Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. ágúst 2004 | 13
New York sveitin The Strokes sendi með-limum í aðdáendaklúbbi sínum sjaldgæft
góðgæti fyrir stuttu. Í þeim pakkanum er m.a.
að finna geisladisk með tveimur áður óút-
komnum lögum, mynddisk sem kallast In
Transit með myndefni frá tónleikaferðalagi
sem sveitin fór í sumarið 2001 og barmmerki.
Á diskinum er lagið „When It Started“ af
fyrstu plötu sveitarinnar, Is This It? tekið upp
á tónleikum sveitarinnar á Íslandi sem fram
fóru í Broadway í apríl 2002. Hitt lagið er
prufuupptakan „Elephant Song“ sem þeir Al-
bert Hammond, Jr, gítarleikari og Julian
Casablancas söngvari tóku upp árið 1999 og
hefur það aldrei komið út opinberlega.
Í farvatninu er svo tónleikaplata sem kemur
líklega út fyrir jól.
Þýska rokksveitin Rammstein snýr aftur íhaust með fjórðu hljóðversplötu sína, en
áætluð útgáfa er lok september. Fyrsta smá-
skífa plötunnar, „Mein Teil“ hefur tafist nokk-
uð en hún kom loksins út í síðustu viku í
Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Til Íslands og
annarra landa berst hún hins vegar ekki fyrr
en í endaðan ágúst. Vinnuheiti stóru plöt-
unnar, sem kemur út í september, er Reise
Reise. Rammstein fara svo í umfangmikið tón-
leikaferðalag í haust
Athens-sveitingeðþekka
R.E.M., með hinn
sjarmerandi Mic-
hael Stipe í broddi
fylkingar, hefur nú
tilkynnt um titil
næstu hljóðvers-
skífu sinnar og
mun hún heita Around The Sun. Kemur hún
út 4. október en viku áður kemur fyrsta smá-
skífan út, „Leaving New York“. Þetta er þrett-
ánda hljóðversplata sveitarinnar og segir
söngvarinn Stipe að hún muni verða í póli-
tískara lagi og staða heimsmála í dag liggi
skáldgáfu hans nærri.
R.E.M.-liðar munu fara í tónleikaferðalag
um heiminn til að fylgja eftir.
Hin „glæpsamlega óþekkta“ hljómsveit,American Music Club, er kominn saman
aftur. Sveitin er ein mesta „költ“-sveit rokks-
ins, endalaust hampað af gagnrýnendum en
sala á plötum nánast engin. Ný hljóðversplata,
Love Songs for Patriots, kemur út í haust, sú
fyrsta síðan hinn opinberi svanasöngur, San
Francisco, kom út árið 1994. Platan kemur út í
október og ætlar sveitin að túra grimmt um
Bandaríkin í kjölfarið.
Leiðtogi sveitarinnar, Mark Eitzel, þrýsti á
um þessa endurkomu en sólóferill hans hefur
verið upp og ofan. Þá verður tónleika-
ferðalagið skipulagt með tilliti til þess að að-
algítarleikarinn Vudi er í föstu starfi sem
strætisvagnsstjóri í Los Angeles.
Fremstur meðal jafningja í breskutilraunasveitinni Soft Machine vartrymbillinn Robert Wyatt, semvar á sinni tíð einn fremsti
trommuleikari Breta. Hann hætti í sveitinni
haustið 1971 og sendi frá sér sólóskífuna
The End of an Ear um líkt leyti og næstu
tvö ár stýrði hann hljómsveitinni Matching
Mole.
Matching Mole náði að senda frá sér tvær
breiðskífur og hætta að
minnsta kosti einu sinni,
en skömmu áður en upp-
tökur hófust á fyrirhug-
aðri þriðju plötu sveit-
arinnar vorið 1973 féll
Wyatt út um glugga á þriðju hæð þar sem
hann var að fíflast dauðadrukkinn. Hann
slasaðist alvarlega, lamaðist meðal annars
frá mitti, og næstu mánuðir fóru í erfiða og
sársaukafulla endurhæfingu.
Meðan á endurhæfingunni stóð hélt Wyatt
áfram að semja tónlist samhliða því sem
hann endurskipulagði líf sitt. Eiginkona
hans, Alfreda Benge, Alfie, var honum mikil
stoð og var honum einnig yrkisefni í mörg-
um laganna. Þegar kom að því að taka upp
lögin sem hann samdi á sjúkrabeðnum lék
Wyatt á hljómborð og slagverk en fékk
framúrskarandi tónlistarmenn til að spila
undir hjá sér, Richard Sinclair og Hugh
Hopper spiluðu á bassa, Laurie Allen á
trommur, Suður-Afríkumaðurinn Mongezi
Feza á trompet, Gary Windo á saxófóna og
klarínett, Fred Frith á lágfiðlu, Ivor Cutler
á konsertínu aukinheldur sem hann lagði til
rödd í einu lagi og Mike Oldfield á gítar.
