Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004
Lífið er í rauninni stórfenglegur gam-anleikur,“ sagði Cary Grant ogspurði svo: „Hvers vegna geta hand-ritshöfundar ekki skrifað um það
þannig?“
Nú er það svo að feikilega mörg kvikmynda-
handrit eru skrifuð undir því yfirskini að þau
séu gamanleikir. Fæst þeirra eru hins vegar
skrifuð eins og Grant ósk-
ar eftir, þ.e. að þau séu
um lífið eins og við þekkj-
um það. Allt of margar
gamanmyndir eru um ein-
hvers konar afbökun á mannlífinu; þær eru svo
ýktar og viti firrtar að fáir áhorfendur geta
ódrukknir hlegið að öðru en þeirri endemis vit-
leysu að myndin eigi að vera gamanmynd.
En auðvitað er smekksatriði og bundið við
reynslu og hlutskipti hvort lífið sé gamanleikur
eða harmleikur. Ætli flestum finnist það ekki
vera mitt á milli eða jafnvel sitt á hvað? Þegar
kemur svo að því að sýna eða túlka lífið í kvik-
myndum er kúnstin yfirleitt sú að finna sög-
unni, leiknum og stílnum það rétta jafnvægi
sem veldur því að áhorfandinn segir við sjálfan
sig eða sessunautinn: Já, svona er lífið.
Undanfarið hef ég á þessum vettvangi verið
að velta fyrir mér uppganginum í norrænni
kvikmyndagerð á heimamörkuðunum og hnign-
un íslenskra kvikmynda hér á innanlandsmark-
aði. Þröstur Helgason er á svipuðum miðum í
síðustu Lesbók þar sem hann fjallar um vel-
gengni danskra kvikmynda og segir m.a.:
„Ákveðin jarðbinding hefur … einkennt marg-
ar danskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir
undanfarin ár. Þetta eru sögur af grunnplan-
inu, sögur um fólk sem áhorfendur hafa getað
fundið sig í.“ Þessu er ég sammála. Danskar
kvikmyndir hafa fundið einhverja leið til að ná
til eigin þjóðar – og stundum lengra. Þegar Ís-
lendingar horfa á sömu myndir og ná til Dana
eru áhrifin yfirleitt eins; þær ná einnig til okk-
ar, ekki aðeins vegna þess að margt er líkt
með skyldum heldur vegna þess að þær
spretta af þessu grunnplani hins sammannlega.
Velgengni danskra mynda á enskumælandi
mörkuðum er til marks um það.
Í rauninni er það sem Danir eru að gera
ekki sérlega flókið. Á Dönsku bíódögunum í
Regnboganum, sem því miður gengu um garð
án verðskuldaðrar umfjöllunar og athygli,
mátti sjá ýmis dæmi. Höfundarnir taka algeng-
ar mannlegar aðstæður og setja inn í þær til-
tekið uppbrot, ákveðna röskun á kring-
umstæðum persónanna, sem þær þurfa síðan
að glíma við. Í dogmamynd Annette Olesen
Forbrydelser eða Afbrot takast aðalpersón-
urnar, fangelsisprestur og fangavörður, á við
nýjar ögranir sem valda dramatískum vend-
ingum í lífi þeirra. Sama átti við um Arven eða
Arfinn eftir Per Fly, fjölskyldudrama um fólk
sem annaðhvort brotnar undan eða stenst inn-
grip aðsteðjandi afla. Í myndinni Okay eftir
Jesper W. Nielsen, sem Sjónvarpið sýndi af til-
efni dönsku hátíðarinnar, er lýst upplausn
kjarnafjölskyldu þegar dauðvona faðir eig-
inkonunnar flyst inn á heimilið.
Í sjálfu sér má flokka þessar myndir undir
það sem eitt sinn var kallað „vandamálamynd-
ir“. Það var neikvæður stimpill. En í meðförum
Dananna fá „vandamál“ mannlífsins ekki ein-
falda formúluúrvinnslu; myndirnar eru fullar af
fjörgandi smáatriðum og innsæi sem veldur því
að áhorfandinn horfir ekki úr sæti sínu í saln-
um á fjarlæg vandamál heldur lifir sig inn í
reynslu og viðbrögð persónanna og hugsar: Já,
svona er lífið.
