Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 Tvær myndir um pönkrokksveit-ina The Ramones verða frum- sýndar á næstu vikum. Önnur er End of the Century, heimildarmynd eftir Michael Gramaglia og Jim Fields, sem hefur verið sýnd á Tri- BeCa-kvik- myndahátíðinni auk hátíðanna í Toronto í Berlín. Dreifing á henni frestaðist en nú er ljóst að hún verður frumsýnd í New York hinn 20. ágúst. Hin myndin heitir Raw og sýnir líf- ið á bak við tjöldin hjá hljómsveitinni. Hún kemur út á mynddiski hjá Image Enterta- inment hinn 28. september. Hún er byggð á meira en 200 klukkustundum af efni sem Marky Ramone tók en hann var annar trommari sveit- arinnar.    Rob Reiner, leikstjóri myndannaThis Is Spinal Tap og When Harry Met Sally ætlar að leikstýra nýrri útgáfu af hinni þekktu kvikmynd The Graduate. Reiner tekur við stjórn- inni af leikstjór- anum Ted Griffin en tökum var hætt eftir eina viku. Þetta átti að vera fyrsta mynd Griffins sem leikstjóra en hann skrif- aði handrit gamanmyndarinnar, sem skartar Jennifer Aniston í aðal- hlutverki. Í myndinni leikur Aniston unga konu sem kemst að því að amma hennar, sem Shirley Mac- Laine leikur, var fyrirmyndin að Mrs. Robinson í upphaflegu mynd- inni frá 1967.    Sophia Coppola, höfundur og leik-stjóri Lost in Translation, er að fara að gera kvikmynd um Marie Antoinette. Kirst- en Dunst verður í hlutverki drottn- ingarinnar og Jason Schwartzman leikur eiginmann hennar, Loðvík XVI. Bæði voru hálshöggvin í tíð Frönsku bylting- arinnar. Framleiðandi myndarinn er er Colombia Pictures og ætlar Coppola bæði að skrifa handrit og leikstýra. Myndin er sögð eiga að vera stílfærð lýsing á lífi þessarar dularfullu drottningar. Búist er við því að tökur hefjist í Frakklandi í febrúar á næsta ári. „Ég hef alltaf haft gaman af sög- unni um Marie Antoinette og mun- aðarlífinu í Versölum á barmi bylt- ingar,“ sagði Coppola og hélt áfram: „og þeirri staðreynd að hún var að- eins táningur þegar aðstæður kröfð- ust þess að hún léki stórt hlutverk í sögunni.“    Leikstjórinn Quentin Tarantinoóttast að hann verði sniðgeng- inn á næstkomandi Óskarsverð- launahátíð. Hann telur að með því að hafa skipt myndinni Kill Bill í tvo hluta hafi hann dregið úr líkum sínum á að ná árangri á há- tíðinni miklu. Fyrri hluti mynd- arinnar fékk eng- ar tilnefningar á síðustu Óskarshátíð. „Ég er enn að vonast eftir því að okk- ur gangi vel með annan hluta Kill Bill,“ sagði hann. Þrátt fyrir þetta segir Tarantino að það hefði verið ómögulegt að gera myndina á nokkurn annan hátt. „Ef ég hefði reynt að koma myndinni nið- ur í þrjá eða tvo og hálfan tíma hefði ég þurft að skera niður mikilvægar senur,“ sagði hann og átti þar m.a. við teiknimyndasenuna í fyrri myndinni og æfingar Umu Thurman með bar- dagameistara í seinni myndinni. Erlendar kvikmyndir Uma Thurman Sophia Coppola Joey Ramone Jennifer Aniston N ýjasta kvikmynd ítalska leik- stjórans Bernardo Bertolucci, Sveimhugarnir (The Dream- ers), fjallar um kvikmyndir. Hún fjallar líka um hinn nítján ára Matthew sem staddur er í París hið örlagaríka vor á ofanverðum sjöunda áratugnum þegar allt virtist ætla um koll að keyra á götum borgarinnar. Stúdentamótmælin, verk- föllin og götuvígin fara þó að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá Matthew sem er forfalllinn kvik- myndaáhugamaður og dvelur löngum stundum í hinni sögufrægu kvikmyndamiðstöð Cinématheq- ue Française. Þar hittir hann systkinin Theo og Isabellu sem deila kvikmyndaáhuga hans og áður en langt um líður er hann fluttur heim til þeirra. Í fjarveru foreldra leikur unga fólkið lausum hala innan veggja íbúðar í miðborg- inni; samskipti þeirra grundvall- ast í fyrstu á sameiginlegri kvik- myndaþekkingu, þau búa sér til eigin umhverfishelda veruleika sem skírskotar til hvíta tjaldsins en leiða hjá sér atburðarásina sem á sama tíma vindur fram á göt- um úti – fyrir utan gluggann hjá þeim í bók- staflegri merkingu. Kynferðislegur undirtónn er greinilegur frá upphafi en innan skamms tekur undirtónninn yfirhöndina og í ljós kemur að