Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004
F
réttir vikunnar virtust ekki vera George W. Bush
Bandaríkjaforseta í hag. Fjöldi fallinna Banda-
ríkjamanna í Írak er nú kominn yfir eitt þúsund og
dagblaðið The New York Times greindi frá því að
hlutar Íraks væru ekki lengur á valdi Bandaríkja-
manna. Slík ótíðindi virtust hins vegar lítil áhrif
hafa á fylgi forsetans, sem samkvæmt skoðanakönnunum fer vax-
andi. Í nýrri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC og dagblaðsins
Washington Post mælist fylgi Bush 52%, fylgi Johns Kerrys, for-
setaframbjóðanda demókrata, 43% og fylgi óháða frambjóðandans
Ralphs Naders 2%.
Það hefur nánast verið undarlegt að fylgjast með því hvernig
sótt hefur verið að Bush linnulítið undanfarna mánuði án þess að
það hafi haft sýnileg áhrif á fylgi hans, sem hefur
verið nokkuð stöðugt þrátt fyrir óvinsældir stríðsins
í Írak og ótíðindi í efnahagsmálum, og minnir jafnvel
á stuðninginn, sem Bill Clinton naut meðal almenn-
ings þegar repúblikanar hugðust svipta hann embætti. Clinton
vakti mjög sterkar tilfinningar meðal andstæðinga sinna og hörð-
ustu andstæðingar Bush eru sömuleiðis nánast ofsafengnir. And-
úðin á Clinton kom hins vegar meira fram í röðum pólitískra and-
stæðinga hans á meðan almenningur sat hjá, en í tilviki Bush
mótmælir almenningur á meðan pólitískir andstæðingar eru tví-
stígandi, þótt það kunni að breytast á síðustu vikum kosningabar-
áttunnar.
Bush sigraði mjög naumlega í forsetakosningunum fyrir fjórum
árum. Í heildina fékk hann færri atkvæði en Al Gore, sem þá var
frambjóðandi demókrata. Mikill hávaði varð vegna atkvæða-
greiðslunnar í Flórída, þar sem lýst var yfir sigri Bush. Liðsmenn
Als Gores heimtuðu að talið yrði aftur í nokkrum sýslum, en í her-
búðum Bush var reynt að stöðva endurtalninguna með öllum ráð-
um. Svo fór að Hæstiréttur Bandaríkjanna skakkaði leikinn og
sneri við dómi hæstaréttar Flórída um að talið skyldi aftur. Gore
játaði sig sigraðan. Sennilega verður aldrei ljóst hver hefði sigrað í
kosningunum hefði talningunni verið haldið áfram. Fjölmiðlar
rannsökuðu málið og stönguðust niðurstöður á eftir því hvernig var
talið. Líklega hefði Bush þó haft betur.
„Andi samvinnu“
Þegar niðurstaðan lá fyrir sagði Bush að nú væri þörf á „anda
samvinnu“ í Washington og kvaðst bjartsýnn á að hann gæti
„breytt tóninum“ í höfuðborginni: „Bandaríkjamenn deila vonum,
markmiðum og gildum, sem eru mun mikilvægari en nokkur póli-
tískur ágreiningur.“ Gagnrýnendur Bush eru þeirrar hyggju að
hann hafi aldrei farið eftir þessum orðum sínum, heldur farið rak-
leiðis til hægri þvert á það takmarkaða umboð, sem hann fékk í
kosningunum. Hann ákvað að feta ekki í fótspor föður síns, George
H.W. Bush, fyrrverandi forseta, heldur taka Ronald Reagan sér til
fyrirmyndar. Hann var einnig ákveðinn í því að mæta ekki sömu
örlögum og faðir hans, sem náði ekki endurkjöri, og sitja tvö kjör-
tímabil.
Árás hryðjuverkamanna á turnana tvo í New York og varn-
armálaráðuneytið í Washington fyrir þremur árum í dag varð til
þess að breyta öllu. Áfallið fyrir Bandaríkjamenn var gríðarlegt og
þeir nutu samstöðu um allan heim. „Nú eru allir Bandaríkjamenn,“
sagði í leiðara franska dagblaðsins Le Monde og var þar vísað til
þess þegar John F. Kennedy kom til Vestur-Berlínar og sagði „Ich
bin ein Berliner.“
Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og því næst inn í Írak.
Öryggismál voru sett á oddinn, gæsla hert á flugvöllum og eftirlit
aukið með ferðamönnum og innflytjendum.
