Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Side 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 | 7 F ranskir bókmenntafræðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í Harry Potter-maníunni sem tröllríður heiminum, og að sögn Herald Tribune í síðasta mánuði hafa þeir rökrætt í þaula „hin dýpri skilaboð“ sem Potter- bækurnar hafi að geyma. Blaðið birti grein sem einn þessara fræðinga, Ilias Yocaris, skrifaði í Le Monde í júní um að Harry Potter væri „kapítalistasvín“. Yocaris þessi er kynntur sem prófessor í bók- menntafræði og frönskum bókmenntum við kenn- aradeild Háskólans í Nice. En samkvæmt Tribune eru frönsku fræð- ingarnir alls ekki á eitt sáttir um hver þessi dýpri skilaboð bókanna séu, og munu margir hafa svarað grein Yocaris, þar á meðal ein- hver sem hélt því fram að Potter væri enginn kapítalisti, heldur þvert á móti eindreginn baráttumaður gegn alheimsvæðingu. Hér verða tilfærðir valdir kaflar úr grein Yocaris. „Við fyrstu sýn,“ hefur hann mál sitt, „virðist veröld Harrys Potters ekki eiga neitt sameiginlegt með þeirri veröld sem við öll þekkjum. Alls ekki neitt, utan eitt smáatriði: Líkt og okkar veröld er ævintýraveröld Harrys Potters kapítalistaveröld.“ Yocaris nefnir fyrst, þessari fullyrðingu sinni til stuðnings, að skólinn sem Potter gengur í, galdraskólinn Hogwarts, sé einka- rekinn skóli, og að stjórnendur hans eigi í sí- felldri baráttu við ríkið, en fulltrúar þess í bókunum séu Cornelius Fudge, vanhæfur galdramálaráðherra, og Percy Weasley, hlægilegur skriffinnur, að ógleymdum skelfi- legum eftirlitsmanninum, Dolores Umbridge. Þá séu nemendur skólans neytendur sem dreymi um að eignast alls konar hátækni- legar galdragræjur, til dæmis hraðvirka vendi og nýjustu gerð flugsópa, sem fram- leiddir séu af fjölþjóðafyrirtækjum. Hogw- arts sé því ekki einungis skóli heldur einnig markaður. Á nemendunum dynji sífelldar auglýsingar og þeir séu aldrei eins ánægðir og þegar þeir geti eytt peningunum sínum í verslununum í grennd við skólann. „Punkturinn yfir i-ið eru svo sífelldar um- kvartanirnar um ósveigjanleika og vanhæfni skriffinnanna. Gegn meðalmennsku þeirra er teflt fram hugmyndaauðgi og vogun ýmissa frumkvöðla, sem Rowling [höfundur bók- anna] hrósar í sífellu,“ skrifar Yocaris. Bræðurnir Bill og Percy Weasley séu glöggt dæmi um þessar andstæður. Sá fyrr- nefndi starfar hjá Gringott-bankanum og er alger andstæða bróður síns, sem er skrif- finnur af lífi og sál. Bill er ungur og kraftmik- ill með skapandi hugsun og klæðist fötum sem sæma rokkstjörnum, en Percy er treg- gáfaður, þver, takmarkaður í hugsun og á sér það eitt markmið í lífinu að framfylgja op- inberum reglugerðum. Meistarastykkið hans sé skýrsla um staðlaða þykkt á nornakötlum. Í bókunum sé því búið að troða nýfrjáls- hyggjustaðalmyndum inn í ævintýri. Skálduð veröld Harrys Potters sé einfölduð mynd af hófleysi engilsaxneska samfélagsmunsturs- ins. Undir yfirbragði reglna og hefða sé Hogwarts-skólinn miskunnarlaus frum- skógur með óheftri samkeppni, ofbeldi og sig- urvilja. Sálræn skilyrðing nemendanna sé ljóslega byggð á hugsjóninni um átök andstæðinga og andstæðra skoðana. Samkeppni ríki á milli nemendanna um að ná sem bestum árangri, deildir skólans keppi um stig, galdraskólar keppi á Triwizard-mótinu, og öfl góðs og ills takist á. Galdarmálaráðherranum mistakist ger- samlega í baráttunni gegn hinu illa, og reglu- gerðir komi í veg fyrir að Harry og félagar geti varið sig gegn þeirri óáran sem sífellt steðjar að þeim. Hinir veikari, sem ekki geti varið sig sjálfir, falli í valinn. „Þetta hefur áhrif á þá menntun sem nem- endurnir í Hogwarts fá,“ segir Yocaris. „Einu námsgreinarnar sem skipta máli eru þær sem veita praktíska þekkingu sem strax kemur að notum í lífsbaráttunni.