Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 | 13
Fyrirbærið Elvis Presley er svo áberandiog yfirþyrmandi að menn gleyma þvíhvað hann var frábær tónlistarmaður.Það má til að mynda heyra á fyrstu
upptökum hans hjá Sun og RCA en hvergi eins
vel og á lögunum sem hann tók upp í American
hljóðverinu í Memphis í janúar og febrúar 1969.
Mánuði áður hafði hann gert
allt vitlaust í sjónvarpsþætti
á CBS eftir að hafa verið
týndur í Las Vegas og b-
myndum í átta ár.
Sjónvarpsþátturinn tókst
svo vel að Elvis vildi ólmur fara strax í hljóðver
og þá almennilegt hljóðver og með almennileg
lög. Umboðsmaður hans, Tom Parker, sem hét
víst Andreas von Kujik og var enginn ofursti,
leitaði til American hljóðversins sem Chips
Moman stýrði. Moman neitaði að vinna með Elv-
is nema hann fengi að ráða ferðinni og eftir smá-
þóf varð það úr, Elvis tók af skarið. Lögin voru
betri en það sem Elvis hafði sungið árin á undan,
enda féll Parker frá þeirri kröfu að Elvis fengi
hluta af höfundarréttinum eins og tíðkast hafði
fram að þessu.
Moman, sem áður var innsti koppur í búri hjá
Satx, hafði komið sér upp húshljómsveit sem var
ein sú besta í Bandaríkjunum á þeim tíma. Hann
hafði tekið upp stjörnur á við Aretha Franklin,
samdi líka fyrir hana lög, Wilson Pickett og
Dusty Springfield and Herbie Mann með fram-
úrskarandi árangri. Elvis leyfði honum að ráða
ferðinni í upptökunum og hafa hönd í bagga um
lagavalið sem var óvenju fjölbreytt að þessu
sinni, lítið um væmna slagara en því meira af
kántrí, soul og blús.
Þekktast þessara laga er In the Ghetto sem
varð gríðarlega vinsælt um heim allan, frábært
lag, en önnur ekki síðri og sum betri. Nefni
kröftugt upphafslagið Wearin’ That Loved on
Look, Long Black Limousine, sem Elvis gæti
eins hafa verið að syngja um sjálfan sig, Gentle
on My Mind, True Love Travels on a Gravel
Road og In The Ghetto sem elst hefur af-
skaplega vel.
American-upptökurnar eru til á fjölmörgum
plötum, enda var RCA iðið við að gefa Elvis út
aftur og aftur í mismunandi umbúðum og ekki
dró úr þegar BMG tók við útgáfuréttinum (sem
dæmi um útgáfugleðina má nefna að In The
Ghetto er til á 129 Elvis-plötum).
Besta heildarútgáfan á American-upptökunum
var lengi vel The Memphis Record sem kom út
1987, á tíundu ártíð Elvis. Á henni voru lögin af
From Elvis in Memphis frá 1969 og Back In
Memphis sem kom út 1970, 23 lög alls. 1999 kom
svo út enn betra safn, Suspicious Minds – The
Memphis 1969 Anthology, sem gefin var út á
þrjátíu ára afmæli upptökunnar, 1999. Á þeirri
plötu, sem er tvöföld, eru öll lögin 33. Á fyrri
diskinum er Elvis In Memphis platan og a- og b-
hliðar af smáskífunum sem komu út með lögum
frá upptökulotunni. Á hinum diskinum er svo
þau lög sem á vantar með ýmislegu aukaefni,
prufum, spjalli í hljóðverinu og ókláruð upptaka
af laginu Poor Man’s Gold. Hljómur á plötunni
er afbragðsgóður, mun betri en á The Memphis
Record.
Best af öllu er þó að kaupa From Elvis In
Memphis á diski í upprunalegri gerð, þ.e. að fá
bara lögin tólf sem valin voru úr upptökulotunni,
bestu lögin og þau sem féllu best saman, enda er
platan þannig samsett besta plata sem Elvis
Presley gerði og er þá langt til jafnað. (Þess má
geta hér að sú útgáfa sem fæst hér á landi á fínu
verði er með sem aukalög a- og b-hliðar af þrem-
ur smáskífum og því 18 lög á diskinum alls.)
Kóngurinn í Memphis
Poppklassík
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Óður Johns Lennons til gömlurokkáranna, platan Rock ’n’
Roll, verður endurútgefinn 27. sept-
ember nk. Platan
kom upphaflega
út árið 1975 og
hafði að geyma
lög sem flutt
höfðu verið af
átrúnaðargoðum
Lennons frá tán-
ingsárunum;
Chuck Berry,
Gene Vincent,
Fats Domino,
Little Richard, Ben E. King og
Buddy Holly svo einhverjir séu
nefndir. Kunnust varð á sínum tíma
útgáfa Lennons á
„Stand By Me“ Bens E.
