Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 4
„Draumar eru augasteinn súrrealismans, því þeir koma úr dulvitundinni og af- hjúpa leyndar þrár. ... Draumarnir eru á sinn hátt það súrrealískasta í bók- unum, enda algerlega og skemmtilega á skjön við sögurnar að öðru leyti. ... Drauma sem þessa má sjá sem smá- sögur innan skáldsagnanna. Þeir eru alveg sjálfstæðir og óháðir söguþræði þeirra.“ Svo fórust greinarhöfundi orð um drauma í verkum Sjóns fyrir þrettán árum. Í grein þessari eru draumar í verk- um hans enn og aftur viðgangsefnið, en þó út frá nýjum forsendum. Myndskreyt- ingar eru eftir Sjón og fengnar úr bókum hans. ’Ljóðið vefur upp á sig í súrreal-ískum leik, og er umframt allt bæði fallegt og fyndið: fantasía á glaðlegu flugi sem jafnframt rissar upp dálítið uggvænlegar myndir.‘ Ú r því ég hef kallað yður hingað eftir meira en fimmtán ára hlé til að ræða við yður þær nýjungar og end- urbætur sem á þessum tíma kunna að hafa bæst sálkönnun er ekki nema rétt og við hæfi í mörgu tilliti að vér snúum oss fyrst að stöðunni í draumakenningunni. Hún á sér sérstakan sess í sögu sálkönnunar og markar þar þáttaskil. Með henni tók sálkönnun skrefið frá sállækn- ingaraðferð og til djúpsálarfræði. Síðan hefur draumakenningin verið hið sérstæðasta og sér- kennilegasta auðkenni þessarar ungu vís- indagreinar – án hliðstæðu á öðrum sviðum þekkingar vorrar, nýr landskiki endurheimtur úr höndum hjátrúar og dulhyggju. (Sigmund Freud, Nýir inngangsfyrirlestrar í sálkönnun, 29. fyrirlestur, þýð. Sigurjón Björnsson, Reykja- vík, Hið íslenzka bókmenntafélag 1997, 11.) Svo mælti Sigmund Freud árið 1932, og vísaði þar til eigin skrifa um drauma og draumráðn- ingar. Þau eru ekki nema þrettán árin síðan ég skrifaði BA-ritgerð í almennri bókmenntafræði um verk Sjóns og þá hafði hann aðeins gefið út sínar tvær fyrstu skáldsögur, auk ljóðabókahersins. Þar hafði ég þetta að segja um drauma í verkum skáldsins: „Draumar eru augasteinn súrrealismans, því þeir koma úr dulvitundinni og afhjúpa leynd- ar þrár. … Draumarnir eru á sinn hátt það súrrealískasta í bókunum, enda al- gerlega og skemmtilega á skjön við sögurnar að öðru leyti. … Drauma þessa má sjá sem smásögur innan skáldsagnanna. Þeir eru alveg sjálfstæðir og óháðir söguþræði þeirra.“ Eft- ir að hafa fullyrt þetta rakti ég hvernig draumarnir, dag- draumurinn „Fornar ástir“ í Stálnótt og „Draumur stóls- ins“ í Engli, pípuhatti og jarðarberi kölluðust á við stef úr ljóðum Sjóns og væntanlega hafði ég þá í huga að ljóðin væru nær draumnum bæði í formi og efnistökum, já gott ef mig rámar ekki í einhverjar miklar kenningar um þetta. En aftur að núinu. Seinna í sömu grein segir Freud: „Sjálfum var mér draumakenningin lífakkeri á þeim erfiðu tímum þegar óþekktar staðreyndir trufluðu reynslulitla dómgreind mína. Hvenær sem ég tók að efast um rétt- mæti ótraustra niðurstaðna minna var það velheppnuð ráðning merkingarlauss og ruglingslegs draums yfir á rökrétt og skiljanleg sálræn ferli hjá dreymandanum sem endurlífgaði trú mína á að ég væri á réttri leið“ (11). Þegar ég las þessa klausu mislas ég í fyrstu óþekktar staðreyndir fyrir óþekkar og datt af einhverjum ástæð- um strax „Draumur stólsins“ í hug, en þar er lýst sex- strendu herbergi með fjórum