Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri I, Robot   (SV) Grettir/Garfield  (SV) Háskólabíó The Village   (SV) King Arthur   (HJ) Shrek 2   (SV) Good Bye Lenin!  (HL) Laugarásbíó Grettir/Garfield  (SV) Shaun of the Dead   (HJ) Fahrenheit 9/11   (HJ) (SV) Regnboginn I, Robot    (SV) Spider-Man 2  (SV) Crimson Rivers 2  (HL) Grettir/Garfield  (SV) Sambíóin Reykjavík, Kefla- vík, Akureyri The Village  (SV) New York Minute  (HJ) King Arthur   (HJ) Around The World in 80 Days    (HJ) Shrek 2   (SV) Harry Potter and the Prisoner of Azkaban   (HJ) Kringlubíó Troy  (SV) Van Helsing   (SV) The Chronicles of Riddick  (SV) Smárabíó Grettir/Garfield  (SV) I, Robot   (SV) Spider-Man 2    (SV) Myndlist Árbæjarsafn: Þjóðbúningar og nærfatnaður kvenna frá fyrri hluta 20. aldar. Til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls: Kristín Reynisdóttir. Til 18. ágúst. Gerðarsafn: Sýningarnar Sí- gild dönsk hönnun og Íslensk húsgagnahönnun. Til 19. sept- ember. Hafnarborg: Samsýning fimm listamanna. Stefnumót: Düss- eldorf-Hafnarfjörður og verk Þorbjargar Höskuldsdóttur. Til 23. ágúst. Hallgrímskirkja: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 1. sept. Handverk og hönnun, Að- alstræti 12: Sumarsýningin. Til 5. sept. i8, Klapparstíg 33: Jeanine Cohen. Til 21. ágúst. Íþróttahúsið, Eiðum: Dieter Roth. Fram í desember. „Í breyttu formi og ýmiss konar aðlögun fjarlægast verkin höf- und sinn, breytast í eitthvað annað og með tímanum hverfa þau frá uppruna sínum.“ JBK. Ransu. Íslensk grafík, Hafnarhúsi: Menningarnótt; dönsk grafík; 14. til 29. ágúst. Kling og Bang gallerí, Lauga- vegi: Paul McCarthy og Jason Rhoades. Steingrímur Ey- fjörð. Til 29. ágúst. Klink og Bank, Brautarholti: Samsýning 20 ungmenna. Til 14. ágúst. Listasafn ASÍ: Hafsteinn Austmann. Til 15. ágúst. Listasafnið á Akureyri: Hag- virkni. Til 22. ágúst. Listasafn Árnesinga: Elín Hansdóttir, sýningin Þú. Stendur 15. ágúst til 12. sept- ember. Listasafn Ísafjarðar: Sara Vil- bergsdóttir. Til 1. október. Listasafn Íslands: Umhverfi og náttúra – Íslensk myndlist á 20. öld. Til 29. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánu- daga, kl. 14–17. Til 15. sept. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ný safnsýning á verkum Errós. Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir: Francesco Clem- ente. Roni Horn. Til 22. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Listaverk Sigurjóns í alfaraleið. Til 5. sept. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14– 17. Til 1. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Skaftfell, Seyðisfirði: Pjetur Stefánsson. Til 15. sept. Skálholt: Staðarlistamenn eru Þórður Hall og Þorbjörg Þórðardóttir. Til 31. sept. Þjóðmenningarhúsið: Hand- ritin. Heimastjórn 1904. Þjóð- minjasafnið – svona var það. Eddukvæði. Til 1. sept. Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn: Handband á Íslandi 1584–2004. Kvenna- hreyfingar – innblástur, íhlut- un, irringar. Söguleg útgáfa Guðbrandsbiblíu 1584 til vorra daga. Til 31. ágúst. Leiklist Vetrargarðurinn, Smáralind: Fame, fim. „Dansar þeirra Björnsdætra eru flottir og vel leystir af leikhópnum.“ Þ.T. Austurbær: Hárið, fös. „Það er eins og enginn leikaranna trúi á þau gildi sem persón- urnar sem þeir leika halda fram í verkinu.“ S.H. Iðnó: Light Nights. Íslenskar þjóðsögur fluttar á ensku, mán., fös. Erró – Fólk og frásagnir. Til 29. ágúst. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Bjarni Þór Bjarna- son og Ásta Salbjörg Alfreðs- dóttir. Til 15. sept. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi: Finnsk samtíma- ljósmyndun. Til 29. ágúst. Norræna húsið: Samsýningin 7 – Sýn úr norðri. Til 29. