Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 3
17.10.2004 | 3
4 Flugan
bauð frænku sinni með sér að sjá Héra
Héraskinn í Borgarleikhúsinu, náði
lokatónum spænskrar menningarhátíðar
í Kópavogi og skundaði síðan til sam-
sætis á 101 Hótel, þar sem listaelíta höf-
uðbólsins hafði hreiðrað um sig.
6 Helgi Snær
ákvað að spyrja útlending, sem var upp-
rifinn yfir að hitta Íslendinga, hvort þeir
félagar ættu að dansa fyrir hann dans-
inn sem Íslendingar dönsuðu alltaf til
heiðurs þeim sem sæi Íslending í fyrsta
skipti.
6 Lofar góðu
Sóley Stefánsdóttir brúar bilið milli
fræða og samfélags með hönnun og er
ráðskona staðalímyndarhóps Femínista-
félags Íslands.
8 Undarlegt fólk og utangátta
Í bók sinni Snöggir blettir veltir Sig-
urður Gylfi Magnússon einsögufræð-
ingur fyrir sér þýðingu ljósmynda af sér-
kennilegu fólki, sem afi hans safnaði og
arfleiddi hann að.
12 Foreldrarnir hafa ræktað glæpamann
Lögreglumönnum svíður sárast að horfa
upp á lítil börn breytast í forherta
glæpamenn. Þeir eru sammála um að
kerfið sé svifaseint, úrræðin fá og for-
eldrar virðist hafa rétt á að rækta litlu
glæpamennina sína á meðan lögreglan
horfir bjargarlaus á.
18 Förðun
Augnabrúnir verða í tísku í vetur, en
þær eiga að vera mótaðar, og húðin á að
vera lýtalaus og slétt og áferð hennar
eins og postulín.
20 List Chaplins hefur margar hliðar
Ingólfur Geirdal hefur komið sér upp
einstöku safni um líf og list mesta snill-
ings kvikmyndasögunnar.
21 Matarhefðir mikilvægar hverri þjóð
Markmið Slow Food-samtakanna er að
efla matarmenningu og fjölbreytileika í
matar- og vínframleiðslu.
22 Krossgátan
Hvað göngum við snemma á sunnu-
dagsmorgni og hvaða viðurværi karls
gerir hann góðan? Skilafrestur úrlausna
krossgátunnar rennur út næsta föstu-
dag.
23 Pistill
Auði Jónsdóttur þykir skrýtið að heyra
George Bush og John Kerry hrópa
drepa! og biðja svo guð að blessa
Bandaríkin.
Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,
sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is,
Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is
Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
ISSN 1670-4428
Forsíðumyndina tók Árni Sæberg í ljósmyndastúdíói Morg-
unblaðsins 12. október 2004.
18
20
21
8
Lögreglumenn sjá meira af óhugnaðinum í samfélaginu en
aðrir. Og örugglega meira en alla jafna ratar í fjölmiðla, því
að á bak við mörg óhæfuverkin býr mikill mannlegur harm-
leikur, sem jafnvel kann að hafa hafist um leið og af-
brotamaðurinn var í heiminn borinn. Gamalreyndir lögreglumenn þekkja mörg dæmi um slíkt og þeim
svíður sárast að fá ekki rönd við reist þegar þeir horfa upp á að foreldrar rækta glæpamenn, eins og einn
orðaði það í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur, og er yfirskrift greinar hennar í Tímaritinu í dag um
börn, sem alast upp hjá sinnulausum og siðblindum foreldrum og verða forhertir glæpamenn löngu áð-
ur en þau verða fimmtán ára og sakhæf. Að vísu eru dæmi um að börn sem búa við gott atlæti heimavið
leiðist líka út í glæpi. Lögreglumennirnir sem rætt er við tala ekki undir nafni og ekki um einstök mál,
en fáum sem lesa greinina dylst að málefni barna á glapstigum brenna á þeim. Þeim finnst til dæmis
ótækt þegar dómstólar, þvert á umsagnir lögreglu og barnaverndaryfirvalda, sem gerst þekkja til heim-
ilisaðstæðna, taka forráðarétt ömurlegra foreldra fram yfir augljósan hag barnsins, sem við óbreyttar að-
stæður sekkur undantekningarlítið sífellt dýpra í forarpytt glæpanna. Þannig vinnur tíminn á móti þess-
um börnum, því alltof oft er of seint að rjúfa vítahringinn þegar börnin komast í fullorðinna manna tölu
og eru loks dæmd fyrir uppsöfnuð afbrot átján til nítján ára. Enginn hefur samúð með tilfinningalega
gaddfreðnum og forhertum glæpamanni og enginn er að velta fyrir sér að persónuleiki hans og atferli
allt eigi ef til vill rætur í ömurlegri æsku hjá ömurlegum foreldrum. Sjálfur er hann líklegur til að verða
ömurlegt, sinnulaust og siðblint foreldri og rækta glæpamenn. Þetta hafa sumir lögreglumenn séð hjá
þremur kynslóðum; mannlegan harmleik, mann fram af manni. | vjon@mbl.is
17.10.04
Nákvæm, yfirveguð og út-
reiknuð fegurð er það sem
MAC boðar í vetur með
fimm ólíkum tískulínum.
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg