Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 | 15 ÞETTA merkilega ritverk kom út á síðast- liðnum vetri og hefur undirritaður því haft það lengi til lesturs. Merkileg reynsla var það að sökkva sér niður í hjáverk manns, sem þó er svo stórt í sniðum að margir hefðu talið sig fullsæmda af því einu. Og ekki hefði ég varið til þess svo miklum tíma, ef ég hefði ekki fund- ið að þar sat ég við fótskör óvenjulegs hæfi- leikamanns, sem spannaði margar greinar húmanískra fræða og þar sem eldur hugsjóna brann á arni. Ég var kominn í skóla hjá mikl- um kennara. Björn Sigfússon var mikilvirkur á ritvell- inum. Ritaskrá hans, sem tekin hefur verið saman og birt er í lok fyrra bindis telur 564 rit- smíðar. Þar kennir margra grasa. Í upphafi fyrra bindis hefur lesendum til hagræðis verið gerður útdráttur úr ritgerðum í fyrra bindinu. Þar eru ritgerðirnar flokkaðar eftir efn- issviðum: Saga og fornleifafræði (40 greinar), bókmenntafræði, málfræði og nafnfræði (10 greinar), bókasöfn (4 greinar), heimspeki og siðfræði (2 greinar). Samantektin var gerð af Guðlaugi R. Guðmundssyni. Í seinna bindinu er mikill fjöldi greina, stórra og smárra um hin margvíslegustu efni. Þar eru pólitískar grein- ar, greinar um íslensk mál, afmælisgreinar, eftirmæli, ritdómar margir o. fl. o. fl. Alls eru þar um 90 innfærslur. Það er því augljóst að í bindunum tveim er einungis rúmur fjórðungur af ritsmíðum Björns. Í allra stærstu dráttum má segja að í fyrra bindinu sé hinn hámenntaði, sérfróði fræði- maður í öndvegi, en í því seinna mætum við manninum Birni Sigfússyni, blóðheitum hug- sjónamanni, trúleysingja með næma réttlæt- iskennd, sósíalista og þjóðernissinna. Þá eru hér einnig fjögur viðtöl við Björn Sigfússon, öll fróðleg og skemmtileg hvert á sinn veg. Stundum hefur verið á orði haft að Björn Sigfússon væri torskilinn höfundur. Því skal ekki neitað, að þegar hann setur sig í fræðileg- ustu stellingarnar, eins og í sumum ritgerð- unum sem birtust í tímaritinu Sögu, er hann ekki auðveldur til skilnings. Mun fleiri eru þó ritsmíðarnar þar sem allt liggur ljóst fyrir. Og ávallt er tungutak hans hreint og þróttmikið og ekki ótítt að það sé borið uppi af skáldleg- um hagleik. Þingeyskt alþýðumál eins og það gerðist best var honum í blóðið borið og mót- aður var hann af miklum lestri fornsagna. Það leynir sér ekki. Ég sé ekki ástæðu til að fjalla um efni fram- angreindra ritsmíða. Það yrði langt mál, og til þess er ég naumast fær. Ég naut lestursins og læt nægja að koma þeim skilaboðum áleiðis til væntanlegra lesenda. Um helmingur seinna bindis er ævisaga Björns – Björn Sigfússon, ættir hans og ævi – , sem Ólafur Grímur, sonur hans hefur samið. Raunar er þessi ævisaga heil bók, um hálft fimmta hundrað blaðsíður. Saga þessi fer hægt af stað, ef svo má segja, og langt mál hefur verið skrifað, þegar kemur að Birni sjálfum. Björn var Mývetningur, af kunnum ættum þar nyrðra. Margt þarf að segja frá fólki hans, ættmennum, skyldleika- tengslum í marga ættliði. Fyrir þann sem ókunnugur er mývetnskri ættfræði er þetta býsna flókið. Hér er allt meira og minna flétt- að saman og sömu nöfnin koma aftur og aftur: Hólmfríðar, Jónar og Pétrar o.s.frv. Síðar í frásögninni er svipaður háttur hafður á með ættir Droplaugar, konu Björns. Ítarlega er sagt frá heimilisaðstæðum í upp- vexti Björns. Þær voru vægast sagt einkenni- legar og að sumu leyti átakanlegar og nánast óskiljanlegar. Ég veigra mér við að fara um þær frekari orðum. En í rauninni gætu þær verið tilefni til sérstakrar