Eiturpenni og önnur skrif
En það leið ekki á löngu eftir 11. september þar til farið var að gera
hryðjuverkin upp. Stríðin í Afganistan og Írak hafa einnig verið
efni í heiftarlegar deilur, einkum Íraksstríðið, sem segja má að hafi
klofið heimsbyggðina í tvennt. Mikill fjöldi bóka hefur komið út um
Bush og fyrsta kjörtímabil hans. Gæði þessara bóka eru ærið mis-
jöfn og nálgunin með ýmsu móti. Sumar þeirra jaðra við að vera
slúður, en aðrar eru afrakstur rækilegrar heimildavinnu og geta
verið mjög upplýsandi. Dæmi um hið fyrstnefnda er sennilega bók,
sem kemur út á næstu dögum, eftir Kitty Kelley, The Family, The
Real Story of the Bush Dynasty. Í bókinni er haft eftir fyrrverandi
mágkonu Bush að hann hafi tekið kókaín í Camp David, sumarhúsi
Bandaríkjaforseta. Mágkonan, Sharon Bush, sem var gift Neil,
bróður Bush, hefur þegar lýst yfir því að þetta sé þvættingur og
rangt eftir henni haft. Útgefandinn stendur fast við sitt. Höfundur
bókarinnar hefur áður gefið út umdeildar bækur og var reyndar
gefið viðurnefnið „eiturpenninn“ í tilefni af einni þeirra.
Bob Graham öldungadeildarþingmaður, sem nú sest í helgan
stein eftir 18 ára setu á þingi, kemur úr allt annarri átt. Ný bók
hans hefur verið í fréttum og ber hún nafnið Intelligence Matters:
The CIA, the FBI, Saudi Arabia and the Failure of America’s War
on Terror. Eins og heitið gefur til kynna heldur Graham því fram
að stjórn George Bush hafi hindrað rannsóknir á stuðningi stjórn-
valda í Saudi-Arabíu við ráðabruggið 11. september, að hluta til
vegna tengsla fjölskyldu Bush við konungsfjölskylduna þar og
einnig auðuga Sauda á borð við bin Laden-fjölskylduna. Graham
ætti að þekkja til þessara mála. Hann var formaður leyniþjónustu-
nefndar öldungadeildarinnar þegar hryðjuverkin voru framin 11.
september og í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Graham segir í
viðtali við vefritið Salon að hann hefði komist á snoðir um það í
samtali við Tommy Franks herforingja, sem stjórnaði hernaðar-
aðgerðum í Afganistan, að ákvörðunin um að fara í stríð í Írak hefði
verið tekin að minnsta kosti 14 mánuðum áður en innrásin var gerð
og löngu áður en málið var lagt fyrir þingið eða leitað til Sameinuðu
þjóðanna um stuðningsyfirlýsingu.
Ráðgátan Bush
Þær lýsingar, sem gefnar eru á forsetanum í þeim bókum, sem
komið hafa út á þessu ári, eru ærið ólíkar. Paul O’Neill, sem var
fyrsti fjármálaráðherrann í stjórn Bush og gegndi áður stöðu for-
stjóra Alcoa, lýsir forsetanum að störfum í bókinni The Price of
Loyalty: George W. Bush, the White House, and the Education of
Paul O’Neill, sem Ron Suskind skráði. Lýsingin af fyrsta fundi
þeirra er skopleg. Forsetinn byrjar á að ávarpa O’Neill með gælu-
nafninu Pablo, sem hann hafði aldrei verið kallaður áður, og slær
hann strax út af laginu. Á fundinum fer O’Neill yfir öll helstu málin,
sem fyrir liggja, allt frá fjárlögum til skattalækkana. Viðbrögð
Bush eru lítil sem engin, hann í mesta lagi kinkar kolli – kannski.
O’Neill lýsir samskiptum sínum við aðra forseta, sem hafi nánast
drekkt honum með spurningum á fundum sem þessum, en öðru
gegnir um Bush, sem er nýja fjármálaráðherranum ráðgáta. Hann
er ekki einu sinni viss um að forsetinn hafi skilið sig þegar fund-
inum lýkur.
O’Neill gagnrýnir Bush harðlega í bókinni, meðal annars vegna
stríðsins í Írak, og segir að það hafi nánast verið ákveðið strax eftir
11. september að nota tilefnið til að steypa Saddam Hussein, þrátt
fyrir mótbárur manna á borð við Colin Powell utanríkisráðherra.
