Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Blaðsíða 4
36 RUNNUDAGSI3LAÐIÐ hann stendur barnalegur, með armbandsúr á grönnum úlnlið. En Kerbadou lýgur ekki. Hann hefur skipulagt skyndiárásir. Hann var upphafsmaður fyrirsátar snemma s. 1. sumar, þar sem fjöldi manns var felldur og særður. Upplýs- ingar hans um innri óeirðir í neð- anjarðarhreyfingunni, kapp milli ætta og ættstofna og návist tveggja kommúnista : Laban og Lamrani, allt er þetta sannpróf- að. Það er hann, sem fylgir mönn- um Graals ofursta, 28. desember, til Ali Baba hellisins og gerir her- mönnunum kleift að ná ein- hverjum athyglisverðasta feng, sem um getur í Auresfjöllum: meðal þeirra, sem teknir voru, var Kabylíumaður einn, sem hafði í vasabók sinni lýsingu á ferða- laginu gegnum herbúðir í Lýbíu og skóla í Egyptalandi, nýja og óhrekjanlega sönnun á samstarfi Arababandalagsins og neðanjarð- arhreyfingarinnar í Algier. Kerbadou gafst upp, vegna þess að einn af keppinautum hans ætl- aði að drepa hann, og hann vissi það. Uppgjöf hans má telja aðferð Parlange til tekna. Thet liðsfor- ingi, sem vissi um ósamkomulag- ið, hafði vikum saman haft sam- band við Kerbadou fjölskylduna gegnum nokkra vini, sem honuin hafði tekizt að eignast í nágrenn- inu. Það hafði verið skipzt á skila- boðum og þingað og verzlað, þangað til Kerbadou hafði verið unninn og skildi, að með því að gefast upp gat hann bjargað lífi sínu. Enn víðar eru ástæður batnandi og uppreisnarforingjarnir óttast þessa friðarsókn liðsforingja Frakka og grípa til miskunnar- lausra ráða. Síðastliðið sumar beit snákur bróðurson fyrirmanns eins. Barn- ið hlaut að deyja og fjölskyldan leitaði til liðsforingjanna í næstu herstöð Frakka. Blóðvatn eitt gat bjargað lífi barnsins, en það var dýrt og fara varð með barnið til Algierborgar. Þrem vikum síðar kom barnið heim aftur heilbrigt. Frændi þess kom og sótti það með gleði þeirri og ást, sem múha- meðstrúarmenn hafa á öllu, sem ekki er orðið fullorðið. Daginn eftir fundu liðsforingjarnir hann skorinn á háls. Hann hafði haft traust á Frökkum — það var glæpur. Það er mannlegt, að sumir vilji láta hart mæta hörðu í viðureign, þar sem vináttunni er svarað með hatri. Þessi hrossalækning, sem sumir setja fram sem betri en friðunaraðferðina, yrði ef til vill fljótvirkari, en það má slá því föstu, að til lengdar mundi hún ekki borga sig. Þegar einhver vit- leysingur fleygir handsprengju á gangstétt í Batna, eru allir borg- arbúar þegar í stað komnir út á götu, konurnar með straujárnin og mennirnir með veiðibyssur sínar; heiður Frakklands á þessari stundu krefst sigurs. Hvaða Frakki, sem væri, mundi á þess- ari stundu drepa hvem þann Araba, er hann næði til. Þetta eru líkamleg viðbrögð; það nægir að eyða nokkrum dögum í þessu ógnþrungna loftslagi til þess að skilja þau, eða jafnvel finna til þeirra sjálfur. En viðbrögð eru ekki stefna. Frakkar í Algier eru hugmiklir: „Höfuðborgin hefur svikið okk- ur“, segja )>eir. Kvartanir þeirra eru ekki ástæðulausar; nánara eftirlit í Algier, stjórn, sem hafði verið minna háð harðstjóm lög- reglu og ekki verið svo róleg í skrifstofumennsku sinni, hefði komið í veg fyrir, að ástandið í Algier breyttist á minna en fimmtán mánuðum úr uppþotum hermdarverkamanna í þetta sundurlyndi, sem nú ríkir á öllum sviðum. Hún hefði komið í veg fyrir, að hinir einstöku morðingj- ar frá árinu 1954 yrðu að ein- kennisklæddum hermönnurn, of- stækisfullum og skiþulögðum, í heilögu stríði, sem dulið er með yfirskini þjóðfrelsisbaráttu. Hinir múhameðsku þingmenn * mæta ekki og þihgið er óstarfhæft, hin- ir verðmætu ræðumenn fela sig; nú eru það ekki iiinir æfðu stjórn- málamenn, né loforð um efna- hagsmál, sem bætt geta ástahdið, Stríð hefur brotizt út. Örlög 950.000 Frakka eru í veði. Orð Parlanges hershöfðingja er sett öðrum framar: friðun. Þetta er hemaðarleg skipun en jafnframt pólitískt slagorð; það er undir því komið, hvort takast má að ná Algier aftur, sem hvorki hefur fundið sinn soldán né sinn Bourguiba.* Ef við viljum ekki horfast í augu við það, ef við neitum að leggja á okkur þau störf, sem ein geta tryggt okkur landið hinum megin við Miðjarð- arhafið, sem er nauðsynleg aukn- ing föðurlandsins, getum við alveg eins dregið strax niður okkar stórveldisfána. ,!:Leiðtogi þjóðernissinna í Marokkó. Þetta gerðist á matreiðsluskóla einum. Kennslukonan kom inn í eldhúsið til þess að laga til eftir stúlkurnar, sem verið höfðu að matreiða þar, og var þá einn nem- andinn í eldhúsinu að móla á sér varirnar. „Hvað er að sjá til yðar ?“ sagði kennslukonan. „Er það þess háttar, sem þér aðhafist hér. Ég hélt að þér væruð hér til þess að læra að búa til mat.“ „Það er nú líka tilgangurinn,“ svaraði stúlkan. „En maður verð- ur einnig að halda sér til svo að maður nái einhvemtíma í mann til þess að matreiða fyrir.“

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.