Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 4
164 SUNNUDAGtíBLADID sogja: pakka niður í ferðatöskur sínar og flýja landið ásamt móður sinni, sem allan tíman hafði stað- ið við hlið hans og stutt hann í baráttunni. Og nú hefur hann sest að í Englandi ásamt konu sinni Önnu prinsessu og börnum þeirra. Orð- rómur var um það á sinni tíð að þetta hjónaband myndi ekki end- ast lengi, en tíminn hefur sýnt að þessar tvær manneskjur hafa fundið hvort annað og lifa sam- an í ást og hamingiu. Anna prinsessa er fyrirmyndar móðir, og stendur við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Fyrstu árin voru fremur skuggaleg fyrir ungu hjón- in. Búið gaf ekki miklar tekjur í aðra hönd, en nú gengur buskap- nrinn með ágætum, og Anna og Miehael hafa ýmsár ráðagerðir á prjómunum 1 i 1 að efla hag sinn, og fá þannig laun erfiðis síns eftir hin slitsömu ár í Englandi, hinu nýia föðurlandi þeirra. Michael fyrrverandi konungur hefur nefnilega orðið að vinna hörðum höndum fyrir afkomu sinni. Hann var ekki iafnlánsam- ur og faðir hans, Carol. sem hafði með sér mikil auðaefi, þegar hann yfirgaf land sitt 1940 ásamt ást- konu sinni. Luqescu. En bæði fvrrverandi konungar og þeir sem í hásætum sitja lokuðu dyrum sín- um fyrir ástmey Carols. Þess vegna lifðu þau einmanalegu, en þó hamingjusömu lífi, því þau unnust heitt. Fá hjónabönd hafa mætt iafn mikilli mótspyrnu, og þó orðið farsæl og varanleg. Nokkrum árum eftir styriöldina varð madama Lupescu mjög veik í Brasilíu — svo veik, að lækn- arnir hugðu henni vart líf. En loks, eftir meira en tíu ár, giftist Carol ástmey sinni, og sæmdi nafnbótinni: „prinsessa Elena“. Hin nýbakaða prinsessa tók heilsu sína á ný, og hjónin settust að í Estoril í Portugal, sem eftir stríð- ið hefur verið griðland margra landflótta fursta og tignarmanna. Árið 1953 andaðist Carol kon- ungur, og nú situr hin sorgmædda ekkja hans einmana í Estoril. En nábúar hennar taka prinsessu titil hennar ekki alvarlega, og vilja lítið hafa saman við hana að sælda. En fjárhagsáhyggjur þarf hún ekki að bera, þver öfugt við stjúpson sinn, Michael. En ,hver veit nema hún muni hugsa tii hans, eða barna hans, þegar hún að lokum gerir erfða skrá sýna ? KVIKMYND UM LÍF van GOGH. í HOLLYWOOD er nú verið að gera kvikmynd um líf hollenzka málarans Vincent van Gogh, og hefur Kirk Douglas verið valinn til þess að leika málarann, og er þetta verkefni ólíkt öllum öðrum hlutverkum er Kirk Douglas hefur haft með höndum. Vincent van Gogh var uppi frá Vincent van Gogh (sjálfsmynd) 1853 til 1890, og var líf lians mjög einmanalegt og gleðisnautt. Sagt er að hann hafi aðeins selt eitt málverk um sína daga, en nú myndi hann geta selt svo mörg sem hann vildi, og fyrir það verð er honum þóknaðist. Vincent van Gogh vann í byrjun hjá hollenzku listaverkafyrirtæki einu, lagði síðan stund á guð- fræði, en. fann loks köllun sína, sem listmálari. Fliótt bar á því að hann var ekki heill á sönsum, og leiddi það til þess, að hann komst hrátt í andstöðu við samtíð sína og umhverfi, þar sem hann var við listnám í Haag á árunum 1880—1883. Fimm árum fyrir dauða sinn fór hann til bróður síns, sem var listaverkasali í París, og málaði þar stanzlaust, enda þótt hann seldi ekki eina einustu mvnd. Ilann bjó með fyrirsætu sinni, Christine, sem hann tók upp á sína arma úr götulífinu. í einu af geðveikisköstum sínum skar hann af sér annað eyrað. Þegar af honum bráði og hann leit lífið bjartari augum málaði hann eins og hamhleypa, en samtíð hans skyldi hann ekki, þó að verk hanS séu nú í dag hvarvetna dáð og mikils metin. En sinnisveiki Vinc- ent van Goph fór stöðugt vaxandi, orr lauk með bví að hann fyrirfór sér nðeins 37 nr að aldri. Enski leikarinn, tónskáldið, söngvarinn o. s. frv. Noel Cpward sagði nýlega: „Ekki vildi ég vera kona, jafnvel ekki þótt Sameinuðu þjóðirnar köstuðu sér á kné fyrir framan mig og grátbæðu mig . . . Vitið þið, hvað ein lcona þarf að vera: Sambland af helgum manni og púlshesti, diplómati og sjálfvirkri þvottavél, sálsýkis- l'ræðingi og jarðýtu, rörlagninga- döjnu . . .“ Og þetta er alveg satt!

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.