Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 2
34 SUNNUDAGSBLAÐIÐ átta, en barátta, þar sem valdið er ekki þeirra megin, sem fleiri eru. Því að svona er baráttan, sem vestrænir menn verða að heyja í Algier, eins og í Kenya, í Rif, eins og í Indó-Kína; þetta eru berfættir hermenn sem borða ólívur, skera börn og fénað á háls, hermenn, sem búa í hellum og hafa frá byrjun yfirhöndina. Við höfum nokkra brynvarða bíla, en þeir hafa það, sem betra er : rétt- inn til að reka rýting í hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er, Þeir eiga í stríði á meðan við framkvæmum í rauninni í Algier „lögregluaðgerðir“ samkvæmt ströngustu ákvæðum hegningar- laganna. Hvað er annað hægt að gera ? Algier er, samkvæmt stjórnarskránni, stórt hérað í Frakklandi. Ef uppreisn brytist út í einhverju héraði í Ölpunum, mundum við ekki fara með stríð á hendur Alpahéruðunum, við kæinum ckki á „friði“ (því að um það væri ekki að ræða), heldur aðcins „reglu“. Þess vegna eru þessir 200.000 menn, sem nú eru í Algier, ckki þar, nema til að ynna af höndum sömu störf og lögreglan mundi gera í hverju því héraði Frakklands, þar sem alvarlcg verkföll stæðu yíir. Það er vegna þessa, sem ekki er opin- bci*t stríð í Algicr, þrátt fyrir sannaða íhlutun Arababandalags- ins, þrátt fyrir augljósar aðgerðir kommunista, þrátt fyrir hina lcynilegu útscndara Nassers, þrátt fyrir vopnascndingarnar frá Tri- poltaníu, þrátt fyrir hin eyddu þorp, fyrirsátirnar á vegunuxp, drápin í Kabylíu og bardagana í Aurés-fjöllum. Hernaðarástandi hefur ekki verið lýst yfir. Þó afsannar allt, sem maður sér eða snertir á Constantinois básléttunni allt að mörkum v>a]»arf>, 1‘Kiinnau friði;ð.nig. lilbúiV' ijtg. JíU'ðsprengjusvæði, skofpr, sem breytt hefur verið j virki, vopnaðir verðir o. f 1.; járnbraut- arlestin fer jafnvel ekki nema með þrjátíu kílómetra hraða á klukkustund af ótta við, að tein- arnir hafi verið teknir burtu og klefi eimreiðarstjórans er þryn- varinn. BÆNDURNIR GREIÐA SKATT TIL AÐ FÁ AÐ VERA í FRHOI. Þrátt fyrir opinbert bann við því að hafa með höndum skot- vopn, dettur engum í hug að fara nokkuð, án þess að hafa með sér skammbyssu í beltinu. Enginn bílstjóri hættir sér út fyrir borg- imar, án þess að vera vopnaður, og ef um lengri leið er að ræða, þá biður hann herinn um vernd. En bezta tryggingin fyrir því að vera í friði úti í sveitinni — og það gera flestir Arabarnir — er að hafa greitt uppreisnarmönn- unum skatt. Með þessu móti hafa sumir bændur í Algier komið því til vegar, að býlum þeirra er þyrmt. Þetta er sigur fyrir and- stæðinginn, sem með þessu lætur líta svo út, sem hann sé tekinn við af embættismönnum Frakka. Fellagharnir veita ■ sér jafnvel þann munað að gefa kvittanir mcð stimpibnerkjum, sem á er mynd hins íslamska hálfmána. Þeir, sem neita að greiða, eru t.eknir af lifi innan sólarhrings. Eigandi langferðabíla hafði ekki grcitt fellaghönum þá hálfu mil- Ijón franka, sem þcir heimtuðu, en þá voru tveir af bílum hans sundurskotnir og kveikt í þeim, en annar þcirra var að koma frá því að flytja pílagríma til Mekka. Þetta er raunveruleikinn og þetta er umhverfið, sem komið er út í, og það gerir háfleygar orð- ræður franskra hugsuða um ný- lendumál og stefnu Araba gagns- jausar. Það var barnalegt að gera Algier að aðalmáli kosninganna, þvi ^ð það er ekki lejigvjr um þaö sð ræða að vita hvort hægt sé að „komast hjá“ bardögum. Hlut- irnir hafa gengið hræðilega hratt fyrir sig. Ef til vill er það vegna þess, að uppreisnarmennirnir hafa lært lexíurnar úr stríðinu í Indó- Kína; ef til vill er það vegna þess, að við höfum gleymt þeim. Ófar- irnar í Indó-Kína snertu yztu taugar Frakklands, en það, sem gerist í Algier — 4 tíma flug frá París —, það kemur við hjartað. ískaldur og hvass norðanvind- ur hafði frá dögun ætt um svæð- ið, sem líkist mest tunglinu í ringulreið sinni, og nefnist Aures- fjöll. Aðgerðirnar höfðu hafizt um nóttina. Það var aðfaranótt 1. janúar. Graal ofursti, sem ver- ið hefur í bardögunum í Indó- Kína, var fyrirliði. Menn hans höfðu verið á göngu 72 klukku- stundir með tveggja daga matai'- forða, þegar fyrstu skotunum var hleypt af. Þeim létti nánast, því að þetta var sönnun þess, að loks- ins höfðu þeim verið gefnar rétt- ar upplýsingar. Baxdaginn stóð í þrjá daga og þrjár nætur í hræði- legu öngþveti í návígi og mcð hnefahöggum, sem minnti allt á riddaratímana. Síðan, þegar steini var ýtt burtu, komu í ljós djúp göng, sem nokkrir menn gengu inn. í með skammbyssur í hönd- um. Hvert herbergið tók við af öðru, þar til þeir komu inn í mitt fjallið og fundu þar risastóran helli, er líktist mcst helli Alí Baba, þar sem gat að líta tx’öll- auknar lu'úgur vista, klæða og vopna, tvö tonn af svkri, eitt tonn af kaki-klæði, fjögur tonn af kaffi, 6 000 riffilskot, grímu úr gasbindi, 500 kíló af sápu, nægar vistir til að standast mánaða um- sát. í einum af hliðarhellunum fundust í'afmagnslampar, gólf- teppi, varalitur. ritvél, skjalasafn — sennilega ætlað einbverjum foriugjaiujm til íbúðar. Aðgcrðir Gra^ls ofpj'sta og manna liaus eru ekki nema einn þáttur í

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.