Alfreda Benge söng bakraddir. Nick Mason,
liðsmaður Pink Floyd, stýrði upptökum.
Spítalalögin komu svo út á plötunni Rock
Bottom fyrir réttum þrjátíu árum og er lyk-
ilverk í breskri rokksögu, ein af þeim plöt-
um sem menn heyra enduróma í óteljandi
útgáfum öðrum. Tónlistin er blanda af lág-
stemmdu grípandi poppi, ótilgreindri fram-
úrstefnu og frjálsum djass og textarnir
sveimkenndir, sumir hálfgerðir bulltextar.
Nafn plötunnar og það hve textanir eru
tormeltir hafa margir túlkað sem hún spegli
örvæntingu og þjáningu, hún sé hróp kram-
ins hjarta, en ég man enn þegar ég heyrði
plötuna fyrst í reykmettuðu herbergi í bak-
húsi í Kópavogi haustið 1974 hve mér fannst
mikil gleði felast í flutningnum og bjartsýni.
Miklu um það réð vitanlega söngrödd
Wyatts sem er óþvinguð og liggur hátt,
barnalega tær. Þegar síðan rýnt er betur í
textana kemur í ljós að platan er hylling lífs-
ins, lofsöngur um ástina og allt það smáa
sem gefur lífinu lit og gildi. Gott dæmi um
það er lagið Sea Song sem er með sérdeilis
tyrfnum texta, að því er virðist svartnætt-
israusi, rödd úr djúpunum. Við nánari skoð-
un (og með smáhjálp frá Wyatt, sjá texta í
bæklingi geisladisksútgáfunnar) áttar hlust-
andi sig á að lagið er almennar vangaveltur
um geðsveiflur, hvort þær séu eins og sjáv-
arföll, og samtímis barnaleg frásögn af því
hversu gaman sé að synda í myrkri.
Varla þarf að taka fram að hljóðfæra-
leikur á plötunni er fyrsta flokks, Feza spil-
ar af snilld en hann lést á geðsjúkrahúsi ári
síðar, Oldfield tekur sitt besta sóló, Hopper
og Sinclair fara á kostum á bassann, sér-
staklega sá síðarnefndi (til að mynda í Sea
Song), Laurie Allen var afbragðs trymbill
og svo má telja.
Wyatt er enn að gefa út plötur, skammt
síðan Cuckooland kom út. Þær eru allar
góðar, flestar frábærar, þótt engin nái
snilldinni á Rock Bottom. Mæli með Ruth Is
Stranger Than Richard (1975), Dondestan
(1991), Shleep (1997) og Cuckooland (2003).
Rock Bottom kom út í júlílok 1974. Hún
var gefin út á geisladisk af Ryko 5. maí 1988
og Hannibal í Bretlandi 20. apríl sama ár.
Lofsöngur um ástina og lífið
Poppklassík
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
orð“ sveitarinnar sem hún hefur leynt og ljóst
haldið fram, þ.e. að vera einstök sveit sem
skeytir ekkert um óskrifaðar reglur popp-
tónlistar.
Fyrsta breiðskífan, sem áður hefur verið
nefnd, kom út 1999 og olli vonbrigðum. Vissu-
lega er hún dálítið veik, kannski vegna þeirrar
gríðarlegu eftirvæntingar og pressu sem um-
lék hana. Tvær síðustu plötur Beta Band eru
þó hvað skrítnastar, aðallega vegna þess
hversu venjulegar þær eru! Greinarhöfundur
er ekki enn búinn að komast til botns í því
hvað meðlimir voru að spá með Hot Shots II
(’01) og þeirri nýjustu, Heroes to Zeros (’04).
Þær ganga einfaldlega ekki upp, miðað við yf-
irlýsingar meðlima og stefnu bandsins. Í við-
tölum ræddu þeir fjálglega um að þeir
hlustuðu eingöngu á neðanjarðarhipphopp og
öryggið sem umlykur fyrstu þrjár plöturnar
gaf til kynna að hér væri komið alvöruband,
sem fylgdi listrænum hugsjónum umfram
markaðslega fylgispekt. Af hverju skilar þetta
sér ekki inn á þessar tvær síðustu plötur? Þær
eru ágætar sem slíkar, en ósköp hefðbundnar
og þegar verst lætur hálfgerð meðalmennska
sem ber þær uppi. Eru Mason og félagar
Til stóð á tímabili að fyrirsögn grein-arinnar yrði „Póstmódernísk popp-sveit kveður“. Hugmyndin sprattekki upp vegna þess að greinin er
vistuð í Lesbókinni, heldur er leitun að rokk-
sveit sem fellur betur að þessu orði, orði sem
allir þekkja en enginn skilur.
