Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSBLADIÐ 167 „Yel snyrf er „Vel snyrt er konan ánægð“, er kjörorð fegrunarsérfræðings eins. En hvenrig er þessu varið almennt meðal kvenna; er snyrtijig þeirra og umhirða öll eins og hún ber að vera ? Iiér eru nokkrar samvizku- spumingar, eins konar prófverk- efni, sem kvenþjóðin getur spreytt sig á að leysa, — og borið saman hvort þær standast þær kröfur, sem gerðar eru í þessu efni: 1. Gangið þér nokkurntíma til hvílu án þess að þvo yður vel og hreinsa andlitshúðina ? (Ef þér getið svarað því neitandi fáið þið 4 stig.) 2. Hvernig eru hendur yðar ? Er naglalakldð tekið að flagna af ? (Nei — ‘2 stig.) 3. Vei'jið þér hálftíma í viku hverri til snyrtingar ? (Já — 4 stig). 4. Berið þér feitt krem á hend- ui'nar, þegar þér hafið verið með þær í vatni ? (Já — 2 stig) 5. Gerið þér yður grein fyrir því, hvort húð yðar er of feit eða of þurr ? — Og hirðið hana í samræmi við það ? (Já — 4 stig). 6. Er sami’æmi í varalit yðar og kinnafarfa, og litið þér kinn- ar yðar jiannig, að það fari vel við andlitssvip yðar ? (Tvö já — 4. stig. Eitt já — 2 stig). 7. Þá komum við að umhirðu augnanna: a) þvoið ))ér aug- un reglulega ? b) haldið þér augnahárabursta yðar vel hreinum; c) málið þér aðeins brodda augnaháranna ? (Fyr- ir hvei't játandi svar fáið þér 2 stig). 6. Önnur samvizkuspurning : Burstið þér tennurnar tvisvar konan ánægð" á dag ? Og hafið þér látið tannlæknir líta á tennur yðar síðasta hálfa árið ? (3 stig fyrir livort já). 9. Hvernig hirðið þér hárið ? Búrstið þér það reglulega kvölds og morgna ? Þvoið þér það minnst á hálfsmánað- ar fresti ? (Fjögur stig fyrir hvert já). 10. Sofið þér við opinn glugga ? Ástundið þér fimleikaæfingar í fimm mínutur á hverjum morgni ? (Þr.jú stig fyrir hvort já). 11. Er yður nokkuð að vanbúnaði að fara úr sokkunum nú }>eg- • ar ? Það er að segja : eru tá- neglur yðar vel hirtar ? (.Tá — 6 stig) 12. Og meigum vér líta í veskið yðar ? Er vasaklúturinn hreinn ? og dyptipúðinn ? (3 stig fyrir hvert já). 13. Gangið þér í sömu skónum dag eftir dag ? Skór endast betur, ef hægt er að hvíla þá annan hvorn dag — (Nei gef- ur 2 stig). 14. Eru föt yðar vel pressuð ? — Og hve oft notið þér fataburst- ann — á hverjum degi máske? (4 stig fvrir hvert já). 15. Og að lokum: Hvernig sitja sokkasaumarnir á fótum yð- ar ? (2 stig ef þeir eru jafnan beinir). Teljið nú stigin saman, sam- kvæmt því, sem þér sjálfár hafið getað svarað hverri spurningu eft- ir beztu samvizku. Komist þér upp í 67—75 stig eruð þér stúlka, sem iafnan er dáð af karlmönn- unum en öfunduð af kynsystrun- utn. 45—64 stig er einnig ágæt niðurstaða, en náið þér ekki 45 stigum, skuluð þér klippa þennan ER SPARSEIVS9 DYGGÐ - ? SKATTAYFIRVÖLDUM Lund- úna þótti hcldur en ekki, að hnífur þeirra kæmist í feitt nýlega, er þau komust að því, að hafnav- verkamaður einn Bill Hughes að- nafni átti hvorki meira né ntinna en 6 000 sterlingspund, sem liann hafði di'egið undan skatti. Var álitið að hann hefði orðið fyrir einhverjum óvæntum gróða og' látið undir höfuð leg'gjast að telja hann fram til skatts . . . Hinn 50 ái'a gamli hafnarverka- maður varð að viðurkenna, að hann ætti umrædda peningaupp- hæð, en hann liafði unnið fyrir henni í svita síns andlitis og ekki orðið fyrir neinum sérstökum höppum. Hafði’ hann sparað þessa upphæð snman af launum sínum um margra ára skeið og hafði 1il þess orðið að gæta ýtrustu spar- semi -— það er að segja með því að kaupa aldrei sælgæti, aldrei tóbak, aldrei áfengi, aldrei að bjóða kvennmanni út; með því að raka sig alltaf með notuðu rak- blaði bi'óður síns, er hann hafði herit; með því að taka alltaf 12 prósent vexti af þeim aurum cr hann lánaði ömmu sinni; vinna alltaf á ncæturvakt og nota skó föður síns, meðan hann svaf; með því að hafa ekki kevpt sér ný föt. í 13 ái', ekki að hafa séð nema eina kvikmynd á æfi sinni, með því að éta allt sem að kjafti kom, hversu léleg og slæm sem fæðan var; gera alltaf sjálfur við fötin sín, og fara aldrei í ferðalag í orlofi sínu það langt, að farmiðinn kostaði meira en f jórar krónur ! — Mörgum mun verða á að spyrja hvort sparsemi sé dvggð, þegar svona langt er gengið. lista út úr blaðinu og hengja hann á vegginn í hei'bergi yðar, sem aðvörun og áminningu. I

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.