Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Blaðsíða 15
UM tíma héldu menn ekki vatni yfir þeirri snilli Kristjáns Guðmundssonar myndlist- armanns að geta ferðast með heilu sýning- arnar í rassvasanum. Kristján var þá að gera blýferninga á veggi og gat því geymt blýstiftin í vasa sínum þegar hann ferðaðist. Þetta ferðavandamál leystist reyndar að mestu með tilkomu myndbandsins og svo með DVD-spilurum, en myndlistarmenn geta nú geymt margmiðlunardiska í vas- anum og óskað svo eftir skjávarpa eða sjón- varpi þegar á hólminn er komið. Engu að síður er þetta enn vandamál fyrir þá sem ekki geta lagað list sína að margmiðl- unartækninni og þurfa að burðast með objekta um landið og hvað þá út fyrir land- ið. Pjetur Stefánsson tekur þetta vandamál fyrir á sýningu sinni „Tourist artist – Trav- elling light“, sem þýða má sem „Ferða- mannalistamaður – Að ferðast létt“, og er þessa dagana í Galleríi Klaustri í kjallara Gunnarsstofnunar á Austurlandi. Pjetur hefur rúllað saman fjórum lituðum plastfólí- um og stungið undir handleggina fyrir ferðalagið, límt þær svo á veggi gallerísins að ofanverðu svo þær verpast upp að neðan. Afraksturinn verður skúlptúrískt rýmisverk í anda mínimalisma eða naumhyggju og gengur satt að segja ágætlega upp sem slíkt. Ég verð að játa að ég hef ekki séð mikið af verkum frá Pjetri, enda hefur hann verið mun virkari í myndlistarpólitík undanfarin ár en í sýningarhaldi. Fyrst sem formaður SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna) og nú sem formaður Íslenskrar grafíkur. Það litla sem ég hef séð frá honum eru fígúratíf mynd- verk, lauslega unnin og samræmast Nýja málverkinu. Sýningin í Gunnarsstofnun kem- ur mér því nokkuð á óvart. Virkar þannig séð sem sniðug hugdetta og gengur ágætlega upp, eins og áður sagði. MYNDLIST Skriðuklaustur – Gunnarsstofnun Opið alla daga frá 10–18. Sýningu lýkur 21. ágúst. RÝMISVERK PJETUR STEFÁNSSON Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Ransu Frá sýningu Pjeturs Stefánssonar í Skriðuklaustri. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 | 15 Handverk og hönnun, Að- alstræti 12: Sumarsýningin. Til 5. sept. i8, Klapparstíg 33: Jeanine Cohen. Til 21. ágúst. Íþróttahúsið, Eiðum: Dieter Roth. Fram í desember. Íslensk grafík, Hafnarhúsi: Ólafur Þórðarson. Til 7. ágúst. „Sumir nytjahlutanna hafa jafnvel gagnrýnar póli- tískar skírskotanir.“ JBK Ransu. Kling og Bang gallerí, Laugavegi: Paul McCarthy og Jason Rhoades. Stein- grímur Eyfjörð. Til 29. ágúst. Klink og Bank, Braut- arholti: Samsýning tuttugu ungmenna. Til 14. ágúst. Listasafn ASÍ: Hafsteinn Austmann. Til 15. ágúst. Listasafnið á Akureyri: Hagvirkni. Til 22. ágúst. Listasafn Árnesinga: Bók- verk – Bókalist. Samsýning íslenskra myndlistarmanna: Myndlist Árbæjarsafn: Þjóðbúningar og nærfatnaður kvenna frá fyrri hluta 20. aldar. Til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls: Krist- ín Reynisdóttir. Til 18. ágúst. Gerðarsafn: Ný aðföng. Til 8. ágúst. „Það er sérstaklega gaman að sjá eldri verk eftir eldri listamenn í bland við yngri í góðum samhljómi.“ R.S. Hafnarborg: Samsýning fimm listamanna. Stefnumót: Düsseldorf – Hafnarfjörður og verk Þorbjargar Hösk- uldsdóttur. Til 23. ágúst. Hallgrímskirkja: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 1. sept. Sumardagur. Til 8. ágúst. Listasafn Ísafjarðar: Sara Vilbergsdóttir. Til 1. októ- ber. Listasafn Íslands: Umhverfi og náttúra – Íslensk mynd- list á 20. öld. Til 29. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánu- daga, kl. 14–17. Til 15. sept. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Þorvaldur Þor- steinsson. Til 8. ágúst. Ný safnsýning á verkum Errós. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Francesco Clemente. Roni Horn. Til 22. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Listaverk Sigurjóns í alfaraleið. Til 5. sept. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til 1. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Erró – Fólk og frásagnir. Til 29. ágúst. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Bjarni Þór Bjarnason og Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir. Til 15. sept. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi: Finnsk samtíma- ljósmyndun. Til 29. ágúst. Norræna húsið: Samsýn- ingin 7 – Sýn úr norðri. Til 29. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Sum- arsýning úr safnaeign. Ný verk eftir Katharinu Grosse og Eggert Pétursson. Til 26. sept. Leiðsögn alla laug- ardaga. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Skaftfell, Seyðisfirði: Að- alheiður S. Eysteinsdóttir. Til 8. ágúst. Skálholt: Staðarlistamenn eru Þórður Hall og Þorbjörg Þórðardóttir. Til 31. sept. Þjóðmenningarhúsið: Hand- ritin. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Eddukvæði. Til 1. sept. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Handband á Íslandi 1584–2004. Kvenna- hreyfingar – innblástur, íhlutun, irringar. Söguleg út- gáfa Guðbrandsbiblíu 1584 til vorra daga. Til 31. ágúst. Leiklist Vetrargarðurinn, Smára- lind: Fame, lau., fim. „Dans- ar þeirra Björnsdætra eru flottir og vel leystir af leik- hópnum.“ Þ.T. Austurbær: Hárið, fös. „Það er eins og enginn leikaranna trúi á þau gildi sem persón- urnar sem þeir leika halda fram í verkinu.“ S.H. Iðnó: Light Nights. Íslensk- ar þjóðsögur fluttar á ensku, mán., fös. Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: I, Robot (SV) Spider-Man 2  (SV) Háskólabíó King Arthur (HJ) Shrek 2  (SV) Good Bye Lenin!  (HL) Laugarásbíó Shaun of the Dead  (HJ) Shrek 2  (SV) Regnboginn I, Robot  (SV) Spider-Man 2  (SV) Eternal Sunshine …  (HL) The Day After Tomorrow  (SV) Sambíóin Reykjavík, Kefla- vík, Akureyri King Arthur  (HJ) Around The World in 80 Days  (HJ) Shrek 2  (SV) Harry Potter and the Prison- er of Azkaban  (HJ) Raising Helen  (HJ) Smárabíó I, Robot  (SV) Spider-Man 2  (SV) ÁSTAND heimsmála virðist vera nokkuð stór biti að fjalla um á lítilli sýningu og þegar ég las innganginn að sýningu Kristínar Reynisdóttur í Galleríi Sævars Karls hvarflaði það að mér að hún færðist mikið í fang, svo yfirgripsmikil málefni leggur hún til grundvallar innsetningu sinni – upplifunina að vera áhorfandi og þátt- takandi á tímum átaka í heiminum, spurningar um tilgang trúarbragða, stöðu mannkyns. Hvar er að finna rætur tilfinninganna, hjá fjöl- skyldu, samfélagi eða einstaklingum? Í sýn- ingarskrá kemur einnig fram að verkin eru unnin eftir heimsókn til Sarajevo haustið 2003. Þegar ég síðan steig niður í salinn hjá Sæv- ari sá ég hins vegar að allar þessar spurningar má með góðu móti sjá endurspeglast í verk- unum tveimur sem Kristín hefur sett upp. Annað þeirra er veggverk, staurar líkir girð- ingarstaurum með afar oddhvössum haus eru festir á bláa plötu með litlum spegli í miðjunni. Þeir virka ógnandi á mann, svo hvassir eru oddarnir sem stingast beint inn í rýmið. Blái liturinn minnir á hvolfþak sveitakirkju og litli flöturinn í miðjunni á flúr líkt því sem sjá má í arabískum byggingum. Girðingarstaurarnir eru allt í senn afmörkun svæðis, vísa til ná- grannaerja og eru vopn. Hér koma saman margir þættir sem hafa einkennt lífið í Sara- jevo á undanförnum árum. Stærra verk Krist- ínar er innsetning sem lýsir einhvers konar ógnarjafnvægi, svo viðkvæmu að manni finnst það geta brostið þá og þegar og þá yrði fjand- inn laus. Mikil spenna einkennir verkið, sam- ansett úr köðlum sem strekktir eru út í alla veggi