Kings. Á endurútgáf-
unni nýju verður að finna fjögur
aukalög sem aldrei áður hafa komið
út opinberlega: „To Know Her Is To
Love Her“ eftir Phil Spector, lag
sem Bítlarnir léku gjarnan og sungu
á Hamborgarárunum en birtist fyrst
í flutningi Lennons á Menlove
Avenue. Hér verður það í annarri
útgáfu, sem og „Since My Baby Left
Me“ og gamla Rosie & The Orig-
inals-lagið „Angel Baby“. Aldrei
fyrr hefur komið út eftirspil loka-
lagsins „Just Because“ eftir Lloyd
Price og þá verður á endurútgáfu
Rock ’n’ Roll jólakveðja frá Lennon
til hinna Bítlanna, Yoko og bresku
þjóðarinnar.
Lennon hóf að gera þessa nostalg-
íuplötu árið 1973 og naut sem fyrr
aðstoðar Phils Spectors. Hann klár-
aði hana ári síðar, þá einn á tökk-
unum.
Gítarbandið And You Will KnowUs By The Trail of Dead frá
Austin í Texas-ríki gefur út fjórðu
plötu sína í janúar. Hún mun heita
Worlds Apart.
Fyrsta smáskífa væntanlegrarplötu U2 hefur að geyma lagið
„Vertigo“. Á bakhliðinni verður svo
ný útgáfa U2 á gamla Kraftwerk-
laginu „Neon Lights“.
Á annan tug óútgefinna laga verð-ur að finna á væntanlegri safn-
útgáfu sem
spanna á feril
Michaels Jack-
sons. Þar verður
einnig fullt af
sjaldgæfum og
illfáanlegum lög-
um. Kassinn mun
heita The Ult-
imate Collection
og kemur út 16.
nóvember. Þar
verða í það heila
57 lög á fjórum diskum, auk mynd-
disks sem hefur að geyma upptöku
frá tónleikum Jacksons í Rúmeníu
1992. Meðal óútgefna efnisins verða
lögin „Scared of the Moon“, „Cheat-
er“ og „Sunset Driver“ auk prufu-
upptakna af „P.Y.T. (Pretty Young
Thing)“, „Dangerous“ og eldri út-
gáfa af „Shake Your Body (Down to
the Ground)“ frá 1978. Þá hefur
Jackson dustað rykið af prufuupp-
töku sinni á „We Are The World“
sem USA for Africa komu á toppinn.
Annað sjaldgæft lag í kassanum
verður dúett með Díönu Ross,
„Ease on Down the Road“ úr mynd-
inni The Wiz, lag sem Jackson samdi
og fylgdi með bókinni um ET sem
heitir „Someone in the Dark“, lag
sem Jackson samdi fyrir IMAX-
þrívíddarmynd árið 1986 sem heitir
„We Are Here To Change the
World“, auk laga sem Jackson
samdi ásamt Teddy Riley fyrir kvik-
myndir og auglýsingar.
Michael Jackson
Rock ’n’ Roll
Erlend
tónlist
U2C
hristoph „Doom“ Schneider er
einkar viðfelldinn náungi en sama
verður ekki sagt um alla meðlimi
Rammstein (þetta er fimmti með-
limur Rammstein af sex sem
greinarhöfundur ræðir við sem
segir sitthvað um dálæti Íslands á þessari sveit).
Schneider lagði sig auk þess fram um að tala
ensku en hingað til hafa þessir fyrrum Austur-
Þjóðverjar stuðst við túlka í viðtölum.
Vandasamt
„Við söknum Íslands,“ segir Schneider óöruggri
en kurteisri röddu og vísar hér í tvenna tónleika
sveitarinnar í Laugardalshöll vorið 2001. Og þýski
hreimurinn er þykkur. „Þetta var alveg frábært!
Ógleymanlegt alveg. Við trúðum þessu ekki, að
það væri fullt bæði kvöldin.“
Rammsteinliðar eru semsagt enn að furða sig á
því hvernig þeim tókst að fylla Laugardalshöllina
tvö kvöld í röð. Undirritaður furðar sig einnig á
þessu. Ekki það að þessi stór-
skemmtilega rokksveit hafi
ekki átt innistæðu fyrir því.
Rammsteinæðið sem reið yfir
landið var bara svo svakalegt. Eldri frænka höf-
undar kannaðist við sveitina! Hljómsveitin varð
ástfangin af landi og þjóð og þjóðin sömuleiðis
ástfangin af hljómsveitinni. Meðlimir ferðuðust
nokkuð innanlands og vitað er til þess að einstakir
meðlimir hafa komið hingað aftur í einkaerindum.
Meðlimir hafa reyndar sjálfir sagt að hörðustu
aðdáendur hennar komi frá Póllandi, Mexíkó og
Íslandi. Í heimalandinu er Rammstein hins vegar
lítt gefinn gaumur og í Bretlandi, hinu mikla dæg-
urtónlistarlandi, er litið á Rammstein sem grín.
Nýja platan heitir Reise, Reise sem útleggst
sem Ferð, ferð eða bara Reisa, reisa. Tvíræður
titill enda ekki við öðru að búast úr herbúðum
Rammstein. Schneider segir af hógværð að hann
vonist til þess að fólk sé spennt fyrir plötunni.