Hér skipta listræn vinnubrögð og kunnátta
danskra kvikmyndagerðarmanna, handritshöf-
unda og leikara vitaskuld miklu máli. En Ís-
lendingar eiga einnig slíkan faglegan bakhjarl
nú orðið. Tvær helstu aðsóknarmyndir ís-
lenskrar kvikmyndagerðar undanfarin ár, Haf-
ið og Englar alheimsins, sýna að við getum náð
til okkar fólks þegar sögurnar vaxa út úr þessu
eða næsta byggðarlagi, verða til meðal okkar á
„grunnplaninu“. Getur verið að undantekningin
á íslenska bíómarkaðinum, þ.e. velgengni ís-
lenskra heimildarmynda, eigi rætur í því að
þær lifi og dafni á einmitt því plani?
Kannski er kominn tími til að íslenskir kvik-
myndagerðarmenn hugi að umræðu um það
sem orðið hefur útundan í þjarkinu og þrasinu
í kringum fjármál greinarinnar og úthlutanir
til einstakra verkefna: Hvers konar sögur eiga
erindi við íslenska áhorfendur?
Já, svona er lífið …
Sjónarhorn
eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
’Kannski er kominn tími á umræðu um það sem orðið hef-ur útundan í þjarkinu og þrasinu í kringum fjármál grein-
arinnar og úthlutanir til einstakra verkefna.‘
Legally Blonde-leikstjórinn Ro-bert Luketic á í viðræðum um
að leikstýra kvikmyndinni Dallas,
eftir samnefndri
sápuóperu um líf
auðugrar olíu-
fjölskyldu í Tex-
as. Sjónvarps-
þættinrir voru
upphaflega sýnd-
ir á sjónvarps-
stöðinni CBS í
Bandaríkjunum
árin 1978–91.
Þeir nutu mikilla
vinsælda hérlendis og fylgdust
landsmenn fjálglega með örlögum
Pamelu, Bobby, Sue Ellen og J.R.
Þetta er ekki eini sjónvarpsþátt-
urinn sem er á leið á hvíta tjaldið
þessa stundina
því Dukes of
Hazzard og
Bewitched
stefna þangað líka.
Robert Harling skrifaði handritið
fyrir Regency Enterprises, sem er
fyrirtæki á vegum Fox. Hann er
m.a. þekktur fyrir handrit sitt að
Steel Magnolias frá árinu 1989.
Luketic vinnur sem stendur að
myndinni Monster-in-Law fyrir
New Line Cinema með Jennifer
Lopez og Jane Fonda í aðal-
hlutverkum en hún verður frum-
sýnd á nýju ári. Hann leikstýrði
einnig unglingamyndinni Win a
Date With Tad Hamilton! sem var
frumsýnd fyrr á árinu.
Annar þáttur sem sýndur var ásvipuðum tíma og Dallas var
Miami Vice sem gekk í Bandaríkj-
unum árin 1984–
89. Nú er í bí-
gerð að gera
kvikmynd eftir
þessum glæpa-
þáttum með Col-
in Farrell í hlut-
verki James
„Sonny“ Crock-
ett, sem Don
Johnson lék í
þáttunum. Farr-
ell leikur á móti Jamie Foxx, sem
verður Ricardo Tubbs, en Philip
Michael Thomas fór með hlutverk
hans. Búist er við því að framleið-
andi sjónvarpsþáttanna, Michael
Mann, eigi eftir að skrifa, leikstýra
og framleiða Miami Vice-kvikmynd-
ina.
„Ekki er ljóst hvort Vice snúi aft-
ur á sjónvarpsskjáinn líka en NBC
Universal hefur gefið í skyn að það
verði forgangsatriði hjá sameinuðu
fyrirtæki,“ segir í Variety. Þar kem-
ur ennfremur fram að Miami Vice
komi fljótlega út á mynddiski.
Segir að takmark Mann sé ekki
að hvetja fólk til að fara úr sokk-
unum og í pasteljakkaföt og end-
urgera tísku þáttanna. Hann ætli
frekar að endurskapa nútímaglæpa-
sögu með sögusvið í Miami.
