Morgunblaðið - 19.10.2004, Qupperneq 18
18 | 17.10.2004
„ Í þessari dagförðun frá BOURJOIS er grænn augnskuggi í
aðalhlutverki og notaður í bland við aðra náttúrulega tóna.“
BOURJOIS er eitt elsta snyrtivörufyrirtæki íFrakklandi. Upphaf fyrirtækisins má rekjaallt til ársins 1863 þegar Alexander Napo-
leon Bourjois fann upp nýja og betri förðun fyrir
leikkonur Parísarborgar. Sviðsförðunin þótti marka
tímamót, þar áður þekktust einungis förðunarvörur
sem voru þykkar og klístruðust auk þess að hafa
eyðileggjandi áhrif á húðina.
Í gegnum árin hefur BOURJOIS einsett sér að
framleiða góðar snyrtivörur á lágu verði, en einnig
lagt mikið upp úr að vera skrefi á undan öðrum fyr-
irtækjum þegar kemur að nýjungum og litum.
Haustlínan frá BOURJOIS, sem ber nafnið Tísku-
pjattrófan (Trendy Dandy), er hönnuð fyrir djarfar
og fágaðar konur sem eru ófeimnar við að end-
urtúlka stíl sinn með skírskotun til karlmennsk-
unnar. Þessar kvenlegu konur klæðast m.a. karl-
mannlegum drögtum, djörfum litum, klassískum
hvítum skyrtum, rykfrökkum og nota litina frá BO-
URJOIS til að skapa svipmikið útlit sem minnir á
eftirstríðsárin (fimmta og sjötta áratug síðustu ald-
ar).
Þrír augnskuggar eru nýir í haustlínunni; Pastel
Lumiére Violet blámengaður bleikur sem skerpir
augun, Jaune Illuminateur bronslitaður grænn sem
fangar ljósið og Kaki Étonnant gylltur sem eykur
kraft augnanna. Bronsliturinn er notaður með þeim
gyllta og blámengaði bleiki með svörtum. Þessi
áhersla á tvo ólíka tóna endurspeglar andstæður
kvenleikans og karlmennskunnar og leiðir af sér
óvænta og eftirtektarverða förðun.
Augabrúnir eru í tísku! | Elma Diego förðunar-
meistari hjá Halldóri Jónssyni segir kvöldförðunina
frá BOURJOIS einkennast af miklum glamúr en
dagförðunina mun náttúrulegri þar sem brúnir og
gylltir litir eru í aðalhlutverki. ,,BOURJOIS gefur
marga möguleika þegar kemur að litavali og er á
mjög góðu verði þannig að auðvelt er að bæta í safn-
ið eða skipta um liti. Það sem skiptir ekki síður máli
er að vörumerkið á sér rúmlega aldar gamla hefð
fyrir framleiðslu á góðum snyrtivörum. Litirnir eru
m.a. bakaðir og brotna því síður. Auk þess er hægt
að bleyta upp í þeim sem gerir litina skarpari og
eykur fjölbreytileikann,“ segir hún.
Hvað varðar förðunina sjálfa segir Elma: „Auga-
brúnir eru í tísku en þær eiga að vera mótaðar!
Mikilvægt er að eiga augnblýant í sama lit og dekksti
augnskugginn sem notaður er til skyggingar á aug-
un. Mikilvægt er að dreifa augnblýantinum með
þurrum pensli. Augnskugginn er svo notaður dökk-
ur við augnhvarmana og ljós upp við brúnirnar.
Gloss verður afar vinsæll í haust enda skiptir miklu
máli að ná fram þessum mjúka kvenleika,“ segir
Elma.
Fyrirsætur: Klara Thorarensen og Anna Rakel. Förðun: Elma
Diego Fatnaður Klöru: Park, Kringlunni. Fatnaður Önnu Rakel-
ar: Zara, Smáralind.
LEIKUR AÐ ANDSTÆÐUM
„Glamúr einkennir kvöldförðunina í haust. Hér er áhersla lögð
á tvo ólíka tóna, bleikan og svartan. “
FÖRÐUN | ELÍNRÓS LÍNDAL
Það heitasta í förðun hjá
MAC um þessar mundir er að
lýsa upp andlitið með gull-
eða silfurpúðri sem gefur
húðinni fallegan ljóma.
L
jó
sm
yn
di
r:
Á
rn
i S
æ
be
rg