Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 | 9 skúlptúr, sé ég að læra reglurnar sem ég kann ekki. Aftur kemur þetta að meðvitund og þekkingu....“ Arkitektúr og kortagerð Nú hefur maður löngum tekið eftir því hve verk þín snúast um innri veruleik og ytra byrði. Höggmyndir þínar eru gjarnan séðar innanfrá, sem gæti reyndar verið merkilegt sérkenni á verkum kvenna sem fást við þrívíða list. Það kæmi að minnsta kosti heim og saman við Louise Bourgeois, Evu Hesse og Monu Hatoum, að mörgu leyti, en það er nánast regla í þínum verkum. „Þetta er alveg rétt. Verkin hafa yfirleitt tvær hliðar, önnur sýnir einhverskonar ímynd, hin hvernig þessi ímynd er búin til, byggð upp, hönnuð. Stundum tengir fólk þetta við leikhús eða svið, sem ég held að sé góð tenging, en til viðbótar hefur arkitektúr og kortagerð alltaf skipað stórt hlutverk í verkunum mínum. Að vísu eru forsendurnar gjörólíkar. Samkvæmt hefðinni ganga þessi fög útfrá raunhæfum gögnum og óskum viðskiptavina. Útreikningar mínir eru ekkert miðað við plögg arkitekta eða kortagerðarmanna. Það verður því að gera greinarmun á mér og þeim. Oft sér maður manneskjur úti í heimi sem eru nauðalíkar einhverjum sem maður þekkir hér heima. En maður getur ekki gefið sér að viðkomandi sé ættingi hins.“ Annað einkenni og mun huglægara finnst mér koma fram í mörgum þrívíðum verkum þínum og teikningum. Það er einhver fjar- lægðarþrá, líkt og fleira búi að baki en sést. Reyndar á þetta ekki hvað síst við um risainn- setninguna þín hjá honum Sævari Karli, þar sem fjöllin sáust eins og í fjarska. „Verk af sama toga og það sem ég sýndi hjá Sævari verður einmitt til sýnis í Reanissance Society í Chicago eftir nokkra mánuði. Ég býst við að það sé ekkert öðruvísi hjá mér en hjá svo fjölmörgum öðrum að maður er alltaf að eltast við eitthvað sem aldrei verður full- komlega höndlað, eitthvað sem er alltaf rétt úr augsýn, eitthvað fjarlægt sem samt drottnar yfir öllu í fjarveru sinni. Teikningarnar eru gott dæmi um þetta. Ég byrja yfirleitt á ná- kvæmri teikningu sem ég síðan smátt og smátt fel undir gvassi, akrýl og blýanti, þannig að á endanum er bara eftir tilfinning um stað og óljós merki um djúpt rými einhversstaðar inni í teikningunni. Þær eru mjög ólíkar skúlptúr- unum á yfirborðinu, en í grunninn lýsa þær líka mannlausu, auðu innirými einsog mörg önnur verka minna. Mér finnst sjálfri að teikningarnar séu bara önnur útfærsla á sömu hugsun, önnur yfirhöfn á sama líkama. Hver þessi líkami er? Trúlega myndleysur langana, þrár og saknaðar barns- ins. Þær búa ekki yfir ákveðnu formi eða inni- haldi sem hægt er að skila beint til áhorfand- ans.“ Og er það ef til vill þetta sem almenningur misskilur og misvirðir, eða hvers vegna verður fólk svo steinrunnið frammi fyrir góðri list? „Ég held að vissulega megi skilgreina góða list sem verk sem komast að hjarta fólks eða einhverjum kjarna í manni. Og listaverk geta gert þetta á mjúkan eða harðan hátt, leiðinleg- an, langdregin eða skemmtilegan. En það er nákvæmlega eins með listaverk og með einstaklinga, almennt er fólk ekki tilbúið til að láta einhvern –í þessu tilfelli listaverkið – stara í gegnum sig. Gott listaverk getur glápt til baka á áhorfanda sinn og þess vegna nálg- ast áhorfandinn verkið með varúð eins og ógn- væglegan persónuleika. Ég held samt að mað- ur sjái aldrei neitt í listaverki sem er ekki í manni sjálfum.“ veruleiki í sjálfu sér, þó því skeiki frá upp- haflegri reynslu. Þótt eitthvað komi fyrir í landslagi mínu sem reynist vera uppspuni – fjall sem ekki er á réttum stað eða er ekki rétt að lögun – get ég ekki séð að það eigi sér ekki raunverulega stoð ef það er greipt í minni mitt, sem hluti af upplifun minni eða tilfinn- ingu fyrir veruleikanum. Þetta snýst um skilin á milli sannleika og raunveruleika. Staður get- ur verið sannur, þó samkvæmt lýsingum verka minna sé hann hvergi að finna á jörðinni.