Morgunblaðið - 19.10.2004, Page 16

Morgunblaðið - 19.10.2004, Page 16
16 | 17.10.2004 E f barn flyst úr einubarnaverndarumdæmi í ann-að, á meðan mál þess er í vinnslu, þá eiga upplýsingar um málið að fylgja barninu. Samstarf barnaverndarnefndar Reykjavíkur við aðrar barnaverndarnefndir á landinu er með ágætum. Oft eru þessi mál mjög erf- ið í vinnslu. Vinnsla barnaverndarmála er vitanlega auðveldari viðureignar ef foreldrar eru tilbúnir til sam- starfs við barnaverndaryfirvöld. Ef svo er ekki er erfitt að snúa barninu af rangri braut,“ segir Guðrún Frímannsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Guðrún segir að hafi afskiptum Barnaverndar af fjölskyldu lok- ið með formlegum hætti sé ekki tilkynnt um málið til barnaverndar- nefndar í því umdæmi sem barnið flyst til. „Komi hins vegar upp nýtt mál á nýja staðnum veitum við barnaverndarnefnd upplýsingar um fyrri vinnslu málsins sé þess óskað.“ Guðrún segir að sumir vilji skella skuldinni á Barnavernd og lögregluna, þegar í ljós kemur að unglingur er á rangri braut og hefur e.t.v. búið við slæmar aðstæður allt sitt líf. „Fólk gleymir gjarnan, að þegar málefni unglinga koma til kasta lögreglu og barnaverndaryfirvalda þá er löng saga að baki. Ég hef stundum líkt þeirri sögu við sleðaferð niður fjall. Efst í fjallinu situr barnshafandi kona á sleða. Hún fer í mæðraeftirlit á meðgöngunni og þar kvikna ef til vill einhver viðvörunarljós, en þó ekki nógu skær til að starfsmenn heilbrigðiskerfisins telji ástæðu til að láta vita. Kon- an brunar áfram og í ungbarnaeftirlitinu sjást þess einhver merki að ekki sé allt með felldu. Ekki þykir þó ástæða til að grípa í taumana. Svo fer barnið til dagmömmu, en dagmæður tilkynna nánast aldrei mál til barnaverndaryfirvalda, líklega vegna ná- lægðar við aðila. Þá er komið að leikskólanum og þaðan koma einnig mjög fáar til- kynningar. Þar eru þó gjarnan merki vanhirðu farin að koma í ljós, barnið á við hegð- unarvanda að stríða, nær ekki sambandi við önnur börn, það kemur seint í leikskólann, illa sofið og illa þrifið, í lélegum fatnaði, er sótt seint eða er mikið fjarver- andi. En áfram brunar sleðinn. Næsti viðkomustaður er skólinn og það má segja grunnskólunum til hróss að þar er starfsfólk að verða sífellt meðvitaðra um nauðsyn þess að grípa í taumana. Því mið- ur gerist það hins vegar allt of oft að ekkert er gert þar til barnið er komið á unglings- ár og hegðan þess farin að valda miklum vanda innan skólans, það er komið í vímu- efnaneyslu og afbrot. Neðst í þessari brekku standa barnaverndaryfirvöld og lögreglan. Þeim er ætlað að stöðva sleðann, eftir 15 ára brun niður brekkuna, áður en hann fer fram af hengiflug- inu. Allir hljóta að sjá að það getur verið illmögulegt.“ Allir bera ábyrgð | Lögum samkvæmt er öllum skylt að tilkynna barnaverndarnefnd um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða, en sérstaklega er kveðið á um tilkynningaskyldu dagmæðra, kennara og ýmissa heilbrigðisstétta og sú tilkynn- ingaskylda gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu starfsstétt- anna. Samkvæmt ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur bárust 2.028 tilkynningar þangað á síðasta ári, þar af 857 um börn á aldrinum 0–12 ára. 17 tilkynningar bárust frá dagmæðrum og leikskólum borgarinnar. Árið 2002 bárust 882 tilkynningar um 0–12 ára börn, þar af 18 frá leikskólum. Lögregla, nágrannar