Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 20
20 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004 Sam Raimi, sem skaust upp áfrægðarhimininn fyrir að hræða líftóruna út úr bíógestum, sem hand- ritshöfundur, leikstjóri og framleið- andi sígildu hryllingsmyndarinnar The Evil Dead frá árinu 1981, ætlar að endurgera myndina, að sögn Daily Variety. Raimi ætar að gera myndina með fyrirtæki sínu Ghost House Pictures með framleiðslufyrir- tækinu Senator International og framleiðendum fyrstu myndarinnar, Rob Tapert og Bruce Campbell. Í The Evil Dead er fylgst með fimm vinum, sem dvelja í kofa í skógi og lenda vægast sagt í hræðilegum at- burðum. Yfirgengilegt ofbeldi, góð myndataka og fullt af blóði hjálpuðu myndinni að verða neðanjarðarsmell- ur og hleypti ferli Raimi af stokkun- um. Raimi er upptekin við að undirbúa Spider-Man 3 og ætlar ekki að leik- stýra endurgerðinni sjálfur. „The Evil Dead er mjög sérstök mynd fyrir Sam, Rob, Bruce og hryll- ingsmyndaaðdáendur og við ætlum að endurgera hana vel. Við ætlum að fylgja upphaflegu formúlunni og gefa áhorfendum nógan hrylling. Við bú- umst við að þetta verði smellur,“ sagði Joe Drake, framkvæmdastjóri Senator International.    Colin Firth hefur ekki áhuga á aðleika herramann Bridget Jones á ný en hefur ekkert á móti því að fara í smóking njósnarans með núm- erið 007. „Sem stendur get ég ekki hugsað mér neitt sem ég hef minni áhuga á,“ sagði Firth um möguleik- ann á því að gera þriðju Bridget Jon- es-myndina. Hann sagði í samtali við tímaritið Entertainment Weekly að hann myndi alvarlega hugleiða að taka að sér hlutverk James Bond. „Enginn hefur haft samband við mig en ég hefði alls ekkert á móti því,“ sagði Firth, sem hefur ekki áhuga á mjúkum hlutverkum um þessar mundir. „Ég vil leika eitthvað þyngra og er í þannig stemmningu.“ Colin Farrell segist hinsvegar ekki hafa áhuga á hlutverkinu þótt hann sé valkostur Pierces Brosnan.    Robin Williams, sem hefur unniðGolden Globe-verðlaun fimm sinnum, fær Cecil B. DeMille- verðlaun fyrir ævistarf í kvikmynd- um á verð- launahátíðinni í janúar. Holly- wood Foreign Press Association, sem afhendir Golden Globe- verðlaunin, sagði að Williams, sem er 52 ára, fengi verðlaunin vegna „einstaks fram- lags til skemmtanaiðnaðarins.“ Áður hefur hann hlotið verðlaunin fyrir The Fisher King, Good Morn- ing, Vietnam, Mrs. Doubtfire, Alladin og Mork & Mindy. Til viðbótar hefur Williams verið tilnefndur sex sinnum, m.a. fyrir Dead Poets Society og Good Will Hunting en fyrir síð- arnefndu myndina hreppti hann Ósk- arsverðlaun. Ennfremur var tilkynnt að Kathr- yn Eastwood, 16 ára dóttir Clints Eastwood, verði Miss Golden Globe, og hjálpi til við afhendingu verðlauna. Samkvæmt hefð er Miss Golden Globe dóttir Hollywoodstjörnu og áð- ur hafa m.a. Melanie Griffith, Laura Dern og Joely Fisher gegnt þessu hlutverki. Erlendar kvikmyndir Sam Raimi Hugh Grant, Renée Zellweger og Colin Firth Robin Williams Íhvert sinn sem Eddu-verðlaun eða annarskonar verðlaunahátíð er sýnd í beinni út-sendingu í sjónvarpinu heyrast allháværarraddir kverúlanta sem ná ekki upp í nefið á sér af hneysklan yfir því hversu leiðinlegt þetta sjónvarpsefni er. Eins og það sé einhver fyrirfram gefin staðreynd að slíkar verðlaunahátíðir eigi að vera eitthvað