Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 14
14 | 17.10.2004
Níu ára gamall drengur kemur til lögreglu vegna heimilisofbeldis. Lögreglan fylgist
með heimilinu og veit að þar er aðbúnaður hans slæmur. Drengurinn og systkini
hans ganga nánast sjálfala. Hann virðist sífellt kalla á athygli lögreglunnar. Einu sinni
kemur hann og segir lögreglu að aðrir strákar hafi hrint sér og meitt sig. Lög-
reglumaður hlustar á hann og veit að ef allt væri með felldu ætti þetta barn að hlaupa
heim til mömmu sem kyssir á meiddið. Slíkt hvarflar ekki að þessum litla dreng.
Þegar drengurinn er tíu ára eru aðrir farnir að kvarta undan honum. Hann tengist
alls konar óknyttum og smávægilegum afbrotum. Tólf ára gamall er hann þekktur
þjófur. Þrettán ára gamall kemur hann við
sögu vegna brota á vopnalögum, innbrota,
þjófnaðar og sölu á fíkniefnum. Hann er í
slagtogi með sér eldri piltum og allt upp í
fullorðna menn, sem hafa sjálfir ljótan feril
að baki.
Eftir áralanga baráttu tekst að koma
honum á meðferðarheimili með dómsúr-
skurði þegar hann er fjórtán ára. En tíminn
er of naumur og allt sækir í sama horf.
Hann fer aftur í meðferð, en strýkur það-
an. Fimmtán ára afmælið rennur upp og
hann verður sakhæfur. Sem þýðir vitanlega
að hann ætti að þurfa að taka afleiðingum
gerða sinna. Kærurnar safnast upp á hann
og stundum hefur lögreglan afskipti af
honum dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hann
fer loks á meðferðarheimili á ný, en á með-
an safnar kerfið saman öllum brotum hans
og nú á hann refsidóm yfir höfði sér. Hann
verður áreiðanlega dæmdur fyrir þessi
brot þótt síðar verði, en reynslan sýnir að
líklega verður refsing hans skilorðsbundin.
Sú regla bjargar að vísu mörgum, sem vill-
ast tímabundið af réttri leið og láta sér segj-
ast eftir fyrsta dóminn.
Svona getur þetta dregist lengi, lengi.
Drengurinn, sem hrópaði á hjálp níu ára
gamall, verður að líkindum orðinn 18,
jafnvel 19 ára áður en hann afplánar sinn
fyrsta dóm. Og er þá kannski endanlega
horfinn inn í heim glæpa.
„Þetta er því miður ekkert einsdæmi,“
segir lögreglumaður sem þekkir vel til
piltsins. „Við getum svo lítið gert þegar
foreldrar vilja ekki vinna með okkur. Oft-
ast nær sjá foreldrar að grípa verður í
taumana, en foreldrar þessa drengs hafa
alltaf litið á afskipti lögreglu sem ofsóknir.
Móðir hans sótti hann á lögreglustöð þegar
hann var ítrekað staðinn að fíkniefnasölu í
miðbænum. Þá var hann nýorðinn 13 ára.
En alltaf eru þetta bara ofsóknir kerfisins
og engin ástæða til að koma barninu til bjargar. Í svona tilvikum er réttur foreldra
alltof sterkur. Foreldrarnir hafa ræktað glæpamann.“
Lögreglumennirnir, sem rætt var við, báðust allir undan því að koma fram undir
nafni. Strangt til tekið mega þeir ekki veita upplýsingar um ósakhæfa afbrotamenn,
en þeir eiga það sammerkt að vera langþreyttir á ástandinu og vilja vekja athygli á
því. Að sjálfsögðu eru engin nöfn birt á þeim sem koma við sögu í frásögnum þeirra.