Meira af fyrrnefndum MichaelMann. Þegar tvöfaldur mynd-
diskur með Collateral frá Dream-
Works kemur út 14. desember fær
kvikmyndaáhugafólk einstakt tæki-
færi til að fylgjast með leikstjór-
anum að störfum. Fólk fær innsýn í
hvernig stjörnur
myndarinnar
Tom Cruise og
Jamie Foxx voru
þjálfaðar fyrir
hlutverk sín.
Í aukaefni
disksins verður
að finna myndir
sem sýna Mann
ræða við leikara
og starfslið. Í
myndinni City of Night: Making of
Collateral verður efni sem ein-
göngu er ætlað til birtingar á mynd-
disknum. Þar sést Cruise í vopna-
þjálfun, Foxx að vinna með
leigubílastjórum og hátæknigræjur
Mann, sem gerðu honum kleift að
mynda Los Angeles að nóttu til á
sérstakan hátt.
Meðal aukaefnis er líka Special
Delivery sem sýnir Cruise í ein-
kennisbúningi Federal Express að
ganga í gegnum margmennan
markað til að afhenda böggul. Upp-
takan var tekin á falda myndavél.
Erlendar
kvikmyndir
Tom Cruise
Larry Hagman, J.R.
Colin Farrell
Þ
eir hafa gaman af að klæða sig upp í
jakkaföt og þykjast vera einhverjir
aðrir en þeir eru. Þeir eru líka hug-
sjónamenn og berjast fyrir
ákveðnum gildum. Jámennirnir
Andy Bichlbaum og Mike Bonanno
hafa talað fyrir hönd Heimsviðskiptastofnunar-
innar WTO á ráðstefnum víða um heim án þess að
hafa neitt með stofnunina að gera. Það hindraði þá
ekki í að reka vefsíðu sem virtist vera á vegum
WTO en var það alls ekki. Satíra er uppskrift dags-
ins. Vefurinn varð til þess að
fólk hafði samband við þá
Andy og Mike og bauð þeim
á ýmiss konar ráðstefnur til
að tala fyrir hönd WTO.
„Við vorum í Salzburg í fyrsta boðinu sem við
fengum. Við fórum þangað með okkar eigin töku-
vél,“ segir Andy og útskýrir hvernig gerð mynd-
arinnar kom til. „Eftir það fengum við fleiri boð og
ákváðum að við þyrftum að gera eitthvað við þetta.
Við hringdum í vini okkar Sarah Price, Chris Smith
og Dan Ollman og spurðum hvort þau vildu slást í
för með okkur,“ segir hann en leikstjórarnir Sarah,
Chris og Dan hafa áður vakið athygli fyrir myndina
American Movie, sem fékk verðlaun á Sundance-
kvikmyndahátíðinni árið 1999. The Yes Men var
frumsýnd í Bandaríkjunum undir lok september og
hefur nú þegar vakið mikla athygli og verið valin til
þátttöku á fjölmargar kvikmyndahátíðir.
Jonathan Swift nútímans
Andy neitar því að þeir séu að gera eitthvað nýtt í
því að beita fyrir sig pólitískri háðsádeilu. „Nei,
baráttufólk hefur gert það sem við gerum í áratugi,
til dæmis á sjöunda áratugnum. Við erum ekki þeir
einu að gera eitthvað af þessu tagi,“ segir hann og
minnist líka á verk Jonathans Swift fyrir þrjú-
hundruð árum í þessu sambandi. Þeir vinna þó með
ólíkan miðil en á meðan Jámennirnir gera mynd og
halda úti vefsíðu skrifaði Swift Gulliver’s Travels
og margar ritgerðir á borð við A Modest Proposal
þar sem hann stakk upp á að Írar borðuðu börn sín.
Andy segir pólitíska háðsádeilu vera mikilvæga í
Bandaríkjunum nú um stundir. „Fjölmiðlar eru
ekki að sinna starfi sínu. Það er svo margt sem
kemur ekki fram í fjölmiðlum um þessa ríkisstjórn.
Fólk verður að finna nýjar leiðir til að ræða hlutina.
