Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Blaðsíða 14
158 iUNNUDAGSBLAÐIÐ Telja til arfs eftir mann, sem dó 1874 í FRAKKLANDI, Sviss- landi, Belgíu og jafnvel á Ítalíu eru þúsundir manna með nafninu Thierry, sem vænta arfs, er nema mun milljón- um eða jafnvel milljörðum. Allir þeirra krefjast viðurkenníngar sem afkomendur Joans nokkurs Thierry, sem fæddur var í Cháteau-Thierry í Frakklandi 1579 og var mikill æfíntýramaður. Drengurinn var gáfaður og ávalt reiðubúinn til að gera greiða og þegar hann var vika- drengur á sveitaki'á á ltalíu ávann hann sér vináttu ferðamanns, er þar átti leið um: Athanase Te- baldi var vellríkur skipaeigandi, sem átti skip í förum um öll heimsins höf. Hann var ákveðinn einlífismaður,- sem sagði sjálfur, að hann elskaði æfintýri, en hefði aldrei þorað að leggja út í mesta æfintýri lífsins : giftinguna. Hann var sem sagt orðinn gam- all maður, sem átti engann að, og leizt svo vel á vikadreng- inn, að hann tók hann úr þessu lélega starfi og lét hann fylgja sér um víða veröld. John Thierry erfði svo vernd- ara sinn og fór í tvennu tilliti að dæmi hans (í því að kvænast ekki og ávaxa sitt pund), og hann lét eftir sig, er hann lézt í Feneyj- ura 95 ára að aldri, auð, sem var metinn á átta hundruð þúsund gullpeninga. Þessi geysilegu auðæfi komust x hendur Mora nokkvum, sem hafði eftirlit með erfðaskrám. Mora íór fjórum árum síðar tíl Parísar til þess að leita erfingj- anna og snéri sér strax til skrif- stoíu utanríkisráðuneytisins. Blindaðir af gullinu fengu starfsmenn ráðuneytisins, sem hinn heiðarlegi Mora hafði snúið sér til, strax þá hugmynd að sölsa til sín þennan ótrúlega arf. Þeir sannfærðu Feneyjabúann um, að arfurinn eftir Jean Thierry yrði, samkvæmt óskum hans, fenginn í hendur fjölskyldu hans, og Signor Mora snéri léttur í lundu heim til Feneyja, sannfærð- ur um góð endalok erindis síns. Fyrsta verk starfsmanhamia var að fara til Gháteau-Thierrry, til Reims og Chálons-sur-Marne, þar sem þeir fundu auðveldlega nöfn bræðra Jeans og barna þeirra. Til þess að þetta fyndist ekki, létu þeir afhenda sér, í nafni valds þess, er þeir voru fulltrúar fyrir, kirkjubækur Reiins bisk- upsdæmis og komu fyrir kattar- nef öllu, sem benti til Thierry- fjölskyldunnar. Síðan snéfu þeir sér léttir í lundu til hertogans í Feneyjum og þóttust vera afkomendur bræðra Jeans Thiei'ry: með þessu móti fékk hver þeirra rúmlega milljón punda tekjur á ári til ársins 1696, en þá komst upp um svik þeirra og þeir voru sendir á galeiðumar. Loðvík konungur fjórtándi, sem hafði fyrii-skipað málssókn- ina á hendur svikurunum, vildi finna hina raunverulegu erfingja og bannaði, að nokkurt fé yrði greitt fyri' cn hin rétta Thierry- fjö dcyida hefði fundizt . . . en húr fannst ckki á meöan hann lifði. Á ái’inu 1747 fór Loðvík fimmtándi að eins og íorfaöir hans, en jþá gáfu sig fram sjö þúsund manns: menn að nafni Thierry alls staðar að úr Frakk- landí. Þegar Loðvik sextándi tók við í'íkjum ai afa sínum, fékkst hann einnig við Thiei'ry málið og lét hengja upp auglýsingar út um alR Frakkland, þar sem sagði, að ein- göngu beinir afkomendur Thierryanna væru erfingjai" Jeans hins ríka, og var þeim boð- ið að gefa sig fram. 18. febrúar 1791 var stéttaþing- ið gripið af málinu og fékk það í hendur dómstól, sem ekki komst að neinni niðurstöðu, og á tíunda degi Ventese, á fjórða ári bylt- ingarinnar, fékk fimm hundruð manna ráðíð tnálið í hendur hæstai'étti. Síðan var leitað upp- lýsinga í Feneyjum um arfinn, og gefur þá að skilja, að fyrst og fremst var óskað upplýsinga tlW hve margar milljónirnar væru . - • annars ei' upphæðin mismunandi í hinum ýmsu skjölum, sem Frákklandsstjórn báiuist . . • stundum er talað um hundrað milljónir . . . stundum um fimnx eða sex milljónir, stúndum meira . . . stundum minna. Þegar gull rennui^í svo stríð- um straumi tapast hæfileikinn til nákvæmni. En livéi'su sem því ei' varið þá ávanhst eitt síðar meir: Bonaparte hershöfðingi lagði und- ir sig Feneyjar og eignir lýðveld- isins voru teknar . . . og upp fi'á því kröfueigendurnir mál sitt gegn í'íkinu. Þaimig var það á meðan Napólcon var konsull og þegar lxann var orðinn keisari og síðan, jxegar hann var farinn frá- Málið beið allt til ársins 1833. en þá lcvað níundi rétturinn upp dóma, sem veittu ýmsum kröfu-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.