Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 | 13
Löngu áður en Phil Collins varð heims-frægur og moldríkur af því að syngjavæmið útvarpspopp var hann tromm-ari og bakraddasöngvari í bandi sem
lék framsækið rokk og þótti státa af einum fram-
bærilegasta söngvara þess tíma, Peter nokkrum
Gabriel. Hljómsveitin hét Genesis og nú eru
þrjátíu ár síðan hennar merkasta verk, The
Lamb lies down on Broad-
way, kom út í Bretlandi.
„The Lamb“ var sjötta
plata Genesis og meðlimir
bandsins – Gabriel, Tony
Banks, Mike Rutherford, Phil Collins og Steve
Hackett – voru meðvitaðir um að hún gæti skipt
miklu um framtíð þeirra. Næsta plata á undan,
Selling England by the Pound, hafði mælst vel
fyrir og þar var meira að segja að finna fyrsta
smellinn þeirra, I know what I like (in your war-
drobe). Velgengninni þurfti hins vegar að fylgja
eftir.
Fimmmenningarnir ákváðu snemma að gera
„konsept“-plötu, þar sem allt efni tengdist í eina
heild. Það varð úr að segja sögu Raels, ungs
pönkara (ef svo má kalla) frá Púertó Ríkó sem
átti við ýmsa ára að etja, einkum innra með sér.
Þar sem Gabriel hafði átt hugmyndina sem
ákveðið var að vinna úr vildi hann einnig fá að
semja alla texta. Hann lagðist því í híði á meðan
félagarnir tóku til við að semja tónlistina. Texta-
gerðin gekk hins vegar seint og hljómsveit-
armeðlimir tóku að fyllast óþolinmæði. Spenna
var tekin að magnast innan sveitarinnar, Gabriel
var orðin stjarna og félagar hans að sama skapi
afbrýðisamir, enda hafði samstarfið alltaf verið á
jafningjagrundvelli. Gabriel leið sjálfum illa sem
forystumanni rokksveitar, kunni ekki við að
kastljósið væri allt á honum, tekinn að þrá frið,
frelsi og tækifærið til að ráða hinni listrænu
sköpun einn og sjálfur. Dvölin í hljómsveit hefti
hann (öllu þessu lýsti Gabriel í sínum fyrsta
smelli, eftir að hann hóf sólóferil, þ.e. í laginu
Solsbury Hill árið 1977.)
Söguna af Rael má að mörgu leyti skoða í
þessu ljósi, sálarangist söguhetjunnar er sum-
partinn sú hin sama og Gabriel sjálfur var þjak-
aður af. Brotthvarf hans úr Genesis tók að verða
óhjákvæmilegt eftir því sem vinnu við „The
Lamb“ miðaði fram.
„The Lamb“ er tvöföld plata og tekur hátt í
100 mínútur í flutningi. Hún mæltist misjafnlega
fyrir þegar hún kom út, enda poppskríbentar
teknir að snúast gegn „konsept“-plötum og
„prog“-hljómsveitunum svokölluðu. Inn á milli er
þó óumdeilanlega að finna margt af því besta
sem frá Genesis nokkurn tíma kom (þó tóku
verk Genesis fyrst að seljast í bílförmum eftir
1981 þegar Collins hafði fest sig í sessi sem leið-
togi sveitarinnar). Textar Gabriels eru á stund-
um uppskrúfaðir en víða tekst honum vel upp.
Tónlistin sem Hackett, Rutherford, Banks og
Collins sömdu er hins vegar þétt út í gegn, oft
uppfinningasöm og frumleg en alltaf eðlilegt
framhald af því sem bandið hafði áður verið að
fást við.
Gabriel kveður Genesis
Poppklassík
eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
Plötusnúðurinn, tónlistarmað-urinn og fyrrum Housemart-
insmeðlimurinn Fatboy Slim er klár
með nýja
breiðskífu
og kallast
hún Pa-
lookaville.
Að sögn
Slim, sem
heitir réttu
nafni Norm-
an Cook,
verður þetta
hans rokk-
aðasta plata til þessa. Á meðal gesta
á plötunni er fönkhundurinn eini og
sanni, Bootsy Collins og Blurliðinn
og Íslandsvinurinn Damon Albarn.
Fyrsta smáskífan,
„Slash Dot Dash“
kemur í búðir 14.
september en breið-
skífan kemur út 4. október. Palooka-
ville er fjórða hljóðversskífan sem
Fatboy Slim lætur frá sér en síðasta
plata, Halfway Between The Gutter
And The Stars, kom út fyrir fjórum
árum síðan.
Eyðimerkurrokkararnir QueensOf The Stone Age eru um
þessar mundir að vinna að nýrri
plötu. Leiðtoginn, Josh Homme, hef-
ur m.a. fengið kærustuna sína,
Brody Dalle úr The Distillers, og
Shirley Manson úr Garbage sér til
aðstoðar. Platan kemur í kjölfar
Songs For The Deaf (2002), plöt-
unnar sem þeytti sveitinni ofar
moldu og gat af sér smelli eins og
„No One Knows“ og „Go With The
Flow“. Þá mun Billy Gibbons úr
hinni síðskeggjuðu sveit ZZ Top
aukinheldur leggja hönd á plóg.