Heiti bókarinnar vísar til þess að tryggð er metin ofar öllu í ráðu-
neyti Bush. Þar eigi maður að kyngja sannfæringu sinni fyrir mál-
staðinn. Eins og því er lýst í bókinni stefndi í það frá upphafi að
vera O’Neills í ráðherrastóli yrði skammvinn.
Bók O’Neills er ekki sú eina, sem fjallar um það hvernig Írak
komst þegar á dagskrá eftir 11. september. Bob Woodward dregur
það fram í bók sinni Bush at War, sem kom út árið 2002. Í þeirri
bók er dregin upp mjög gagnrýnislaus mynd af því hvernig hlut-
irnir ganga fyrir sig í innsta hring í Washington og hefur því verið
haldið fram að með þeirri bók hafi hann keypt sér velvilja viðmæl-
enda sinna til að hjálpa sér að safna saman gögnum í næstu bók,
Plan of Attack, sem kom út fyrr á þessu ári. Bush hefur meira að
segja mælt með lestri bókanna.
Sá Bush, sem kemur fram í bókum Woodwards, er allt annar en
sá, sem birtist í bók O’Neills. Þar er Bush ákveðinn og spyr af
hörku. Frásögnin af fundi, sem haldinn var 21. desember 2002, þar
sem George Tenet, yfirmaður CIA, og undirmaður hans, John
McLaughlin, lögðu fram gögn sín um að gereyðingarvopn væri að
finna í Írak er eftirtektarverð. Þegar McLaughlin hafði lokið máli
sínu, segir Woodward, kom spurnarsvipur á forsetann og síðan ör-
stutt þögn: „Góð tilraun,“ sagði Bush. „Ég held að þetta sé ekki al-
veg – þetta er ekki nokkuð sem maðurinn á götunni myndi skilja
eða fyllast miklu trausti við að heyra.“ Síðan segir Woodward að
Bush hafi snúið sér að Tenet og spurt: „„Mér hefur verið sagt frá
öllum þessum upplýsingum um gereyðingarvopn og þetta er það
besta sem við höfum?“
Tenet reis upp úr einum af sófunum í forsetaskrifstofunni, sveifl-
aði höndunum upp í loftið. „Þetta er algerlega skothelt!“ sagði
hann.“
Í frásögn Woodwards gengur Bush á Tenet og spyr hann hversu
viss hann sé. Yfirmaður CIA segir forsetanum að hafa ekki áhyggj-
ur og endurtekur að málið sé skothelt.
Staða Woodwards
Woodward hefur algera sérstöðu í bandarískri blaðamennsku.
Hann öðlaðist frægð þegar hann fjallaði um Richard Nixon og
Watergate ásamt félaga sínum, Carl Bernstein. Sá maður finnst
vart, sem neitar honum um viðtal. Meira að segja George Bush tek-
ur frá drjúgan tíma til að tala við hann. Woodward er gríðarlega
eljusamur og afköstin með ólíkindum. Hann púslar saman atburða-
rás úr mörg hundruð viðtölum og textinn er skrifaður nánast eins
og hann hafi verið á staðnum, jafnvel inni í kollinum á þeim, sem
voru viðstaddir. Í bókinni Plan of Attack lýsir Woodward atburða-
rás, sem ógerningur er að segja hvenær hefði komið fyrir sjónir al-
mennings ella. Þessi aðferð virkar í bók á borð við Plan of Attack,
þótt hún hafi ekki gert það í öllum bókum hans, til dæmis The Ag-
enda, sem fjallar um stjórn Bills Clintons og rekur endalausa fundi,
nánast án upphafs og endis. Woodward greinir hins vegar ekki það,
sem fyrir augu hans og eyru ber, og lítur ekki á það sem hlutverk
sitt, ef til vill vegna þess að hann vill ekki bíta höndina, sem matar
hann á upplýsingunum. Hann er svo hlutlaus að meira að segja
þegar hann mætir í viðtöl til að fjalla um bókina dettur hvorki af
honum né drýpur, heldur situr hann óhagganlegur og talar djúpum
rómi. Ekki er einu sinni vitað hvar hann stendur í pólitík, þótt í
grein í New Yorker hafi fyrr á þessu ári verið haft eftir óljósum
heimildum að hann gæti verið repúblikani. Það er lesandans að
henda reiður á frásögninni í bókum Woodwards og draga sínar
ályktanir. Ef til vill er það þess vegna, sem jafnt stuðningsmenn
sem andstæðingar Bush geta mælt með Plan of Attack.