„Maður veit aldrei. Það eru auðvitað þrjú ár frá
síðustu plötu (Mutter) og hlutirnir gerast hratt í
poppheimum.“
Á Mutter fullkomnuðu Rammstein hljóm sinn.
Um er að ræða alveg einstaklega heilsteypt verk
og í raun er þar ekki snöggan blett að finna. Þeg-
ar menn ná þessum árangri verða hlutirnir hins
vegar um leið vandasamir. Því hvert skal halda
næst? Kannski er það þess vegna sem titill plöt-
unnar vísar í ferðalag, þar sem sveitin er í raun
knúin til að leita á nýjar slóðir. Ja ... eða ekki. Því
að eitt einkenni Rammstein hefur einmitt verið að
hún hefur ávallt unnið innan þröngs ramma, hvert
lag er þannig séð hverju öðru líkt. Þetta er líkt og
með AC/DC. Fólk treystir þar á mjög ákveðinn
hljóm og frekar einstrengingslegar lagasmíðar.
Velgengni áströlsku rokkaranna á allt sitt undir
þessu og líkt er með Rammstein.
Slítandi
„Sú nýja er nokkuð frábrugðin Mutter,“ segir
Schneider og staðfestir þar með fyrri kenninguna.
„Hún er lífrænni og býr yfir meiri sveiflu en áður.
Hún er einhvern vegin „mannlegri“ en síðustu
verk (hlær).“
Hann segir Mutter kannski vera aðeins of full-
komna og ofunna.
„Nú létum við meira vaða. Við vorum eðlilega
orðnir þreyttir á þessum dæmigerða Rammstein-
hljómi. Hugmyndabrunnurinn var á þrotum.“
Schneider segir þá engu að síður hafa verið
mjög áhugasama um að halda sveitinni gangandi.
Breytinga hafi einfaldlega verið þörf annars hefðu
þeir fundið sig á endastöð.
„Það fór þess vegna mikill tími í hugmynda-
vinnu, áður en við lögðum í upptökur. Við próf-
uðum fullt af nýjum nálgunum við Rammstein-
hljóminn sem við viljum eftir sem áður leggja til
grundvallar. Þetta var til muna frjálslegra núna
og um leið skemmtilegra. Svipað og þegar við vor-
um að vinna fyrstu plötuna okkar.“
Schneider hlær við þegar hann er spurður
hvort það sé ekki erfitt að vera trommari fyrir
Rammstein.
„Veistu, það er nefnilega nokkuð erfitt og slít-
andi. Í mörgum gömlu lögunum eru trommutakt-
arnir frekar svipaðir. Ég vandaði mig því við það á
plötunni að semja „opnari“ trommumunstur og
hafa þau meira leikandi og skapandi.“
Fáar sveitir í dag leggja jafn mikla vinnu í
ímyndarsköpun og Rammstein. Hver plata hefur
hlotið ákveðið tema sem er úthugsað af þýskri ná-
kvæmni og gildir þetta líka um ljósmyndir, mynd-
bönd, umslagshönnun og svo framvegis. Tón-
leikar Rammstein eru þá mögnuð upplifun,
nánast blanda af rokktónleikum, sirkus og leik-
húsi.
„Við leggjum mikla vinnu í þessa hluti og okkur
er umhugað um að gera eitthvað sérstakt í hvert
skipti, eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Schneid-
er að lokum. „Við hefjum svo túr í nóvember og
hann heldur áfram fram á næsta ár. Sviðsmyndin
verður að sjálfsögðu glæný líka.“
Fyrir um mánuði kom fyrsta smáskífan af
Reise, Reise, „Mein Teil“, út. Lagið fjallar um
þýsku mannætuna Armin Meiwes sem var stung-
ið í steininn síðastliðinn janúar. Umslag smáskíf-
unnar prýðir mynd af hnífi og gaffli. Eftir viku
eða svo kemur smáskífa tvö út, einkar skondin
ástaróður til Ameríku sem ber einfaldlega nafnið
„Amerika“. Þar er m.a. að finna þennan texta:
„We’re all living in Amerika/Amerika ist wunder-
bar“.
Já, Rammstein eru skrítnir og skemmtilegir
skollar ...
Næsta stopp: Rammstein
Allir virðast hafa skoðun á þýsku sveitinni
Rammstein. Fólk furðar sig á henni, hefur á
henni skömm eða dáist að einarðri sýn hennar á
það hvernig framreiða skuli rokk og ról á þess-
um síðustu og verstu. Fjórða breiðskífa sveit-
arinnar, Reise, Reise, kemur út 27. september og
klýfur sig nokkuð frá fyrri verkum sveitarinnar
að sögn trymbils sveitarinnar, Christoph
„Doom“ Schneider.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Rammstein Myndin er fengin úr nýjasta myndbandi Rammstein sem er við lagið Amerika. Ferðalög eru
greinilega sveitinni hugstæð á nýju plötunni og hér er hún komin alla leið til tunglsins!