skemmtilegar áhorfs. Ég er einn þeirra sem ekki má missa af slíku sjónvarpsefni og reyni alltaf að halda mér vakandi yfir öllum þessum Óskurum, Gólden Glóbum, Emmíum og MTV-um. Það er bara eitthvað sem togar í hinn menningarsinnaða íþróttaunnanda, þegar lista- mönnum er att saman í kappleikjunum sem verð- launaathafnir á borð við Edduna eru. En nær undantekningarlaust verð ég svo fyrir sárum von- brigðum og lýsi yfir að ég muni aldrei framar leggja það á mig að snúa við sólarhringnum fyrir svo ómerkilegt sjónvarpsefni. Eintómt plast og prjál, langar og ófyndnar ræður, pínlegur vand- ræðagangur (einkum íslenskt fyrirbrigði) lummuleg dansatriði og barnalega rétthugsaður pólitískur áróður. En allt kemur fyrir ekki. Næst þegar sýnt er beint frá verðlaunahátíð, þá er ég límdur fyrir framan tækið, bíð spenntur eftir úrslitum í lista- mannakappleiknum. Hvers vegna? Ætli það sé ekki fyrst og síðast vegna þess einmitt að um beina útsendingu er að ræða, óvissu um það hver vinnur, líkt og þegar sýnt er beint frá íþróttakappleik. Og hvers vegna verður maður þá fyrir vonbrigðum? Vegna þess að nær undantekningarlaust kemur ekkert á óvart. Allir sigrar nákvæmlega eftir bókinni, eins og spáð hafði verið. Þeir vinna sem „áttu“ að vinna skv. einverjum fyrirfram ákveðnum sögu- þræði. Þetta gerðist á Eddunni í ár – og gerist reyndar alltaf á Eddunni. Ein kvikmynd sem allir virðast einhverra hluta vegna vera orðnir sammála um að sé mynd ársins sópar að sér öllum helstu verð- launum og engin önnur virðist eiga séns; hvorki fyrir leik, stjórn né tæknivinnu. Í fyrra var það Nói albinói sem sameinaði akademíuna, þar á undan Hafið, þá Mávahlátur og Englar alheims- ins. Í ár vissu allir að hin ágæta mynd Hilmars Oddssonar Kaldaljós myndi rúlla upp Eddunni og það gekk svo sannarlega eftir. Svo gott sem ekk- ert kom á óvart og enginn sat því spenntur yfir Eddunni, sem er forsendan fyrir því að slíkur við- burður – sem vel að merkja á sannarlega rétt á sér – sé gott og spennandisjónvarpsefni. En ég mun samt örugglega sitja límdur við tækið að ári, horfa á Edduna og verða lítt brugðið yfir úrslitum. Þarna þekki ég þig, Edda Morgunblaðið/Jim Smart Eddu-sigur Hilmars Oddssonar var verðskuldaður en kom ekkert á óvart. Sjónarhorn Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is ’Það er bara eitthvað sem togar í hinn menningarsinnaðaíþróttaunnanda, þegar listamönnum er att saman í kapp- leikjunum sem verðlaunaathafnir á borð við Edduna eru. ‘ Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaðurkomst að því að lífið í Austur-Evrópu varekki eins grátt og hann hafði séð fyrirsér. „Maður hafði alltaf þessa mynd af Austur-Evrópu, sem gráu og leiðinlegu samfélagi. Hinsvegar komst ég að því þegar ég fór að gera myndina að til voru hlutir í austrinu sem voru mjög skemmtilegir, geggjaðir og ögrandi.