Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG HEF tekið þátt í stjórnmálum síðastliðin tvö ár og hef núna sótt um norskan ríkisborgararétt til að geta boðið mig fram til þings á næsta ári,“ segir hinn 19 ára gamli Reynir Jóhannesson sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Sandefjord í Nor- egi. Þangað flutti hann frá Siglu- firði fyrir tíu árum. Reynir hefur setið í bæjarstjórn og íþrótta- og menningarmálanefnd í Sandefjord í ár fyrir Framfaraflokkinn sem þar er í meirihluta ásamt Hægri- flokknum. „Ég er búinn að tilkynna flokknum að ég sé tilbúinn að fara í framboð til þingsins á næsta ári ef vilji sé fyrir því. Til að sýna þeim að mér sé alvara er ég núna búinn að sækja um norskan ríkisborgara- rétt. Með því vil ég segja að ef flokkurinn vill nota krafta mína þá er ég tilbúinn í slaginn.“ Reynir á von á því að fá norskan ríkisborgararétt innan fjögurra vikna. Ríkisfang hans skiptir ekki máli þegar um sveitarstjórnarkosningar er að ræða en öðru máli gegnir um þingkosningar, honum er ekki einu sinni heimilt að kjósa til þings nema að vera norskur ríkisborgari. Úr stórum systkinahópi Reynir er sonur hjónanna Guð- rúnar Reynisdóttur og Jóhannesar Lárussonar. Hann á fimm systkini, þrjár systur og tvo bræður. „Á heimilinu er mikið talað um stjórn- mál. Við erum ekki endilega alltaf sammála en það er bara hollt.“ Reynir segir stjórnmál sitt aðal- áhugamál. „Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna í stjórnmál- um og vildi gjarnan vinna við þau í framtíðinni.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall hefur Reynir haft af- skipti af stjórnmálum um hríð. Hann byrjaði sem nemendaráðs- formaður í menntaskólanum sínum í Sandefjord er hann hóf þar nám og gegnir því embætti ennþá, en hann mun útskrifast næsta vor. Skólinn er stærsti menntaskóli í Noregi. Reynir byrjaði síðan að taka þátt í starfi ungliðahreyfingar Framfaraflokksins, en fór fljótlega einnig að vinna innan móðurflokks- ins, eins og hann orðar það. „Tíu mánuðum seinna var ég valinn inn í bæjarstjórn,“ segir Reynir og því ljóst að frami hans í stjórnmálum hefur verið skjótur. Reynir segir skattamál, skólamál, vegamál og þjónustu við eldra fólkið sem og heilbrigðisþjónustu almennt vera meðal helstu baráttumála Fram- faraflokksins í bæjarstjórninni sem og á landsvísu. „Við reynum að gera allt til að halda sköttunum í skefjum, okkur finnst ekki að hægt sé að leggja endalaus útgjöld á fólk- ið og viðskiptalífið í bænum.“ Langyngstur í flokknum Hann segir ánægjulegt að finna að hann getur haft áhrif í bæjar- stjórn Sandefjord. „Þetta var svolít- ið skrítið í byrjun en núna finn ég hvað hægt er að gera mikið þegar maður er stjórnmálamaður í bæjar- félagi og hvað flokkurinn getur gert mikið.“ „Það er ekki margt ungt fólk í flokknum,“ svarar Reynir aðspurð- ur um aldur flokkssystkina sinna í Framfaraflokknum í Sandefjord. „Ég er langyngstur. Einn er 29 ára og var alltaf talað um hann sem „unga manninn“, en svo kom ég til sögunnar,“ segir hann hlæjandi. Hann segist hafa sagt þá skoðun sína innan flokksins að tími sé kom- inn á kynslóðaskipti. „Það vantar að mínu áliti meira ungt fólk inn á listann og því hef ég gefið kost á mér til kosninganna næsta haust.