Liðsmenn forsetans
Að baki þeirrar atburðarásar, sem lýst er í bók Woodwards, er hins
vegar þróun, sem má rekja mun lengra aftur. Til þess að átta sig á
henni þarf að skoða betur þann hóp manna, sem hefur ráðið mestu
um mótun stefnu stjórnar Bush. Það gerir blaðamaðurinn James
Mann í bókinni Rise of the Vulcans: The History of Bush’s War
Cabinet. Þar eru lykilpersónur Dick Cheney varaforseti, Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra, Paul Wolfowitz aðstoðarvarn-
armálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra, Richard Armit-
age aðstoðarutanríkisráðherra og Condoleezza Rice, þjóðarörygg-
isráðgjafi. Milli þeirra fimm fyrstnefndu voru náin tengsl, sem ná
aftur til stríðsins í Víetnam. Rice er yngri og kemur ekki til sög-
unnar fyrr en í stjórn Bush eldri. Þessi sex voru Bush forseta til að-
stoðar í kosningunum árið 2000. Þegar frambjóðandinn var spurð-
ur um utanríkismál í kosningabaráttunni vísaði hann til reynslu
þess fólks, sem hann leitaði ráða hjá. Heitið á bók Manns vísar til
þess að sexmenningarnir kenndu sig meira í gamni en alvöru við
rómverska guðinn Vúlkan, guð elds og smíða, vinnumann guðanna.
Ef einhver mætti kallast hugmyndafræðingurinn á bak við
stefnubreytingar Bandaríkjamanna í utanríkismálum í stjórnartíð
Bush er það Wolfowitz. Sú stefna sem fylgt var í kalda stríðinu
byggðist á því að halda andstæðingnum í skefjum og hefur verið
kölluð innilokunarstefna. Eftir að kalda stríðinu lauk var í raun
ekki vikið frá þeirri grundvallarstefnu fyrr en Bush boðaði hug-
myndina um fyrirbyggjandi stríð. Á grundvelli hennar skyldi látið
til skarar skríða að fyrra bragði ef slík ógn teldist stafa af óvin-
veittu ríki að ástæða væri til.
Fyrirmynd Wolfowitz
Hugmyndir Wolfowitz og félaga koma úr ólíklegri átt. Mann rekur
þær til Allans Blooms, prófessors í stjórnspeki, sem skrifaði bókina
The Closing of the American Mind árið 1987 um hnignun mennta-
kerfisins í Bandaríkjunum. Bloom var lærisveinn Leos Strauss,
þýsks gyðings, sem flúði undan nasistum til Bandaríkjanna og
kenndi stjórnmálafræði við Chicago-háskóla. Strauss er dáður af
bandarískum hægri mönnum og bendir Mann á að áhrif hans veki
furðu vegna þess að hann segi í verkum sínum í raun ekkert um
stefnumótun, hvorki í utanríkismálum, né öðrum efnum. Ein
grundvallarhugmynd hans er hins vegar höfnun siðferðislegs um-
burðarlyndis. Þessi siðferðislega afstæðishyggja geti fyrst leitt til
þeirrar trúar að öll sjónarmið séu jafnrétthá og síðan að allir, sem
færi rök að yfirburðum ákveðinna siðakenninga, lífshátta eða
manngerðar verði með einhverjum hætti andlýðræðislegir og þar
af leiðandi siðlausir. Strauss taldi að pólitískir leiðtogar ættu að
eiga sér ráðgjafa úr röðum hinna menntuðu, sem segðu þeim og
fjöldanum að leggja bæri áherslu á dyggðir og sterka siðferð-
iskennd í málefnum góðs og ills. Fyrirmyndarleiðtoginn var
reiðubúinn að bjóða harðstjóranum birginn. Það var því í anda hug-
Bush í stríði
Mikill fjöldi bóka hefur komið út um Bush og fyrsta kjörtímabil
hans. Gæði þessara bóka eru ærið misjöfn og nálgunin með
ýmsu móti. Sumar þeirra jaðra við að vera slúður, en aðrar eru
afrakstur rækilegrar heimildavinnu og geta verið mjög upplýs-
andi. Í þessari grein er fjallað um nokkrar þessara bóka en um-
fjöllunarefni þeirra tengist oft eftirmálum atburðanna 11. sept-
ember 2001.
Eftir Karl
Blöndal
kbl@mbl.is
Afleiðingar 11. september „Ekki er enn séð fyrir endann á afleiðingum h
dæmis ólíklegt að Bush hefði getað látið til skarar skríða í Írak undir ö