Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Síða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 Á ttundi áratugur tuttugustu aldar var gjöfult tímabil fyrir sjálfsævisöguleg skrif víða um heim. Árið 1975 var til dæmis mikið umbyltingarár í Frakklandi og kom þar ým- islegt til. Fræðimaðurinn Philippe Lejeune setti fram kenningar sínar um bókmennta- tegundina og sagði hana byggja ekki endi- lega á einhverjum stöðluðum formlegum einkennum heldur á því sem hann kallaði hinn sjálfsævisögulega samning (le pact autobiographique) milli höfundar og les- anda, sem hefur reynst fræðimönnum notadrjúgur kenningarammi, og fræði- maðurinn Roland Barthes og rithöfundurinn Georges Perec gáfu út sjálfsævisöguleg verk þar sem þeir gerðu djarfar tilraunir með bókmenntategundina sem reyndu á þanþol hennar á ýmsa vegu. Texti Barthes (Roland Barthes par Roland Barthes) hefst á nokkrum síðum með ljós- myndum frá ævi hans og síðan tekur við safn af brotum um hugmyndir, hugtök og kenningar sem mynda ævisögu hugsunar frekar en upprifjun á liðinni tíð, því þar er ekki að finna neina línulega frásögn af ævi Barthes. Perec (W ou Le souvenir d’en- fance), sem var gyðingur, fléttar saman óljósar bernskuminningar, en foreldrar hans voru drepnir í seinni heimsstyrjöldinni þeg- ar hann var barnungur, og óhugnanlega dystópíska fantasíu um fasískt þjóðfélag á eyjunni W þar sem allt snýst um íþróttir. Árið 1977 kynnti svo rithöfundurinn og fræðimaðurinn Serge Doubrovsky nýyrðið ‘autofiction’ í verki sínu Fils, en það orð vildi hann nota yfir verk, eins og Fils, sem byggðu á raunverulegum atburðum en not- uðu aðferðir skáldsögunnar til að segja frá þeim, auk þess sem höfundar þannig verka byggju mjög meðvitað til sögupersónu úr sjálfum sér. Doubrovsky fjallaði síðan nánar um þetta hugtak í mörgum fræðigreinum og hélt áfram að þróa formið í ýmsum prósa- verkum síðar og fleiri höfundar unnu á þessum mörkum skáldskapar og sjálfs- ævisögu og má þar nefna Patrick Modiano. Þessi frönsku verk áttu það sameiginlegt að þar voru á ferð tilraunir með form og frá- sagnarmáta og þessum tilraunum fylgdi sterk meðvitund um flókið samband texta og lífs, og takmarkanirnar sem fylgdu því að festa líf á bók. Konur og innflytjendur Á svipuðum tíma í Bandaríkjunum og raun- ar víðar um hinn vestræna heim komu út sjálfsævisögur sem einnig áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á formið með því að hleypa nýjum röddum inn í bókmenntategundina, en þar voru konur og innflytjendur og af- komendur þeirra sem má segja að hafi tekið formið og gert það að sínu. Má þar nefna bókina The Woman Warrior: Memoirs of a Girlhood among Ghosts eftir hina kínversk- ættuðu Maxine Hong Kingston (1976), sem lýsir uppvexti stúlku á mörkum kínversks og amerísks menningarheims og nokkru síð- ar kom út The Hunger of Memory: The Education of Richard Rodriguez (1982) eftir Richard Rodriguez, sem er af mexíkóskum ættum, umdeilt verk um líf í tveimur tungu- málum. Í þeirri vakningu sem varð á sjö- unda og áttunda áratuginum um réttindi kvenna, svartra og aðra minnihlutahópa, varð sjálfsævisagan tilvalinn vettvangur þessara hópa þar sem hún fléttaði saman hið pólitíska og persónulega, og upphóf reynslu hinna raddlausu og réttlausu. Við- fangsefnið var að skýra frá lífi, og þá sér- staklega reynsluheimi sem aðrir höfðu ekki aðgang að og verkin lýstu ekki síst leit að sjálfsmynd, oft á mörkum tveggja heima og jafnvel tveggja tungumála. Sjálfsævisagan sýndi í þessum margvíslegu tilraunum, um- breytingum og nýjum viðfangsefnum að hún getur verið svæði