“ Þetta komi ekki á óvart í ljósi þess, að markmiðið í Hogwarts sé að útskrifa nemendur sem séu samkeppn- isfærir á vinnumarkaðinum og geti tekið þátt í baráttunni gegn illum öflum. Það fari því lítið fyrir kennslu í listgreinum við Hogwarts og ekki heldur lagt mikið upp úr félagsfræðum. Einungis fáeinir hrútleið- inlegir sögukúrsar sem Harry finnist „jafn- leiðinlegir og skýrsla Percys um nornakatl- ana“. Í veröld Harrys Potters séu félagsvísindi jafntilgangslaus og opinberar reglugerðir. Yocaris telur að líklega sé það óafvitandi af hálfu höfundar Potter-bókanna að þær dragi saman helstu markmiðin í stefnu nýfrjáls- hyggjusinna í félags- og menntamálum. Spáir Yocaris því að í ljósi vinsælda bókanna megi búast við að nokkrar kynslóðir ungmenna muni mótast mjög af þessum sjónarmiðum. Kapítalistinn Harry Potter Markmiðið í Hogwarth sé að útskrifa nemendur sem séu samkeppnisfærir á vinnumarkaðinum. Ævintýraheimur Harrys Potters er drauma- veröld nýfrjálshyggjumanna, að mati fransks bókmenntafræðings sem hefur rýnt í hina dýpri merkingu bókanna. Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ’Skálduð veröld Harrys Potters sé einfölduð mynd afhófleysi engilsaxneska samfélagsmunstursins.‘ mjúkum línum líkamans, augun stór og hör- undið mjúkt. Konur de Lempicka eru sann- arlega tælandi ásýndum en um leið er eins og gráleitur bakgrunnurinn og tómleg, stór aug- un gefi sorgir, einangrun og söknuð til kynna. Samkvæmisportrettin eru nefnilega við nánari skoðun ekki alveg jafn yfirborðskennd og hægt væri að telja í fyrstu. Í gegnum verkin skín þannig víða forvitni og áhugi á fólki. Skarpur skilningur á fyrirsætunum, hégóma- girnd þeirra, kostum og göllum dylst víða und- ir sléttu og felldu yfirborðinu og færir mynd- efninu líf, líkt og hið fágaða portrett de Lempicka af frú Allan Bott er gott dæmi um. Fegurð, glæsileiki og ríkidæmi ná ekki dylja óhamingju og einmanaleika fyrirsætunnar, sem háir skýjakljúfar í bakgrunni auka enn frekar á. Hjóm og yfirborðskennd? De Lempicka sjálf var ekki síður lýsandi dæmi um lífsstíl á líflegu og óhóflegu tímabili en fyr- irsætur hennar. Þannig lofaði hún sjálfri sér við upphaf listamannsferilsins að ágóði ann- arrar hverrar myndar færi í kaup á skartgrip. Bíllinn og sérhönnuð íbúðin báru þá ekki síður merki um munað og þessi glæsilega kona og dóttir hennar, Kizette, sáust reglulega á síðum í tískutímarita á borð við Harpers Bazaar. De Lempicka bjó þá við þann munað að geta valið úr viðskiptavinum og var vinnudagurinn, sem að hennar sögn hófust klukkan átta á morgn- ana og stóð til fimm á daginn, regluleg brotinn upp með kampavínsglasi, freyðibaði eða nuddi. Á fjórða áratugnum, í kjölfar kreppunnar, dró hins vegar verulega úr vinsældum art deco, og þar með vinsældum de Lempicka. Óhófið og yfirborðskenndin, sem auðvelt er að lesa í listastefnu er byggir á skreytilist, há- gæða handverki og dýru hráefni, átti sér enda fáa málsvara á tímum bágrar efnahagsstöðu. De Lempicka sjálf þjáðist á þessum tíma af þunglyndi og er hún jafnaði sig eftir veikindin hafði list hennar tekið miklum stakkaskiptum. Horfin voru lífleg og fáguð samkvæmisport- rettin líkt og tímabilið sem þau lýstu. Í þeirra stað voru komin öllu alvarlegri viðfangsefni sem byggðust frekar á fátækt, eymd, þjóð- félagsgagnrýni og trúarlegu þema sem hlaut slæleg viðbrögð bæði gagnrýnenda og fyrri viðskiptavina og orðspor listakonunnar dalaði verulega. Á seinni árum hafa vinsældir de Lempicka hins vegar aukist hægt og rólega á ný. Frá því á sjöunda áratugnum hefur reynst góður markaður fyrir hönnun og handverk art deco tímans og stefnan því hlotið virðingarsess að nýju. Myndlistin hefur þó átt öllu erfiðar upp- dráttar og tengsl við hjóm og yfirborðskennd tímabilsins e.t.v. haft þau áhrif að ekki eru allir á eitt sáttir um hve hátt hún skuli skrifuð á lista „alvöru“ myndlistar. Samkvæmisportrett Tamara de Lempicka standa engu að síður fyllilega fyrir sínu. Per- sónuleiki fyrirsætnanna, kostir þeirra og gall- ar skína enda í gegnum fágað yfirborðið líkt og góðri portrettmyndagerð sæmir. Myndir de Lempicka frá þessum árum ná í ofanálag að fanga einkar áhugavert tímabil í vestrænni sögu, sem í huga margra verður alltaf sveipað vissum ljóma er, hvað sem seinni verkum lista- konunnar líður, gerir hana óneitanlega að eins konar myndlistarlegum samnefnara art deco tímans. Portrett af frú Allan Bott (1930).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.