“ Múrinn er önnur mynd Ólafs í heimildarmynda- þríleik hans um Berlín en fyrsta myndin nefnist Nonstop og er frá árinu 1998. Ólafur vinnur einnig að þríleik um Reykjavík og hef- ur þar lokið Braggabúum sem var frumsýnd árið 2001 og utangarðsmannasögunni Hlemmi frá árinu 2002, sem vakti mikla athygli. Myndin segir sögu Jans Sputniks og félaga hans í pönkbandinu Der Demokratische Konsum. Lífið var ekki grátt heldur var mikið um partí, ólöglegar myndlistarsýningar og háværa tónleika. Meginhluti myndarinnar gerist fyrir fall múrs- ins. Sagan byrjar um 1983 og lýkur í dag en spann- ar að mestu um tíu ár. „Stór hluti af þeim sem voru í pönksenunni til að byrja með lenti í fangelsi. Margir lentu í margra ára fangelsi eða voru reknir úr landi,“ segir hann en senan fór í gang í Austur- Berlín uppúr 1980. „Það að vera í pönkbandi var ekki ögrandi á sama hátt og á Íslandi, það var miklu meira í húfi fyrir þetta fólk,“ segir Ólafur. „Þeir sem þóttu eitthvað óþekkir og yfirvöld töldu vera sér andsnúna, voru oft reknir úr vinnu eða skóla, en það var ólöglegt að vera atvinnulaus í Austur-Þýskalandi. Þeir sem það voru töldust vera „asozial“ eða andþjóðfélagslegir og það var hægt að dæma menn í margra ára fangelsi fyrir vikið. Leynilögreglan Stasi sá til þess að það fólk sem taldist óæskilegt fengi hvergi vinnu eftir að búið var að reka það, sem síðan var notað sem átylla til að fangelsa menn og reka úr landi. Þessi möguleiki var alltaf fyrir hendi, en um leið gerði það pönksen- una meira spennandi, því ögrunin var nátengd raunverulegri áhættu.“ Minnti á Ísland Ólafur kom til Berlínar árið 1988, ári áður en múr- inn féll. „Ég upplifði Berlín eins og hún var áður en múrinn féll. Maður kom til Austur-Berlínar og manni fannst maður vera að ganga tuttugu ár aftur í tímann. Þetta minnti afskaplega mikið á Ísland á sjöunda áratugnum,“ segir Ólafur, sem fæddur er 1960, og bætir við að Íslendingar og Austur- Þjóðverjar hafi náð vel saman. Ólafur hafði heyrt af Jan og þótti málið spenn- andi. „Ég ákvað að hafa samband við hann og síðan vatt þetta uppá sig,“ segir hann. „Það varð mikil vinátta á sínum tíma milli Jans og hluta af þessari klíku og íslenskum námsmönnum sem voru hérna uppúr miðjum níunda áratugnum.“ Ekki margir möguleikar voru fyrir fólk að kom- ast úr landi. „Það var mjög erfitt að komast úr landi á löglegan hátt. Menn gátu sótt um leyfi til að flytja frá Austur-Þýskalandi en það kostaði margra ára erfiðleika, ekki aðeins fyrir viðkomandi heldur líka ættingja hans og oft á tíðum fangelsisvist. Einn besti möguleikinn var að giftast úr landi, helst út- lendingi,“ segir Ólafur. „Vinur Jans hafði sótt um brottfararleyfi og komst yfir þessa löglegu leið og leitaði síðan stíft að konu á börum og í diskótekum í Vestur-Berlín til að giftast Jan. Fyrir tilviljun rakst hann á hóp af ís- lenskum námsmönnum eitt kvöldið. Ein af stúlk- unum, Dóra Magnúsdóttir, giftist síðar Jan,“ segir hann en varpað er ljósi á atburðarásina í myndinni. „Þegar Jan gifti sig þurfti hann að fljúga frá Aust- ur-Berlín til Íslands til að komast til Vestur- Berlínar, þetta var ekki manneskjulegt kerfi.“ „Annar góður vinur minn, Halldór Hauksson, giftist síðan kærustu Jans, svo hún kæmist yfir. Það urðu mjög náin tengsl til þarna, tengsl sem eru enn til staðar í dag. Bæði Halldór og Dóra eru í sambandi við Jan.