Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Síða 16

Sunnudagsblaðið - 15.04.1956, Síða 16
160 SUNNUDAGSBLAÐIÐ FLUGUMFERÐ Síðastliðið ár komu 837 883 flugvélafarþegar á Kastrupflugvöll við Kaupmannahöfn, en 703 892 árið 1954. □ □ □ MINKANDI BÍLAINN- FLUTNINGUR. Árið sem leið, þegar meira var flutt inn af bifreiðum til Íslands, en um getur á nokkru öðru ári, dró töluvert úr bif- reiðainnflutningi til Dan- merkur. Þá voru fluttar þar inn bifreiðar fyrir samtals 317.796.000 krón- ur danskar, en árið áður fyrir 458.485.000 krónur. □ □ □ LÖGREGLUMORÐ. Á síðastliðnum tíu ár- um liai'a 1 000 lögreglu- þjónar verið myrtir í Vestur-Þýzkalandi, og 5 800 hafa særst alvar- lega. □ □ □ GYÐINGAR. Af um 10 milljónum íbúum Algiers eru um 130 000 Gyðingar. □ □ □ ILLA KLÆDDUR BRÚDGUMI. Það kom nýlega fyrir í Bonn, að hvítklædd brúður mætti hjá lög- manni og beið þar í eftir- væntingu góða stund eft- ir mannseíninu, sem hún ætlaði að giftast. Loksins kom brúðguminn klædd- ur verkamannáfötum og í gummístígvélum. Hann gaf þá skýringú á hátt- erni sínu, að móðir sín hefði sagt, að það tæki því ekki að spariklæðast þó maður gifti sig, og þar að auki hefði hann ekki haft tíma til að skipta um föt. En ekkert varð þó af hjónavígslunni fyrr en maðurinn hafði haft fata- skipti. □ □ □ ÓVENJULEG ERFÐA- SKRÁ. Þetta gérðist í borg einni í Frakklandi: Auð- ugur, einhleypur maður andaðist fyrir skömmu, og voru ýmsir að vélta því fyrir sér, hvérja hann myndi arfleiða að ríki- dæmi sínu. Á skrifborði þess látna fundust tvö bréf. Á öðru var svohljóð- andi utanáskrift: ,,Opn- ist fyrir jarðarförina", en á hinu. „Opnist ekki fyrr en jarðarförin hefur far- ið fram.“ — Lögreglu- stjóri borgarinnar bland* aði sér sjálfur í málið og þegar hann opnaði fyrr- nefnda bréfið varð hann ekki lítið undraíndi, er hann las í því fyrirmæli frá hinum látna um að hann óskaði eftir því, að jarðarför sín færi fram klukkan 5 að morgni. Og auðvitað var farið að ósk- um hins framliðna, en aðeins fimm fylgdu hon- um til grafar, þar á með- al lögreglustjórinn. — Þegar jarðarförin var um garð gengin opnaði lög- reglustjórinn hitt bréfið, og nú taldi hann það sannarlega ekki eftir sér að hafa farið snemma á fætur til þess að vera viðstaddur jarðarförina, því að í þessu bréfi stóð, að auðæfi hins látna skyldu skiptast að jöfnu milli þeirra, sem fylgt hefðu honum til grafar. □ □ □ BREYTTIR TÍMAR. Árið 1906 — fyrir rétt- um íimmtíu árum var stúlka ein liandtekinn í New York, og vitið þið hvers , vegna ? Hún sat upp í bifreið og reykti sígarettu! — Nú aka ungar mæðrum barna- vögnum sínum með síga- rettu í munninum, — og engum þykir neitt sak- næmt við það. ,□;□□’ DEYJANDI PRESTUR GAF BLINDUM SÝN. Nýlega andaðist 34 ára gamall prestur í Mílanó, og var banamein hans krabbi. Fyrir dauða sinn liafði hann mælt svo fyr- ir, að augu sín skyldu grædd í 12 ára gamlan blindan dreng, og hafa læknar tjáð, að aðgerðin hafi tekist vel, og dreng- urinn muni fá fulla sjón. □ □ □ FJÁRDRÁTTUR HJÁ RITHÖFUNDUM. Nýlega . hefur komizt upp um stórfeldan fjár- drátt hjá danska rithöf- undafélaginu. Hefur gjaldkeri félagsins, Laur- itz Jacob Sehmidt, dreg- ið sér 75—80 þúsund krónur úr sjóði flélags- ins á síðastliðnum 15—20 árum. SUNNUDAGSBLAÐIÐ ÚJTGEFANDI: Sunnudagsblaðið li.L RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson, Stórholti 17. Sími 6151. Box 1127. AFGREIDSLA: Ilverfisgötu 8—10. Sími 4905. Lausasöluverð kr. 5,00. Ársfjórðungsgjald kr. 60. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.