The Beta Band var stofnað í Edinborg árið
1997 af Steve Mason (söngur, gítar), Robin
Jones (trymbill) og John Maclean (plötuklór
og hljóðsarpur). Síðar
bættist bassaleikarinn
Richard Greentree í hóp-
inn. Liðskipanin hefur ver-
ið óbreytt síðan en fjór-
menningarnir hafa auk áðunefndra hljóðfæra
dútlað við þau verkfæri sem hendi eru næst.
Frá degi eitt var nefnilega allt opið hjá sveit-
inni. Hið póstmóderníska ástand, eins og sum-
ir vilja kalla nútímann, gengur út frá því að
enginn einn sannleikur sé til og öll mörk, til
dæmis á milli há- og lágmenningar, séu horfin.
Að því leytinu til er Beta Band hin algera póst-
móderníska sveit þar sem meðlimir hafa gert
það sem þeim sýnist hvað tónlistarsköpun
varðar. Leiðtogi sveitarinnar varð t.d. fok-
vondur þegar fyrsta breiðskífa sveitarinnar,
samnefnd henni, kom út árið 1999. Höfðu þeir
félagar ætlað að hafa hana tvöfalda, og koma
fyrir tveimur tuttugu mínútna löngum sveim-
lögum eða „ambient“. Útgáfufyrirtæki sveit-
arinnar lagði blátt bann við þessu og einnig
þeirri áætlun Masons að platan yrði tekin upp
í öllum heimsálfunum. Stuttu eftir að platan
kom út lýstu þeir félagar svo því yfir að platan
væri ömurleg! Og svo eru menn hissa á að þeir
hafi ekki náð neinum markaðsvinsældum!?
Súrkál
Arfleifð Beta Band mun fyrst og fremst
byggjast á fyrstu þremur útgáfum sveit-
arinnar, þremur stuttskífum sem síðar var
safnað á eina plötu (The Three EPs, 1998).
Plöturnar, allar fjögurra laga, heita Champion
Versions, The Patty Patty Sound og Los Ami-
gos Del Beta Bandidos og komu út á árunum
1997 og 1998. Tónlistin er svo gott sem ólýs-
anleg þar sem vaðið er úr hefðbundinni popp-
lagauppbyggingu yfir í döbb, yfir í þýskt súr-
kálsrokk og bara yfir í það sem þeim félögum
var hugleikið hverju sinni. Það merkilega er
að þetta gengur allt saman upp og þessar plöt-
ur eru þær sem fylla hvað best upp í það „lof-
kannski með eitt allsherjar póstmódernískt
grín í gangi?
Bless
Líklega er kvörtunin um skort á markaðs-
vinsældum síðasti brandarinn frá leiðtog-
anum, Steve Mason. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem frábærar sveitir hætta út af vin-
sældaergelsi eða peningaskorti (Thin White
Rope er líklega besta dæmið þar um. Snökt,
snökt). Í barnslegri einfeldni trúði ég því bara
að Beta Band væri rekið á öðrum forsendum.
Það viðurkennist því að Beta Band er kvatt
með næsta þungum trega. Þeir voru með þetta
– en klúðruðu því. Bassaleikarinn Greentree
segir á heimasíðu sveitarinnar, www.bet-
and.com: „Beta Band-eplið er orðið ofþroskað
og fullt af möðkum. Það verður að falla af
trénu svo að fræin geti snúið aftur ofan í mold-
ina.“
Beta Band fer svo í kveðjutúr um Bretland í
haust. Greentree og Mason ætla að einbeita
sér að sólóverkefnum, sá síðarnefndi að ára-
löngu hliðarverkefni sínu, King Biscuit Time.
Jones og Maclean ætla hins vegar að skipta
tíma sínum á milli kvikmynda og tónlistar.
The Beta Band: Grafskript
The Beta Band Robin Jones, John Maclean, Stephen Mason, Richard Greentree.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Eina áhugaverðustu sveit Bretlands síðast-
liðin ár, The Beta Band, þraut örendið í vik-
unni. Átta ára saga hennar er um margt
þversagnakennd. Á meðal uppgefinna
ástæðna fyrir endalokunum var skortur á
markaðsvinsældum, einkennileg umkvörtun
frá sveit sem alla tíð hefur verið rígbundin
við jaðarinn.