sam- band Theo og Isabellu er nánara en eðlilegt getur talist. Matthew verður leiksoppur í höndum þeirra, viljugt kynferðislegt við- og leikfang en um leið eykst firring og einangrun þremenninganna. Fyrsta atriði myndarinnar sýnir Matthew ný- kominn til Parísar á leið til Cinématheque Franç- aise sem hýst var í Palais de Chaillot við Troca- dero esplande. Á hljóðrásinni heyrum við hann staðhæfa að aðeins Frakkar myndu setja bíó inn í höll. Auðvelt er að ímynda sér að kvikmynda- áhugamanni á sjöunda áratugnum hafi þótt mikið til koma þar sem gjarnan forsmáðri listgrein var þannig sýnd ákveðin virðing – aðeins dregur reyndar úr ljómanum þegar í ljós kemur að bíóinu er komið fyrir í hjárænulegum kjallara við hlið- arinngang. Þetta er nú samt aukaatriði og Matt- hew heldur ótrauður áfram að lýsa dýrðum kvik- myndamiðstöðvarinnar og hvernig upplifun það var að vera heltekinn af listformi sem einmitt á þessum tíma virtist hafa náð nýjum hæðum; í franska kvikmyndaheiminum blasti við frumlegt og framúrstefnulegt landslag þar sem fátt virtist ómögulegt. Og það er hérna sem áhorfanda verð- ur ljóst að með kvikmynd sinni hefur Bertolucci öðrum þræði reist nostalgískan minnisvarða um tímabil í kvikmyndasögunni sem var vissulega einstakt en líka forgengilegt. Líkt og Peter Cowie hefur bent á í nýlegri bók sinni Revolution! (Bylting!) var París miðstöð evr- ópskrar kvikmyndagerðar á sjöunda áratugnum, en Bertolucci leggur áherslu á að miðstöð mið- stöðvarinnar hafi verið Cinématheque Française. Matthew orðar þessa hugsun á eftirfarandi hátt í upphafi myndarinnar: „Allir nýbylgjuleikstjór- arnir komu hingað til að læra iðn sína. Hérna fæddist nútímakvikmyndagerð.“ Þar sem ástríðu- fullir kvikmyndaáhugamenn fara í bíó og sitja við hliðina á Godard eða Truffaut eru ekki til kvik- myndanördar. Að lifa fyrir og í bíóinu var flott, þannig varð maður hluti af litlu samfélagi fram- sækinna rýnenda og listamanna, maður varð hluti af einhverju sem var að umbylta fastmótuðum hefðum í kvikmyndagerð. Þetta „eitthvað“ var auðvitað Franska nýbylgjan. Hreyfingin hafði rutt sér til rúms á ofanverðum sjötta áratugnum og var löngu orðin heimsþekkt þegar ævintýri Matthews hefst. Leikstjórar á borð við Rivette, Rohmer og Agnes Varda virtust vera að gera eitthvað nýtt, ferskt, hin nýja kyn- slóð hafði í farteskinu nýsmíðaða fagurfræði sem mótast hafði á blaðsíðum tímaritsins Cahiers du cinéma – sem um árabil var undir ritstjórn André Bazin, guðföður nýbylgjunnar – viðhorfin gagn- vart því hvað í raun var eftirsóknarvert í kvik- myndagerð voru að breytast. Hugmyndir um að kvikmyndaformið byggi yfir eðlislægum eig- inleikum sem gerðu það að hálfgerðu lögmáli að sumt heppnaðist betur en annað voru ekki nýjar af nálinni, en undir áhrifum ítalskra eftirstríðs- leikstjóra gróf ákveðin tegund af veruleika- rómantík um sig meðal nýbylgjuleikstjóranna – ásamt og samhliða hrifningu á frásagnaraðferðum bandarískra Hollywood-mynda. Uppreisnin bar auðvitað einkenni hins klassíska freudíska föð- urmorðs, og upphafningin á Hollywood var senni- lega skýrasta dæmið um það. Yfirstétt franska kvikmyndaheimsins með sínar „gæðamyndir“ var löðrunguð, varpað fyrir róða, skipt út fyrir „af- þreyingu“ sem nú reyndist einn af helstu áhrifa- völdum nýrrar kynslóðar franskra leikstjóra. Og Matthew reynist hinn fullkomni áhorfandi, njótandi og neytandi. Hann situr á fremsta bekk til að sjá myndina fyrst, svo að endurkast ljóssins rekist á hann strax í upphafi – áður en ferðalagi ímyndarinnar lýkur og hún lendir lúin á aftasta bekk. Þetta er skondin hugsun, ekki síst í ljósi þess að Cinématheque Française sýndi einvörð- ungu gamlar myndir. En það var einmitt hliðstill- ing ólíkra mynda frá ólíkum tímabilum og ólíkum þjóðlöndum sem gerði kvikmyndamiðstöðina að því einstaka tímalausa rými sem hún var. Og það er í raun þessi tilfinning – andrúmsloft hins ímyndaða kvikmyndasafns þar sem ímyndir eru lausar undan oki hefðar og skilgreininga, fljótandi í hálfgerðum hjáveruleika hins endalausa sam- anburðar og frjóu samstillingar – sem Bertolucci fangar og endurskapar í verki sínu með því að inn- lima brot úr fjölda ólíkra mynda, myndanna sem þremenningarnir tala um og líkja eftir, inn í sína eigin. Þannig verður hið ímyndaða safn í með- förum Bertoluccis að safni ímynda og magnaðri samræðu við ákveðið tímabil í kvikmyndasögunni. Sveimhugar, söfn og ’68 Nýjast mynd Bernardo Bertolucci, Sveimhug- arnir (The Dreamers), afhjúpar tengsl áhorfand- ans við miðilinn og um leið raunveruleikann með athyglisverðum hætti. The Dreamers Michael Pitt, Eva Green og Louis Garrel fara með hlutverk þríeykisins. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson @wisc.edu Það er eitthvað við það hvernig hún hreyf-ir sig, sem laðar mig að henni, umframallar aðrar,“ orti söngvaskáldið góðaGeorge Harrison í ljóði sínu Something. Hann er ekki að fjalla um eitthvað sem hún segir eða eitthvað sem hún gerir heldur hvernig hún gerir það. Eðli málsins samkvæmt eru kvikmyndir ein- mitt það – kvikar myndir, hreyfimyndir, lifandi myndir. Það skiptir auðvitað miklu um áhrifamátt kvikmyndar hvernig hún hreyfir sig, en það skiptir einn- ig miklu, jafnvel enn meiru, til hvers hún hreyfir sig. Alltof margar kvikar myndir virðast gerðar út frá þeirri hugsun að það nægi að laða áhorfandann að með því að þær hreyfi sig með ákveðnum hætti, með stíl frekar en efni, með um- búðum frekar en innihaldi, og í seinni tíð ekki síst með tækni frekar en tilfinningu. Meginatriði í þessari framleiðslu er að myndin sé svo kvik, hreyfi sig svo hratt, að áhorfanda gefist ekki tími eða tóm til að hugsa um til hvers hún er að hreyfa sig, hvaða sögu er verið að segja og hvers vegna. Þetta er því miður ósköp skiljanlegt í flestum til- vikum vegna þess að ella væri hætt við að áhorf- andinn áttaði sig á því að sagan er engin og mynd- in um ekkert. Nú vil ég ekki gera lítið úr þeirri kúnst sem felst í því að hafa ofan af fyrir fólki með engu, heilla það með hreyfingu frekar en ástæðu hreyf- ingarinnar. Af þeirri kúnst má hafa ágæta skemmtun; hún drepur tímann, eins og það er kallað, því hann rennur hjá án þess að við tökum eftir því og staldrar ekki við. Þegar upp er svo staðið hefur ekkert annað kviknað en óminnið. En ég vek máls á þessu vegna þess að núna sannast enn eina ferðina hversu mikils vert það er að kvik- myndir séu gerðar af þörf, ástríðu, tilgangi.Það er alveg sama hvernig menn rífast um Fahrenheit 9/ 11 eftir Michael Moore, deila á málatilbúnaðinn og um viðfangsefnið – framhjá þessari kvikmynd verður ekki gengið. Það var líka alveg sama hvernig menn rifust um The Passion of the Christ eftir Mel Gibson – framhjá þeirri kvikmynd varð heldur ekki gengið. Þetta eru tvær kvikar myndir sem einna mesta athygli og aðsókn hafa fengið á árinu – ekki vegna stíls heldur vegna innihalds. Þær eru um eitthvað. Þýska gamanmyndin Good- bye Lenin eftir Wolf- gang Becker er líka um eitthvað sem skiptir máli. Meira að segja hin niðurrakk- aða The Village eftir M. Night Shyamalan er að fjalla um eitt- hvað sem skiptir máli þótt djúpt sé á dæmi- sögu hennar um ein- angrunarstefnu og tilbúinn ótta. Þótt hér sé viðleitni Shyamal- ans til táknaleiks á nokkrum brauðfótum er hann einn fárra Hollywoodleikstjóra sem alltaf reyna að fjalla um eitthvað í stað þess að reyna að gera bara eitthvað, sem menn halda að falli í kramið. Sama gildir um þær íslenskar kvikmyndir sem einna mesta athygli og aðsókn hafa hlotið und- anfarin ár – Engla alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson og Hafið eftir Baltasar Kormák: Einnig þær voru um eitthvað sem skiptir okkur máli. Þess vegna flykktumst við á þær, hugsuðum um og rökræddum. Ekki, eða a.m.k. ekki aðeins, vegna þess að það var eitthvað við það hvernig þær hreyfðu sig. Um Eitthvað ’Ég vek máls á þessu vegna þess að núna sannast enn einaferðina hversu mikils vert það er að kvikmyndir séu gerðar af þörf, ástríðu, tilgangi…‘ Sjónarhorn eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Moore: Bush á krossinum?Gibson: Kristur á krossinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.