og vinir fjölskyldna og almennir borgarar standa sig best að þessu leyti og tilkynningar frá skólum um börn að 12 ára aldri eru yfir 50 á hvoru ári. Guðrún segir að allir, sem sleðinn bruni framhjá, beri ábyrgð, ekki bara sá sem stýri honum. „Það er mjög mikilvægt að gripið sé í taumana sem allra fyrst. Flestir foreldrar innræta börnum sínum muninn á réttu og röngu, rækta með þeim hæfileik- ann til að setja sig í spor annarra, að hafa stjórn á skapi sínu og byggja upp sterka sjálfsmynd barna sinna. Ef þessa þætti vantar, þá er þrautin þyngri að kenna þá síðar á lífsleiðinni. Þó má ekki gleyma að fjölskyldur verða stundum fyrir áföllum, sem geta ýtt börnum út á ranga braut. Líkurnar á því að börnin fari út á hálu brautina eru hins vegar mun minni ef öllum grunnþáttum uppeldisins hefur verið sinnt.“ Forsjársvipting er alvarlegt úrræði og því er ekki oft beitt. Árið 2002 var ein for- sjársvipting, engin á síðasta ári, en í ár eru sviptingarnar orðnar 6. „Við reynum að sjálfsögðu alltaf að aðstoða fjölskyldur með því að beita eins mildum úrræðum og hægt er, en þó ekki á kostnað öryggis barnsins sem hlut á að máli,“ segir Guðrún. Meðferðarheimili er þungt úrræði | Í samtölum við lögreglumenn kemur fram að þeim þykir oft ganga seint og illa að koma börnum á meðferðarheimili. Guð- rún Frímannsdóttir segir að pláss á meðferðarheimilum séu alla jafna ekki auð og því geti nokkur tími liðið þar til barn fær pláss. „Það er heldur ekki hægt að senda síbrotaungling hvert sem er, heldur þarf að vera laust pláss á tilteknum heimilum sem hafa sérhæft sig í meðferð þeirra. Venjuleg fósturheimili eru ekki í stakk búin til að taka að sér afbrotaungling. Meðferðarheimili er þungt barnavernd- arúrræði og áður en að því kemur þarf að sýna fram á að vægari úrræði dugi ekki. Við þurfum að reyna að hjálpa fjölskyldunni við að snúa unglingnum af þeirri braut sem hann er á. Unglingar fara heldur ekki beint af götunni á meðferðarheimili, heldur fara þeir fyrst í 4–6 vikna greiningarvistun á Stuðlum.“ Guðrún segir að gagnrýni í vinnslu barnaverndarmála um of mikla skrif- finnsku sé skiljanleg. „Foreldrum, sem horfa á eftir börnum sínum í fíkni- efnaneyslu, finnst þetta auðvitað ganga of hægt og vissulega er þessi málsmeðferð tafsöm. Barnaverndaryfirvöld og lögreglan bregðast hins vegar eins skjótt við og hægt er. Oft er ástandið hins veg- ar orð- ið mjög al- varlegt þeg- ar loks er ætlast til að við grípum í taumana.“ Úrræði inni á heimilum | Guðrún segir að í bígerð sé að taka upp svokallað MST- kerfi hér á landi að fyrirmynd Bandaríkjamanna. Norðmenn hafi einnig notað þessa aðferðafræði undanfarin ár með góðum árangri, þar sem lögð er sífellt minni áhersla á stofn- anavistun unglinga, en þess í stað tekin upp öflug úrræði inni á heimilum. „MST gengur út á að styrkja foreldra í hlutverki sínu. Þær fjöl- skyldur sem taka þátt hafa aðgang að stuðningi allan sólarhringinn, í fjóra mánuði. Sveitarfélög, þar sem þetta kerfi er við lýði, skuldbinda sig til að veita MST- fjölskyldum forgang að allri þjónustu, til dæmis stuðningi við börnin í skóla. Aðaláherslan er lögð á að skipta um hlut- verk inni á heimilunum, að foreldrarnir sýni unglingnum sínum að þeir ráði, en ekki unglingurinn. Þetta hefur gefist vel.“ Löng saga að baki afbrotum FORELDRAR RÆKTA GLÆPAMANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.