Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.2004, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 16. október 2004 | 11 R icardo Eliecer Neftalí Reyes Bas- oalto fæddist í Parral í Chíle þann 12. júlí árið 1904. Hann lést á spít- alanum Santa María í Santiago, Chíle, þann 23. september árið 1973. Reyes var sonur hjónanna Rosa Basoalto de Reyes og José del Carmen Reyes Morales. Hinn ungi Reyes hóf snemma að yrkja ljóð og fékk þau birt í heimalandi sínu undir hinum ýmsu dulnefnum. Árið 1920, þá 16 ára að aldri, tók skáldið sér nafnið Pablo Neruda og fylgdi það honum ævilangt. Neruda fluttist til Sant- iago á unglingsárunum þar sem hann nam kennslufræði og frönsku í þeim tilgangi að gerast kennari í faginu. Hann tók ötulan þátt í listalífi skólans, sendi frá sér ljóð sem unnu til verðlauna, en einnig var hann meðlimur bók- menntaklúbba og vann að útgáfu tímarita. Neruda hvarf síðar frá námi og helgaði sig ritstörfum. Með fram skrifum sínum sinnti Neruda sendi- ráðsstörfum í Rómönsku Ameríku, Asíu og Evr- ópu ásamt því að taka þátt í stjórnmálum í heima- landi sínu. Hann ferðaðist víða um heim og ljóð hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, ís- lensku þar á meðal. Hann hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1971. Kæri Neruda Nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu þinni, og rúm 30 ár frá andláti þínu, finnst mér viðeigandi að rita um þig fáein orð, kæri Pablo Neruda. Þeir sem þekktu þig og störfuðu með þér lýstu þér sem mikilfenglegri og litríkri persónu sem naut þess að vera til. Þú kvaðst ekki vilja vera hor- aður og eymdarlegur eins og rómantísku skáldin; þú kaust heldur að vera feitur líkt og Balzac en ekki renglulegur eins og Béquer. Í þínum augum var tími rausæisins og feitu skáldanna upp runn- inn. Þú kunnir að njóta lífsins og undir þér helst umvafinn vinum. Með þeim var drukkið og borðað, skrafað og skemmt. Við langborðið í húsi þínu í Isla Negra settistu ávallt í skipstjórastólinn og stjórnaðir leikjum og sagðir brandara með miklu látbragði. Einnig hélstu oft og tíðum grímudans- leiki og dansaðir vals á þinn einstaka hátt, líkt og þú stigir öldur, og var öðrum skemmt að fylgjast með tilburðum þínum. Matur og drykkur voru mjög mikilvægir í þínu lífi eins og má glögglega sjá í ljóðum þínum. Og að deila þeim með vinum gaf enn meira gildi. Yfirleitt léstu matreiða nóg svo þú gætir boðið gestum og gangandi í mat en oftar en ekki komu fleiri við en þú áttir von á svo að skammta varð naumlega á diskana. Þú varst heldur ekki spar á rauðvínið sem þér þótti best að drekka úr lituðum glösum. Þú varst þekktur fyrir að drekka hraustlega en án þess þó að það kæmi niður á glaðlegu og blíðu háttalagi þínu. Þú varst einnig haldinn söfnunaráráttu og safnaðir meðal annars glerflöskum af öllum stærðum og gerðum, skeljum og kuðungum sem þú skreyttir húsið þitt með, stafnlíkönum sem þú komst fyrir hér og hvar og auðvitað bókum frá öllum heimshornum. Á margan hátt varstu sérvitur en það var einmitt sérviska þín sem gerði þig að þeirri ógleymanlegu persónu sem þú ert. Sagt er að þegar þú komst upp á fjallstopp Macchu Picchu og leist yfir rúst- irnar hafirðu sagt: „Upplagður staður til að snæða grillað lambakjöt.“ Síðar þegar þú varst inntur eft- ir þessari upphrópun sagðirðu kæruleysislega: „Það getur verið [...] að ég hafi sagt einhverja vit- leysu. En það er eitthvað sem kemur oft fyrir okk- ur Chílebúa; þegar eitthvað hreyfir við okkur verðum við slóttugir og segjum hvað sem er til að eyða því“. Náttúran og umhverfið höfðu mikil áhrif á þig og ættjörð þín, sem og Ameríka í heild sinni, var þér mjög kær. Það tók þig sárt að vera gerður út- lægur og þurfa að fara huldu höfði í eigin landi og síðar flýja þína heimahaga. Þú varst kommúnisti og stoltur af því og barðist fyrir hag þeirra sem voru úti á jaðrinum