„Öll börn fæðast eins“
Þeir eru margir, litlu drengirnir, sem eiga svipaðan feril að baki. „Eitt af fyrstu
verkum mínum í lögreglunni upp úr 1980 var að hafa afskipti af 16 ára strák, sem
hafði lengi verið til vandræða,“ segir annar lögreglumaður. „Hann er enn að, hátt í
aldarfjórðungi síðar, og stelur öllu steini léttara. Þegar ég kynntist honum snerti
hann ekki á fíkniefnum, en núna hefur hann prófað allt. Pabbi hans hafði farið svip-
aða braut.“
Annar lítill drengur var tekinn frá móður sinni þegar hún var handtekin erlendis
fyrir fíkniefnamisferli og dæmd í fangelsi. Hann var settur á stofnun á meðan. Þá var
hann þriggja ára. Núna er hann fullorðinn og „gaddfreðinn“ tilfinningalega, að sögn
lögreglumanns sem þekkir hann. „Öll börn fæðast eins, en sum þeirra eru skemmd í
uppvextinum. Við þurfum alltof oft að horfa bjargarlausir á. Við vitum ósköp vel
hvaða braut þessi börn feta ef ekkert er að gert. Og svo er ekkert hægt að gera.“
„Þessi dæmi eru út um allt,“ segir félagi hans. „Stundum er eins og maður sé að
fást við sama málið aftur og aftur. Ungur maður sem hefur margoft komið við sögu
hér býr með mjög veikri móður sinni, sem hefur verið alkóhólisti í áratugi. Annar
þekktur síbrotamaður býr við nákvæmlega sömu aðstæður, en við getum ekki sett í
skýrslur hjá okkur að móðirin sé fársjúkur alkóhólisti. Aðstæður í uppeldinu eru
örugglega ástæðan fyrir því hvernig fór fyrir þessum piltum. En þeir eru víst orðnir
nógu gamlir til að bera ábyrgð á eigin gerðum og enginn rauf þennan vítahring þegar
þeir voru yngri. Munstrið er alltaf það sama. Í verstu dæmunum er þetta undantekn-
ingarlaust foreldravandamál, þ.e. for-
eldrarnir eru ósamvinnufúsir og þá er
ekkert hægt að gera. Auðvitað eru mörg
dæmi um önnur börn sem leiðast út á
rangar brautir, en ef foreldrarnir vilja
vinna með lögreglu og barnaverndar-
yfirvöldum er allt annað og betra að eiga
við þetta. Þá er raunveruleg von.“
„Fyrsta málið sem ég vann að sem lög-
reglumaður snerti tvo bræður, sem hafa
komið margsinnis við sögu lögreglu síð-
an, “ segir annar lögreglumaður. „Móðir
þeirra leit alltaf á öll afskipti lögreglu
sem ofsóknir og gekk meira að segja svo
langt að kæra einn lögreglumann fyrir að
leggja börn sín í einelti. Skilaboð hennar
til sonanna voru hverju barni ljós: Lög-
reglan er vond og þú getur farið þínu
fram. Ég hélt þá að þetta væri undan-
tekningartilvik, en kynntist síðar annarri
fjölskyldu þar sem nákvæmlega sama var
upp á teningnum. Ég gat sagt til um það
þá hvaða leið þau börn myndu fara og
það hefur gengið eftir. Þetta munstur hef
ég því miður séð margoft síðan. Ég held
að foreldrar þessara krakka séu ekki í
svona mikilli afneitun; líklega er þetta
meðvirkni af einhverju tagi.“
Meðvirknin lýsir sér líka í sérkenni-
legu viðhorfi til afbrota barnanna, þá
sjaldan að foreldrar viðurkenna að þau
hafi brotið af sér. Einn faðir afsakaði til
dæmis þjófnað unglingssonar síns með
því að pilturinn skuldaði háar fjárhæðir
og í uppeldinu hefði ávallt verið brýnt
fyrir honum að borga skuldir sínar.
„Þetta virðingarleysi gagnvart lögum og
reglu erfist frá einni kynslóð til annarrar.
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Um tíma voru þrír ættliðir á Hrauninu.
Það hefði áreiðanlega verið hægt að
stöðva þá þróun einhvers staðar, ef ekki
hjá afanum þá hjá syni hans eða sonar-
syni. Í þessu tilviki sat barnabarnið inni fyrir að ráðast á afann og þá geta nú allir
ímyndað sér hvernig heimilisbragurinn hefur verið á þeim bænum.“
„Þessir strákar verða oft ágætir félagar okkar. Lögreglumenn eru þeir einu sem
tala við þá á jafnréttisgrundvelli. Þeim er vísað úr skóla, út úr stofnunum, hent út úr
strætó, jafnvel hent barnungum að heiman. Þeir mynda ekki tengsl við nokkurn
mann, nema kannski lögreglumanninn sem yfirheyrir þá og spjallar við þá um lífið.
Það er auðvitað óeðlilegt að barn myndi ekki tengsl við nokkurn fullorðinn nema þá
helst lögregluna.“
„Hver finnur til með forhertum glæpamanni?“
Lögreglumenn segja að því miður virðist umræðan um afbrot barna stundum
snúast upp í ásakanir. Sumir vilja kenna barnaverndaryfirvöldum um, aðrir átelja
lögregluna og dómskerfið. „En staðreyndin er sú að kerfið sem á að koma börnum
til hjálpar er ekki nógu skilvirkt,“ segir einn. „Lagareglurnar eru ekki nógu af-
dráttarlausar. Ef við gætum tekið unga afbrotamenn strax úr umferð væru miklu
meiri líkur á að þeir gætu snúið við blaðinu. Þess í stað eru þeir látnir búa áfram við
sömu vonlausu aðstæðurnar. Þetta eru börn, sem geta ekki kraflað sig upp úr þessu
kviksyndi upp á eigin spýtur. Börn þurfa leiðsögn fullorðinna, en ef foreldrarnir eru
vanhæfir líða þau fyrir það og samfélagið allt verður að súpa seyðið af því að við get-
um ekki hjálpað þeim á rétta braut. Eigum við ekki að bjarga þessum börnum? Er
FORELDRAR RÆKTA GLÆPAMANN
Hringurinn – forvörn
gegn afbrotum
V ið þvingum engan til að taka þátt í Hringnum, en reynslan af starfinumælir með þátttöku. Við viljum hjálpa krökkum að læra af mistök-um sínum og styrkja þá til að sýna annars konar hegðun. Í þeim lönd-
um þar sem meiri reynsla er komin á starf af þessum toga telst það góð for-
vörn gegn afbrotum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, félagsráðgjafi í
Miðgarði, fjölskylduþjónustunni í Grafarvogi. Þar hefur í þrjú ár verið rekið
tilraunaverkefnið Hringurinn, þar sem gerendur og þolendur brota eru leiddir
saman, til að sýna gerandanum fram á afleiðingar brots síns, veita honum
tækifæri til að setja sig í spor þolandans og bæta ráð sitt. Hringurinn er ætl-
aður 7–15 ára börnum. Í Breiðholti hefur Hringurinn einnig verið notaður í
eitt ár.
„Þegar krakkar koma við sögu lögreglu vegna skemmdarverka eða þjófnaða
er það tækifæri til þess að grípa inn í óæskilega þróun og bjóða þeim þátttöku
í Hring,“ segir Ragnheiður. „Við störfum með lögreglunni og barnavernd og
bjóðum upp á Hringinn, þar sem áhersla er lögð á jákvætt og uppbyggilegt
viðhorf til krakka. Við setjumst niður með geranda, þolanda, forsjáraðilum
geranda og oft aðila úr hverfinu og beitum ákveðinni aðferðafræði til að
sætta málsaðila og gefum svo krökkunum færi á að sýna breytta hegðun, í
samstarfi við fyrirtækin og stofnanir í hverfinu. Niðurstaða fyrsta fundar
gæti til dæmis verið sú, að þeim sem boðið er upp á Hring gefst kostur á að
hjálpa til á bókasafninu eða hjúkrunarheimilinu Eir, eða aðstoða á leikskóla í
tiltekinn tíma. Að því loknu hittist sami hópur aftur, ásamt tenglinum á vinnu-
staðnum, og farið er yfir frammistöðu barnsins. Á þessum fundi er yfirleitt
ástæða til að fagna þeim árangri sem náðst hefur. Komið hefur fyrir að þol-
andi hefur ákveðið að fella niður bótakröfu. Með þessari aðferð er barnið
stutt í að sýna breytta hegðun og færni þess þannig aukin.“
Ragnheiður segir að þessi aðferð gagnist oft unglingum vel, en yngri börnin
fái styttri útgáfu af sama ferli. „Þá er leitast við að vinna málið með for-
eldrum og skóla, sem sagt í nærumhverfi barnsins. Þeir sem taka þátt í þessu
starfi eru almennt mjög ánægðir. Auðvitað er fyrsti fundurinn oft erfiður, þá
er barnið kvíðið. Það þarf að horfast í augu við það sem það gerði, hitta þann
sem brotið beindist gegn. Lokafundurinn er hins vegar oft mjög ánægjulegur,
þá eru börnin búin að sýna fram á að þau geti staðið undir ábyrgð og bætt ráð
sitt. Það eru stolt og upplitsdjörf börn sem ganga héðan út.“
Dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að fylgjast með starfi Hringsins. Í kjölfar
tillagna nefndarinnar ákvað ráðherra að tekin yrði upp sáttaumleitan í málum
ósakhæfra afbrotamanna og að tilraun verði gerð með sáttaumleitan í smærri
málum sakhæfra gerenda. „Telur nefndin að úrræðið muni sérstaklega hafa
uppeldisleg áhrif á unga brotamenn og vel til þess fallið að leiða þau af braut
afbrota,“ segir í fréttatilkynningu dómsmálaráðuneytisins um málið.