Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 10
10 | 17.10.2004
og hins staðlaða andrúmslofts nútímans, þar sem allir hugsa eins og haga sér eins –
eftir forskrift tísku, sérfræðisamfélags og þrýstihópa. Mér varð ljóst að snöggu
blettirnir í lífi okkar höfðu verið þurrkaðir út og í staðinn blasti við mynd sem var
bæði sæt og súr,“ segir hann.
Upp úr þessu varð ekki aftur snúið. Smátt og smátt urðu til textar við fleiri ljós-
myndir úr safni afa Sigurðar Gylfa. „Ég tók að rita um fleiri myndir og hafði það
sem hliðarverkefni að horfa á hverja mynd fyrir sig í nokkrar vikur og draga fram
eitthvað sem tengdist efni ljósmyndarinnar og skrifa um það,“ segir Sigurður, „ég
ýtti markvisst frá mér hugmyndum sagnfræðinga um sannfræði heimilda og gaf til-
finningunum lausan tauminn. Í stað þess að leita eftir
upplýsingum um fólkið sem var að finna á myndunum
þá reyndi ég að veita athygli þeim tilfinningum sem
bærðust í brjósti mínu er ég horfði á hverja ljósmynd.“
Þessir textar mynda kjarnann í bókinni Snöggir blett-
ir. En þó svo að Sigurður Gylfi leggi áherslu á að grafa
undan tengslum sagnfræðinnar og þeirrar aðferðar sem
hann beitir við ritun bókarinnar má sjá að hann er ekki
fjarri nýjum tilraunum sem hafa verið í þróun á undanförnum árum innan íslenska
einsöguskólans.
„Í rannsóknum mínum hef ég unnið með nýja hugmynd sem ég nefni „einvæð-
ingu sögunnar“. Hún felst í því að horfa eingöngu á þær einingar (sem oftast eru
litlar) sem fræðimaðurinn hefur til umfjöllunar, án þess að tengja þær við stærri
heildir,“ segir hann. „Hugmyndin er einfaldlega sú að kanna hvers konar þekkingu
er hægt að vinna með þegar ein heimild; skjal, bréf, myndverk eða ljósmynd er til
skoðunar og hvort sú þekking sé ekki jafngóð í eigin samhengi eins og í tengslum
við stærri heild. Þessar hugmyndafræðilegu tilraunir hafa verið unnar samhliða því
að ég hef verið að horfa á myndir afa míns og rýnt í huglægt samhengi þeirra.“
Bók Sigurðar Gylfa, Snöggir blettir, minnir á ferðalag frá 18. öld yfir á þá 21.
Hún er einskonar tilraun til að fanga ferðalag tilfinninga í texta og mynd. „Bókin
er óður til jaðarmenningar og stöðu mannsins í heiminum,“ segir Sigurður Gylfi.
„Hverjir lenda utangátta og hvert er framlag þeirra sem þannig er ástatt fyrir til
samfélags sem hafnar tilvist þeirra? Hverju höfum við þá glatað í lífi okkar nú þeg-
ar búið er að gjörhreinsa samtíðina af fornum „kvillum“, fólki sem lagðist í ævi-
langt flakk? Sýn þessa fólks var greinilega önnur en samferðamannanna og skiln-
ingurinn á hugtökum eins og frelsi og réttlæti af öðrum toga en hinna sem fetuðu
þekkta slóð hins borgaralega lífs. Þetta virðist afi minn, góðborgarinn, hafa numið
og velt fyrir sér á sinn hljóðláta hátt.“
Ljósmyndirnar eru sláandi og óvenjulegar, en það vekur einnig athygli að bókin
er nokkurs konar sjálfsævisaga Sigurðar Gylfa. Bókin er
innan hefðbundinna kvía sjálfsævisagna og höfundurinn
stígur sjálfur á afgerandi hátt inni í frásögnina. Verkið
kemst þannig í hóp bóka sem hafa markvisst unnið að
endursköpun sjálfsævisöguhefðarinnar á Íslandi. En
Snöggir blettir er ekki eina bókin sem Sigurður Gylfi
gefur út núna, því önnur kemur síðar í haust, hún er
fræðileg greining á sjálfsævisöguhefðinni hér á landi. Sú
bók nefnist Fortíðardraumar og er mikil að vöxtum; fjallar um ólíkar tegundir
sjálfsbókmennta og margvísleg birtingarform þeirra.
Snöggir blettir? | En hvers virði eru snöggir blettir? „Ég hef komist að þeirri nið-
urstöðu að lífið væri afskaplega lítils virði ef okkur tækist í raun og veru að fela allt
sem gerir okkur að manneskjum – en það hefur því miður verið tilhneigingin í nú-
tímasamfélagi,“ segir Sigurður Gylfi, „spurningin er bara hversu langt við viljum
ganga!“
Við þurfum að hugleiða hvernig auðga megi mannlífið. „Það gerum við örugg-
lega ekki með því að líta öll eins út … geðhreinsun, gerhreinsun, gerilsneyðing …
hverju töpum við með því að velja ævinlega steypta mótið?“
Undarlegu fólki, jaðarmenningu … | guhe@mbl.is
„Lífið væri afskaplega lítils
virði ef okkur tækist í raun
og veru að fela allt sem gerir
okkur að manneskjum,“
segir Sigurður Gylfi.
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg
„Listamaðurinn reynir
að hylja snögga bletti í
verki sínu, öfugt við ráð-
andi öfl sem neita að
horfast í augu við þá.“