Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Síða 10

Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Síða 10
170 S U N N U D'A G S B L A Ð I Ð Marble Arch og Oxford Streed. Davíð bafði ekki heyrt x sjúkra- bílnúm, sem komið hafði á mikilli ferð upp Oxford Streed og ók beint á bifreið hans einmitt á horninu. Davíð hafði látist sam- stundis. — Hún varð örmagna og tapaði meðvitund. Þegar hún kom til sjá-lf sín aftur hélt hún að þetta hefði allt saman verið mar- tröð — vondur draumur. Og hún hringdi í sjúkrahúsið þangað, sem Davíð hafði verið fluttur. — Því miður, frú, lífi hans varð ekki bjargað, svaraði hjúkrunar- konan, og rödd hennar var eins og dauðadómur yfir Barböru sjálfri. Tvívegis haíði hún orðið fyrir reiðarslagi, er fsert hafði henni alla þá sorg og örvinglun, sem mest getur verið lögð á eina manneskju. Hún afbar þetta ekki lengur — helzt vildi hún geta fengið að deyja. Minningarnar um þessa tvo menn, Randolph og Davíð voru henni of þungbærar. Fjölskylda hennar gerði allt sem hún gat til þess að hafa ofan af fyrir henni; vildi fá hana heim til Kent, en hún vildi verða kyrr í London. Kvöldið, sem ættingjar hennar fóru heim, fór hún út á veitinga- krá eina í Piccadilly C'ircus og dralck frá sér ráð og ræhu. — Ég vil ekki lifa lengur í þessu helvíti, tautaði hún fyrir munni sér. Barþjónninn reyndi að draga við hana vínföngin, on þeg- ar hann vildi ekki veita henni meira, varð þar „skilningsgóð11 stúlka, sem pantaði bæði fyrir sig og hana, og færð heinni annað glasið, en auðvitað allt á kostnað Barböru. Þannig sat hún í kránni, þar til henni var varpað út. Harmurinn og ölvunin hafði slaeft alla dómgreind hennar og á einni einustu nóttu féll hún nið- ur í rennusteininn. Þegar hún slangraði upp tröppur einar í Piccadilly greip maður einn undir handlegg henni, og hann átti auð- velt með að ginna hana með sér heim í óvistlegt hótel við Thems, svo ósjálfbjarga sem bún var af ölfun. Þar dvöldu þau af uóttina. Þegar hún hom til sjálírar sín um morguninn, og sá sig nakta við hlið þessa ókunna náunga, var henni meira að segja fyrir- munað að finna til nokkurs við- bjóðs út af ásigkomulagi sínu. Henni var gersamlega sama um allt. Þegar maðurinn stakk nokkr- um peningum í lófa hennar að skilnaði, tók hún því einnig sem sjálfsögðum hlut. Hún sem eitt sinn hafði dáð fegurð lífsins og elskað það, var nú orðin forhert og var sama irm allt, auðmyk- ingu, móðganir, svik —-allt var henni sama xim. Hún drakk frá sér vitið kvold eftir kvöld, og vaknaði hvern morgun á liiniun og öðrum ókunnugum stöðum hjá bláókunnugum mönnum. Hún hætti barnagæzlunni, og henni var sagt upp íbúðinni er hún hafði tekið á leigu. Margar nætur svaf hún undir beru lofti, — oftast í Hyde Park — þar var griðastað- ur fyrir útigangsfólk mann- félagsins. Maður nokkur, sem virtist bera sérstaka xunhyggju fyrir henni, útvegaði henni her- bergiskytru niðri í Piccadiliy vfir veitingakl-á einni. Það kom á dag- inn að maður þessi var kvonna- miðlari. Hentii var afmarkað svæði á götunni — frá kjötbúð einni að næsta ljósastaur. Hinum meginn við ljósastaurinn var önnur af skjólstæðingum kvennamiðlarans. Barbara var jafnan ofurölfi, þeg- ar hún var látin mæta á „vinnu- staðnum". Og drafandi í máli sarndi hún um viðskiptin. 'En hún þurfti aldrei að bíða lengi. Hún var frið ennþá, og tíðum voru fleiri um boöið en faert var að seðja. Þegar hver viðskiptamaður var farin úr hérbergi hennar kom „atvinnurekandinn“ — miðlarinn og hirti bróður partiim af gjald- inu. Og hún lét hann draga sér það, sem honum þóknaðist. Hvað varðaöi hana um það ? Þannig liðu mánuðir. Nótt eina þóttist maður nokkur sjá svip með henrd og stúlku þeirri, sem lýst var eft- ir í blöðunum. Og þau S’lúðruðu tiiíhvað um þetta fram og aftur. Stundarkorn úr degi litlu síðar var hún það alsgáð að henni hug- kvæmdist að senda póstkort heim til sín. Hún bað ættfólk sitt að leita sín ekki. Hún vildi lifa lífinu út af fvrir sig — og reyna að gleyma. Kortið var póstlagt fyrir utan London. Hún vildi ekki að i’oreldrar sínir fengju að vita hvar hún héldi sig. EitthvaS innra með henni hafði brostið. Að lokum losaði hún sig undan álögum miðlarans, og i-eyndi á ný að finna einhvern lilgang með til- verunni. En hún mætti ýmsum eríiðleikum gafst upp, og sökk aftur niður í svaðið, enn dýpra en fyrr. Hún hafði ekki staðist þá miklu storma er næddu um hana. Við sátum enn í kránni hjá Joe, og dagsbirtan var farin að lýsa upp salinn. — Ég var þá vand- trúarfullur á sögu hermar, enda þótt hún segði þannig frá eins og hún hefði upplifað þetta allt. Ég reyndi að gefa henni ýmis heil- ræði, stakk upp á öllum hugsan- logum leiðum, sem mættu verða til þess að bjarga henni upp úr niðurkægingu hennar og eymd. — Ég er aðeins hluti af mér sjálfri, sagði hún. Ég hvorki þori eða get lifað eins og heilbrigð manneskja. Þegar ég er ódrukkinn þyrma minningarnar jdir mig — og harmurinn gagntekur mig. Kvöld nokkurt stóð ég niður við Thems, og var ég ákveðin í því að binda enda á allt saman, en ég óttaðist myrkrið og kuldan þar niðri. Ég er dálítið hrædd við dauðann — Gjörið svo vel að fletta á bls. 175,

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.