Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Síða 9
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
153
úí í hinn hættulega leik ástarinn-
ar. Niðurstaðan varð sú, að í júni-
mánuði 1573 lagðist Marie á sæng
i höllinni Fayet og fæddi stóran
strák. (Konungurinn hafði heldur
viljað, að hún fæddi ekki í París
„til þess að valda konu sinni ekki
leiðindum“.)
Svo fqr, að Marie nægði ckki
lengur. Hann var altékinn hrein-
um ,,frygðaeldi“, og hann kastaði
sér út í hiiy). svakalegasta ólifnað
og skipulagði ásamt bróður sín-
um, hertoganum af Anjou (síðar
Hinrik III.) og Henri af Navarre
(síðar Hinrik 4..), mjög léttúðugar
livöldskemmtanir með enn létt-
úðugura kvenfólki. Sum þessara
samkvæma ollu hneykslum, sem
talað var ,um út um alla Evrópu.
Sumar af drósunum létu sig ekki
múna um qð segja frá ýmsu því,
er þar gcrðist, i smáatriðum.
Þannig var það, að um þctta leyti
var skrifað bréf, sem komst í ann-
arra hendúr, og var skrifað af
nianni nákunum hirðinni, þar sem
rætt er um eina slíka nautna-
veizlu. „Ég veit“, sagði bréfritar-
inn, „hvernig þessir þrír, fögru
aðalsmenn létu naktar konur bera
fram mat sinn í alvarlegri veizlu,
og höfðu síðan af þeim allt gagn
að máltíðinni lokinni.“
Hertoginn af Anjou var mjög
karlmannlegur maður, þrátt fyrir
allt sem sagt hefur verið um hann.
Hann var ákaflega vel vaxinn,
laglegur og kvenhollur með af-
úrigðum. Hann var ef til vill
dálítið kvenlegur í útliti, því að
‘stássrneyjar Katrínar möðúr hans
úöfðu haft það sér til skemmt-
Unar að skreyta hann, mála og
atökkva á hann ilmvatni. Þannig
Vandist hann á ýmislegt, sem
mönnum kann nú að virðast und-
arlegt, en var það.ekki þá, svo sem
að bera hringa og jafnvel eyrna-
lokka. Einnig púðraði hann sig og
notaöi ilmvatn og litaði jafnvel
varir sínar.
Þetta var undarlegur smekkm',
en kom þó ekki í vcg fyrir, að
hertoginn af Ánjou væri hinn
ágætasti félagi kvenna, sem hami
fór með í rúmið. — Hann var
vanur að velja sér félaga mcðal
stássmeyja móður sinnar, og var
það henni engan veginn á móti
skapi, auk þess sem hún mun hafa
skipað þeim að vera eftirlátar við
syni sína.
í stuttu máli var hertoginn af
Anjou, að minnsta kosti á þessum
tíma, algjörlega eðlilegur og jafn-
Karl 9. í kvcmiahópi.
vel, svo að notuð séu orð móður
hans, „góður foli“.
En þótt Katrín af Medici væri
meðmælt því, að synir hennar
væru livor um sig með stúlkum
úr stássmeyjahópnum, var hún
ekkert hrifin aí þessum „sam-
kvæmum“, þar sem margir voru
við, og stefndu heilsu hvors um
sig í hættu“. Hún leitaði því ráða
til að ná Anjou, sem var uppá-
hald hcnnar, út úr þessum veizlu-
höldujn, og tókst það mcð aðstoð
nýrrar stássmeyjar, ungfrú Itené
de Hieux. Ujjgfrú de Itieúx var
um tvítugt, ljóshærð og mjög vel
gcfin. Anjou varð þegar ástfang-
inn af henni og fékk Desportes
til að yrkja, í sínu nafni, til herrn-
ar ljóð, sem hún svaraði með öðru
ljóði, orktu af sama Desportes.
Nokkrum dögum síðar tengdu
þau svo saman æsku sína í her-
bergi einú v Louvre.
Á meðan á þessu stóð hélt Karl
9. ákaft fram hjá Marie Touchet
og hafði nú að hjákonu Héléne
nokkra Bon, konu Charles Condi,
herbergisþjóns., síns. Ef til vill
hefur þetta samband orðið til
þess, að hann dó um aldur fram:
sumir höfundai' slá því föstu, að
hinn afbrýðissami eiginmaður
„liafi flýtt endalokum keppiiiaut-
ar sína með því að blanda eitri í
,,meðöl“ þau, sem hinn síðarnefndi
varð að taka inn oft á dag“.
Ekki cru þó til nein skilríki, er
sanni þessa kenningu.
í staðinn ei'u næstum allir
sagnfræðingar þess tíma sammála
um að slá föstu, að þegar Karl 9.
var orðinn alveg örmagna af
sjúkdómi sínum, veizlunum og
munaðinum og tók að kvarta um
andarteppu í hei'bei'gi því í höll-
inni í Vincennes, þangað sem hann
hafði verið fluttur, kom Marie
Touchet til að heimsækja hann og
var hjá honum nóttina.
Þessi fundur, segja þeir, varð
hinum berklaveika konungi ban-
vænn; og einn annálahöfundm'
hikar ekki við að slá föstu, að
Kari 9. „flýtti þannig dauða sínum
með ánægju, sem liann veitti sér
á slæmum tíma eða óhóflega“.
Hvcrsu sem það kann að vera,
þá dó konungurinn 30. marz 1574,
tuttugu og fjögra ára gamall, og
skildi Marie Touchet eftir mjög
ruglaða . . .
□ □ □
„Takið ljósa hárið af Marilyn
Monroe, og hvað er þá cftir ?“
„Fallegasta sköllótta konan j
ljeijninmjj.“