Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 13
SUNNUDACSBLADID
45
Einn gegn ylirvöldunum
MATTY WAI.L var orðirtn
aldraður, og af þeirri ástæðu tók
hann )>að fyrir að reka veitinga-
sölu. Á slaginu klukkan 11 á
hverju kvöldi, að undanteknum
laugardagskvöldum, kom hann
fram í veitingastofuna og hengdi
spjald á hið sjálfspilandi hljóð-
færi, með áletruninni „I ólagi“,
og kippti svo innstungunni úr
sambandi.
Það var aðallega öl, sem Matty
seldi. Ciftir menn höfðu það til
siðs að setjast inn til hans með
konum sínum, þegar þeir komu
úr kvilunyndahúsunum, einkan-
lega á fimmtudögum. Síðdegis á
laugardögum komu aftur á móti
ýmsir sem vildu fá sér neðan í
því, og þá var það aðallega
whisky og vatn, sem fram var
borið.
Þannig gekk það fyrir sig hjá
Matty.
Fyrir kom að hann sæi álengd-
ar drukknar léttúðarfullar stúlk-
ur, en hann hafði lag á því að
láta slíkum gestum ekki geðjast
að veitingastofu sinni. Hann
fleygði þeim að vísu ekki á dyr,
því að til þess hefði hann þurft
aðstoð, en hann var venjulega
einsamall. Og hann lét þær ein-
ungis bíða afgreiðslunnar svo
lengi sem honum þóknaðist!
Hann var einsamall þetta
mánudagskvöld — mesta svall-
kvöld —, og hann var stöðugt að
líta á klukkuna, meðan hann las
kvöldblaðið, og óskaði með sjálf-
ura sér, að nokkrir blindfullir
gestir, sem voru í veitingasaln-
um, færu að drattast heim, svo
að hann gæti lokað.
Þegar Roy Morley kom inn,
Smúsaga
eftir
John 0‘Hara
varð hann ekki beinlínis lcvíða-
fullur, en hann gladdist heldur
ekkert yfir lcomu hans. Roy
Morley var eklci vanur að venja
komur sínar til Mattys, heldur
var þetta aðeins einn af viðkomu-
stöðum hans af mörgum, sem Roy
heiðraði með komu sinni á svona
kvöldi.
Roy Morley var mjög stór vexti
og í alla staði hinn karlmannleg-
asti. Þetta var ungur maður það-
an úr bænum, sem hafði leikið
knattspyrnu fyrir skóla sinn, og
síðan verið á knattspyrnuskóla,
sem þekktur var fyrir hina góðu
leikmenn sína. Morley lék um
skeið knattspyrnu með hóskóla-
liðinu, og síðar fyrir Fordham og
Lafayette. Hann átti að baki sex
ára háskólanám, en hafði ekki
lokið neinu embættisprófi. Hann
lék til reynslu með „Pottsville
Maroons“ og' „Frankford Yellow-
jackets“, en það var honum of-
raun, þegar þessi lið fóru að þjálfa
daglega, og þá tók hann að leika
með knattspyrnuliðum smærri
bæja. Var hann þá vanur að koma
til viðkomandi bæjar á sunnu-
dagsmorgni, og taka vígslu inn í
félag það, sem hann átti að leika
með, yfir einum eða tveimur kaffi-
bollum ó járnbrautarstöðinni.
Þegar hér var komið, var það,
sem hann fór að koma oftar og
oftar heim til fæðingarbæjar
síns, og þegar fólk — vinir for-
eklra lians — spurðu hann, hvað
hann gerði, hvaðst hann vera
bílasali. Hann seldi líka ólöglegt
áfengi.
En einn góðan veðurdag stóð
Roy Morley á horninu á Main og
Elm Streed í einkennisbúningi
og með einkennishúfu, skamm-
byssu, liandjárn og vasabók.
Ilann var orðinn lögregluþjónn.
Það var auðvitað frændi hans,
Roy Durant, varaforseti bæjar-
stjórnarinnar, sem hafði komið
honum í stöðuna. Roy Morley
breyttist að sjálfsögðu nokkuð
við þessa nýju stöðu, og nú eign-
aðist hann færri vini.
Öðru hvoru var hann vanur,
eins og þetta mánudags lcvöld, að
drekka sig fullann, og var þá á
þönum um allan bæinn. Hann
lagði það ekki í vana sinn að
koma til Matty Wall’s, en nú var
hann þó þar, klæddur brúnurn
fötum, sem voru honum full
þröng. Hann leit ekki út fyrir
að vera mikið drukkinn, en Matty
vissi, að hann var einn af þeim
drykkjuhrútum, sem ekkert.
breyttust frá fyrsta til síðasta
sopa.
„Whisky og vatn“, sagði hann
við Matty.
Matty setti flösku og vatns-
könnu á bardiskinn. Roy helti
sér elcki strax í glasið, en studdi
báðum höndum á barinn. Svo
brosti hann eins og hann ætlaði
að koma Matty þægilega á óvart
með eitthvað, og tók upp skamm-
byssu sína. Hann stakk hlaupinu
upp í sig, og þrýsti fingrinum ó