Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 | 3
Tónleikar fyrir alla fjölskylduna
Ekki var bara að James Brown stýrði sinni
skútu sjálfur heldur losaði hann sig við alla
milliliði og ræktaði gott samband við plötu-
snúða og tónlistarfrömuði. Hann var líka vin-
sæll meðal tónleikahaldara því þótt hann fengi
stærri sneið af kökunni en aðrir tónlistarmenn
voru tónleikar hans fyrir alla fjölskylduna,
ekkert ögrandi, enginn ruddaskapur, engin
drykkja. Hljómsveit hans, JBs, var líka besta
hljómsveit sinnar tegundar í Bandaríkjunum,
skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum sem
voru ótrúlega vel samæfðir af því að spila á um
300 tónleikum á ári.
Það þurfti líka að spila inn á plötur – og það
mikið af plötum – því fyrstu þrjátíu starfsárin
sendi James Brown frá sér 80 plötur, ýmist
sem söngvari, hljómsveitarstjóri eða hljóð-
færaleikari, því hann lék á orgel þegar sá gáll-
inn var á honum.
Guðfaðir sálartónlistarinnar
James Brown er guðfaðir sálartónlist-
arinnar, virðingartitill sem hann segist stolt-
astur af að bera, hann er einnig faðir fönksins,
því þótt fönkið hafi víða verið spilað samtímis
var James Brown sá sem kom því á kortið.
Lögin, sem flest voru langar takt- og sveiflu-
veislur, urðu gjarnan til eftir tónleika, menn
tóku jafnvel til við að spila aftur eftir að gest-
irnir voru farnir til að vinna úr einhverri hug-
mynd sem kviknað hafði á tónleikunum. Það
kom líka oft fyrir að Brown kallaði mannskap-
inn í hljóðver um miðjan dag ef spila átti um
kvöldið til að festa á band einhverja hugmynd.
Gott dæmi um það hvernig lögin urðu til er
lagið There Was a Time sem varð til uppúr
millikafla Let Yourself Go, en á tónleikum
teygðu menn á síðarnefnda laginu til að gefa
Brown svigrúm til að sýna öll danssporin sem
voru svo mörg að úr þessum kafla varð tíu
mínútna stuðlag sem gefið var út á smáskífu
sem There Was a Time, en þessi vinnubrögð
urðu líka til að breyta tónlistinni enn frekar, æ
meiri áhersla var á taktinn, öll hljóðfæri notuð
til að spila takt en ekki laglínur. „Ég var alltaf
að leita að einhverju nýju, vildi bara spila eitt-
hvað nýtt,“ segir hann.
Spámaðurinn
James Brown var ekki bara áhrifamikill í
heimalandi sínu, heldur naut hann gríðarlegra
vinsælda sem nánast spámaður í Afríku og
Karíbahafi, Bob Marley sagðist hafa orðið fyr-
ir miklum áhrifum frá Brown – hann var fyr-
irmynd blökkumanna um heim allan. Brown er
þó ekki bjartsýnn þegar staða bandarískra
blökkumanna ber á góma. Hann segir að því
miður hafi ekki miðað eins langt og hann von-
aðist til á sínum tíma og að mörgu leyti séu
þeir verr staddir í dag en þegar hann hóf að
berjast fyrir réttindum svartra. „Við eigum
langt í land, langt í land,“ segir hann og þagn-
ar um stund. „Það er svo mikið verk óunnið.
Þegar ég óx úr grasi stóð baráttan á milli
eignamanna og allsleysingja, milli þeirra sem
áttu og hinna sem áttu ekki. Misskipting eigna
er enn vandamál en nú er aðal vandamálið tog-
streitan milli þeirra sem vita og kunna og
hinna sem ekkert vita og ekkert kunna. Ég hef
alltaf barist fyrir því að blökkumenn héldu sig
í skóla, að þeir öfluðu sér allrar þeirrar mennt-
unar sem þeir ættu kost á, en það er ekki
nema von að þeir gefist upp eins og málum er
háttað. Við verðum ekki búin að ná sáttum
sem þjóð fyrr en blökkupiltur getur ákveðið að
hann vilji verða forseti Bandaríkjanna og eigi
möguleika á því, þegar það gerist þá erum við
loksins á réttri leið.“
Hápunkturinn á ferli James Brown var þeg-
ar mannréttindahetjan Martin Luther King
var myrtur í Memphis 4. apríl 1968 og óeirðir
brutust út í hverfum blökkumanna um gervöll
Bandaríkin. James Brown var með bókaða
tónleika í Boston og um tíma hugðust yfirvöld
aflýsa tónleikunum. Sem betur fer varð ekki af
því heldur hugkvæmdist einhverjum að senda
tónleikana út í sjónvarpi um öll Bandaríkin og
reyna þannig að halda blökkumönnum innan
dyra á meðan mesti ofsinn gengi yfir. Það
gekk og eftir, þessir tónleikar James Brown
urðu eflaust til að bjarga fjölda mannslífa, því
áhorf á tónleikana var gríðarlegt og óeirðirnar
mun minni en stefnt hafði í.