örnum, auk þess sem fjallað er um gasellur sem borða glersalla og deyja. Það mætti alveg hugsa sér einhverja fína óþekka draumráðningu á þessu; hús eru náttúrulega freud- ísk tákn fyrir sjálfan einstaklinginn og allt það ókennilega sem býr innra með honum, enda breyt- ist sjálfsmynd stólsins allnokkuð í draumnum, en honum er lýst sem ofurvenjulegum stól sem seg- ir sjálfur: „Ég er að vísu ósköp venjulegur stóll úr skólastofu sjö ára barna“ (101). Í draumnum er hann orðinn að virðulegum hægindastól. Hinsvegar er óneitanlega eftirtektarvert að í herberginu eru öllu fleiri veggir og horn en við eigum að venjast. Þetta með gasellurnar og glersallann er örlítið erfiðara viðfangs, en það mætti hugsa sér, svona til að færa þetta yfir á rökrétt og skiljanlegt sálrænt ferli, að stóllinn þrái það frelsi sem fimir fætur gasellunnar bjóði uppá, en óttist það um leið, svona alveg eins og litla hafmeyjan sem þráði að ganga á tveimur fótum, en verkjaði ógurlega í hverju skrefi. Lík- lega af því hún var í háhæluðum skóm. II Nú ætla ég mér ekki hér að smætta allt höfundarverk Sjóns niður í nokkra drauma og segja að þeir séu lykillinn að leyndardómi skáldsins. Frekar langar mig að líta á drauminn sem einskonar leiðar- hnoða í gegnum höfundarverkið, svona á svipaðan hátt og Skugginn leiðir Stein í gegnum skuggaheiminn í Engli, pípu- hatti og jarðarberi. Skáldsagan er tvöföld, ein saga segir frá ungu pari, Steini og Mjöll, sem slappar af í sólríkum strandbæ, en hin gerist í skuggaheimi, þar sem skuggi með pípu- hatt leiðir Stein inn í ann- arlegan heim. Ekki er ljóst hvort söguþræðirnir tveir eru samhliða eða fylgja hvor á eftir öðrum, og þannig er hugmyndin um hinn línulega söguþráð flækt. Það má bera þetta saman við súrrealískan bak- grunn Sjóns, en súrreal- isminn hlýtur að hafna öllum einföldum hugmyndum um línulegan tíma og sögu yfirleitt. Og þannig er það einmitt í draumum líka, auk þess sem draumurinn er táknmynd landamæra þessa heims og annarra og það mætti vel hugsa sér sem skuggaheimur Engilsins sé einskonar draumaveröld eða ástand. Freud hafði auðvitað meira að segja um drauma en bara að þeir væru sniðugir fyrir þróun sál- könnunar, þeir eru líka lykillinn að sjálfum skáldskapnum, því í kenningu sinni um skapandi skrif rakti hann þau allt aftur til fantasíuheims barna, sem þau verða að losa sig við þegar þau fullorðnast, en rithöfundar (og hér er gefið í skyn að þeir séu næstum varhugaverðir, því þeim hafi ekki tek- ist nægilega vel upp í þessu ferli) nota sér í skrifum sínum. Og svo bendir hann á að auðvitað séu þessar fantasí- ur og dag- draumar ná- skyldir svefn- draumum (sjá „Creat- ive Reading and Day- dreaming“ frá árinu 1908). Líkt og Freud greyið átti við óþekk- ar staðreyndir að stríða átti hann greini- lega við pennaöfund að stríða og játar reynd- ar hálfpartinn að hann langi sjálfan til að geta skrifað skáldskap. Freud hélt draumadagbók eins og frægt er og þótt ekki sé hægt að líta á verk Sjóns sem slíka, þá lýsti hann því yfir í samtali við greinarhöfund í Þjóð- menningarhúsinu, maí 2004, að hann notaði oft þræði úr draumum sínum í skrifum. Sjón hóf rithöfundarferil sinn sem ljóðskáld. Ungur að árum eða 16 ára gaf hann út einblöðung með þremur ljóðum og seinna sama ár fyrstu bókina, Sýnir (1978). 