faglegrar umfjöll- unar. Á ég þar við afstöðu Sigfúsar föður Björns og Hólmfríðar ömmu hans til móður Björns og bróður. Það er dapurleg saga. Faðir Björns var fátækur maður og lítt fær til að kosta Björn son sinn í skóla, þó að aug- ljóst væri að hann hafði frábærar námsgáfur. En Björn dreif sig til náms af eigin rammleik, þó að seint yrði. Hann lauk námi frá Kenn- araskóla Íslands, stúdentsprófi, magisters- prófi í íslenskum fræðum og að lokum dokt- orsprófi. Allt gerðist þetta á undraskömmum tíma og með frábærum árangri, svo að betra hefur ekki sést. Var þó Björn kominn með fjöl- skyldu áður en námi lauk. En hann var atorku- maður að hverju sem hann gekk og tók alla þá vinnu sem bauðst, hvort heldur hún var lík- amleg eða andleg. Þannig var Björn alla tíð. Þrátt fyrir æðstu menntagráðu hafði hann aldrei á sér neitt höfðingjasnið og taldi fátt ósamboðið virðingu sinni, svo fremi að það væri heiðarlegt. Á fyrri árum fékkst hann nokkuð við pólitík, ritstýrði blöðum og skrifaði þar mikið, þótti róttækur og trúlaus, enda alinn upp í því um- hverfi nyrðra. Hann óx upp í hinu merkilega menningarumhverfi, þar sem sjálfmenntaðir, fátækir bændur lásu fræðirit á Norðurlanda- málum og ræddu flóknari og nýstárlegri kenn- ingar en aðrir landsmenn. Líklegt þykir mér að þessi viðhorf Björns hafi valdið því að hon- um var hafnað, þegar hann sóttist eftir pró- fessorsstöðu við Háskóla Íslands. Slíkt var ekki einsdæmi við þá stofnun. En að lokum fékk hann þó stöðu sem Háskólabókavörður. Því starfi gegndi hann með miklum sóma uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. En ekki lagði hann þá árar í bát, heldur settist á skóla- bekk og lauk B.A.-prófi í landafræði á áttræð- isaldrinum Ævisaga Björns Sigfússonar er vel samið rit. Mér virðist hún vera sérstaklega vönduð og nákvæm, kannski óþarflega nákvæm stund- um. Fyrir marga lesendur hygg ég að ætt- fræðin þyki fullmikil og flókin. Höfundur er einstaklega hreinskilinn og hlífist ekki við að fjalla um sitthvað, sem margir ævisöguritarar hefðu sjálfsagt kosið að láta liggja í láginni. Það leynir sér ekki að sá sem um pennann heldur er vísindamaður, nákvæmur, heið- arlegur og vandaður. Í aftanmáli er mikið ít- arefni, skýringar, viðbætur og annað, sem les- anda má að gagni koma. Miklar skrár eru í bókarlok. Ekki verður sagt að höfundur ævi- sögunnar og umsjónarmaður útgáfunnar hampi sjálfum sér, því að talsvert þarf fyrir því að hafa að leita uppi hver hann er. Í upphafi ritverksins ritar Jónas Krist- jánsson, fyrrum forstöðumaður Árnastofn- unar á Íslandi, skínandi góðan formála – Björn Sigfússon, spekingur með barnshjarta. Þar lýsir hann Birni, námsgáfum hans, visku og sérstæði á eftirminnilegan hátt. Sá sem þetta ritar kynntist Birni Sigfússyni nokkuð á síðustu árum hans sem Háskóla- bókavörður. Hann varð mér eins og öðrum minnisstæður. Ég fékk að reyna einstaka hjálpsemi hans, hógværð og látleysi. Mér þyk- ir því vænt um þetta ritverk og þakka þeim sem að því stóðu fyrir að hafa fengið það í hendur. Óvenjulegur hæfileikamaður BÆKUR Ritgerðir – Ævisaga I. bindi, XL + 658 bls; II. bindi XIII + 900 bls. Ólafur Grímur Björnsson sá um útgáfuna. Háskólaútgáfan, Háskóla Íslands. Reykjavík 2003. Úr ritverkum Björns Sigfússonar háskólabókavarðar Björn Sigfússon (1905–1991). Sigurjón Björnsson Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Anacondas Blindsker  (SV) Dodgeball  (SV) Collateral  (HL) White Chicks  (HJ) Háskólabíó Wimbledon Shark tale Næsland  (HJ) Collateral  (HL) The Terminal  (SV) The