakað saman vænni fúlgu, eða um 1,3 milljörðum Bandaríkjadala. Sú fjórða, Þorpið (The Village), fór beint á toppinn í Bandaríkjunum í síðustu viku og stefnir í að verða með tekjuhærri myndum árs- ins. Hið óþekkta virðist hafa hertekið hug hans eftir að Shyamalan skrifaði handrit bókarinnar um Stúart litla, undirstöðu afbragðs barnamynd- ar sem gerð var sama ár og Sjötta skilningar- vitið. Börn koma þó mikið við sögu í spennuhroll- unum hans öllum. Fáguð meðhöndlun á efninu Shyamalan gerir betur en að leikstýra mynd- unum sínum, hann skrifar handritin, er vandvirk- ur á sinn hátt og áberandi metnaðarfullur – sem kemur m.a. fram í að hann hefur reynt að tengja titil verka sinna við eigið nafn. Leikstjóranum tekst einstaklega vel að laða fram ógnvekjandi og dularfullt andrúmsloft, þrungið undirliggjandi spennu. Þær eru ekki síst forvitnilegar sakir fág- aðrar meðhöndlunar á efni sem minni spámenn sólunda gjarnan svo úr verða auðgleymdar, oft sóðalegar B-myndir. Persónur hans eru ann- aðhvort gæddar yfirnáttúrulegum hæfileikum eða ósköp venjulegt fólk og aðstæðurnar gjarnan álíka óskyldar: Forn álög, heitstrengingar, bölv- un, hindurvitni, í bland við umferðarslys eða jafnvel átök við verur utan úr geimnum. Handritshöfundurinn Shayamalan er vissulega vandvirkur og vel máli farinn og fær þessar mögnuðu, þjóðsagnakenndu hugmyndir sem skil- uðu Sjötta skilningarvitinu, hans langbestu mynd. Aðrar eru lítilsigldari og þá duga ekki alltaf til gáfulegur texti, fagleg vinnubrögð leik- stjóra, frábærra tónskálda og tökumanna til að breiða yfir fábreytnina. En hvað sem öllu líður tekst Shyamalan jafnan að laða fram þetta æs- andi, dularfulla og ógnvekjandi, a.m.k. í hluta verka sinna og skapa fáein augnablik sem kippa áhorfandanum fram á sætisbrúnina. Slíkir galdrar laða jafnan að sér bíógesti. Veröld hrolla Shyalamans er dökk og draugs- leg, áhorfandinn getur hæglega ímyndað sér að leikstjórinn/handritshöfundurinn sé alinn upp við grútartýru í drungalegum, íslenskum afdal með Þjóðsögur Jóns Árnasonar á hnjánum, bak- grunnur hans gæti ekki verið ólíkari því. Shya- malan er fæddur á Indlandi 1970, en fluttist ung- ur með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. Þau eru bæði velmetnir læknar og er drengurinn al- inn upp í frægu auðmannahverfi í Fíladelfíu (myndir hans gerast allar í heimaríkinu, Penn- sylvaníu). Hann fékk ungur áhuga á kvikmynda- gerð en foreldrarnir gáfu honum aðeins átta ára gömlum, forláta 8 mm kvikmyndatökuvél og síð- an var ekki til baka snúið. Eftirlætisgoð hans í æsku voru ekki garpslegar íþróttastjörnur held- ur ungir og eftirtektarverðir kvikmyndagerð- armenn á borð við Steven Spielberg og George Lucas. Fyrsta langa bíómyndin lét ekki bíða lengi eft- ir sér. Á táningsárunum hélt Shyalaman til Ind- lands að kanna rætur sínar og Praying with Anger (’92), er að mestu leyti afrakstur ferðar- innar. Á frumsýningardaginn var höfundurinn aðeins 21 árs gamall en Shyamalan fór einnig með eitt aðalhlutverkið og fjármagnaði verkið al- gjörlega. Praying With Anger er lítið og per- sónulegt drama en fékk jákvæða dóma líkt og Wide Awake, sem hann stóð að á svipaðan hátt 6 árum síðar. Ein besta draugamynd allra tíma Á þessum tíma lauk Shyamalan námi í kvik- myndafræðum frá Tisch listaháskólanum í New York og hélt þaðan troðna slóð til fyrirheitna landsins, Hollywood. Hann skrifaði fljótlega kvikmyndagerð barnabókarinnar Stuart Little en framleiðslan dróst og kom myndin ekki á markaðinn fyrr en um svipað leyti og Shyamalan hafði tekið Hollywood með skyndiáhlaupi með Sjötta skilningarvitinu, einni bestu draugamynd