Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Síða 10

Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Síða 10
250 SUNNUQAGSBLAÐIÐ Gamall draumur orðið óþæginda var í hægri kjálk- anum í gærmorgun, og svo frá hinni hræðilegu tannþínu um nótt- ina. Og til þess að gera frásögn sína svo lifandi sem auðið var, frámkallaði hann kvaladrættina í andlitinu, lokaði augunum, vagg- aði höfðinu og stundi eins og hann væri viðþolsíaus, en hinn grá- skeggjaði Samuel kinkaði í sífellu höfði af hluttekningu og sagði: —- Ó, æ, ó! Þetta hlýtur alveg að hafa verið hræðilegt! Ben-Tovit var ánægður með á- hevrenda sinn og endurtók frá- sögn sína, en fór nú svo langt aft- ur í fortíðina, að hann lýsti einnig fyrstu tannpínunni, sem hann hafði fengið — þá hafði hún legið í vinstri kjálkanum. Þeir voru enn í hróka samræðum, þegar þeir náðu til Golgatha. Sólin, sem átti að ; lýsa yfir veröldinni þennan hræðilega dag, hafði nú farið í fel- ur bak við f jarlægar hæðir; að- oins dimmrauð rák Sást við sjón- deildarhringinn, eins og blóðugt sþor. Þessi dimmi roði var eins og bakgrunnur, sem krossarnir báru í, og við þann sem var í miðjunni, krupu nokkrar ógreinilegar, hvít- ar verur. Múgurinn hafði dreifzt fyrir langri stundu; loftið var kalt og hráslagalegt. Augu Ben-Tovit litu flöktandi til hinna krossfestu, svo tók hann undir handlegg Samuels óg sneri frá. Hann fann að anda- giftin var yfir honum, og hann vildi segja þjáningarsögu sína til enda. Þannig röltu þeir afttír til borgarinnar, og í hvert sinn, er Samuel ýtti undir sögumann, með' því að kinnka kolli af hluttekn- ingu, setti Ben-Tovit upp sitt písl- arvættisandlit og stundi eins og leikari í sorgarléik. Bn utan af hinum gróðurlausu og visnuðu sléttum steig myrkur næturinnar yfir Jórdan, líkast því seni hún vildi skýla ódæði jarð- arinnar fyrir auga himinsins. NÓTTINA milli þess 26. og 27. febrúar 1891 dreymdi mig, að ég þóttist úti stödd á einhverjum stað, er líktist kirkjugarðinum í Unaðs- dal. Var þar afarmikið fjölmenni samankomið, og var ég þar ásamt öðrum og var mér sagt, að tveir menn ætluðu að halda ræður. í þeirri svipan sá ég tvo menn, en þekkti hvorugan. Var annar í skó- síðu hvítu rikkilíni er gljáði á sem úr silki væri. Var liann bjartur yfirlitum. Hinn var í síðri hempu, er huldi hann allan frá hálsi ofan, rauður var hann yfirlitum og svip- mikill. Rikkilínsmaður byrjaði og rnælti: — Verið réttrúaðir, bræður og systur, þvi nú er hættuíeg tíð. Hempumaður svarar: — Heyrið rödd hrópandans, er hljóma á um allt land. Rikkiiínsmaður: — Við ætlum að tala um trúna og verðið þér lieiðruðu áheyrendur að aðhyllast annarihvorn okkar, ég segi ykkur að trúa á Guð, frelsarann, heilag- an anda, og að trúa því að djöf- ullinn sé til. Hempumaður: „Ég bið að trúa á þrenninguna, en að djöfullinn sé ekki til; hlýðið því ræðu minni ög hugfestið. Rikkilínsmaður: —Ef þið hlýðið á hans fyrii'lestur þá heyrið þið ek.ki minn. Hempumaður: — Ég get sann- fært ykkur um það að djöfullinn er ekki til; iítið aðeins í norðvest- ur. Allir litu þangað, og sáú að ský- in myhduðu þrjár dyr, og var sól- skin í þeim öllum. — Þangað fara nú þeir, sem vilja, segir hempu- maður. Rikkilínsmaður: — Þér er ekki leyft að sýna hærra, en lítið til hinnar hliðar.. Vér litum þangað og sáum þar sex sólir í röð; frá Ár-múla til Mjóafjarðar; voru þasr daufar því að móða var og kvölda tekið. Ég sagði þá við þá, ér riæsth* stóðu: — Ég verð nú að fara heim, meðan dagur er. Rikkilínsmaður svarai’: — Hafðu ljósið, þá ratar þú. Ég kvaðst engin eldfæri hafa. Rikkilínsmaður: — Það fer eftir því við hvern fyrirlesturinn þú verður, því við annan hvorn verð- ur þú að vera. Ég réð nú með mér að hlýða á rikkilínsmann. Þá kom maður til okkar og mælti: — Ekki trúi ég þér, fremur en hempumanni, — nema þú sýnir mér, að djöfullinn sé til, og mun ég, sökum þekking- ar minnar banna fólki mínu að lilýða á ykkur. — Maður tala eigi fleira, segir rikkilínsmaður, — því þú ert fall- inn; líttu upp, og sjáðn hvað yfir þér vofir. Vér litum upp, og sáum hanga í loftinu líkt stórri dökkleitri kirkju klukku, en kólfurinn var svo bjart ur, að af honum geislaði á jörðina. Þá mælti rikkilínsmaður: — Þessi klukka ryður vantrúarinnar myrkri frá augum yðrum, þó ekki sjáið þér hana daglega, og eru kirkjuklukkurnar ímynd hennar; en þór blindir menn, sem eklti rat- ið heim, lítið til himins og sjáið bústað yðar, því innan skamms hringir hin skæra klukka, sem margur kvíðir fyrir, og vildi áður vera heim kominn; ég er engill, sendur af Guði, til að halda fyrir- lestur þar til fyrirboði klukkna- hljómsins heyrist. Ég leit nú til himins, og sá hann alsettan sólum, tvær og tvær sani- an, og stjörnum á milli, og allt loftíð heiðbjart. Ég varð skelkuð og þorði vart að fara á stað, en þá brá fyrir aUgu mér björtum geisla

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.