Bourne Supremacy  (SV) Laugarásbíó Shark Tale Cellular Dodgeball  (SV) Collateral  (HL) Anchorman  (HL) Á Saltkráku Regnboginn Anacondas Blindsker  (SV) Cellular Dodgeball  (SV) Dís  (HJ) Man on fire  (HL) Notebook  (HL) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Excorcist, the beginning Wimbledon Shark tale Resident Evil: The Apocalypse  (SV) Yu-Gi-Oh! Collateral  (HL) The Princess Diaries 2  (HL)(HJ) Thunderbirds  (SG) Shrek 2  (SV) Gauragangur í sveitinni  (SV) Smárabíó Anacondas Blindsker Dodgeball  (SV) White Chicks  (HJ) Pokémon 5 (HL) Grettir/Garfield  (SV) Myndlist Café Cultura: Olga Lúsía Páls- dóttir, Gullið haust. Til 24. okt. Gallerí +: Kristján Steingrím- ur Jónsson, innsetning. Málað með jarðvegi. Til 31. okt. Gallerí Banananas: Sigrún Hrólfsdóttir opnar einkasýn- ingu. Nýjar teikningar og skúlptúr. Til 7. nóv. Gallerí I8: Gjörningaklúbb- urinn. Til 23. okt. Gallerí Skuggi: Sigrún Guð- mundsdóttir (Sifa) – Stillur. Sýningin samanstendur af textílverkum. til 24. okt. Gallerí Sævars Karls: Ingi- björg Hauksdóttir sýnir óhlut- bundnar myndir. Til 14. nóv. Gerðarsafn: Í blóma/En cierne, spænsk nútímamynd- list unnin á pappír. Til 7. nóv. Gerðuberg: Alþýðulistamað- urinn Sigurður Einarsson sýn- ir olíumálverk í Boganum. Náttúra og þjóðtrú. Til 30. okt. Grafíksafn Íslands: Salur ís- lenskrar grafíkur. Ragnheiður Ingunn og Þórdís Erla Ágústs- dætur – Helgir staðir og Minn- ingarbrot. til 31. okt. Hafnarborg: Margrét Sigfús- dóttir „Óður til Íslands“, og Valerie Boyce. Til 8. nóv. Hallgrímskirkja: Haustsýning Magdalenu Margrétar Kjart- ansdóttur í fordyri kirkjunnar. Til 25. nóv. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kjarvalsstaðir: Ragna Ró- bertsdóttir – Kynngikraftur. Til 31. okt. Kling og bang: Ólöf Björns- dóttir, Lopameyja. Til 24. okt. Kunstraum Wohnraum, Ása- byggð 2, Akureyri: Ulrike Scoeller. Til 21. okt. Listasafn Akureyrar: Boyle- fjölskyldan. Til 24. okt. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Guðjón Ketilsson, „Verkfæri“ og Kolbrún S. Kjarval, „Hljómur Skálanna“. Til 7. nóv. Listasafn Íslands: Tilbrigði við stef: Guðmunda Andrésdóttir – yfirlitssýning. Sýning á for- vörslu í Listasafni Íslands. Til 31. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Ása Ólafsdóttir myndlist- arsýning. Til 17. okt. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús: Erró, Víðáttur. Yfirlits- sýning. til 27. feb 2005. Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir: Ragna Róberts- dóttir Kynngikraftur. Til 31. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Grænlenska listakonan Isle Hessne. Norræna húsið: Norður og niður, samsýning norrænna listamanna. Til 31. okt. Nýlistasafnið: Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykja- víkur. „Sú kynslóð sem við köllum „grasrót“ er því víðs- Safn – Laugavegi 37: Ívar Valgarðsson, blönduð tækni. Pieter Holstein, grafík og mál- verk. Til 24. okt. Harpa Árna- dóttir, málverkasýning til 7. nóv. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Salur íslenskra myndlist- armanna: Jónas Bragi Jón- asson. Ný og eldri verk. Slunkaríki: Jón Óskar, blönd- uð tækni á pappír. Til 17. okt. Leiklist Austurbær: Hárið, lau. Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína Langsokkur, sun. Belgíska Kongó, sun. Broadway: Með næstum allt á hreinu, lau. Allra meina þjónn, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Úlf- hamssaga, lau. Íslenska óperan: Sweney Todd, sun. Leikfélag Akureyrar: Svik, sun. Loftkastalinn: Hinn útvaldi, sun. Þjóðleikhúsið: Svört mjólk, lau. Edith Piaf, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Böndin á milli okkar, sun. fjarri öld stefnuyfirlýsinganna, þ.e. módernismanum. Hún rís ekki gegn viðteknum gildum en virðist hins vegar velta sér upp úr þeim frekar en ögra eða endurskoða með einhverjum hætti. Margt af verkunum virkar því sem tilbrigði við út- lit. Lítið um leit að sérstöðu eða tilraunir listamanna til að skilgreina sig í nýju samhengi. Nokkur verk á sýningunni koma þó nær manni en önnur og þessi verk bera hana uppi og gera hana áhugaverða á að líta. Helst ber að nefna verk Hildigunnar Birgisdóttur sem hefur náð að gæða myndlist- arsköpun sína trúverðugleika og myndbandsgjörningur Hildar Margrétardóttur hittir ágætlega í mark þótt listakon- an eigi það til að reyna fyndið látbragð sem fer forgörðum. Uppátækið er nógu fyndið fyr- ir. Sérstaklega ef maður skoð- ar það í samhengi við þetta vandamál grasrótarinnar. En myndskeiðið sýnir listakonuna leita að inntaki fyrir listaverk og safna því í botnlausa fötu.“ Jón B.K. Ransu. Stendur fram í nóvember. Safnasafnið: 11 nýjar sýn- ingar. HVER skilur mannvonsku og þjáningar 20. aldarinnar ef skáldin, sem lifðu og þjáðust með henni, skilja hana ekki? Þó eru það helst skáldin sem leita svara. Flestum öðrum nægir að neyta frétta á sjónvarpsskjánum af allri grimmdinni áður en þeir vafra yfir á næstu stöð til að hlæja með nýrri öld sem býður upp á sömu skemmtun. Hvað fylgir skáldi á erfiðum tímum? spyr Tadeusz Roze- wicz í minningarljóði um Paul Celan. Mikill hluti ljóðanna í bók hans Lágmynd, sem ný- lega kom út í ágætri þýðingu Geirlaugs Magnússonar, leitar svara við þessari spurn- ingu. Hvað merkir að vera skáld, hvað merk- ir að vera manneskja í svona heimi? Er furða þótt skáldin spyrji? Rödd hans er fremur lágvær og jarðbundin þó að á bak við hana sé einhver rómantískur strengur sleg- inn. Jörðin er nálægt. Það hefur skáldið lært af lífinu. Fyrstu ljóð hans birtust skömmu eftir stríð, skömmu eftir verstu helför mann- kynsins í landi hans, verstu hryðjuverk allra tíma. Skáldið spyr í einu kvæði hví guð hafi yfirgefið sig og hvers vegna það hafi yfirgef- ið guð? Það getur ekki lifað með guði og ekki án hans. Og í ljóðinu um Celan dregur Rozewicz einnig upp mynd af guðlausum heimi, heimi óvissu og leitar: guðirnir yfirgáfu veröldina skildu eftir skáldin en brunnarnir svelgdu munnana rændu okkur máli við erum á ferð og búum við veginn frekar þar en hér Eftir hörmungar nasismans tók við líf í annarri þögn, þögn undir kúgunaroki hins stalíníska skrifræðis. En jafnvel þegar þeirri kúgun lauk var það ekki hlutskipti skáld- anna að hrópa á torgum heldur hjúfra sig saman í hljóðu muldri eins og skáldið lýsir svo vel í enn einu minningarljóðinu, til Korn- el Filipowicz. Þau eru mörg í þessari bók. Það var hlutskipti skáldanna umfram allt annað að reyna að halda sjálfum sér óbrjál- uðum og varðveita ofurlítið af mannlegri reisn: ég reyndi að tala máli hins óháða skálds þess sem lætur ekki undan í Varsjá Lundúnum Róm Moskvu París Kraká eða Panká lengi þögðum við það hafði okkur lærst á 44 ára vináttu Þýðing Geirlaugs er einlæg, einföld, hljómmikil og jarðbundin og henni fylgir hann úr hlaði með inngangi um pólsk eft- irstríðsáraskáld og skýringum sem eru þarf- legar íslenskum lesendum sem þekkja lítt til pólsks veruleika. BÆKUR Ljóðaþýðingar eftir Tadeusz Rozewicz. Geirlaugur Magnússon þýddi. Uppheimar 2004 – 94 bls. Lágmynd Skafti Þ. Halldórsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.