Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 | 3
F
ráfall Jacques Derrida er
atburður í Frakklandi og í
frönsku menningarlífi.
Venja er að menning-
arvitum sé sýnd virðing
þegar þeir falla frá enda
hefð fyrir því að hugsuðir
og fræðimenn, heimspek-
ingar, sagnfræðingar, rithöfundar, skáld og
listamenn taki virkan þátt í umræðum og
menningarlífi frönsku þjóðarinnar. Og gildir
þá einu hvort viðkomandi hafi verið hliðhollur
ríkjandi stjórnvöldum eða mótfallinn. Chirac
Frakklandsforseti til-
kynnti andlát Derrida úr
Elyséehöll samdægurs og
allir helstu fjölmiðlar hafa
minnst Jacques Derrida.
Dagblöðin Le Monde og Libération hafa
boðið lesendum sínum upp á vandaða umfjöll-
un um Derrida og einkum það fyrrnefnda sem
tileinkar honum 10 síðna kálf með vönduðum
skrifum og viðbrögðum vina, starfsfélaga og
stjórnmálamanna (m.a. Chiracs forseta, Raff-
arins forsætisráðherra og Jacks Langes, fyrr-
verandi menningarmálaráðherra sósíalista).
Fréttir og umsagnir um andlát Derrida í
enskum og bandarískum höfuðblöðum eru hins
vegar af allt öðru tagi en í Le Monde. Þar sjá
blaðamenn og ritstjórar ástæðu til að hafa
dauða mannsins nánast í flimtingum. Umfjöll-
unin er, með örlitlum undantekningum, klisju-
kennd, ónákvæm og óvönduð, sérstaklega hjá
The New York Times, en einnig hjá The Wash-
ington Post og í The Times og The Guardian í
London. Sú ritstjórn sem þarna birtist er þess-
um fjölmiðlum til vansa og endurspeglar sorg-
lega lágkúru. Frakkar eru auðvitað ekki í náð-
inni um þessar mundir vegna afstöðu sinnar
varðandi innrásina í Írak og Derrida dirfðist jú
að gagnrýna stríðið gegn hryðjuverkum og
framgöngu Bandaríkjamanna. Þar með er
hann óvinur Bandaríkjanna, skv. rökfræði yf-
irvalda þar í landi, og sjálfsagt Bretlands líka!
Að þessu er m.a. annnars látið liggja í rætinni
grein blaðamanns hjá The New York Times.
Téð umfjöllun í heimalandi Derrida og er-
lendis (ég hef ekki skoðað önnur lönd en
enskumælandi) gefur í raun ekki rétta mynd af
vinsældum Derrida. Eins og enginn franskur
fjölmiðill lætur ógetið þá er hér um aðræða
dauða þekktasta heimspekings Frakklands, á
erlendri grund. Upphefð Derrida kom raunar,
þangað til tiltölulega nýverið, einkum að utan.
Derrida naut, segja sumir, stjörnuvinsælda í
bandarískum háskólum en vinsældirnar voru
ekki síðri í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Og þær
einskorðast ekki við Evrópu: Jacques Derrida
er nú sagður einn þekktasti heimspekingur
samtímans og fáir ef nokkrir eru eins mikið
þýddir yfir á önnur tungumál. Ókjör af bókum
birtast um hann og verk hans á hverju ári og
aldrei fleiri en undanfarin ár. Ekkert lát er á
ráðstefnum út um allan heim tileinkuðum hon-
um. Derrida var reyndar nýkominn af slíkri
ráðstefnu í Rio de Janeiro þegar hann lagðist
banaleguna.
Útlendingur
Það virðist undarlegt hvað viðtökurnar í
Frakklandi hafa verið dræmar og jafnvel
fjandsamlegar í gegnum árin en í nýlegu viðtali
í tímaritinu Europe (maí 2004) telur hann
ástæðuna menningarlega, og tengjast upp-
byggingu franskra háskóla og sögu stofnana
og hins opinbera rýmis – en þar er ríkjandi
mikið og þungt stigveldi. Sína bestu og vinsam-
legustu lesendur telur hann vera enskumæl-
andi, spænskumælandi og þýskumælandi en
nefnir einnig Egypta og Tyrki.
Ekki má heldur gleyma því að þótt franskan
sé hans „móðurmál“ var hann að vissu leyti
„útlendingur“ í sínu „föðurlandi“ – e.t.v. leit
hann, eins og vinkona hans Hélène Cixous, á
frönskuna og innviði hennar sem sitt eiginlega
„heimaland“. Derrida var frá Alsír og auk þess
af gyðingaættum. Fjölskylda hans missti
þannig frönsk borgararéttindi þegar Vichy-
stjórnin komst til valda í seinni heimsstyrjöld-
inni. Á sama tíma var hann rekinn úr skóla, 12
ára gamall, vegna ætternis síns. Derrida kem-
ur því að utan, 19 ára gamall, inn í franskt sam-
félag, skóla og menningu. Eflaust má að ein-
hverju leyti leita skýringa á heimspekilegu
„andófi“ hans í þessari útlensku.
