Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 15
það ekki ábyrgð okkar? Halda menn virkilega að það sé skynsamlegra að bíða þar til þessi börn
eru orðin nógu gömul til að vera dæmd til refsingar á Hrauninu? Þótt vistin þar hafi sannarlega
batnað á síðustu árum er hún samt ekki í þágu einstaklingsins, hún er bara svar við kalli sam-
félagsins um hefnd vegna afbrota hans. Þá er barnið orðið nógu gamalt til að við getum talað um
forhertan glæpamann. Og hver finnur svosem til með forhertum glæpamanni?“
Þótt þeim þyki miður að ásakanir gangi á víxl innan kerfisins geta tveir þeirra ekki stillt sig um
að nefna sérstaklega mál ungs síbrotamanns, sem barnaverndaryfirvöld vildu fá vistaðan á
meðferðarheimili. Barnaverndarnefnd fór með mál piltsins fyrir dómstóla, en foreldrarnir
mótmæltu. Niðurstaða héraðsdóms og síðar Hæstiréttar var að vista mætti hann á með-
ferðarheimili næstu mánuði, en þó fimm mánuðum skemur en barnarverndaryfirvöld ósk-
uðu eftir.
Lögreglan segir að þessi niðurstaða dómstóla hafi komið eins og köld vatnsgusa framan í
þá sem reyndu að hjálpa drengnum. „Við vissum hvað hafði gengið á hjá honum og barna-
verndaryfirvöld höfðu fylgst með honum lengi,“ segir lögreglumaður. „Dómarar ákváðu
hins vegar að allt það sem við vissum væri ekki nóg til að koma honum undan valdi foreldr-
anna. Þetta er grátlegt. Lögreglumenn sem þekkja til málsins hafa átt andvökunætur vegna
þessa drengs og það sama á örugglega við um fulltrúa barnaverndarnefndar. Svo er okkur í
raun sagt að þetta sé ekki nóg og við getum byrjað upp á nýtt, ef við ætlum að hjálpa.“
Starfsbróðir hans tekur í sama streng. „Þegar barnaverndaryfirvöld fara fram á að ung-
lingur sé vistaður utan heimilis foreldra, hann hefur margítrekað komið við sögu lögreglu
og á við margvíslegan vanda að stríða, þá taka dómstólar undir sjónarmið foreldra og leyfa
það ekki. Hvernig getur dómari vitað betur en barnaverndaryfirvöld sem hafa fylgst með
þessari fjölskyldu árum saman? Hvernig geta dómstólar svipt barn eina möguleikanum
sem það á til að komast undan foreldravaldi, fá meðferð og reyna að byggja upp líf sitt?
Dómur af þessu tagi gerir lítið úr vinnu lögreglunnar og barnaverndarnefndar. Dómstól-
arnir sögðu í reynd að allt það sem á undan var gengið dygði ekki til að koma drengnum
í meðferð án vilja foreldranna. Það er grátlegt að horfa upp á þetta. Og svo hrópa menn
að barnavernd hafi brugðist! Úrræðin eru bara svo fá og svo kraftlaus. Lögreglan legg-
ur oft mikið á sig til að koma börnum og unglingum að í alls konar meðferð, en þótt
því sé oft haldið fram að það séu nóg pláss og nægileg úrræði þá komum við ekki auga
á það. Kannski er kerfið bara svona seinvirkt. Í mínum huga jafngildir það því að það
sé óvirkt, því börn geta ekki beðið. Við getum ekki horft upp á barn í reiðileysi mán-
uðum og árum saman, bara vegna einhverrar tregðu í kerfinu.“
Lögreglumenn segja að leyndin, sem er ráðandi í barnaverndarmálum, vinni gegn
hagsmunum þeirra barna sem mest eigi undir högg að sækja. „Barnaverndaryfirvöld
þurfa sífellt að byrja upp á nýtt. Þegar mál er komið á góðan rekspöl hjá barnaverndar-
nefnd í einu sveitarfélagi tekur fjölskyldan sig einfaldlega upp og flytur annað. Svo líður tölu-
verður tími líður þar til barnaverndaryfirvöld á nýja staðnum hafa safnað saman upplýsingum
um fjölskylduna sem gætu nægt til að gripið væri í taumana. Þá flytur fjölskyldan bara aftur. Ég
þekki fjölskyldu sem hefur stundað að færa sig svona á milli sveitarfélaga. Tvö elstu börnin hafa
stundað afbrot árum saman og tvö yngri börnin eru þegar farin að skjóta upp kollinum hjá okk-
ur. Þrátt fyrir að saga eldri barnanna sé kunn er ekki hægt að grípa inn í og benda á það sem allir
vita, að yngri börnin fara nákvæmlega sömu leið. Við verðum víst að bíða þar til þau hafa misst
fótanna. Réttur foreldra er gríðarlega sterkur, en í þessu tilviki virðist það vera réttur til að eyði-
leggja börn sín, sem enginn ætti að hafa. Auðvitað á lögreglan eða barnaverndarnefnd ekki að
geta ráðskast með fólk að vild, en það er ömurlegt að horfa upp á þetta og geta ekkert gert.“
Einn drengur hafði framið mörg og margvísleg brot þegar hann varð loks sakhæfur 15 ára.
Lögreglan ætlaði að reyna að stöðva hann með því að biðja um síbrotagæslu, en lögin leyfa
ekki að fyrri brot séu tekin upp við 15 ára aldur. „Hann var of ungur til að hafa fengið refsi-
dóma og þar af leiðandi taldist hann ekki síbrotamaður. Við urðum bara að sleppa honum
einu sinni enn og hirða hann svo næstu nótt. Og bíða þar til málin söfnuðust upp.“
Það er alltaf von
Af og til fær lögreglan heimsóknir fólks sem vill gera upp fortíðina. „Þetta
fólk er kannski í meðferð við vímuefnavanda og eitt skref á meðferðar-
brautinni er að horfast í augu við það sem gert var. Það bið-
ur okkur að koma afsökunarbeiðni til skila til þeirra
sem það stal frá, eða vill jafnvel hitta það fólk
sjálft. Stundum upplýsast margra ára gömul
mál með þessum hætti. Einn drengur
kom á 15 ára afmælisdaginn sinn og
hafði vin sinn með sér. Ég var búinn
að segja honum að hann yrði sak-
hæfur 15 ára og yrði að snúa af
þeirri braut sem hann var á. Á af-
mælisdaginn játaði hann ýmislegt
og vinur hans gerði það sama.
Hvorugur hefur sést hjá okkur
síðan. Það er alltaf von. Stundum
virðast öll sund lokuð, en það er
alltaf von.“ | rsv@mbli.is
Drengurinn, sem hrópaði
á hjálp níu ára gamall,
verður að líkindum orð-
inn 18, jafnvel 19 ára áður
en hann afplánar sinn
fyrsta dóm. Og er þá
kannski endanlega
horfinn inn í heim glæpa.