Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 23
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004 | 23 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: After the sunset Bad Santa Pönkið og Fræbbblarnir  (HJ) The forgotten  (SV) Kafteinn Skögultönn Háskólabíó Bridget Jones – The edge of reason Ladder 49 Shall we Dance  (HJ) Wimbledon  (HJ) Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Laugarásbíó Bridget Jones – The edge of reason After the sunset Sky captain and the world of tomorrow  (HJ) Kafteinn Skögultönn Shark Tale Líf og fjör á Saltkráku Regnboginn Bad Santa After the sunset The forgotten  (SV) Alien vs. Predator  (HJ) Dís  (HJ) Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Bridget Jones – The edge of reason Mindhunters The Grudge After the sunset Alien vs. Predator  (HJ) Ladder 49 A Cinderella Story Two brothers  (HL) Wimbledon  (HJ) Shall we dance  (HJ) Shark tale Gauragangur í sveitinni Smárabíó Bad Santa After the Sunset The forgotten Alien vs. Predator Blindsker  (SV) Pokémon 5 (HL) Grettir/Garfield  (SV) Myndlist Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. jún. Árskógar 4: K.AND sýnir óð til Íslands. Út nóvember. Deiglan: Jónas Viðar, Vatn. Gallerí +: ALDREI – NIE – NEVER þriðji hluti. Til 5. des. Gallerí 101: Daníel Magn- ússon – Matprjónagerð lýð- veldisins kynnir: Innihald heimilisins. Til 27. des. Gallerí Banananas: Haraldur Jónsson, Portið í okkur öllum. Gallerí Dvergur: Anke Siev- ers – „Songs of St. Anthony and Other Nice Tries.“ Til 5. des. Gallerí Fold: Guðrún Indr- iðadóttir, Ingunn Erna Stef- ánsdóttir og Áslaug Höskulds- dóttir – „Þrjár af okkur“ M.J. Levy Dickinson – Vatns- litaverk. Gallerí i8: Kristján Guð- mundsson sýnir „Arkitektúr“ í i8. Til 18. des. Gallerí Sævars Karls: Hjörtur Marteinsson – „Ókyrrar kyrralífsmyndir“. Gallerí Tukt: Illgresi. Gallerí Veggur, Síðumúla 22 | Kristján Ingi Einarsson sýn- ir „Ásjónur“, ljósmyndasýning á offsetprentuðum mannlífs- myndum. Til 31. des. Gerðarsafn: Úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Til 19. des. Gerðuberg: Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og and- inn.“ Grafíksafn Íslands: Eitthvað? Hafnarborg: Jóna Þorvalds- dóttir og Izabela Jaroszewska – Á mörkum veruleikans/Úr djúpinu. Boyle-fjölskyldan – Ferð að yfirborði jarðar. Til 29. nóv. Hallgrímskirkja: Haustsýning Magdalenu Margrétar Kjart- ansdóttur í fordyri kirkjunnar. Til 25. nóv. Hólmaröst: Jón Ingi Sig- urmundsson – olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista, Hafnarfirði: Sól- veig Eggertz Pétursdóttir – Landslagsmyndir. Til 14. des. Hrafnista, Reykjavík: Lista- konurnar Guðleif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Karítas Sölvadóttir, Jóna Stef- ánsdóttir, Kristjana S. Leifs- dóttir og Sólveig Sæmunds- dóttir. Hönnunarsafn Íslands, Garða- torgi: Sænskt listgler, þjóð- argjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kaffi Sólon: Kristín Tryggva- dóttir sýnir olíumálverk – „Leikur að steinum“. Ketilhúsið, Listagili: Anna Richardsdóttir sýnir tíu ára al- heimshreingjörning um helgina. Sýningin er gerð í samstarfi við fólk um allan heim undanfarin tíu ár. Kunstraum Wohnraum: Alda Sigurðardóttir, Landslags- verk. Til 28.1. 2005. Listasafn Akureyrar: Patrick Kuse – Encounter. Til 11. des. Listasafn ASÍ: Erling Þ.V. díll.“ Björk Guðnadóttir – „Ei- lífðin er líklega núna.“ Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Slunkaríki: Heimir Björgúlfs- son og Jonas Ohlsson. Stendur til 28. nóv. Thorvaldsen: Linda Dögg Ólafsdóttir – „–sKæti–“. Tjarnarsalur Ráðhúss: Sýn- ingu Heidi Strand á text- ílverkum lýkur nú um helgina. Þjóðminjasafnið: Gleym-mér- ei, ljósmyndasýning. Leiklist Austurbær: Vodkakúrinn, lau. Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína Langsokkur, sun. Belg- íska Kongó, sun. Screensaver, sun. Broadway: Með næstum allt á hreinu, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Úlf- hamssaga, lau. Íslenska óperan: Sweeney Todd, sun. Litla stúlkan með eldspýturnar, lau., sun. Leikfélag Akureyrar: Ausa og Stólarnir, lau. Loftkastalinn: Hinn útvaldi, sun. Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Böndin á milli okk- ar, lau. Þetta er allt að koma, lau. Svört mjólk, lau, sun. Nítján hundruð, lau., sun. Klingenberg og David Diviney – Ertu að horfa á mig? / Are you looking at me? Sara Björnsdóttir: Ég elska tilfinn- ingarnar þínar. Til 5. des. Listasafn Árnesinga: Tumi Magnússon, innsetning. Listasafn Íslands: Ný íslensk myndlist, Um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjanesbæjar: Valgarður Gunnarsson, „Ei- lífðin á háum hælum“. Til 5. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Yf- irlitssýning. til 27. feb 2005. Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir: Alþjóðleg textílsýn- ing. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Grænlenska listakonan Isle Hessne. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir. Til 6. des. Mokka-kaffi: Tómas Ponzi – Smámyndir úr skissubók. Til áramóta. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex myndlist- arnemar sýna. Norræna húsið: Vetrarmessa. Til áramóta. Nýlistasafnið: Ráðhildur Inga- dóttir – „Inni í kuðungi, einn ÉG TAFÐIST eftir að sýningu lauk. Þurfti svo að leita að vinkonu aftast í salnum, hún var farin, en eftir sat Magga ein og grét. Það var svo fallegt, sagði hún. Tónlist er hennar ástríða. Og um tónlist og endanleika hennar, ástríðu, vináttu, ímyndunaraflið,og hvað manneskjan vill skapa úr því takmarkaða rými sem henni er útdeilt í tilverunni, fjallar Nítjánhundruð, verk ítalska höfundarins Alessandro Baricco sem nú er sýnt á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins. Í forsalnum hefur Melkorka Tekla Ólafs- dóttir, leikstjóri sýningarinnar, ákveðið að setja upp þennan einleik, sem höfundur hefur sjálfur lýst svo: „Ég veit nú ekki hvort ég hef skrifað leikrit, mér finnst textinn liggja miðja vegu milli þess að vera leiksýning og smásaga til upplestrar.“ Þar eru áhorfendur settir notalega niður við borð og á gólfinu í enda sal- arins er með fáeinum hlutum: Stóru dyrunum inní salinn, nokkrum trékössum, hangandi reipum, fjórum kýraugum (kösturum ljósa- meistarans: Björns Bergsteins Guðmunds- sonar) búinn til heimur skips og hafs. Leik- stjóri hefur notið við það aðstoðar Högna Sigurþórssonar myndlistarmanns og er heim- urinn sem þau og ljósameistari skapa í senn einfaldur, stemningsfullur, þénanlegur og greinir sögumanninn frá áhorfendum sem eru á sama plani í rýminu og hann. Melkorka hefur valið að leggja höfuðáherslu á mannlega hlýju og ljóðrænu sögunnar. Jó- hann Sigurðarson túlkar því saxófónleikarann sem vinalegan,viðkvæman, opinn mann sem með miklum hraða í „svingi“ jassins byrjar að segja okkur frá hinum sérstæða vini sínum Nítjánhundruð, píanósnillingnum sem fæðist og siglir alla ævi milli Evrópu og Ameríku á risastóru farþegaskipi. Jóhann bregður sér leikandi einnig í hlutverk Nítjánhundruð og fjölda annarra kostulegra persóna þegar hann segir þessa skemmtilegu sögu (í góðri þýðingu Halldóru Friðjónsdóttur) þar sem veruleiki og blekking renna stöðugt saman og hann hélt at- hygli minni allt til þunglyndislegra lokanna. En því er ekki að neita að Jóhann hefði get- að gert enn betur. Einkum hvað varðar sögu- manninn, því það virðist stundum sem það gleymist að saxófónleikarinn er fyrst og fremst sögumaður. Ópersónulegri og þurrari frásagnarmáti kynni til dæmis að hafa gert skilin stærri milli hans og sögunnar, en flæði þeirra í millum, (sem stytti auðvitað sýn- inguna!) var stundum of mikið til að ýmsar heimspekilegar vangaveltur hefðu tíma til að setjast að í huganum, jafnvel gerðist það að frásögn sögumanns litaðist af þeim persónum sem hann var að herma eftir. Það má líka spyrja sig þar sem leikarinn er á sama plani og áhorfendur af hverju leikstjórinn gekk ekki skrefið til fulls og nýtti sér ítalskar alþýðlegar leikhefðir? Braut upp, þegar við átti, blekk- inguna „skipið“ og skapaði raunveruleg tengsl á milli áhorfenda og sögumanns og styrkti þar með húmorinn í verkinu og ögraði leik- aranum? Tónlist Agnars Más Magnússonar er áhrifa- mikil og notuð hárrétt sem mótleikari Jóhanns en ekki einhver skreyting. En ég hefði jafnvel viljað fá meira af henni, bara henni, eiginlega miklu meira og þá í gegnum betra