Derrida hefur notið vaxandi virðingar í
Frakklandi undanfarin ár, eins og sést á þeim
fjölda bóka, ráðstefnurita og tímarita sem til-
einkuð eru honum og höfundarverki hans.
Bara á þessu ári hefur hann fengið sérstaka
umfjöllun í Magazine littéraire (sept. 2004). Í
tímaritinu Europe (maí 2004) fjalla 17 höf-
undar og fræðimenn, hvaðanæva, um Derrida
á 260 síðum. Tímaritið L’Herne (nr. 83, 2004),
sem kemur út árlega, safnar saman greinum
62 alþjóðlegra fræðimanna í 628 síðna bók þar
sem farið er vítt og breitt í verk Derrida.
Sjálfur hefur Derrida ekki setið auðum
höndum þrátt fyrir hrakandi heilsu: 2003 komu
út eftir hann fjórar mikilvægar bækur: ein um
skáldið Celan og fræðimanninn Gadamer; önn-
ur er safn kveðjuorða og minningargreina sem
Derrida hefur skrifað í gegnum tíðina um vini
sína og samstarfsmenn, m.a. Foucault og
Deleuze; þriðja bókin er um skrif Hélène Cix-
ous; sú fjórða um stríðið gegn hryðjuverkum
og verðandi lýðræði. Í ár er þegar komin út
bók með samræðum hans og þýska heimspek-
ingsins Jürgens Habermas um „hugtakið“ 11.
september í ritstjórn Giovanna Borradori. Í
haust er væntanleg samvinnubók hans og
þriggja annarra, Pourquoi la guerre? (Til
hvers að heyja stríð?). Þá hafa nýjar greinar
eftir Derrida birst í mörgum tímaritum og
bókum. Umfjöllun um Derrida í tímaritum og
bókum út um allan heim hefur aldrei verið
meiri og engin leið að hefja þá upptalningu hér.
Derrida var óvenju afkastamikill og fjölhæfur
heimspekingur/rithöfundur og í raun óviðjafn-
anlegur, hvert sem litið er. Eftir hann liggja
meira en 80 bækur. Hann lætur sig nánast allt
varða í skrifum sínum og fjallar ekki bara um
heimspeki heldur sálgreiningu, bókmenntir,
myndlist af öllum toga, o.s.frv. Ekki má
gleyma stjórnmálunum en hann hefur alla tíð
og ef til vill meira hin seinni ár tekið afstöðu í
ýmsum pólitískum hitamálum, auk þess að
leggja nafn sitt og persónu við ýmis baráttu-
mál, t.d. frelsun Mandela og réttindamál inn-
flytjenda.
Póststrúktúralismi
Dauði Derrida vekur spurningar um stöðu rót-
tækra fræða/hugsunar/heimspeki og fyrirbær-
isins „póststrúktúralisma“ sérstaklega. Að
Jacques Derrida gengnum eru fáir eftir í þeim
hópi franskra hugsuða, heimspekinga og fé-
lags- og sálkönnuða sem kenndir voru við „’68-
hugsun eða -heimspeki“, og kennt er um ýmiss
konar glundroða og afstæði sem ku hafa
sprottið upp úr „maí ’68“ og beinlínis grafið
undan almennu siðferði ef ekki „skynseminni“
sjálfri. Í þennan hóp látinna fræðimanna væri
hægt að telja Jacques Lacan (sálgreining),
Roland Barthes (fjölfræði/félagsfræði), Michel
Foucault (safnfræði/félagsfræði), François
Lyotard (heimspeki/félagsfræði), Emmanual
Levinas (heimspeki), Maurice Blanchot (skáld-
skapur), Söruh Kofman (sálgreining/
heimspeki), Gilles Deleuze (heimspeki), Felix
Guattari (sálgreining/heimspeki) og Pierre
Bordieu (félagsfræði/heimspeki). Þrjár konur
má tengja ofangreindum hópi/straumum en
þær hafa „eðlilega“ ekki verið eins áberandi
þótt þær hafi verið allt eins beittar, óþægar og
óþægilegar: Luce Irigaray, Julia Kristeva og
Hélène Cixous. Fleirum af báðum kynjum má
eflaust bæta við en ekki mörgum. Arftakar
þessara öflugu höfunda virðast hvergi í sjón-
máli, ekki enn sem komið er. Það er reyndar
erfitt að ímynda sér að fram komi „lærimeist-
arar“ af sama tagi – aðstæður hafa breyst. Það
sem einkennir fræðin nú um stundir er úr-
vinnsla, endurvinnsla og auðvitað eftiröpun,
ritstuldur og (vonandi frjóir) útúrsnúningar.
