Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ómar Ylströndin í Nauthólsvík er vinsæl á sólríkum sumardögum. Teiknistofan Landmótun á heiðurinn að hönnun umhverfisins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Laugardal. Landslag hannaði húsdýragarðinn, tjaldstæði, gangstíga, bílastæði og ýmis minni svæði, en fjölskyldugarðurinn er verk Þórólfs Jónssonar garðyrkjustjóra. Landslag af manna Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Bláa lónið er dæmi um manngerðan ferðamannastað og náttúruundur sem menn hafa búið til. Grunnhugmyndin að umhverfi lónsins er verk Vinnustofu arkitekta ehf., en fínútfærsla hugmyndanna var í höndum þeirra Hermanns Georgs Gunnlaugssonar og Ólafs Melsted hjá teiknistofunni Storð ehf. Hörðuvellir í Hafnarfirði eru meðal þeirra verkefna sem tekin eru til umfjöllunar í Land „VIÐ erum afskaplega ánægð með þetta framtak Landskab, en tímaritið er virt og vel þekkt á öllum Norðurlöndunum, og fer raunar víða um Evrópu líka,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og formaður FÍLA. Landskab er nú á 85. útgáfu- ári og er að sögn Ingibjargar, sem einnig er einn eigenda teiknistofunnar Landmótunar, betur þekkt í Evrópu en önnur norræn tímarit í þessum efn- isflokki. Upphaflega hugmyndin að ís- lenskum vinkli þessa nýjasta tölublaðs kemur frá Annemarie Lund, sem gegnt hefur starfi rit- stjóra blaðsins í rúm tuttugu ár. „Hún kom hingað sl. sumar í tengslum við norrænan stjórn- arfund félaga landslagsarkitekta á Norðurlöndunum og þá kvikn- aði þessi hugmynd. Hún vildi gefa út stórt blað um hérlendan landslagsarktitektúr og fékk því í lið með sér þá Einar E. Sæ- mundsen, Þráin Hauksson og Guðmund Rafn Sigurðsson,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að í blaðinu sé bæði fjallað um ís- lenska garðlistasögu, en unnið hefur verið að ritun hennar und- anfarin ár, og eins sé þar að finna greinar um tiltölulega ný- leg verk hérlendra landslags- arkitekta. „Við finnum að það er áhugi á því sem við erum að gera hér og fólki finnst verkefnin sem við vinnum að oft á tíðum svolítið sértæk,“ segir Ingibjörg og bendir á snjóflóðavarnirnar á Siglufirði sem dæmi. „Ég hugsa líka að við sækjum efnivið til náttúrunnar í meira mæli en tíðkast til að mynda í upprækt- uðum löndum á borð við Dan- mörku. Þar sem tímaritið Land- skab á svo lesendahóp víða um lönd vona ég svo sannarlega að þetta tölublað eigi eftir að vekja enn frekari athygli á íslenskum landslagsarkitektúr á erlendum vettvangi.“ Ingibjörg Kristjánsdóttir Ánægjulegt framtak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.