og höfðu veika rödd í sam- félaginu. Um óréttlætið í Rómönsku Ameríku sagðirðu meðal annars: La Compañía Frutera Inc. se reservó lo más jugoso, la costa central de mi tierra, la dulce cintura de América. Bautizó de nuevo sus tierras como «Repúblicas Bananas», sobre los héroes inquietos que conquistaron la grandeza, la libertad y las banderas, estableció la ópera bufa. sem átti sér stað í Ameríku skildi ég að minn mannlegi tilgangur var ekki annar en að samsama mig afli fólksins, sameinast með blóði og sál, með ástríðu og von, því einungis af þeim gnægtabrunni spretta nauðsynlegar breytingar fyrir rithöfunda og fólkið.) Hinn 11. september 1973 framdi Augusto Pin- ochet valdarán í Chíle og lét taka félaga þinn Salvador Allende af lífi. Tólf dögum síðar lést þú af völdum krabbameins – sögðu læknarnir, en úr sorg sögðu þínir nánustu. Við hin sem þekktum þig aðeins af ljóðum þín- um höfum hrifist og orðið snortin, fyllst lotningu og komist við, fellt tár, flissað og hlegið er við skyggnumst inn í þann heim sem þú hefur skapað. Allt frá þjáningum þínum, einsemd og hungri ung- lingsáranna er þú varst nýkominn úr þorpinu til höfuðborgarinnar sem endurspeglast í Crepuscul- ario (1923) til skondinna heimspekilegra hugleið- inga um heima og geima í Bók spurninganna (1974) sem gefin var út eftir andlát þitt. Án þess að gera upp á milli verka þinna, kæri Neruda, er víst að mörg þeirra hafa heillað okkur. Þar ber helst að nefna hinn einstaka tilfinningaþrungna Tuttugu ljóð um ást og einn örvæntingarsöngur (1924) þar sem þú tengdir ást og holdlega þrá við öfl náttúr- unnar: Cuerpo de mujer, blancas colinas, muslos blancos, te pareces al mundo en tu actitud de entrega. Mi cuerpo de labriego salvaje te socava y hace saltar el hijo del fondo de la tierra. Líkami konu, ljósir hnjúkar, lærin ljósu, þú líkist jarðarheimi í hneigð þinni að gefast. Bóndalíkami minn harðskeyttur særir svörð þinn og vekur nið til vaxtar af djúpi moldarinnar. Fagurfræði Recidencia en la tierra (1933) og persónuleg tjáning færir lesandann nær þér því jafnt því að tjá eigin hugarheim höfðar þú einnig til tilfinninga annarra. Í fyrri bókinni, sem var að mestu leyti skrifuð í Asíu, segirðu frá einsemd þinni og þunglyndi, erótík og þrúgandi ástarsam- bandi (t.d. „Tango del viudo“). Í síðari hluta Recid- encia, sem var skrifaður á ferðum þínum um Chíle, Argentínu og Spán, lesum við ljóð sprottin af ang- ist þinni og umkomuleysi er þú stóðst frammi fyrir veikindum dóttur þinnar („Enfermedades en mi casa“ og „Melancolía en las familias“). Einnig veit- irðu okkur sýn á lífið í stórborg þar sem einmana- leiki og depurð getur einnig gripið mann heljar- greipum, svipað og þú upplifðir í Asíu („Walking Around“ og „Desespediente“). Sagnalist þinni í Canto general (1950), sem sam- anstendur af 231 ljóði, hefur verið líkt við sköp- unarsögur eða ljóðrænan annál en þar rekur þú sögu Ameríku frá árinu 1400 til ársins 1949. Hefur þetta verk og mikilvægi þess fyrir menningu Róm- önsku Ameríku verið borið saman við Cantar de Mío Cid og Chanson de Roland. Í þessum mik- ilfenglega sagnabálki yrkir þú um náttúruna, inn- fædda, innrásarmennina, frelsarana, kúgarana en einnig um stjórnmál, atburði, fólk og kennileiti sem gera álfuna að þeim merka stað sem hún er. Í ljóðabókunum sem birtast í safninu Libro de las odas (1972) ortirðu lofsöngva á þinn einlæga og kímna hátt um hversdagslega hluti, t.a.m. til lauksins og fiskisúpunnar, sápunnar og eðlunnar, sólarinnar og öldunnar. Óðurinn til kartöflunnar ber þó með sér pólitískan undirtón en þar leikurðu þér með orðið kartafla, sem í Rómönsku Ameríku nefnist papa en á Spáni patata: Papa te llamas y no patata, no naciste con barba, no eres castellana: eres oscura como nuestra piel, somos americanos, papa, somos indios. (Þú heitir papa en ekki patata, þú fæddist ekki með