Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Blaðsíða 10
154 SlTNMUDAGtíBLAÐIÐ Nr. 8, Frönsk-ítölsk kvikmyndasaga KONA LÆKNISINS I ' — HEFURÐU talað við raann- inn þinn ? Magðalena stirðnaði. Það var sem skugga brygði yfir andlit henni. Nú var hún aftur komin til raunveruleikans, og hún sá Pierre fyrir sér í anda. — Þorirðu ekki að tala við hann ? spurði Daniel kvíðinn. — Á ég kannske að gera það. Ef hann eLskar þig raunverulega, aúti hann að unna þér fullkomrar hamingju. Hún spratt upp og dvó hann einnig' á fætur. — Daníel, nú skulum við fara heim . . . Hún var þögul á leiðinni til Parísar. Nokkrir dagar liðu, án þess að Magðalena hitti Daniel. Hún átti annríkt allan daginn, en þó varð henni aftur og aftur hugsað til skilnaðarins. Það stóð fyrir dyr- urn frumsýning á nýju leikriti. Þegar henni væri lokið, ætlaði hún að, tala við Daniel og gera upp reikningana, skýra honum frá því að hún gæti með engu móti skilið við Pierre. Daniel var einungis félagi hennar, en Pierre lífsförunautur hennar, og nú var samband þerra komið á það stig, að stemma varð á að ósi. Daniel hringdi á hverjum degi til leikhússins, en hún aísakaði sig stöðugt með væntanlegri frumsýningu. Það var svo mikið að gera við æfingar, myndatökur og fleira þess háttar. Hún hafði heldur ekki mikið af Pierre að segja þessa dagana. Það var mikill influenzkufaraldur í borginni, og Pierre hélt svo að segja til í lækningastofu sinni; kom aðeins endrum og eins heim, gleypti í sig matinn, en var svo óðara kvaddur út í sjúkravitjanir. Rétt iyrir frumsýninguna hringdi Daniel heim til hennar. — Ég hef mjög litinn tíma, sagði hún. — Eftir tíu mínutur á ég að vera komin til leikhússins, og ég er varla búin að hafa fata- skipti . . . — Má ég koma og sjá þig ? Rödd DanieLs var svo undarlega dauf og þokukennd. — Bíddu með að sjá leikritið þar til eftir þrjá til fjóra daga, sagði Magðalena. — Ég verð ekki með sjálfri mér, ef ég veit af þér í salnum . . . — Hvað segir maður þinn xtm skilnaðinn ? —- Ég hef ekki talað við hann ennþá, Daniel. Rödd hennar var tómlcg. — Lofaðu mér því að koma ekki —- gerðu ekki nein heimskupör, þá truflast ég í leikn- um. Ég kem á morgun klukkan fjögur . . . Stofustúlkan kom inn með pels- kápu hennar. — Maðurinn minn kemur sjálf- sagt seint heim, sagði hún rólega. — Smurðu handa honum brauð, hann hefur v.ís,t ekki tímg til að borða annað . . . —- Ég vona að frúin verði mikið hyllt . . . sagði stofustúlkan og hjálpaði henni í kápuna. ,.Þökk fyrir ! Magðalena banlc- aði undir borðið. Sxðan gekk hún að dyrunum, en í sömu sviftim kom Pierre inn. Hann var þreytulegur og lúgimi að sjá. Hann kyssti hana. — Þú hefur rétt tíma til þess að hafa fataskipti, sagði hún. — Tjaldið verður dregið frá klukkan níu. — Ég get varla komizt svo snemnia, sagði hann. — Ég verð ekki tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi um klukkan tíu. Hann hafði aldrei fyrr látið undir höfuð leggjast að vera yið- staddur fi'umsýningu. Dyrnar lokuðust á eftir honum, og Magðalena fór af 'stað til leik- hússins. Frumsýningin var nýr sigur fyrir hana, en henni fannst sem hún talaði fyrir tómu húsi — hún saknaði Pierre. Hún var svo vön því að hann væri þar í sínu ákveðna sæti. Hann var ekki dóm- bær um leiklist, sagði hann sjálf- ur, en þó þótti henni meira vert um gagnrýni hans eða lof, en nokkurs annars. Iiann kom heldur ekki í sam- kvæmið á eftir sýninguimi. Þegar hún kom heim, var hann erm ekki kominn, en hún fann pappírsmiða þar sem á var letrað heimilisfang í Chambly. Hún stóð andartak með pappirs- m.iðann í hendinni. Svo snéri hún við og gekk aftur ýt á götu. Hún fékk sér leigubíl og ók að húsinu, sem gefið var upp á mið- anurn. Bifreið Pierre stóð utan við grátt, óhreinlegt hús. Götu- sópari studdi hökunni á kústskaft sitt og virti Magðalenu fyrir sér með athygli . . . Hún varð að komast að því, hvað orsakaði það að. Pierre hafái brugðist heimi með því að koma ekki í leikhúsið. — Er dr. Richard hér ? spurði hún götusóarann, sern benti með pípu sinni inn í húsasundið.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.