Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Page 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 | 5 eins og svo oft er þegar leitað er „þægi- legra“ skýringa á fíkn, það er miklu frekar skyggnst djúpt í karakterinn og – á allt að því reiðilegan hátt – sagt frá stelpu sem höfundur lýsir sem einhvern veginn gallaðri. Þörfin fyrir að gleyma sjálfum sér, þessari ófullkomnu sjálfsveru, að útþurrka hina stöðugu og flóknu meðvitund um sjálfan sig, er í því samhengi sögð hafa byrjað snemma og límið var vinsælt ráð til þess: Þessi límtripp voru ekki sérlega líflegar samkomur. Við sátum eins og hænur á priki í kojunum og einbeittum okkur að því að anda hvert í sinn poka. Eftir örfáar sek- úndur fóru augun í okkur að renna til eða ranghvolfast og svo slaknaði smám saman á andlitsvöðvunum og við urðum eins og van- vitar í framan. Síðan misstum við stjórn á hreyfingum okkar og fórum að leita til hlið- anna. Þegar allur vindur var úr okkur sig- um við saman. Ég kom einhvern tíma að krökkunum í þessu ástandi og það var eins og að koma að fjöldagröf þar sem dauðir og deyjandi lágu saman í kös. (79) Sjálfsævisögur byggja að sjálfsögðu á minni og að höfundur segi eins satt og rétt frá og mögulegt er. Ofdrykkja hefur hins vegar í för með sér lygi og óminni og sögu- maður hlýtur þá að einhverju leyti að vera óáreiðanlegur. Þetta skapar athyglisverða spennu í textanum, höfundur viðurkennir marg oft að muna ekki eitt eða annað, mörg smáatriði og nákvæm tilhögun atvika eru löngu horfin úr vitundinni en sjálfskönnunin sem er óvægin og leitandi er stöðugt í for- grunni. Leitin að sjálfi virðist því í senn vera upphaf drykkjunnar og endir hennar og vera tilgangurinn með skrifunum. Og höfundur lýsir ástandi sem liggur stöðugt á mörkum tveggja heima, og hræðslunni við að stíga skrefið til fulls í átt að heillegri sjálfsmynd (ef slíkt er þá á annað borð mögulegt): Þangað til fyrsta ljóðabókin kom út var ég í námi með vinnunni sem þýddi að ég bætti við mig örfáum einingum á ári í öld- ungadeildinni. Eftir það var hlutavinnan ágætis afsökun fyrir því að mér rétt tókst að merja ljóðabók gegnum hausinn á mér á þriggja ára fresti. Ég var alltaf að vasast í sömu málunum án þess að mér miðaði áfram. Ég lauk aldrei við neitt sem ég tók mér fyrir hendur. Ég fylgdi engu eftir út í ystu æsar. Ég lagði mig aldrei alla fram. Ég var hvorki menntuð né ómenntuð. Hvorki sjúkraliði né skáld. Ekki venjuleg kona en ekkert mjög óvenjuleg. Ég vissi aldrei í hvorn fótinn ég ætlaði að stíga. (163) Þetta óvissuástand, þetta hik við að ganga alla leið, sem kannski mætti túlka sem kyn- bundið ástand, virðist oft lýsa sér í hræðslu við að fylgja eftir sínum metnaði, jafnvel hræðslu við að hafa metnað. Í verkum sem bókaútgáfan Bjartur hefur gefið út í serí- unni Svarta línan, er hið sjálfsævisögulega nokkuð áberandi. Könnun sjálfsmyndar Oddný Eir Ævarsdóttir í Opnun krypp- unnar (2004) er eins og Sigurður Guð- mundsson að kanna sjálfsmynd og búa til karakter – hér er það samtíminn sem er í forgrunni, verkið fylgir að hluta dagbók- armynstrinu, en síðan eru æskuminningar fléttaðar inn í ýmiss konar pælingar. Höf- undur er að kanna sjálfsmynd og lýsir ýms- um tilraunum sínum á því sviði og leit að þessari sjálfsmynd í bókum, útlöndum, sam- skiptum, minningum og lærdómi. Ýmsir möguleikar eru kannaðir á ólíkum hliðum sjálfsins, til dæmis með hárgreiðslu sem eykur kvenleikann, þótt höfundur hvíli kannski best í þeirri vissu að hún sé ís- lenskur bóndadrengur. Öryggisleysið sem minnst var á hér að ofan kemur fram hér þegar Oddný rekur ástæður þess að hún fór að læra heimspeki til þess að hún hafi verið að forðast þá ákvörðun að verða rithöf- undur: Þegar svo námið varð of þrúgandi, þegar ég fór að bera of mikla virðingu fyrir sögu hugsunarinnar og afreksmönnum hennar, varð ég að leika sama leikinn og gagnvart skriftunum áður; sannfæra mig um að heim- spekin væri ekki takmarkið í sjálfu sér og því þyrfti ekki að taka hana svona dauðans alvarlega [...] Allt sem ég gerði var leið að öðru og ég fjarlægði mig öllu því sem kom mér í of mikla nálægð við það sem virtist vera mikilvægt og gæti hugsanlega leitt til þess að ég tæki mig einn daginn of alvar- lega. (18) Þessi texti tekur sig heldur