skegg, þú ert ekki kastilísk: þú ert dökk eins og hörund okkar, við erum amerísk, papa, við erum indíánar.) Kæri Neruda. Þú varst módernískur en um leið rómantískur er þú varst ungur og ortir um ást og trega. Síðar snertu efnistök þín meira á atburðum líðandi stundar; borgarastyrjöld Spánar, stjórn- málaástandi heimsins og ljóð þín urðu æ súrreal- ískari en jafnframt sjálfshugul og heimspekileg. Í síðari ljóðabókum þínum varð yrkisefnið meira pólitískt en þar færðirðu þig nær hinum almenna lesanda og ortir á einfaldari máta til að ná til sem flestra. Í þeim ljóðum deilirðu með lesandanum ást þinni á náttúrunni, ættjörðinni og samferða- mönnum þínum. Í Bók spurninganna, þar sem þú varpar fram spurningum og vangaveltum um lífið og tilveruna, spyrð þú: „Hvað mun þeim finnast um ljóð mín, / sem aldrei snertu blóð mitt?“ Og við svörum: ljóð þín hafa snert okkar dýpstu hjarta- rætur því líkt og félagi þinn, Federico García Lorca, sagði um þig, „ertu nær dauðanum en heimspekinni; nær kvölinni en viskunni; nær blóð- inu en blekinu“. (Fyrirtækið Ávextir HF. hélt eftir því safaríkasta, miðri strandlengju lands míns, sætu miðbiki Ameríku. Það skírði lönd sín upp á nýtt „Bananalýðveldi“, um áhyggjufullar hetjur sem unnu til dáða, frelsi og fána, samdi það til hæðnar óperur.) Í ástarmálum varstu ekki við eina fjölina felldur og var oft og tíðum mikill öldugangur í tilfinninga- lífi þínu. Amor, hagamos cuentas. A mi edad no es posible engañar o engañarnos. Fui ladrón de caminos tal vez, no me arrepiento. (Ástin mín, verum hreinskilin. Á mínum aldri getum við hvorki blekkt aðra né okkur sjálf. Ég var, ef til vill, stígaþjófur, ég iðrast einskis). Þú varst nautnamaður og heillaðist af sterkum og sjálfstæðum konum. Þú áttir þrjár, fjórar ást- konur sem höfðu mikil áhrif á þitt líf; fylltu það af ástríðu, drógu þig niður í hversdagsleikann eða reyndu að kæfa það frelsi sem þú kaust í lífinu. Auk þeirra urðu margar konur á þínum vegi sem urðu uppspretta ástarljóða og vöktu með þér nýja þrá. Sorginni kynntist þú einnig er þú misstir þá sem stóðu þér nærri; dóttir þín Malva Marina lést ung að aldri, einnig syrgðirðu ófætt barn þitt og Mat- ilde auk þess sem fráfall félaga þinna Federico García Lorca og Paul Éluard setti spor sitt á hjarta þitt. Poco a poco y también mucho a mucho me sucedió la vida y qué insignificante es este asunto: estas venas llevaran sangre mía que pocas veces vi, respiré el aire de tantas regiones sin guardarme una muestra de ninguno y a fin de cuentas ya lo saben todos: nadie se lleva nada de su haber y la vida fue un préstamo de huesos. (Smám saman, en einnig hratt helltist lífið yfir mig og hversu ómerkilegur atburður er það: um þessar æðar rennur blóð mitt sem sjaldan ég sá, ég andaði að mér lofti margra sveita án þess að geyma sýnishorn neinna þeirra og að lokum vita allir: enginn tekur neitt úr sínu umhverfi með sér og bein okkar voru aðeins fengin að láni). Þú upplifðir ekki aðeins harðindi í þínu heima- landi heldur einnig stríð í Evrópu. Dauði vinar þíns, García Lorca, við upphaf spænsku borgara- styrjaldarinnar fékk þig til að endurskoða afstöðu þína til stjórnmála og ýtti undir þátttöku þína í stjórnmálalífinu í Chíle. Þú, mannvinurinn, aðstoð- aðir einnig fjölda fólks að flýja frá Evrópu til Chíle á þessum átakatímum. Eftir að hafa veitt nóbels- verðlaununum viðtöku sagðirðu m.a.: Comprendí, metido en el escenario de las luchas de América, que mi misión humana no era otra sino agregarme a la extensa fuerza del pueblo org- anizado, agregarme con sangre y alma, con pasión y esperanza, porque sólo de esta henchida torr- entera pueden nacer los cambios necesarios a los escritores y a los pueblos. (Þar sem ég var mitt í hringiðu þeirrar baráttu Kveðja til Pablo Neruda Síðasta bók Pablos Neruda, Bók spurninganna, er komin út í íslenskri þýðingu Þóris Jónssonar Hraundal en nú eru liðin hundrað ár frá fæð- ingu skáldsins í Chíle og þrjátíu ár frá dauða þess. Bókin inniheldur 316 spurningar sem Neruda ritaði í minnisbækur á síðustu mán- uðum ævinnar. Pablo Neruda „Þú kvaðst ekki vilja vera horaður og eymdarlegur eins og rómantísku skáldin; þú kaust heldur að vera feitur líkt og Balzac en ekki renglu- legur eins og Béquer.