Þess vegna er svona mikið af heimildarmyndum og
pólitískum satírum að koma út núna,“ segir hann
en hinar myndirnar á Litlu kvikmyndahátíðinni,
Bush’s Brain, The Corporation og Outfoxed: Ru-
pert Murdoch’s War on Journalism falla í þennan
flokk.
Hann segir að Jámennirnir reyni ekki að ráðsk-
ast með fjölmiðla, eins og stundum hefur verið
haldið fram. „Við erum bara með ákveðin skotmörk
og afhjúpum þau á þann hátt að blaðamenn hafa
áhuga á því. Við höfðum til fjölmiðla en reynum
ekki að snúa útúr fyrir þeim,“ segir hann.
Eitt af fyrstu boðunum sem Jámennirnir fengu
var að tala á ráðstefnu í Finnlandi og er ræðan sú
sannarlega hneykslanleg og tæpt er á að mistök
hafi verið að afnema þrælahald. Ráðstefnugestir
sýna þó ekki mikil viðbrögð. Andy segir að þeir hafi
búist við mun meiri viðbrögðum. „Við vildum láta
ráðstefnugestina velta því fyrir sér sem við vorum
að segja en fæstir gerðu það. Sem betur fer voru
kvikmyndagerðarmennirnir með okkur og við viss-
um að þeir gætu gert eitthvað meira við þetta.“
Í kosningabaráttu fyrir Bush?
Andy er sannfærandi í hlutverki sínu sem jakka-
fatamaður en hefur engan bakgrunn í leiklist. „Nei,
ég er rithöfundur og fæst við skáldskap. Mér finnst
gaman að búa til sögur. Þetta er auðvelt þegar
áhorfendur halda að þú sért sá sem þú segist vera,“
segir Andy og bætir við aðspurður að það hafi ekki
verið erfitt að halda aftur af hlátrinum á við-
kvæmum stundum í ræðum sínu. „Maður er bara í
hlutverki og verður sú persóna.“
Jámennirnir eru að ferðast um Bandaríkin þessa
dagana, ekki þó vegna myndarinnar. „Við ferðumst
um og þykjumst vera hluti af kosningaherferð
Bush,“ segir hann og bætir við að hann vonist til að
hafa áhrif. „En það svosem skipti ekki máli hvað
fólk kaus síðast. Atkvæðin skiptu ekki máli. Von-
andi verður það öðruvísi núna.“
Bókin The Yes Men er líka komin út. „Hún fer í
meiri smáatriðum í allt ferlið en myndin gerir.
Þarna er að finna allar ræðurnar og fullt af öðru
efni,“ segir hann og hafa viðbrögðin við mynd og
bók verið góð. „Fólk virðist vera ánægt með þetta.
Ég er mjög ánægður með það. Fólk sendir okkur
mikið af tölvupósti.“
Þessi samskipti hjálpa starfi þeira frekar en að
hindra það. „Við þurftum rútu til að ferðast um
vegna Bush-herferðarinnar og sendum því út tölvu-
póst. Einhverjir svöruðu okkur til baka og redduðu
þessu,“ segir hann.
Jámennirnir einbeita sér að kosningabaráttunni
næstu vikur. „Eftir það vitum við ekki hvað við tök-
um okkur fyrir hendur. Við erum með nokkur verk-
efni í gangi. Eitt tengist vini okkar sem var hand-
tekinn af FBI fyrir lífrænan hernað.“
Vinurinn heitir Steve Kurtz og starfar með Crit-
ical Art Ensemble og er listamaður og prófessor
við SUNY í Buffalo. Hann var að vinna að listaverki
sem átti að gagnrýna líftækni og er ljóst að Já-
mennirnir segja nei við margskonar óréttlæti.
Jámenn sem segja nei
Heimildarmyndin The Yes Men var opn-
unarmynd Litlu kvikmyndahátíðarinnar sem
hófst um helgina í Háskólabíói. Jámaðurinn
Andy Bichlbaum ræðir um gerð myndarinnar og
hlutverk háðsádeilu.
Eftir Ingu Rún
Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Jámennirnir Mike og Andy en forstjóragullbúningur þess síðarnefnda kemur nokkuð við sögu í myndinni í
ferð þeirra til Finnlands.