Umdeildur talsmaður
Eftir þetta varð Brown áberandi sem tals-
maður blökkumanna þótt hann væri umdeild-
ur og margir róttækir blökkumenn gátu illa
sætt sig við stuðning hans við repúblikana og
Richard Nixon. Í forsíðugrein á útbreiddu
tímariti var þeirri spurningu varpað fram
hvort James Brown væri áhrifamesti svarti
maður Bandaríkjanna og svarið var eflaust já.
Á síðustu árum hefur James Brown helst
verið í fréttum fyrir að berja konuna sína,
ógna lögreglumönnum með byssu, keyra undir
áhrifum og hafa í fórum sínum fíkniefni. Fyrir
viðtalið var varað við að spyrja hann um þessi
mál, en hann á frumkvæðið: „Ég hef gengið í
gegnum erfiðan tíma, gengið í gegnum erf-
iðleika sem myndu nægja til að gera útaf við
hvern mann,“ segir hann og bætir svo við eftir
nokkurn útúrdúr að trúin hafi komið honum til
bjargar. „Guð hefur styrkt mig og hjálpað mér
alla tíð og aldrei betur og meira en þegar ég
þarfnaðist hans mest. Menn hafa oft furðað sig
á því hvernig ég hef getað haldið út alla þessa
miklu vinnu öll þessi ár en svarið er einfalt,
guð hefur leitt mig og leiðir mig enn.“ Hér
þagnar hann um stund og segir svo: „Þeir
þoldu ekki að sjá svartan stoltan mann, það
gátu þeir ekki þolað og því hafa þeir gert mér
allt til bölvunar. Ég elska þó Bandaríkin, ég vil
þeim allt hið besta, ég elska íbúa þessa lands
og vil að þeir verði hamingjusamir, allir verði
hamingjusamir sama hvernig þeir eru á litinn,
sama hverju þeir trúa, sama hvað þeir eiga.“
Verð að vera betri
Þótt Brown sé kominn fast að sjötugu er
hann enn á ferðinni, enn að leika á tónleikum,
150 tónleikum á ári. Hann segist hugsa vel um
heilsuna, borða vel og fara að ráðleggingum
lækna. Hann er enn fimur að dansa og menn
segja að tónleikar með honum séu lítt síðri en
á árum áður er hann gerði allt vitlaust. „Ég
tek meðulin mín, og borða reglulega, bragða
ekki áfengi og lifi heilbrigðu lífi í hvívetna. Víst
er ég orðinn nokkuð við aldur en ég er að
keppa við unga tónlistarmenn og til þess að
njóta virðingar þeirra verð ég einfaldlega að
vera betri, þetta er ekki flóknara en það,“ seg-
ir hann, kveður mig og blessar að lokum.
James Brown spilar í Laugardalshöll laug-
ardagskvöldið 28. ágúst næstkomandi með 17
manna sveit sinni. Hann er í tónleikaferð sem
hann kallar „Seven Decades of Funk“, en ef
marka má tónleikaumsagnir, meðal annars í
breskum blöðum, er sá gamli í miklu stuði um
þessar mundir.
’Þegar ég óx úr grasi stóð baráttan á milli eignamannaog allsleysingja, milli þeirra sem áttu og hinna sem áttu
ekki. Misskipting eigna er enn vandamál en nú er aðal
vandamálið togstreitan milli þeirra sem vita og kunna
og hinna sem ekkert vita og ekkert kunna. ‘
James Brown Glaðbeittur í myndatöku vegna breiðskífu haustið 1969.