hátal- arakerfi. Melkorka er ungur leikstjóri, sem að sjálf- sögðu á ýmislegt eftir að læra og mætti vera djarfari; þeir sem þurft hafa að starfa á minni sviðum Þjóðleikhússins vita hins vegar að verk eins og hennar hafa þar ekki ætíð bein- línis forgang. En hún hefur vandað sig; ekki viljað fara ódýrar, auðveldar leiðir, valið, mjúka, stundum gamansama, fínlega leið að verkinu sem fékk nota bene Möggu til að gráta. Tvær myndir bættust því við sýninguna um kvöldið. Sú fyrri: Tárin hennar Möggu. Hin síðari: Leikstjórinn ungi, í skini kastaranna í framkallinu, háólétt á milli strákanna. Tákn um framtíð? – Sá tími sé kannski senn á enda að kvenleikstjórar séu dæmdir til að hírast í kjöllurum Þjóðleikhússins? Eftir sat Magga ein og grét María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart LEIKLIST Þjóðleikhús Eftir Alessandro Barrico í þýðingu Halldóru Friðjóns- dóttur. Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Að- stoð við útfærslu leikmyndar: Högni Sigurþórsson. Tónlist: Agnar Már Magnússon. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Leikari: Jóhann Sigurðarson Smíðaverkstæði, 18. nóvember 2004 Nítjánhundruð „Hann hélt athygli minni allt til þunglyndislegra lokanna,“ segir m.a. um leik Jóhanns Sigurðarsonar. „RAUÐU“ sinfóníutónleikarnir á fimmtudag voru undir síðrómantískum formerkjum með fornu sniði konsertforleiks í upphafi og stórrar hljómkviðu í lokin. Aka- demíski hátíðarforleikur Brahms Op. 80, þakklæt- isvottur hans fyrir heið- ursdoktorsnafnbót frá Breslárháskóla 1880, var efstur á blaði. Verkið varð vinsælt þegar í upphafi og er enn mikið flutt. Burtséð frá örlítið ósamtaka leik í byrjun var túlkun þess frískleg eins og aðalstjórn- andi SÍ á vanda til, þó að lokaklímaxinn við innkomu alþjóðlega stúdentasöngsins Gaudeamus igitur (Kætumst meðan kostur er) hefði kannski orðið áhrifameiri við aðeins meiri höfga í tempóvali. Vier letzte Lieder frá 1948 var svanasöngur Richards Strauss (1865–1949). Það er án vafa eitt tærasta verk þýzka orkestrunarsnillings- ins fyrir stóra hljómsveit og söngrödd og minnir að einlægri tilhöfðun jafnvel á heiðskír- ustu smíðar Mahlers, þrátt fyrir oft marg- slunginn rithátt. Sannkölluð upplifun var að söng danska sópransins Inger Dam Jensen, er hljómaði líkt og á algerum hátindi ferils síns. Röddin var geysifalleg – lék á fágætu jafnvægi milli blæbrigða helgimeyjar og vígreifrar val- kyrju – og snart mann allt til innsta leynihólfs sálarkytrunnar. Varla er ofsagt að tónleika- gestir hafi hér heyrt söngtúlkun á heims- mælikvarða. Aðeins má harma að steindauður kvikmyndasalurinn við Hagatorg gat að vanda ekki skilað fíngerðustu blæbrigðum á neðra tíðni- og styrksviði á við alvöru tónleikahús – jafnvel þótt hljómsveit og stjórnandi legðu sig alla fram um að veita þessari eftirminnilegu söngkonu sem mest svigrúm með sveigj- anlegum samleik í stórkostlegu verki. Lokaatriði kvöldsins var 1. sinfónía Edw- ards Elgars. Sem oftar þegar sjaldheyrð tón- verk eiga í hlut fengu áheyrendur ekki að vita hvort eða hvenær sinfónían var áður flutt hér á landi, og fer að verða anzi sláandi pukrið um jafnsjálfsagðar upplýsingar. Hljómkviðan í As-dúr Op. 55 frá 1908 var stór í sniðum bæði í breidd og lengd (50 mín.) Hið tignarlega fetandi „vals-mars“ stef upp- hafsins var lagrænt séð eftirminnilegasta tó- nefni verksins, enda skaut því víða upp í öðr- um þáttum allt til enda. Þó að áhrifin frá Wagner leyndu sér ekki í hnausþykkum rit- hætti Elgars, var um leið óvænt hraustlegur útivistarblær yfir verkinu, einkarlega fyrri hluta þess er SÍ lék með innlifuðum glæsibrag. Unnendur stórra tjábrigða fengu sannarlega fyrir sinn snúð þetta kvöld frá höfundi „Pomp and Circumstance“. Meðferð sinfón- íuhljómsveitarinnar (og ekki sízt lúðranna) var snörp og þjál við hæfi, enda stjórnandinn auð- heyrilega á heimavelli. TÓNLIST Háskólabíó Brahms: Háskólaforleikur. R. Strauss: Vier letzte Lieder. Elgar: Sinfónía nr. 1. Inger Dam Jensen sópr- an; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Rumons Gamba. Fimmtudaginn 18. nóvember kl. 19.30. Sinfóníutónleikar Rumon Gamba Ríkarður Ö. Pálsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.