“ Viðtöl og góðir sagnamenn Myndin er byggð upp á svipaðan hátt og Bragga- búar. „Myndin er byggð upp á viðtölum, gömlum ljósmyndum, þónokkuð af pönktónlist, kvikmynd- uðu efni og svo framvegis. En þetta eru aðallega frásagnir. Ef maður hefur góðan sagnamann þarf maður ekkert mikið meira,“ segir Ólafur, sem hef- ur gjarnan rannsakað mannlegt eðli og utangarðs- fólk í myndum sínum. Miklar breytingar urðu á kerfinu þegar múrinn féll. „Samfélagskerfið í austrinu hrundi meira og minna á einni nóttu. Menn urðu hálfmanískir og all- ir vildu græða,“ útskýrir hann. „Jan ætlaði að ná tiltölulega snögglega í pening, meðal annars með því að gerast vopnasali. Síðan varð það of mikið og hann fór yfirum af því,“ segir Ólafur en saga Jans er ramminn í myndinni en alls er rætt við fimm manns. „Jan fór í leit að sjálfs- lækningu að sigla á ánni Spree, sem rennur í gegn- um Berlín, í leit að friði.“ Saga einstaklinganna Myndin segir sögu Jans en líka söguna um endalok Austur-Þýskalands. „Greint er frá falli múrsins útfrá sögu einstaklinganna en þessi stóra saga er í bakgrunni,“ segir Ólafur og bætir við að ein- staklingar, sem upplifi sögulega viðburði, átti sig ekki alltaf á þeim þegar þeir gerast. Eins og áður segir vinnur Ólafur að tveimur þrí- leikum. Hann fjallaði um fortíðina í Braggabúum, „hluta af samtímanum, sem fólk hefur litið framhjá“ í Hlemmi. „Ég er með tvær hugmyndir um þriðju myndina en veit ekki hvora ég næ að framkvæma. Það er frekar þetta venjulega fólk og framtíðin sem ég er að pæla í þar.“ Hvað með næstu Berlínarmynd? „Ég einfaldlega bíð eftir að hugmyndirnar komi til mín en það verð- ur líka eitthvað svipað þar. Ég er uppteknari af samtímanum og framtíðinni, augnablikinu en for- tíðinni,“ segir hann. Allar þessar myndir eiga eitt sameiginlegt. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á fólki og manneskjum. Stundum liggja stórir sögulegir atburðir að baki en ég hef einbeitt mér að sögu einstaklinganna.“ Klofinn milli tveggja staða Ólafur hefur meira og minna verið búsettur í Berlín frá 1988 með þeim undantekningum að hann hefur gert myndir á Íslandi og unnið sem leiðsögumaður á sumrin. Hann er sjálfur að hluta til utangarðs- maður. „Ég hef verið að þvælast milli Berlínar og Reykjavíkur. Maður verður hálfklofinn og á heima á báðum stöðum en tilheyrir hvorugum full- komlega. Myndirnar eru ákveðin leið fyrir mig til að átta mig á þessum stöðum sem ég bý á og því að vera Íslendingur.“ Þetta getur hagnast Ólafi sem kvikmyndagerð- armanni. „Þetta er kostur á vissan hátt. Í báðum tilvikum sér maður pínulítið með augum gestsins. Fyrir mann sjálfan er það tætandi að vera að flækj- ast á milli en þetta er nútíminn að einhverju leyti.“ Múrinn var frumsýnd síðasta vor, á alþjóðlegri heimildarmyndahátíð í München í maí og var sýnd í þýsku sjónvarpi í lok október. Hér verður hún frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, í Regnboganum klukkan 18 á morgun, sunnudag. Myndin er með þýsku tali og verður sýnd með enskum texta. Ólafur verður viðstaddur frumsýninguna og svarar spurningum áhorfenda. Pönk í Berlín Ný heimildarmynd eftir Ólaf Sveinsson kvik- myndagerðarmann verður frumsýnd á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á sunnudag. Myndin heitir Múrinn og segir söguna af falli Berlínarmúrsins og breytingum í Austur- Þýskalandi með augum einstaklinganna. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Myndin segir sögu Jans Sputniks og félaga hans í pönkbandinu Der Demokratische Konsum. „Það að vera í pönkbandi var ekki ögrandi á sama hátt og á Íslandi, það var miklu meira í húfi fyrir þetta fólk,“ segir Ólaf- ur m.a. í viðtalinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.