Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. ágúst 2004
F
röken Helga Sigurðardóttir
fæddist á Akureyri 17. ágúst
1904 og lést úr krabbameini í
Reykjavík 26. ágúst 1962 að-
eins 58 ára gömul. Foreldrar
hennar voru hjónin Þóra Sig-
urðardóttir húsfreyja og Sigurður Sigurðsson,
skólastjóri bændaskólans á Hólum í Hjaltadal,
síðar búnaðarmálastjóri. Helga ólst upp á
menntasetrinu á Hólum og má ætla að kynni
hennar af skólastarfinu hafi átt þátt í að móta
stefnu hennar og lífsviðhorf.
Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor lýsir
Helgu þannig í minningargrein sem hann rit-
aði að henni látinni.
„Helga Sigurðardóttir
var fremur lág kona
vexti, en hnellin, fasmikil og hávær svo að sóp-
aði að henni og kvað að henni hvar sem hún
fór. Þannig gat að líta andhverfur þegar á yzta
borði, litla konu og þó mikla í sjón. Í eðli henn-
ar voru líka miklar sveiflur, oft skammt milli
hláturs og gráts, hörku og hlýju. En kjarninn,
afltaugin, sem bar allt uppi og tengdi það sam-
an var viljafesta, skapstyrkur, starfslund.
Atorka hennar, einbeitni og ósérhlífni voru
með fádæmum. En hún gerði líka miklar kröf-
ur til annarra eins og sjálfrar sín svo að stund-
um gat virzt jaðra við óbilgirni. Henni gat
gleymst að fæstir höfðu sömu orku og hún.
Henni fannst bágt að sjá menn slaka á, hvort
heldur var við vinnu eða leik. En þess vegna
var líka alltaf eitthvað um að vera þar, sem
fröken Helga var í nánd, annir eða fjör nema
hvorttveggja væri.
Helga stundaði nám við húsmæðraskólann
Vældegaard í Danmörku 1922–1923, við
sumarskóla Ollerup-lýðháskóla á Fjóni 1923
og settist síðan í húsmæðrakennaraskóla Birg-
itte Berg Neilsen í Kaupmannahöfn og lauk
þaðan kennaraprófi árið 1926. Að námi loknu
hélt Helga heim og næstu fjögur árin efndi
hún til matreiðslunámskeiða, stóð fyrir
veislum og stundaði matreiðslustörf.
Þegar Austurbæjarskólinn tók til starfa árið
1930 réðst Helga þangað til kennslu og kenndi
þar til vorsins 1942. Skortur var á námsefni
svo Helga samdi bókina Lærið að matbúa,
kennslubók í matreiðslu fyrir skólaeldhús.
Bókin kom fyrst út árið 1934 á kostnað
höfundar, en síðar komu fleiri útgáfur og var
hún lengi notuð við heimilisfræðikennslu. Í
fyrstu útgáfu var ágrip af næringarfræði eftir
hana sjálfa en í seinni útgáfum er dr. Júlíus
Sigurjónsson prófessor í heilbrigðisfræðum
við Háskóla Íslands skráður fyrir ágripinu. Þá
höfðu líka bæst við kaflar um híbýlafræði og
ræstistörf eftir Bryndísi Steinþórsdóttur hús-
mæðrakennara.
Afkastamikill
matreiðslubókahöfundur
Jafnframt kennslu við Austurbæjarskólann
stundaði Helga ritstörf af miklum krafti. Árið
1930 kom út ritið Bökun í heimahúsum. Síðan
komu ritin hvert á fætur öðru 150 Jurtaréttir
(1932), Lærið að matbúa (1934), Kaldir réttir
og smurt brauð (1933), Tækifærisréttir (1935),
Grænmetisréttir (1937), Rækjuréttir (1937),
160 Fiskréttir (1939), Grænmeti og ber allt ár-
ið (1940), Íslenskar kartöflur (1940), Hrossa-
kjöt (1940) og Heimilisalmanak (1942). Þá kom
nokkurt hlé er hún tók við stjórn Hússtjórnar-
kennaraskóla Íslands. Hún tók þó fljótt upp
þráðinn aftur og árið 1947 kom út hennar
stærsta bók Matur og drykkur. Þarna var á
ferðinni viðamikil alhliða matreiðslubók sem
hlotið hefur mikla útbreiðslu og er enn til á
mörgum heimilum. Í bókinni var nokkuð af
efni úr fyrri bókum hennar en einnig mikið af
nýju efni. Sérstök áhersla var lögð á þjóðlega
rétti en jafnframt eru kynntir nýir og fram-
andi réttir. Bók þessi hefur verið gefin út fjór-
um sinnum en síðustu útgáfuna unnu Anna
Gísladóttir og Bryndís Steinþórsdóttir hús-
mæðrakennarar að Helgu látinni. Auk þess
var næringarefnatafla í bókinni þar sem gefin
voru upp helstu næringarefni í nokkrum fæðu-
tegundum. Í formála við fyrstu útgáfu segir
Helga að allar húsmæður vilji gera vel við fólk
sitt í mat en hún minnir á nauðsyn þess að
huga líka að því að maturinn sé rétt samsettur
hvað hollustu snertir.
Á sjötta áratugnum komu út eftir Helgu
nokkrir bæklingar Fryst grænmeti (1952),
Ostar (1952), Jólagóðgæti (1956), Hráir græn-
metisréttir (1957) og Ostaréttir (1961). Auk
þessa skrifaði Helga greinar í blöð og flutti er-
indi í útvarpi.
Í ritum sínum hvetur Helga til nýtingar inn-
lendra hráefna og bendir á ýmsar nýstárlegar
leiðir til þess. Sem dæmi má nefna að í fyrstu
bókinni Bökun í heimahúsum eru nokkrar
uppskriftir þar sem kartöflur eru notaðar í
brauð og í Grænmeti og ber allt árið leggur
hún áherslu á rétti úr íslenskum jurtum svo
sem skarfakáli, njóla og fjallagrösum. Hag-
sýnin gleymist heldur ekki og til dæmis í Jóla-
góðgæti bendir hún á að húsmæður geti spar-
að mikið fé með því að búa til jólagóðgæti
sjálfar því það sé dýrt að kaupa slíkan varning
í verslunum.
Heimilisalmanakið er ekki hefðbundin upp-
skriftabók heldur er það leiðbeiningabók fyrir
húsmæður um hvað vera skuli á borðum hvern
Brautryðjandi
og baráttukona
Sýning Húsmæðrakennaraskóla Íslands
Grænmeti og annað sem nemendur
höfðu sultað fyrir veturinn.
Skólastjórinn Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands.
Eftir Brynhildi Briem
bbriem@khi.is
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Nemendur og kennarar Á tröppum
Háskóla Íslands þegar skólinn var þar
til húsa. Helga Sigurðardóttir er önn-
ur frá vinstri í fremri röð.
Í aldarminningu sinni um Helgu Sigurðar-
dóttur, skólastjóra Húsmæðrakennaraskóla
Íslands, rekur greinarhöfundur feril hennar
sem brautryðjanda á sviði matreiðslu, mann-
eldis- og næringarfræða á Íslandi.