Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Síða 6
150
SUNppAOSBLA Ð I D
BEIHINGAMENN
VETRARDAG einn árið 1809
hafði bakari nokkur, Jan Prysky
að nafni, falið sig bak við deiga-
trogið, meðan hann hafði auga
með lærlingi sínum, litlum og
grannholda dreng, sem hét Wlad-
islaw, en hann var á rjátii nálægt
bakka fullum af brauðhnúðum.
Jan Prysky hélt andanum niðri í
sér. Wladislaw færði slg nær
brauðabakkanum. Ilmurinn af nýj
um brauðhnúðunum orkaði á hann
eins og áfengur drykkur. Hann
litaðist fióttalega um, og svo gerði
hann nákvæmlega það sem Prysky
hafði búizt við, — greip einn
brauðhnúðinn og beit úr honum
stórt stykki.
„Nú já !“ hrópaði Jan Ptysky,
um leið og hann stökk úr felustað
sínum. „Loksins hef ég staðið þig
að verki, kvikindið þitt, þjófur!"
Hann var risavaxinn með snúið
yfirskegg. Lærlingurinn misti
brauðhnuðínn og hrökk saman í
lmút. Bakarinn reiddí til höggs.
Wladislaw beygði sig, kostaðí iér
í gólfið og skreið út milli fóta
meistara síns ákveðinn í því að
koma aldrei aftur. Prysky hrufl-
aði sig á hendi á horni blikkbak-
ans, um leið og hann hafði slegið
tll drengsins.
Þegar Pryskys var að nokkru
runnin reiðin, sleikti hann blóðið
úr sárinu, tók brauðhnúðinn upþ
af gólfínu og borðaði hann. Hann
var maður, sem ekki vildi láta
neitt fara í súginn. Þvl næst fór
hann inn til sín að borða.
Þremur dögum eftir þetta tók
hönd hans að bólgna. Fjórum dög-
um síðar fékk hann sáran verlc
upp í holhöndina, og var allur
undirlagður af þrautum. Læknir-
inn sagði: „Vertu hughraustur,
maður minn. Á vígvellinum af-
limar maður svona á tíu sekund-
um.“ En hann var nú tvær mín-
utur og þrjótíu sekundur að fjar-
iægja handlegg Pryskys. Hann
staðhæfðl að það væri honum
sjáifum að kenna, vegna þess að
hann hefði ekki legið kyrr meðan
á aðgerðinni stóð.
Jan Prysky varð nú að ráða sér
bakarasvein, en þegar hann var
orðinn kunnur meðal flestra við-
skiptavina Pryskys, opnaði hann
sjálfur brauðgerðarhús í sömu
götu.
Jan Prysky var orðinn blá-
snauður. Hann vissi ekki lengur
hvernig hann ætti að vinna sér
fyrir málungi matar og húsnæði.
Kvöld nokkurt stöðvaði hann vel-
SM ÁS AGA
eftir
Gerald Kersh.
búinn vegfaranda á aðalgötu
Varsjáv og rétti fram hina tómu
ermi, um leið og hann sagði:
„Géfðu gömlum hermanni skild-
ing“. Og silfurpeningur féll í út-
rétta hönd hans. Svona auðvelt
var þetta þá. Prysky hafði fundið
sér tekjuöflunarleið. Síðan kallaði
hann sig Jan Prysky, fyrrverandi
líðsforinga í Poniatowsky-her-
deildinni, og var kælddur snjáðum
einkennisbúningi. Tímarnir voru
erfiðir. Napoleon hafði yfirfyllt
betlarastéttina. Eigi að síður
komst Perysky vel af. Hann gift-
ist stúlku að nafni Etelka, og fað-
ir hennar sem hét Polacek, lifði
af því að skrifa bænaskrár. Þau
bjuggu í kjallaraopum og úti-
fylgsnum, og betluðu sig áfrani
um þvera Evrópu, meðan þau ólu
upp son sihn, Janko, og kenndu
honum leyndardóm þessarar at-
vinnugreinar.
„Geymdu hvern eyrir,“ sagði
Prysky. „Taktu aðeins á móti, en
láttu ekki eyrir frá þér. Karlmenn
eru grunnhyggnir, en konur eru
verri. Krjúptu í auðmýkt, og fólk
gefUr þér tveim höndum. Enginn
vill neita hungruðum manni um
mat. Kauptu ekkert, ekki einu
sinni brauð, og geymdu það, sem
safnast í belti þínu.“ ■
Etelke, andaðlst í Prag. Jan dó
á fátækrahæli í Ilamborg. Janko
rannsakaði íatnað hans og fann
tíu þúsund franka í gulli og verð-
bréfum. Hann fór í öllu að ráðum
föður síns, og þess vegna lét hann
lík Jans liggja kyrrt, svo að hið
opinbera yrði að sjá um greftrun-
ina. Svo girti hann sig peninga-
beltinu og gekk út á götuna, og
þegar hann veitti athygli góðlegu
andliti velklæddrar konu í pylsu-
sölu einni, gekk hann fyrir hana
og sagði: „Náðuga frú, í guðs
bænum, gefið mér skilding."
„Vesalings drengurinn, enn
hvað þú ert magur,“ sagði konan.
Janko minntist þessara orða,
og eftir það borðaði hann svo
lítið, sem hann framast komst af
með. Árið 1835, þegar honum
fæddist sonur, var hann hver-
vetna kallaður „daufdumbi mað-
\irinn“ í fátækrahverfunum. Karl
sonur hans var krypplingur. „Guði
sé lof,“ sagði Janko. „Þessi kryppa
er gulls í gildi!“
Og það var hún líka. Karl fékk
skammlaust uppeldi, var snar og