“ Að muna og gleyma Í sýningarskránni frá sýningunni á teikning- unum í Fondazione Sandretto kemstu svo vel að orði varðandi minnið og veruleikann. Þú bendir þar á það í viðtali þínu við Ilariu Bona- cossa, viðmælanda þinn, að minni þitt á rými og niðurröðun dauðra hluta í þetta rými – hlut- veruleikann eins og við köllum það – sé nær óbrigðult, meðan minni þitt á tímabundna hluti, lifandi manneskjur og aðstæður sem tengjast fólki sé algjörlega á reiki. „Það er satt. Ég hef alltaf einbeitt mér að „föstum punktum“,fyrirbærum sem ekki eru undirorpin breytingum . Ég get verið handviss um það hvar ég er, ég villist svo að segja aldr- ei, hisvegar kemur það oft fyrir mig að þó ég viti hvert ég er að fara, þá ég steingleymi því hversvegna ég er að fara þangað eða hvað ég hyggst þar fyrir. Þetta kom t.d. fyrir mig á leiðinni hingað inná Hótel Borg. Einhver hluti vinnu minnar í myndlist helgast af því að leggja fortíðina frá mér – pakka henni niður í töskur og kassa – og þessvegna hef ég stund- um sagt að í list minni sé ég samtímis að reyna að muna og að reyna að gleyma.“ Heilasérfræðingar gætu sagt þér að stærst- ur hluti heila okkar fer í að muna allra ómerki- legustu atriði. Að vakna á morgnana og muna að maður sofnaði á sama stað kvöldið áður tek- ur óhemju pláss. „Það að muna og gleyma endurspeglar með- vitund og vitundarleysi, og samspil þessa tveggja er mikilvægt í allri sköpun. Það sem er ómeðvitað er ekki endilega horfið, farið, ekki til lengur. Mér finnst háskalegt þetta óbilandi traust á meðvitundina, jafnvel dýrkun sem maður sér oft í myndlist. Ofvaxin meðvitund getur sett hömlur á sköpununargáfuna. En það má e.t.v. halda því fram að list sé annars- konar meðvitund, önnur leið og ekki síðri til að sortera veruleikann.“ Var það ekki einmitt þetta sem sumir rót- tækir heimspekingar í lok 19. aldar voru að reyna að benda á; Nietzsche með hugmyndum sínum um hinn dýonísíska hvata sem and- stæðu hinnar appóllónsku vitundar, og Huss- erl með fyrirbærafræði sinni, lönguninni til að nálgast hlutina milliliðalaust og trúnni að það væri hægt að sjá aftur hlutina án nokkurrar fyrirfram gefinnar þekkingar? Þú nefndir það einmitt við Bonacossa að þegar þú fengist við tvívíða list eins og teikningu væri ónákvæmnin einkennandi fyrir þig en nákvæmnin þegar þú tekst á við höggmyndirnar. „Einmitt. Á fyrri hluta námsferils míns var ég fyrist og fremst að fást við tvívíða list. Þetta var hérna heima í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Myndlista- og Handíðaskólanum og síðan í San Francisco Art Institute þar sem ég lauk BFA námi. Málun og teiknun eru þannig fagið sem ég lærði, miklu frekar en skúlptúr, mér finnst ég kunna svona nokkuð vel reglurnar í málverki og teikningu. Hins- vegar er ég frekar frumstæður skúlptúristi, hef aldrei lært að steypa eða höggva eða smíða, bara tileinkað mér þá kunnáttu sem ég þarf á leiðinni. Í Mastersnámi í New York var engin áhersla á tæknilega þekkingu og þess- vegna finnst mér oft að þegar ég teikna sé að brjóta reglurnar sem ég kann en þegar ég geri spurning sem ég spyr sjálfa mig oft, hvort það sé eitthvað raunverulegra, það sem bundið er fullkomnum staðreyndum? Og hvað er stað- reynd, þegar öllu er á botninn hvolft? Það má alveg halda því fram að minni okkar sé raun- saman raunverulegum stöðum, þannig að út- koma er oftast engin einn staður. Ég notfæri mér það hvernig minni mitt endurskapar eða túlkar þessa staði, þannig að á endanum eru þeir orðnir mjög óþekkjanlegir. En það er gleymskan Án titils (Ísland). Höfundur er listfræðingur. komast að hjarta fólks eða einhverjum kjarna í manni. Og an, langdreginn eða skemmtilegan. En það er nákvæmlega ilbúið til að láta einhvern – í þessu tilfelli listaverkið – stara í nn og þess vegna nálgast áhorfandinn verkið með varúð eins drei neitt í listaverki sem er ekki í manni sjálfum.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.