Homme hefur sagt að á plötunni
verði farið aftur í rætur sveitarinnar
og sé ástæða þess m.a. brotthvarf
tveggja lykilmanna, þeirra Nick
Oliveri bassaleikara og söngvarans
Mark Lanegan sem var reyndar
aldrei fastráðinn meðlimur. Homme
og Oliveri áttu með sér einskonar
Lennon/McCartney samband og
Homme viðurkennir að það að missa
Oliveri úr bandinu hafi verið honum
þungbært.
„Við erum enn góðir vinir,“ er haft
eftir honum. „Ég met vináttuna við
hann ofar tónlistinni. Við erum mjög
ólíkir en einnig mjög hreinskilnir og
það er það sem bindur okkur sam-
an.“
Það verður athyglisvert að heyra
hvað Homme á við með því að leita í
ræturnar. Fyrsta plata QOTSA, sem
út kom 1998, er hæglega þeirra hrá-
asta verk og jafnvel þeirra besta, sé
mark tekið á allra hörðustu aðdá-
endum sveitarinnar. Mögulega er
Homme svo að vísa í fyrri sveit sína,
Kyuss, sem er margumtöluð en
sjaldheyrð og sannarlega goðsögn í
(eyðimerkur)rokkheimum.
Sænska söngkona dulúðuga StinaNordenstam gefur út plötuna
The World Is Saved í október kom-
andi. Fyrsta
smáskífan ber
heitið „Get On
With Your Life“.
Upplýsingar um
útgáfu þessa eru
af einkar skorn-
um skammti,
eitthvað sem er
venjubundið í til-
felli Stinu Nord-
enstam, sem er
einkar fjölmiðlafælin kona. Síðasta
plata Stinu var This Is Stina Nord-
enstam og kom hún út fyrir tveimur
árum síðan. Þar söng Brett And-
erson, söngspíra Suede, m.a. sem
gestur í tveimur lögum.
Erlend
tónlist
Fatboy Slim
Josh Homme
Stina Nordenstam
T
ónlist sem þá sem hér er nefnd er
varla hægt að kalla annað en þjóð-
lagatónlist, kannski ný-þjóðlaga-
tónlist eða síð-þjóðlagatónlist, og
með helstu spámönnum hennar er
Devendra Banhart.
Devendra Banhart fæddist í Texas fyrir 23 ár-
um og hefur nafn sitt frá indverskum spekingi
sem var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum hans.
Þau skildu þegar hann var á þriðja ári og Banhart
ólst upp í fátækrahverfi í Venesúela. Hann ólst þó
ekki upp við fátækt en segir að oft hafi legið við
því, það varð að halda vel á spöð-
unum. Því til viðbótar lærði hann
snemma að hafa varann á sér ef
hann fór úr húsi og segir að það
hafi beinlínis verið lífshættulegt að fara út eftir að
skyggja tók, menn hafi verið drepnir til að komast
yfir nýja strigaskó.
Móðir Banharts giftist aftur og fjölskyldan
fluttist til Los Angeles. Þar byrjaði hann svo í
listaskóla fyrir sex árum með ríflegan námsstyrk,
enda þótti hann efnilegur sem tónlistarmaður, bú-
inn að vera að semja lög frá því hann var tólf ára
gamall. Hann segist snemma hafa misst áhugann
á listanáminu, of mikill tími hafi farið í að kenna
honum hvernig list ætti að vera í stað þess að
hjálpa honum að þróa eigin listsköpun, en segist
hafa haft mjög gott af því að vera í skólanum fyrir
fólkið sem hann hitti og listalífið í kringum skól-
ann.
Lög um hvað sem er
Þegar Banhart er spurður útí tónlistarferil sinn
nefnir hann tvennt sem hafi mótað hann sem tón-
listarmann, annað þegar hann var fenginn til að
syngja Elvislög í brúðkaupi samkynhneigðra vina
sinna og hitt þegar hann var að rífast við kærustu
í sumarleyfi við Bish Bash-fossa í Massachusetts.
Í viðtali í SF Weekly á síðasta ári lýsti hann því
svo að þau hafi verið að deila um það hversu mikið
liggi að baki textum, að hve miklu marki viðkom-
andi tónlistarmaður sé að byggja á eigin reynslu.
Deilt var um Rolling Stones-lagið lagið Street
Fighting Man. Banhart taldi að Jagger væri ekki
slagsmálahundur þótt hann brygði sér í það gervi
í laginu en kærastan var á öðru máli. Á endum
sagðist hann geta samið lag um hvað sem er og
gerði það á staðnum. Þá áttaði hann sig á að hann
gat samið lag um hvað sem er og frelsistilfinn-
ingin sem fylgdi þessari uppljómun varð til þess
að hann ákvað að snúa sér alfarið að tónlist.