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Sum- arsýning úr safnaeign. Ný verk eftir Katarinu Grosse og Eggert Pétursson. Til 26. sept. Leiðsögn alla laug- ardaga. „Með gjörningum sín- um opnar listakonan sýning- arrýmið, skapar inngang sem sæmir fagurfræði lita- flæmisins, svokallaðri ægifeg- urð (sublime), sem byggir á sterkum trúarlegum grunni.“ JBK. Ransu. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. ÞEGAR fjöldi af erlendum myndlistarmönnum sem sýnt hafa á Íslandi síðustu ár hefur verið kynntur í fjölmiðlum sem listamenn á heimsmælikvarða en eru svo alls kostar óþekktir óttast maður að þegar mynd- listarmenn sem raunverulega eru í alþjóðlegri mynd- listarumræðu koma hingað til lands og sýna taki hinn almenni listunnandi ekki mark á yfirlýsingum eins og „hefur vakið alþjóðlega athygli síðastliðin ár“ eða „er á meðal athyglisverðustu myndlistarmanna Þýska- lands í dag“. Að hann telji slíkar yfirlýsingar vera innihaldslausa markaðssetningu, tómlegt hróp; úlfur, úlfur! En margt hefur breyst í íslenskum myndlist- arheimi upp á síðkastið og m.a. það að flestir þeir er- lendu listamenn sem hér sýna sem eru sagðir vera á heimsmælikvarða eru í raun á heimsmælikvarða. Einn slíkur opnaði sýningu í Safni á þriðjudaginn var undir heitinu „Time juice“. Það er þýska listakonan Katarina Grosse sem er einmitt á meðal athyglisverð- ustu myndlistarmanna Þýskalands í dag og hefur vak- ið alþjóðlega athygli síðastliðin ár fyrir kröftug rým- ismálverk. Grosse má finna í flestum yfirgripsmiklum doðröntum um samtímamálverk og jafnframt hefur hún verið þátttakandi á stefnumótandi sýningum eins og „Urgent painting“ í Musee d’art moderne í París ásamt listamönnum á borð við Mathew Ritchie, Liam Gillick, Söru Morris og Federico Herrero (sá síðast- nefndi er einmitt að sýna í Ganginum), sem taka tillit til arkitektúrs og eru á jaðri malerískrar og skúlptúr- ískrar nálgunar. Verk Grosse eru að mörgu leyti framhald eða hluti af þýska róttæka málverkinu (Radikale malerei) sem var vinsælt á níunda áratug síðustu aldar og byggist á útþenslu málverksins. Grosse breytir sjálfu listrým- inu í listaverk, vinnur óhlutbundið málverk inn í rým- ið, úðar málningu á striga, veggi og loft með sprautu- byssu þannig að litir flæða saman. Á hún því rætur að rekja til litaflæmismálara eftirstríðsáranna, Marks Rothkos, Barnetts Newmans, Jules Olitskis o.fl. En þeim var mikið í mun að málverk og rými væru sem eitt. Grosse hlýtur líka að finna sterka samsvörun með hugmyndum litaflæmismálaranna um að málverk geti verið inngangur að guðdómlegri upplifun. Að það virki líkt og hof. Newman, sem dæmi, kallaði verk sín gjarnan „Dómkirkjur“ (Cathetrals) og Rothko- kapellan er jú eitt helsta aðdráttarafl Tate Modern- safnsins í Lundúnum. Báðir þessir listamenn töluðu svo um málverk sín sem „objekta“ en ekki myndir. Sama má segja um málverk Katarinu Grosse, að þau eru meira en mynd sem er máluð á striga, vegg, loft eða gólf. Með gjörningum sínum opnar listakonan sýningarrýmið, skapar inngang sem sæmir fag- urfræði litaflæmisins, svokallaðri ægifegurð (su- blime), sem byggist á sterkum trúarlegum grunni. Margur vill reyndar meina að myndlist sé alltaf trúar- leg. Að listaverk hafi aldrei misst þau eigindi síðan á tímum hellamálverksins að vera til fórnar einhverju og að listamaður sé ávallt knúinn áfram af andagift, hvort sem hann er upptekinn af andlegum gildum eða efnislegum, s.s. ímynd eða félagslegri yfirborðs- mennsku. Tek ég vel undir slíkar hugmyndir, ekki síst þegar ég stend frammi fyrir verkum eins og Katarina Grosse sýnir í Safni. Ekki bara flæðandi litir, heldur flæðandi sköpunarferli, knúið áfram af andagift. Úlfur með andagift MYNDLIST Safn Opið miðvikudaga til sunnudaga frá 14–17. Sýningu lýkur 29. september. RÝMISMÁLVERK KATARINU GROSSE Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Árni TorfasonTimejuice eftir Katarinu Grosse í Safni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.