Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.2004, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. september 2004 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Dís  (HJ) Grettir/Garfield  (SV) Fahrenheit 9/11  (HJ) Háskólabíó The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy (SV) Ken Park  (HL) Before Sunset (SG) Coffee and Cigarettes (SV) Supersize Me (SV) Capturing he Friedmans (SV) The Village (SV) King Arthur  (HJ) Shrek 2 (SV) Good Bye Lenin! (HL) Laugarásbíó Dís  (HJ) The Bourne Supremacy (SV) The Stepford Wives (SV) Grettir/Garfield (SV) Fahrenheit 9/11 (HJ) Regnboginn Dís  (HJ) Notebook  (HL) Hellboy (HJ) I, Robot (SV) Spider-Man 2 (SV) Grettir/Garfield (SV) Dirty Dancing 2 (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy (SV) The Prince & Me  (HL) Thunderbirds  (SG) Catwoman  (SV) The Village  (SV) New York Minute  (HJ) King Arthur  (HJ) Shrek 2  (SV) Gauragangur í sveitinni  (SV) Smárabíó Dís  (HJ) Hellboy  (HJ) Grettir/Garfield  (SV) Spider-Man 2  (SV) Myndlist Gallerí +: Þorvaldur Þor- steinsson – Alltaf að mála. Opin um helgar. Til 26. sept. Gallerí Sævars Karls: Sjafn- ar Gunnarsson. Bandaríkja- forsetar. Til 23. sept. Gerðarsafn: Sígild dönsk hönnun og íslensk hús- gagnahönnun. Til 19. sept- ember. Hafnarborg: Katrín Elvars- dóttir. Astrid Kruse Jensen. Fimm skartgripahönnuðir frá Danmörku. Til 20. sept. Íþróttahúsið, Eiðum: Dieter Roth. Fram í desember. Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, Akureyri: Ul- rike Scoeller. Til 21. okt. Listasafn Akureyrar: Boyle- fjölskyldan. Til 24. okt. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Hildur Bjarnadóttir í Ás- mundarsal. Hafdís Helga- dóttir í Gryfju. Arinstofa: Úr eigu safnsins. Til 12. sept. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánu- daga, kl. 14–17. Til 15. sept. Listasafn Árnesinga: Elín Hansdóttir. Til 12. sept. „Listamanninum tekst síðan svo vel til við innsetningu sína að það er nánast eins og maður sé staddur inni í einni af teikningum lista- mannsins sem sýndar eru í anddyri listasafnsins. Sam- spil lita og forma er sem sagt mjög gott og Elín hefur góð tök á safninu sem heild, sem er ekki sjálfsagt. Með litum og formum spilar síðan hljóðið, þ.e. vatnsskvaldrið, og sterk lykt af bæði húðlit- aða teppinu og gula plast- dúknum.“ Listasafn Ísafjarðar: Sara Vilbergsdóttir. Til 1. októ- ber. Listasafn Íslands: Gler- listaverk eftir sænska gler- listamenn. síðustu þremur áratugum. Sumarsýning úr safnaeign. Ný verk eftir Katarinu Grosse og Eggert Pét- ursson. Til 26. sept. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Salur íslenskra myndlist- armanna: Jónas Bragi Jónassonopnar sýningu á nýrri og eldri verkum. kl. 14:00. Skálholt: Staðarlistamenn eru Þórður Hall og Þorbjörg Þórðardóttir. Til 31. sept. Leiklist Borgarleikhúsið: Danshátíð lau., sun. Lína Langsokkur, sun. Paris at night, lau, sun. Leikfélag Akureyrar: Brim, lau. Vetrargarðurinn, Smára- lind: Fame, lau., sun. Austurbær: Hárið, lau., sun. Þjóðleikhúsið: Edith Piaf á stóra sviðinu, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Græna landið á litla sviðinu, sun. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ný safnsýning á verkum Errós. Kenjarnar – Los Caprichos. Finnur Arn- ar. Til 3. október. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Græn- lenska listakonan Isle Hessne. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Breyting verður á af- greiðslutíma 1. október. Nýlistasafnið, Laugavegi 21: Til 13. sept. Sýning á safna- eign. Ráðhús Reykjavíkur: Focus, félag áhugaljósmynd- ara. Ísland í fókus. Til 21. sept. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Opið mið. til sun. kl. 14–18. Tvær nýjar sýningar opnaðar kl. 16:00. Ívar Valgarðsson, ljós- mynd og glerverk. Pieter Holstein, pappírsverk frá FURÐULEGT nokk þá gerist það ósjaldan þegar rætt er um myndlist og myndlist- armenn að notuð eru hugtök sem tengjast hernaði. Talað er um landvinninga og að listamenn nái yfirráðum yfir rýminu. Í þessu samhengi er það skemmtilegt að loks- ins þegar Kjarvalsstaðir eru „yfirunnir“ er það af fíngerðri konu. Í stað þess að hunsa rýmið eins og oft gerðist áður fyrr eða þvinga það til hlýðni eins og maður sér stundum hefur Rögnu Róbertsdóttur hrein- lega tekist að fá loftið alræmda til að vinna með sér og geri aðrir betur. Hún sýnir þannig í verki að það reynist vel að sýna umhverfinu virðingu og leyfa því að vera eins og það er, með kostum og göllum. Það er engu líkara en þessi langt í frá auðveldi sýningarsalur hafi verið sérhannaður fyrir verk hennar en mig grunar að þannig áhrif hafi sýningar hennar einatt, ekki aðeins hér. Yfirlitssýningin Kynngikraftur var opnuð á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi og sýnir Ragna verk frá tveimur síðustu áratugum. Afstaða Rögnu til listar sinnar er þannig að hún fellur í þann hóp listamanna sem ekki gera greinarmun á þeirri sköpun sem felst í að setja upp sýningu á verkum sínum og sköpun verkanna sjálfra en þessi afstaða er heilladrjúg. Þannig er uppbygging sýningar Rögnu og staðsetning verka fullkomlega út- hugsuð svo sem best verður á kosið. Hún spilar saman eldri og nýrri verkum og tekst að mynda eina heild en um leið er þróun listar hennar í átt frá skúlptúr í tengslum við byggingarlist yfir í tvívíð verk með opn- ari túlkunarmöguleikum augljós. Fyrri verk Rögnu á sýningunni leika sér með form sem finnast í náttúrunni, þannig lætur hún saga fyrir sig grjót í formi sem minnir á stuðlaberg og hleður því upp líkt og byggingu eða býr til gólfflöt í anda naumhyggjulistar. Hún notar einnig torf sem hún rúllar upp og hún málar hringi á vegg og minnir þannig á eilífðarhringrás náttúrunnar. Ragna hóf listsköpun sína á þeim tíma þegar naumhyggjulistin átti mik- ið upp á pallborðið og það má segja að hún hafi verið þeirri stefnu trú alla tíð en það væri að gera lítið úr list hennar að flokka hana eingöngu sem slíka því hún tengist fleiri stefnum auk þess að vera persónuleg. Á síðari árum hefur Ragna verið þekktust fyrir hraunverk sín sem gerð eru úr litlum, svörtum eða rauðum hraunmolum og þekja stóra fleti á vegg, sum mynda fleti á gólfi eða utanhúss, á Kjarvalsstöðum eru tvö verk utandyra, ferningur og göngustígur. Ragna safnar molunum m.a. úr hrauni úr Heklu og Kötlu og felst töluverð vinna í þeirri söfnun. Eftir hreinsun og flokkun hraunsins ber listakonan lím á veggflöt og tekur sig svo til og kastar molunum í vegg- inn. Einhverjir loða við en aðrir falla á gólf- ið og er kastað aftur. Hún stýrir að nokkru leyti áferð og útliti verkanna en eftir kastið notar hún töng til að bæta í eða taka úr þar sem við á við sköpun blæbrigðaríks yf- irborðsins. Í þessum verkum er áhugaverð spenna milli náttúrulegs efniviðarins og myndhugsunar menningar