allra tíma. Gagnrýnendur voru hugfangnir af snjallri fléttunni, en þær eru jafnan umvafðar dulúð í verkum höfundarins. Áhorfendur voru ekki síður með á nótunum því myndin varð sú næst tekjuhæsta árið 1999. Stjórnendur Disney, dreifingaraðila mynd- arinnar, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í ótvíræða starfskrafta þessa 28 ára, óvænta gullmola og önnur Hollywood myndin hans, Unbreakable, fór fljótlega í gang með sama leikara í aðalhlutverki. Sá er enginn annar en gamli harðhausinn Bruce Willis, sem var allt í einu orðinn eftirsóttur og vinsæll á nýjan leik. Willis stendur sig frábærlega í báðum mynd- unum, ekki síst í Sjötta skilnuingarvitinu sem er einstaklega vel skrifuð draugasaga af gamla skólanum. Með óvæntum endi, sögð afdrátt- arlaust án umtalsverðra brellna – mögnuð sagan er aðall myndarinnar, nokkuð sem telst harla óvenjulegt í Hollywood. Unbreakable er hins- vegar talsvert gruggugri, skrifuð undir áhrifum af teiknimyndasögum sem Shyalaman hefur víst mikið dálæti á. Willis leikur mann sem sleppur einn lífs af (og án skrámu), úr hræðilegu járn- brautarslysi þar sem á annað hundrað manns farast. Þá kemur til sögunnar dularfullur náungi (Samuel L. Jackson), með undarlega kenningu í kollinum … Myndin gekk vel, fékk lofsamlega dóma og Disney dró upp 5 milljónir dala til að greiða Shyamalan fyrir Signs, og er það hæsta upphæð sem fengist hefur fyrir handrit í kvikmyndaiðn- aðinum – jafnvel að Joe Eszterhas meðtöldum. Myndin er vísindahrollvekja um bræður (Mel Gibson og Joaquin Phoenix), bændur í Pennsylv- aníu. Einn góðan veðurdag er búið að slá risa- vaxin furðutákn í akrana. Óvelkomnir gestir eru á ferð. Signs er líkt og önnur verk höfundar, óaðfinn- anleg fyrir augað og þétt stjórnað. Shyamalan rær hinsvegar á mið sem þrátt fyrir fantasíu- rammann, ofbjóða trúgirni áhorfandans. Ekki síst meginsögufléttan sem stendur öðrum hug- myndum höfundar að baki, er í rauninni yf- irgengilega einföld. Samt sem áður gekk þessi auðgleymdi vísindahrollur ágætlega, dulúðug undraveröld Shyamalans hittir greinilega í mark hjá bíógestum um allan heim. Í hrollinum, Þorpið, sem er frumsýnd hér heima um helgina, leitar Shyamalan fanga á svipuðum slóðum, leyndardómsfullur óhugnaður blundar rétt undir að því er virðist eðlilegu yf- irborði. Bakgrunnurinn lítið og vinalegt þorp, umgirt skógi. Eitthvað miður gott lúrir úti á mörkinni en þorpsbúar hafa gert samning við myrkraöflin í skóginum: Ef mannfólkið hreyfir sig ekki út úr þorpinu, heldur óvætturinn sig í trjáþykkninu. Óhjákvæmilega kemur sú staða upp að lokum að þorpsbúar verða að ganga á bak orða sinna. Sagan af Pí í undirbúningi Þorpið er líkt og aðrar Hollywood myndir Shya- malans, unnin af úrvalsmannskap, jafnt leikurum sem tæknimönnum. William Hurt, Sigourney Weaver, Adrien Brody, Joaquin Phoenix og Bryce Dallas Howard, dóttir leikarans og síðar leikstjórans Rons Howard, fara með aðal- hlutverkin, en snillingarnir Roger Deakins og James Newton Howard sjá um tökur og tónlist. Næsta verkefni Shyalamans verður væntanlega kvikmyndagerð metsölubókarinnar Sagan af Pí (Life of Pi), eftir Yann Martel og kom út hér- lendis á síðasta ári í þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar. Konungur hryllanna Í Þorpinu – The Village, er einn fremsti drauga- sagnamaður kvikmyndanna enn kominn á stjá um válega veröld hrollvekjunnar Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@ heimsnet.is M. Night Shyamalan ásamt Bryce Dallas Howard við frumsýningu Þorpsins í Bandaríkjunum. Adrien Brody og Bryce Dallas Howard

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.