gallerísins en í miðju eru málmhringir sem halda öllu á sínum stað og þar myndast stjörnumynstur sem hægt er að sjá sem vísun í trúarbrögð eða einhvers konar æðri strúktúr, þungamiðju. Þetta er einfalt verk en þó nær það að skapa sterkt og ótrúlega hlaðið and- rúmsloft, þrungið innri spennu. Allir þræðir eru strekktir til hins ýtrasta og má ímynda sér að ef einn þeirra bresti losni þeir allir og þá er betra að forða sér. Verk Kristínar lifa líka góðu lífi án þess for- mála sem hún gefur þeim, svo einfalt og auð- lesið er myndmál þeirra en formálinn gerir verkin þó hlaðnari að merkingu en ella og hjálpar áhorfandanum að setja sig inn í hugs- un listakonunnar. Verk hennar eru allt í senn opin fyrir túlkun, vísa sterkt í samtíma okkar, vinna á áhrifaríkan hátt í rýminu og vekja til umhugsunar. Spennuna sem ríkir í þeim má heimfæra upp á innra líf einstaklings, fjöl- skyldu eða heils samfélags. List með boðskap missir stundum marks þegar vísifingur listamannins hefst á loft og stundum verða listamenn eins og sníkjudýr, í versta falli ferðalangar í leit að eymd og volæði til að vinna úr, en hér er ekkert slíkt á ferð. Kristínu tekst vel upp, hún vinnur úr sinni persónulegu reynslu á áhrifaríkan hátt og án þess að setja sig á háan hest. Hún nýtir sér miðil sinn myndlistina á persónulegan hátt til að skapa beinskeyttar myndir sem eru ríkar af tilvísunum í umheim okkar og samtíma en um leið hrein og klár myndverk. Morgunblaðið/Þorkell Kristín Reynisdóttir: Innsetning með köðlum. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 18. ágúst. Galleríið er opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI, KRISTÍN REYNISDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Á NEÐRI hæðinni í Skaftfelli, menningar- miðstöð á Seyðisfirði, hefur Hildigunnur Birg- isdóttir komið fyrir lítilli innsetningu sem hún nefnir „Hring eftir hring“. Ég býst við að þetta sé fyrsta einkasýning hennar síðan hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í fyrra, en engar slíkar upplýsingar liggja þó frammi fyrir sýningargesti. Verkið er unnið beint á vegginn. Hring- vegur er gerður úr taui, leikfangabílar mynda hring, mótorknúin dós snýst í hringi og geisla- spilari er saumaður inn í poka þar sem heyrist lágt talað „hring eftir hring eftir hring …“ Einnig má sjá plastburkna sem nærist á sól sem birtist okkur sem lampi og lýsir á málaðar rætur og vatn sem þá næra plöntuna, eða rétt- ara sagt staðgengil plantna. Semsagt, verkið fjallar um hringrás. Hringvegurinn hefur hjól sem listakonan málar á vegginn. Sjálft ferða- lagið er þannig áfangastaðurinn. Vegurinn sem slíkur er leikfangalegur útlits, minnir á bílabraut, og vísar til vélrænnar starfsemi, líkt og færiband. Undir niðri má svo finna spurn- ingar um umhverfismál, árekstra náttúrulegra og vélrænna hringrása, eyðileggingu á barns- legu sakleysi. Myndmálið sem listakonan tileinkar sér heyrir undir poppsúrrealisma, sem er nokkuð áberandi myndmál í samtímalistum og skartar listamönnum á borð við Carrol Dunham, Tak- ashi Murakami og Kenny Scharf. Einnig kem- ur austurríski myndlistarmaðurinn Friedens- reich Hundertwasser (1928–2000) mér í huga, sem kannski er hulinn áhrifavaldur á margan poppsúrrealistann. Ég hafði allavega ekki séð hann í því samhengi fyrr. Innsetningin er því nokkuð yfirgripsmikil þótt hún sé smá, býr yfir sköpunargleði og flott frumraun hjá þessari ungu listakonu. MYNDLIST Skaftfell, Seyðisfirði Sýningin er aðgengileg á afgreiðslutíma kaffihúss- ins. Henni lýkur 18. ágúst. BLÖNDUÐ TÆKNI HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR Jón B.K. Ransu Verk Hildigunnar Birgisdóttur, Hring eftir hring. Morgunblaðið/Ransu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.