En auðvitað hlýtur einhver/einhverjir að
koma, það er alltaf einhver væntanlegur. Vit-
anlega er hæpið að tala um hóp því að kenn-
ingar og skrif nefndra fræðimanna og höfunda
eru ólík innbyrðis. „Hópurinn“ er í enskumæl-
andi löndum gjarnan kenndur við „franska
kenningu“ eða „frönsk fræði“ (oftast nær í nei-
kvæðri merkingu). Regnhlífarhugtakið sem
hugsanlega nær yfir þessa fræðimenn er
„póststrúktúralismi“ sem mótaðist á 7. ára-
tugnum gegn undangengnum (módernískum)
strúktúralisma eða formgerðarhyggju. Í stuttu
máli: Póststrúktúralisminn hafnar því að hægt
sé að túlka eða þýða öll fyrirbæri og texta yfir
á eitt (vísindalegt) „yfir-tungumál“ og hafnar
ennfremur alviturri og hlutlausri, utanaðkom-
andi rannsókn. Allt er háð tungumálinu, ótal
túlkunum og endalausum leik táknmynda (í
tvístraðri heimsmynd). Hið huglæga er tekið
til greina; „ég“ er alltaf með í leiknum. Póst-
strúktúralistinn bendir á þá staðreynd að allir
textar innihalda líkingar, myndmál og mynd-
hverfingar – meira að segja heimspekilegir
textar eru þannig séð „skáldlegir“ og ekki ein-
hlítir – höfundurinn ræður ekki endanlegri
merkingu síns „eigin“ texta (og er þar með
„dauður“ í skilningi Barthes). Það er ekki
nema von að þeim hafi brugðið sem töldu sig
hafa höndlað heimspekilegan sannleika.
Að einhverju leyti er hér um að ræða arfleifð
Friedrichs Nietszches sem hváði og staðhæfði:
Hvað er þá sannleikur? Ólgandi herskari
myndhverfinga, nafnskipta, mannhverfing
[sem] hafa gegnum aldirnar öðlast fastan, lög-
helgan og bindandi sess meðal þjóðanna. Sann-
indi eru tálsýnir sem við höfum gleymt að eru
tálsýnir.1 Aðrir helstu áhrifavaldar Derrida
eru sálgreinandinn Sigmund Freud og
Jacques
Derrida
Eftir Geir Svansson
geirsv@isl.is Venjulegur maður „Það vekur líka athygli að þessi stórstjarna fræðanna sem þeyttist út um allan heim
að kenna eða taka þátt í ráðstefnum tileinkuðum honum og verkum hans ku hafa verið nánast jafn
venjulegur maður og hann var óvenjulegur hugsuður.“
’Einn höfuðglæpur íaugum sumra „alvöru“
heimspekinga er sá hátt-
ur Derrida að einskorða
sig ekki við heimspeki-
legan texta heldur skoð-
ar hann skáldlegan
texta af sömu virðingu.‘
4
STIKLUR1930: Jacques Derrida fæðist 15. júlí í sumarhúsi í þorpinu El Biar, rétt fyrir utan Algeirsborg. 1935–1941: Gengur í barnaskóla 1940–1941: 3. október 1940 er sett í gildi grein 2 í lögum um stöðu gyðinga og eru þeir frá þeirri stundu útilokaðir frá skólagöngu og missa öll lög-bundin réttindi. 1942: Derrida er vísað frá við upphaf skólaársins. Gyðingahatur í algleymingi. 1943–1947: Hefur skólagöngu á ný í Ben Aknoun-menntaskólanum. Óskipulögð skólaganga. Dreymir um að verða atvinnumaður í fótbolta. Les markvisst verk Jean-Jacques Rouss-
eaus, Andrés Gides, Friedrichs Nietszches, Valérys, Alberts Camus. Birtir ljóð í norður-afrískum tímaritum. 1947–1949: Hugleiðir að verða kennari (helst í bókmenntum). Les Bergson og Sartre. Fellur fyrir Søren Kirkegaard og Martin Heidegger. 1949–1950: Fyrsta ferðin til Frakklands. Dvelur í Louis-
le-Grand-heimavistinni. Heilsuveill, fær taugaáfall og verður að hætta við inngöngupróf í Ecole Normale Supérieure. 1952–1953: Nám við Ecole Normale Supérieure. Kynnist Louis Althusser strax fyrstu dagana. Hittir Marguerite Aucouturier í fyrsta sinn. 1953–1954: Lýkur við „Le problème de la gen-
èse dans la philosophie de Husserl“. Vingast við Michel Foucault. 1956–1957: Lýkur „agrégation-prófi“ til kennsluréttinda. Hlýtur námsstyrk til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Gengur í hjónaband með Marguerite Aucouturier. 1957–1959: Gegnir herskyldu í miðju 4