“ Reynir stefnir á nám í lögfræði en ef svo fer að hann komist á þing gæti það sett áform um nám í bið- stöðu. „Ég myndi þurfa að bíða með námið ef ég kæmist á þing en fjög- ur ár á þingi er menntun í sjálfu sér. Maður lærir auðvitað svo mikið á því.“ Þingkosningar fara fram í Nor- egi að ári en innan fárra vikna ætti að vera orðið ljóst hvort Reynir verður á framboðslista Framfara- flokksins. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og margir hafa hvatt hann til að bjóða sig fram. „Ég hefði nú ekki gert þetta nema af því að ég vissi af stuðningi við mig í flokknum.“ Taugar til Íslands Reynir heimsækir Ísland annað slagið ásamt fjölskyldu sinni og hef- ur áhuga á að stunda hér nám, en það veltur reyndar á því hver fram- tíð hans innan Framfaraflokksins verður. Að endingu er Reynir spurður um það hvort hann eigi eftir að sakna þess að vera íslenskur ríkis- borgari og svarar hann því hiklaust játandi. „[Norskir] vinir mínir voru að leiðrétta mig um daginn þegar ég sagði „heima“ og meinti þá Ís- land. En ég held að maður hætti aldrei að kalla Ísland „heima“.“ Sækir um norskan ríkisborgararétt til að geta boðið sig fram til Stórþingsins Stjórnmál aðaláhugamálið Ljósmynd/Atle Møller Reynir Jóhannesson hyggst leita eftir norskum ríkisborgararétti, en hann hefur starfað innan Framfaraflokksins. MAÐUR sem m.a. rændi verslun á Laugarvatni 17. maí sl. hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hluta af afbrotunum framdi hann þegar hann var á skilorði vegna þriggja mánaða fangelsisdóms sem hann hlaut í apríl 2003 og voru brotin nú dæmd í einu lagi. Maðurinn er 24 ára gamall. Hann á að baki talsverðan afbrotaferil og hlaut fyrst dóm árið 1998. Þetta er sjötti refsidómur hans. Auk ránsins var maðurinn dæmd- ur fyrir nytjastuld á bifreiðum, um- ferðarlagabrot með því að aka undir áhrifum fíkniefna, innbrot, þjófnað og skjalafals. Eitt brotið laut að mis- notkun á greiðslukorti en fimm sinn- um tókst honum að greiða með greiðslukorti konu. Eftir ránið á Laugarvatni eltu eig- endur verslunarinnar hann uppi og stöðvuðu hann á Þingvöllum þar sem lögregla handtók hann. Daginn eftir stal hann bíl á Selfossi og ók honum í átt til Reykjavíkur. Lögreglu tókst með herkjum að stöðva hann í Mos- fellsbæ eftir að maðurinn hafði ekið á ofsahraða eftir Vesturlandsvegi á háannatíma. Þegar eftirförinni lauk hafði hann ekið utan í fólksbíl og skemmt þrjá lögreglubíla. Maðurinn var að auki sviptur ökuréttindum í eitt ár. Gæsluvarðahaldsvist í 93 daga kemur til frádráttar refsingu. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dagmar Arnar- dóttir fulltrúi ríkissaksóknara sótti málið en Sigurður Georgsson hrl. var til varnar. Fékk 15 mánaða dóm UNDANFARIÐ hefur verið unnið að því að leggja bundið slitlag á syðsta hluta Kjalvegar, milli Gullfoss og Sandár, alls um 11 km. Þetta er í samræmi við langtímaáætlun Vega- gerðarinnar um uppbyggingu á há- lendisvegum. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að þessi uppbygging sé einkum fyrirhuguð á fjórum hálendisvegum; Kili, Sprengisandsvegi, Kaldadal og Fjallabaksleið nyrðri. Hann segir þó ljóst að ekki verði sett mikið fjár- magn í þessa uppbyggingu, svo bú- ast má við að hún taki langan tíma. Framhaldið segir hann ekki ákveðið, umfram það að sá áfangi sem nú er unnið að á Kjalvegi verði kláraður næsta sumar. „Það hefur að vísu aðeins verið aukið fjármagnið í þessa hálendis- vegi, en eftir sem áður mun þessari uppbyggingu miða mjög hægt fyrr en kemur ennþá meira fé,“ segir Jón. Umferðin um Kjalveg hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, en þá þró- un má líklega að einhverju leyti rekja til þess að vegurinn hefur verið opnaður fyrr en oft áður undanfarið. Árið 2000 fóru um 8.800 bílar um veginn, en árið 2003 voru þeir um 10.600, og er fjölgunin rúm 20% á þessum árum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Vegavinnumenn vinna við lagningu bundins slitlags á hluta Kjalvegar. Í baksýn má sjá Jarlhettur við Langjökul. Bundið slitlag á ellefu kíló- metra kafla Kjalvegar „ÓHÆTT er að segja að hey- magnið sé víða allverulega minna í sumar miðað við í fyrra,“ segir Ólafur Geir Vagnsson, ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar, um grassprettuna. Ástæðan sé mikill þurrkur í sumar, eins og komið hafi fram, og útlitið jafn- vel slæmt í einstökum sveitum. Nefnir hann Mývatnssveit sem dæmi. Þó búi bændur að fyrn- ingum, þ.e. heybirgðum frá því í fyrra, sem nýtist þeim í vetur. Það komi víða til góða og engin ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur. Ólafur segir flesta búna að slá seinni sláttinn í sumar og miklu minna sé um að bændur slái tún sín þrisvar sinnum eins og í fyrra. Það sé sökum þurrka og minni sprettu. Hey- fengur sé því eðlilega í minna lagi að mati sumra. Mismun- andi er hvenær bændur slá tún sín og fer það eftir tegund bú- skapar. Misjöfn spretta á túnum Hann tekur þó fram að þetta er misjafnt eftir bæjum og tún- um. Þar sem tún séu ræktuð á melum og jarðvegur grunnur sé vöxtur lítill. Þannig jarðveg- ur þorni fljótt upp. Sums stað- ar séu túnin nánast brunnin af þurrki en merkilegt sé að gras- rótin er enn lifandi. Þau tún muni því spretta eðlilega næsta sumar þrátt fyrir lítið votviðri í ár. Þar sem meiri raki er í jörðu, eins og við mýrar, hefur sprett- an verið mjög góð. Eiginleiki jarðvegsins til að varðveita raka hefur því haft mikið að segja um grassprettu í sumar. Ólafur segir enga sérstaka ástæðu til að hafa áhyggjur. Minni heyfengur sökum þurrka NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem ríkislögreglustjóra gerði í fyrra, benda til þess að ekki sé munur á aksturshraða karla og kvenna. Könnunin byggðist annars vegar á hraðamælingum og hins vegar á spurningum sem lagðar voru fyrir nemendur í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2003. Þar segir að niðurstöður hraða- mælinga bendi til þess að ekki sé munur á því hversu hratt kynin aka. Karlmenn séu þó mun líklegri til að vera teknir fyrir hraðakstur en í skýrslunni er bent á að þeir séu að sama skapi mun fleiri í umferðinni. Þannig hafi konur verið 49% öku- manna á þeim svæðum þar sem há- markshraði er 30 km/klst. en aðeins 24% ökumanna þar sem hámarks- hraði var 90 km/klst. Þegar á heild- ina var litið voru konur um 32% öku- manna. Í skýrslunni kemur einnig fram að karlmenn eru 94% þeirra sem voru sviptir ökuréttindum vegna of margra umferðarpunkta. Þeir sem aðeins hafa bráðabirgða- skírteini, sem gefið er út þegar menn fá ökuréttindi í fyrsta sinn, mega fá sjö punkta áður en þeir eru sviptir ökuréttindum. Ekki munur á aksturs- hraða karla og kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.