“ Höfundur er bókmenntafræðingur. Eftir Ragnheiði Kristinsdóttur heidak@excite.com Bókamessan í Frankfurt var haldin ísíðustu viku og kynntu tæplega 7.000 höfundar og útgefendur þar verk sín á þessari rúmlega hálfrar aldar gömlu bókamessu. Meðal þeirra bóka og handrita sem vöktu virkilega at- hygli á messunni að þessu sinni voru æviminningar Sab- ine Dardenne, en Dardenne var eitt af fórnarlömbum belg- íska barnaníðings- ins Marc Dutroux sem nú í sumar var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir morð, mannrán og nauðg- anir. Bók Dardenne er enn í vinnslu en hefur hlotið vinnuheitið Ég hef valið að lifa og er búist við að hún eigi eftir að njóta umtalsverðra vinsælda í heima- landinu sem og víðar.    Bók umhverfisverndarsinnans ogblaðamannsins Fred Pearce, sem sérhæft hefur sig í umfjöllunum um umhverfismál vakti einnig athygli í Frankfurt. Pearce, sem áður hefur skrifað fjölda bóka um umhverfismál, heldur hér fram að þeir sem vandræðist hvað mest yfir olíupólitík séu ekki með fingurinn á púlsinum. Bókin nefnist When the Riv- ers Run Dry, eða Þegar árnar þorna upp, og líkir Pearce þar mikilvægi vatns á 21. öldinni við mikilvægi olíu á þeirri 20. enda reynist vatnsskortur þjóðum öllu alvarlegra vandamál en olíu- missirinn.    Skáldsaga Irene Némirovsky, rúss-nesks gyðings, sem flúði til Parísar í kjölfar rússnesku byltingarinnar þykir einnig álitleg lesning. Bókin nefnist Suite française, eða Franska svítan eins og útleggja má heiti hennar á ís- lensku, og er gefin út af Denoel-forlag- inu. Némirovsky var vinsæll bóka- og leikritahöfundur í Frakklandi, en hún lést í Auschwitz á tímum síðari heims- styrjaldarinnar, 39 ára að aldri. Hand- riti bókarinnar var svo komið í útgáfu- hæft form af elstu dóttur Némirovsky og loks gefið út einum sextíu árum síð- ar. Bókin segir frá hópi fólks sem lítið þekkist en leitt er saman er Þjóðverjar gera innrás inn í Frakkland.    Skáldsöguna Fan Tan, sem sögð ervera löngu týnd skáldsaga Marlon Brandos var þá einnig að finna á bóka- messunni. Fan Tan reynist hins vegar vera samvinnuverkefni Brandos og skrásetjara bókarinnar og var víst aldr- ei lokið við verkið á sínum tíma þar sem Brando missti áhugann á bókarskrif- unum, en að sögn breska dagblaðsins Guardian er víst ekki erfitt að sjá af hverju.    Nóbelsskáldið Günther Grass kynntií Frankfurt bók með úrvali ævin- týra Danans H. C. Andersen, en bókin sem á þýsku nefnist Der Schatten, eða Skugginn, er myndskreitt af Grass sjálfum. „Það er barnæskan og draumar hennar sem eru drifkraftur- inn í skrifum And- ersen. Hann vildi ekki fullorðnast. Sem betur fer. Það leiddi til þess að við fáum að njóta hans ríkulegu listar,“ sagði Grass í viðtali við danska dagblaðið Berlingske tid- ende. En Grass sem er jafnframt mynd- höggvari og teiknari heillaðist af efninu og eyddi fimm mánuðum í að gera 97 myndskreytingar fyrir útgáfuna.    Simon Cox, einn þeirra fjölmörguhöfunda sem gerðu sér mat úr Da Vinci-lykli Dans Browns, kynnti í Frankfurt nýja bók sína The Lost Leonardo, eða Hinn týndi Leonardo þar sem hann segir frá fundi sínum á áður óþekktu verki meistarans. Að sögn Cox lét hann loks sannfærast að um raunverulegt verk da Vincis væri að ræða eftir mikil rannsóknarvinnu. Það eru þó ekki allir jafnsannfærðir og hafa m.a. da Vinci-fræðingarnir Martin Kemp og Carlo Pedretti dregið fund Cox í efa. Sabine Dardenne Günther Grass Erlendar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.