1979 var Sjón meðal þeirra sem stofnuðu Medúsuhópinn, sem var al- mennt og aðallega kenndur við súrreal- isma. Fyrir utan ljóð og skáldsögur hefur Sjón skrifað ljóð og komið að kvikmynd- um og samdi m.a. textana við sönglög Bjarkar í félagi við leikstjórann Lars von Trier, fyrir myndina Dancer in the Dark (2000), en lag úr þeirri mynd var tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2001. Strax í fyrstu bókinni er að finna draumsýnir. Þetta ku hafa verið ‘alvöru’ draumur: Draumur Fálma eftir mér svartar hendur næturvætta, aflíðandi dalur baðaður grárri birtu, sviplaust andlit á glugga brostin augu, úr sprungnum berki trjánna blæðir, blæðir. Í Sýnum er mikið af myndmáli þessara marka eða landa- mæra sem Sjón hefur alltaf leikið sér að: í einu ljóði situr öld- ungur með barnsandlit á mörkum dags og nætur og í öðru ljóði strýkur stytta yfir andlit ljóðmælanda og hvíslar að honum orð- unum „marmari, hold …“ Hér er á ferðinni kjörinn leikur fyrir bókmenntafræðinginn, því hér má sjá einskonar frumstæða mynd eða fyrirrennara leirbarnsins sem mótað er í Augu þín sáu mig og opnar augun í lok Með titrandi tár. Í þeim skáldsög- um leikur skáldið sér með goðsagnir og þjóðsagnir og drauma- temað tengist goðsögnum og þjóðsögnum oftar en ekki, enda ekki langt að fara, því íslenskar þjóðsögur eru stútfullar af draumum og draumráðningum. Og þjóðsögur hafa verið skáld- inu innblástur frá því fyrsta eins og kemur svo fallega fram í ljóðabálkinum Sýnir, í samnefndri bók. Það kynnumst við ungu ljóðskáldi sem hefur tileinkað sér ekki aðeins tungumál skáld- skaparins heldur og tungutak þjóðsögunnar: III Skuggi Hrær tungu þína Veit mér af visku þinni Skugginn mælti: Túnriða sú er gandi rennir gegnum flosþykk ský næturinnar, hún felur í barmi sínum lykil lykil gerðan af hvítagulli lykil þann er helgrindum upplýkur Í næsta ljóði sveima blóðgaglar um og „hnita hringi hátt á skýjadrúpni“. „Hver er feigur?“ er spurt og hempuklædd spá- kerling svarar að það sé herrann með ljáinn sem sé kominn aft- ur. Og þá þagna gandflugur, „því seiður missi mátt,/synir og dætur næturinnar hverfa“. Alveg hreint dásamlega skemmti- legar myndir og sláandi sterkar. Eins og ungra skálda er siður er Sjón hrifinn af skrýtnum orðum og dramatískum stemn- ingum og þrátt fyrir að orðgnóttin sé ekki eins mikil í síðari bókum má glöggt sjá að þarna strax hefur hann náð tökum á þeim hæfileika að skapa stemningu, hæfileika sem hann svo fægir og pússar. Og draumar halda áfram að birtast í ljóðum: í Ég man ekki eitthvað um skýin er ljóð sem heitir (mig dreymir) (mig dreymdi). Þar birtist þetta þjóðsagnatema: ég er í frakka ermar nema við jörðu nú koma hrafnar þeir setjast á snjó í kringum mig Í ljóðabókinni Myrkar fígúrur (1998) eru lesanda færðar fréttir frá undralandi og þjóðsagnafígúrur ganga ljósum logum. Ljóðið „Svik“ er það ljóð sem passar best inn í þetta drauma- tema en þar slær súrrealískum bjarma á sögu af draum- kenndum svikum: ég er haldinn gríðarlegum órum. nú hef ég brugðist ljónsunga. ég get ómögulega munað hvað það var sem ég átti að gera fyrir hann en ég veit að ég gerði það ekki. … Skyndipróf í draum Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is 4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.