okkar, milli þess hvernig molunum er annars vegar þeytt í límið og hins vegar raðað af kostgæfni, að ekki sé minnst á ógnandi ofurkraftinn sem skapaði þessa mola í upphafi og er okkur Ís- lendingum vel kunnur. Ógnin sem felst í hraungosum er líka í mótsögn við meðferð Rögnu á gosefninu, hér er náttúran tekin og tamin en á svo varfærinn og blíðlegan hátt að hún veit ekki af því, rétt eins og Kjar- valsstaðir gefa eftir og sýna sína bestu hlið. Vinnuaðferð Rögnu felur í sér ákveðna nálg- un við naumhyggju eins og áður var sagt en einnig við jarðlistaverk, athafnamálverkið og landslagshefðina en það má hiklaust líta á veggverk hennar sem hluta af sögu ís- lenska landslagsmálverksins. Hún reynir ekki að endurskapa náttúruna heldur býr til nýjar myndir út frá fagurfræði og hug- myndum samtímans um eiginleika og hlut- verk samtímalistar. Hún reynir ekki að skapa blekkingu eða dýpt í myndum sínum heldur byggir á hinu sýnilega yfirborði og samspil hennar við byggingarlist sýning- arrýmisins er mjög í anda hugmynda í list- um síðari tíma þar sem listaverkin eru skoð- uð í samhengi við umhverfi sitt en ekki aðskilin frá því. Nálgun hennar við íslenskt landslag er einnig frumleg í jöklamyndunum sem gerðar eru úr glerbrotum og það er einstaklega fallegt hvernig stirnir á mynd- flötinn líkt og snjóbreiðu. Það er hressandi að sjá verk sem að hluta til á ætt sína að rekja til naumhyggjustefnunnar en hikar ekki við að leyfa sér að vera hreinlega fal- legt á næstum barnslegan hátt. Í gler- brotaverkunum kemur sérlega vel fram hvernig listakonan leitar ekki einungis beint til náttúrunnar sjálfrar til að finna marg- brotnar birtingarmyndir hennar heldur kemur einnig auga á þær í manngerðum hlutum. Það má í grófum dráttum skipta þessari sýningu Rögnu í þrjá þætti sem þó allir spila saman, eldri verk, hraun- og gler- verkin og síðan nýrri verk úr plasti í neon- litum en þau eiga að öllum líkindum eftir að birtast eitthvað áfram og kannski í fleiri myndum. Ekki má gleyma veggverki úr skeljum en þar kristallast enn einn þáttur í verkum Rögnu, sú hlið sem sýnir þau líkt og verksummerki um náttúruna, rétt eins og jarðlög með steingervingum. Leikurinn sem mér finnst ég finna fyrir í öllum verkum Rögnu kemur skemmtilega fram í miðrými Kjarvalsstaða þar sem hraunmolar eru lokaðir milli glerja og mynda sjóndeildarhring. Þetta minnir á litla sandleikinn með marglitum sandi sem er hristur til að skapa ýmiss konar mynstur. Ég finn fyrir launskemmtilegum húmor í list hennar sem gerir hana enn fjöl- breytilegri en ella og ljær sýningu hennar aukna vídd. Það er ekki síst þessi tilfinning sem gerir heimsókn á sýningu hennar skemmtilega og eftirminnilega fyrir list- áhugafólk sem almenning allan. Nú er upp- lagt tækifæri til að kynna sér list Rögnu sem hefur um árabil verið ein okkar fremstu listamanna. Þessi sýning býður áhorfandann velkominn og það er ekki hægt annað en hrífast með ástríðunni sem svo greinilega liggur að baki. MYNDLIST Kjarvalsstaðir til 31. október. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11–17. KYNNGIKRAFTUR BLÖNDUÐ TÆKNI, RAGNA RÓBERTSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Þorkell Húmor „Ég finn fyrir launskemmtilegum húmor í list hennar sem gerir hana enn fjölbreytilegri en ella og ljær sýningu hennar aukna vídd.“ Kjarvalsstaðir sigraðir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.