tilrauna, margs konar óvæntra hliðarspora og er rammpólitísk í sínu persónulega eðli. Essay-róman og uppvaxtarsaga Þessi áratugur var heldur ekki alveg tíð- indalaus í íslenskum sjálfsævisögulegum skrifum, en þá gaf Halldór Laxness út minningabækur sína, þá fyrstu Í túninu heima árið 1975, og Sigurður A. Magnússon hóf sinn mikla bálk með Undir kalstjörnu 1979. Þessi verk veltu einnig upp nokkrum spurningum um formið. Halldór nefndi sín verk essay-rómana, form sem byggir á raunverulegum atburðum, en með skáldlegri framsetningu og vitnar til sem viðmiðs hinnar amerísku ný-blaðamennsku sem var áberandi á sjöunda áratugnum. Sigurður A. nefndi sitt verk uppvaxtarsögu og forðaðist að nota orðið sjálfsævisögu, og til að draga textann enn frekar frá raunverulegum at- burðum og fólki, þá breytti hann nær öllum nöfnum í verkinu. Þessar tilraunir til að komast hjá því að nota orðið ‘sjálfsævisaga’ um verk sín eru síður en svo sjaldgæfar hjá höfundum. Það er eins og titlinum fylgi of mikil ábyrgð, of mikil krafa um að höfundur segi satt og rétt og nákvæmlega frá ævi sinni, sem hann af einhverjum ástæðum – hvort sem um er að kenna brigðulu minni eða þörf fyrir að þegja yfir sumu, eða efa- semdir um að skáldleg framsetning eigi heima í forminu – telur sig ekki geta staðið undir. Þessi skilgreiningarvandi hefur aftur orð- ið áberandi undanfarin ár með aukinni fjöl- breytni í sjálfsævisögulegum skrifum hér á landi þegar ýmis verk hafa komið út sem hafa heldur breytt landslaginu í bókmennta- greininni. Þar má segja að Guðbergur Bergsson hafi riðið á vaðið með verkunum Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar (1997) og Eins og steinn sem hafið fágar (1998) sem hann nefndi „skáldævisögu“, og notaði þar ýmsar aðferðir skáldskaparins til að segja sögu af æsku sinni og ævi foreldra sinna. Sigurður Guðmundsson, Ósýnilega konan: SG tríóið leikur og syngur (2000), fléttaði saman dagbókarformi, er hann lýsti daglegu lífi sínu í Kína, og sjálfskönnun, þar sem hann kannaði þrjár hliðar sjálfsins; konuna, kallinn, og hulstrið. Albúm (2002) Guðrúnar Evu Mínervudóttur ber undirtit- ilinn skáldsaga, þótt uppbygging, form og innihald minni mjög svo á minningabækur. Hún bregður upp myndum úr æsku aðal- persónunnar og með titlinum vísar hún til sterkra tengsla ljósmyndunar og minnis. Minningabókarformið er þannig skapað að það leiðir ekki endilega að einum ákveðnum punkti, eða snýst um einn afmarkaðan at- burð, heldur er tilgangurinn að kanna minni og fortíð og tilurð sjálfs. Skyggnst djúpt í karakterinn Verk Lindu Vilhjálmsdóttur Lygasaga (2003) er á kápu kallað ‘sönn saga um lygi’, og allt efni og form, viðtöl við höfundinn og önnur umfjöllun hefur skilgreint verkið sem sjálfsævisögulegt. Þessi bók fellur í þann flokk sjálfsævisagna sem hafa mjög ákveð- inn tilgang, í þessu tilfelli að lýsa og reyna að draga fram ástæður alkóhólisma. Þetta mjög svo grípandi verk hefur því ein- staklega sterkan þráð sem bindur það sam- an, og þær minningar sem settar eru fram eru allar rifjaðar upp í þeim tilgangi að kanna ástæður fíknarinnar í fortíð hennar og persónuleika; hvernig varð hún eins og hún varð? Utanaðkomandi aðstæður eru ekki endilega tilteknar sem áhrifavaldar, Um nokkur nýleg íslensk sjálfsævisögu- leg verk Eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur gunnth@hi.is Bjarni Bjarnason Eiríkur Guðmundsson Halldór Laxness Linda Vilhjálmsdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir Pétur GunnarssonSigurður A. Magnússon Fortíðin, samtíminn o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.