Við komuna til Los Angeles byrjaði hann að
spila af kappi og var sama hvort það var í slags-
málabúllum eða í hamborgarasjoppum. Hann
hætti svo í skóla árið 2000 og fluttist til Parísar
þar sem hann hafði ofan af fyrir sér með spila-
mennsku. Samhliða þessu samdi hann lög í gríð og
erg og hljóðritaði á fjögurra rása tæki og einnig
inn á símsvara vina og kunningja þegar hann átti
ekki kassettur. Lögin voru mörg einskonar spuni
þar sem ekki var að finna viðlag og jafnvel ekki
eiginlega laglínu, sum innan við mínúta og önnur
fjórar til fimm mínútur. Inn á milli voru svo sann-
kallaðar perlur, þjóðlagakenndar og með vísanir í
ragtime og blús.
Ekki bara að bulla
Haustið 2000 fluttist Banhart aftur til Bandaríkj-
anna og þar heyrði Michael Gira, nú plötuútgef-
andi en áður leiðtogi þeirrar skelfilegu sveitar
Swans, til hans. Gira komst yfir brenndan disk
með lögum eftir Banhart og féll þegar fyrir rödd-
inni og lagasmíðunum. Hann bauð Banhart samn-
ing og ætlaði að taka upp plötu í hljóðveri. Á end-
anum ákvað hann að velja úr því sem Banhart
hafði þegar tekið upp, enda gæfi það besta mynd
af honum sem tónlistarmanni, en Gira segir að
það hafi verið mikil pína að velja úr þeim sjötíu
lögum sem Banhart átti á bandi, þau hafi öll verið
það góð að hann átti erfitt með að velja og hafna.
Úr varð ríflega 50 mínútna 22 laga safn sem fékk
heitið Oh Me Oh My og kom út í lok október 2002
(í raun heitir platan Me Oh My / The Way the Day
Goes By / The Sun Is Setting / Dogs Are Dream-
ing / Lovesongs of the Christmas Spirit).
Það er erfitt að lýsa tónlist Banharts svo vel sé
og einnig erfitt að finna líkingar út frá öðrum tón-
listarmönnum þótt sumir hafi lýst honum sem
blöndu af Syd Barrett, Marc Bolan og Nick Drake
og einnig tínt til í samlíkinguna Karen Dalton og
Daniel Johnston. Hann beitir röddinni á óvenju-
legan hátt, fer frá bariton upp í falsettu, oft í sömu
setningunni, lögin eru sum eins og frumstæð
sveitatónlist, önnur eins og fíngerðar blúndur, og
textarnir eru margir eins og óhlutbundin ljóð,
hálfgerðar klippimyndir. Hann segist þó ekki vera
bara að bulla eitthvað út í loftið, hann sé alltaf að
skrifa texta og þegar hann semur lag róti hann í
textasafninu til að tína saman, eina línu hér og
tvær þar, sem skýrir kannski hvers vegna þeir
eru á stundum eins og ósamstæðir. Við þessa lýs-
ingu má svo bæta að Banhart er fyrirtaks gít-
arleikari, óagaður og ekki alltaf að leita að sam-
hengi en heyra má að hann veit vissulega hvað
hann er að gera.
Banhart er afkastamikill, eins og komið hefur
fram, og í kjölfar Oh Me Oh My kom Black Ba-
bies, átta laga stuttskífa gefin út hálfu ári síðar.
Upptökur fyrir næstu plötu hófust svo í byrjun
þessa árs og líkt og með fyrri verk var einfaldleik-
inn í hávegum, þeir Banhart og Gira komu sér fyr-
ir í gömlu sveitasetri í suðurríkjum Bandaríkj-
anna og þar hljóðritaði hann 54 lög á nokkrum
dögum, einn með gítarinn inni í stofu. Lítillega var
bætt við nokkur laganna, píanó hér og þar og smá-
slagverk, en annars er þetta eins einfalt og jafnan,
bara Banhart, gítarinn og þessir geggjuðu textar.
Fyrsti skammtur af upptökum kom út í apríl sl.
og kallast Rejoicing in the Hands og á næstunni
er væntanleg önnur plata með lögum úr upp-
tökulotunni, Nino Rojo heitir sú. Banhart hefur
látið þau orð falla að hann hafi í raun verið að taka
upp tvöfalda plötu en sér hafi þótt rétt að gefa
hana í í tveimur hlutum því stemmningin sé svo
ólík á þeim. Rejoicing in the Hands er móðirin,
eins og hann lýsir því, og Nino Rojo sonurinn.
Gítar og geggjaðir textar
Vestan hafs er nú vakning í tónlist þar sem ein-
faldleikinn og einlægnin eru allsráðandi, þar
sem meira skiptir að segja rétt frá en fallega, ef
svo má segja, ekki er amast við fölskum söng og
klúðri í spilamennsku og alsiða er að aðeins sé
tekin upp ein taka af lagi, helst án æfinga, og síð-
an látin standa.
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Devandra Banhart Áttaði sig á því að hann gat samið lag um hvað sem er.