Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 19
Dagförðun frá BOURJOIS Kvöldförðun frá BOURJOIS Í haust- og vetrartískunni frá MAC árið 2004 er mikil áhersla lögð á förðun sem list.Nákvæm, yfirveguð og útreiknuð fegurð er það sem MAC boðar í vetur meðfimm ólíkum tískulínum sem bera afar frumleg nöfn: Höggmynd hráleikans (Sculpture In The Raw), Áberandi línur (Power Points), Aðall nútímans (The Con- temporary Royal), Undir frostmark (Sub-Zero) og Nýja S-þversögnin (The New-D Paradox). Í Höggmynd hráleikans er förðunin nánast ógreinanleg þar sem sterkir litir eru not- aðir á þann hátt að þeir hverfa inn í húðina. Í Áberandi línum er förðunin hins vegar mikil og dramatísk. Konur með slíka förðun eru kynþokkafullar og alvarlegar í senn og minna á konur frá því á fimmta áratug síðustu aldar (40’s). Fyrirmyndir af dagförðun í þessum stíl eru Marlene Dietrich og Scarlett Johannson, en kvöldförðunin minnir á Jerry Hall og Marie Helvin á tímum Studio 54. Í Aðli nútímans er prinsessan full- komnuð. Þessi förðun hentar ríku stelpunni í tímabilsfötum. Förðunin er mjög drama- tísk, línur og litir eru áberandi og ljómi ómissandi. Fyrirmyndir að þessari förðun eru þær Missy Elliott og Marilyn Monroe. Undir frostmark er förðun fyrir ísdrottningar. Hér eru kaldir litir allsráðandi, varirnar ljósar og maskari lítill sem enginn. Í Nýju S-þversögninni (S vísar í smáatriði) eru andstæður áberandi. Augnaumgjörðin eru höfð t.d. skærblá en varirnar rauðar. Hér er nýtt haft með gömlu, fullkomið með ófullkomnu og ljóst með dökku. Farði er inni!| Margrét R. Jónasar förðunarmeistari hjá MAC á Íslandi segir bæði kalda og heita liti áberandi í vetur. ,,Kaldir litir eins og bleikur, grár, fjólu- og plómulit- ur eru vinsælir og heitir litir eins og brúnn, gylltur, ferskjulitur og búrgúndírauður koma sterkir inn fyrir veturinn,“ segir hún. Hvað varðar förðunina sjálfa segir Margrét: ,,Farði er inni! En húðin á að vera lýtalaus og slétt og áferð hennar eins og postulín. Áhersla er lögð á augun en ekki á gervilegan hátt heldur eiga augnhárin að virka þétt og mikil. Til þess að undirstrika það í förðun er þverskorinn augnpensill með þurrum lit nuddað í augnhársrótina bæði upp og niðri. Augabrúnir eru einnig áberandi í vetur og það sama má segja um kinnarnar sem eru bjartar með ferskju- eða bleikum tónum. Varirnar eiga að vera munúðarfullar og varast ber að nota of dökkan varablýant á þær. Það heitasta í förðun um þessar mundir er að lýsa upp andlitið með gull- eða silfur- púðri sem gefur húðinni fallegan ljóma. Púðrið er þá notað í kringum augnhvarmana, á kinnbein, nefbein og enni,“ segir Margrét. Fyrirsætur: Klara Thorarensen og Anna Rakel. Förðun: Margrét R. Jónasar. Fatnaður: Karen Millen. Skartgripir: Pilgrim, Debenhams. Púðar: Debenhams. ,,Til að ná fram fallegri augnaumgjörð er nauðsynlegt að byggja upp litinn, velja tvo til þrjá liti og bera þá á í jafnmörgum lögum. Svart kol er notað á augnhvarmana.“ FULLKOMIN FEGURÐ ,,Með dökkbrúnum og jarðlitum tónum er fallegt að nota gylltan lit í grunninn þannig að hann leki undan dökka litnum.“ 17.10.2004 | 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.