aldrei of al- varlega, hugsanir, hugmyndir og minningar eru settar á svið, það er leikið smá leikhús fyrir lesandann þegar dregið er upp nýtt efni úr kryppunni, ekki ósvipað því þegar barn dregur upp úr öldruðum dótakassa misvel-limaðar dúkkur, heillega bíla, gömul spil (venjulega 49) og leiki sem löngu hafa tapað merkingu sinni, svo úr verður það brúðuleikhús sem undirtitill verksins vísar til. Bréfaformið hefur oft verið nýtt í þágu skáldsögunnar, en í verki Eiríks Guðmunds- sonar 39 þrep á leið til glötunar (2004) er bréfaformið notað til samræðu um samtím- ann, sem er skoðaður með hliðsjón af óró- legu sjálfi. Sjálfskönnunin er hér meira og minna óbein með ógrynni tilvísana í alls konar bókmenntir og það sjálf sem mótast í textanum er samansafn af skoðunum og hugsunum sem verða til þegar sjálfið bregst við ýmiss konar misvelkominni ertingu sam- tímans, þar sem bókmenntirnar virðast helst veita skjól. Könnun Bjarna Bjarnasonar á sinni fortíð í Andliti (2003) er að mestu leyti bundin við ytri aðstæður og umhverfi frekar en ræki- lega könnun á persónuleika. Hann notar ný- yrði Guðbergs og nefnir sitt verk skáldævi- sögu, sem að hluta er viðeigandi þar sem hann býr að vissu marki til sögupersónu úr sjálfum sér, þótt frásögnin sverji sig í ætt við frekar hefðbundnar sjálfsævisögur. Til- gangurinn er sá að sýna hvernig „neð- anjarðarskáld“ – eins og hann kallar sig – varð til og minnir í þemum og minnum um margt á ýmsar sjálfsævisögur íslenskra rit- höfunda. Sloppið undan fjölskyldusögunni Í stórum dráttum mætti fullyrða að fortíð- arleit – þá á ég ekki við þá fortíðarleit sem felst í sögulegum skáldsögum heldur í tíma sem stendur okkur nær – í íslenskum bók- menntum undanfarin 20 ár eða svo hafi helst einskorðast við fjölskyldusögur af ýmsum toga. Á þessu eru að sjálfsögðu und- antekningar, þar mætti nefna bók Þórarins Eldjárns Ég man: 480 glefsur úr gamalli nútíð (1994), einstaklega heillandi könnun á minni og fortíð og vasabækur Péturs Gunn- arssonar (Vasabók 1989 og Dýrðin á ásýnd hlutanna 1991), þar sem hann reynir að festa hversdaginn á bók til að forða honum frá því að verða umsvifalaust gleymskunni að bráð. Undanfarin fimm ár má segja að persónulegri skrif séu orðin meira áberandi; einstaklingurinn virðist vera að sleppa und- an fjölskyldusögunni, hann hefur fundið sér rödd og kannar alls konar króka og kima forms sjálfsævisögulegra skrifa. Franskar tilraunir áttunda og níunda áratugarins með ‘autofiction’ gengu yfirleitt lengra í notkun sinni á skáldskap en greina má í þessum verkum, þótt sumt í þessum verkum minni á þær tilraunir, sérstaklega í því að þessi ís- lensku verk eiga flest sameiginlegt mjög sterka meðvitund um formið, meðvitund um stöðu sína sem texta en ekki einfaldrar end- urspeglunar á ævi og sjálfi (hafi þá slíkt nokkurn tíma verið til). Sú pólitíska hugsun sem má sjá í verkunum er orðin grátóna miðað við svarthvíta sýn kalda stríðsins og réttindabaráttu minnihlutahópa í Bandaríkj- unum sem minnst var á hér að ofan, og því er hún undirförulli, en stöðug eins og óljóst suð í bakgrunninum, og má ekki síst sjá í verkum kvenna að samfléttun pólitíkur og hins persónulega er flókin og margslungin og bókmenntategundin er einstaklega vel til þess fallin að kanna þessi tengsl.  Bjarni Bjarnason, Andlit: Skáldævisaga (Reykjavík: Vaka Helgafell, 2003) Serge Doubrovsky, “Autobiographie/vérité/psychoanalyse’ í Autobiographiques: de Corneille à Sartre (París: PUF, 1988), bls. 61-79. Eiríkur Guðmundsson, 39 þrep á leið til glötunar (Reykjavík: Bjartur, 2004) Guðbergur Bergsson, Faðir, móðir og dulmagn bernsk- unnar (Reykjavík: Forlagið 1997) - Eins og steinn sem hafið fágar (Reykjavík: Forlagið, 1998) Guðrún Eva Mínervudóttir, Albúm: Skáldsaga (Reykja- vík: Bjartur, 2002) Philippe Lejeune, Le Pacte autobiographique. Nouvelle édition augmentée (París: Éditions du Seuil, 1996) Linda Vilhjálmsdóttir, Lygasaga (Reykjavík: Forlagið, 2003) Oddný Eir Ævarsdóttir, Opnun kryppunnar: brúðuleikhús (Reykjavík: Bjartur, 2004) Sigurður Guðmundsson, Ósýnilega konan: SG tríóið leik- ur og syngur (Reykjavík: Mál og menning, 2000) Guðbergur Bergsson Sigurður Guðmundsson Þórarinn Eldjárn og sjálfsmyndin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.