Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 27
ÓL Í AÞENU 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 27 Liðið sem kemst áfram leikur áþriðjudaginn í 8 liða úrslitum við það lið sem vinnur B-riðilinn, en þar eru Frakkland, Þýskaland og Ung- verjaland í harðri baráttu. Liðið sem situr eftir í fimmta sæti A-riðils leikur um 9. sæti leikanna á þriðjudag, við Egyptaland eða Brasilíu, og hefur þar með lokið keppni. Rússar hafa ekki verið mjög sannfærandi á Ólympíuleikunum til þessa. Þeir byrjuðu á því að vinna Slóveníu, 28:25, en hafa síðan tapað fyrir Suður-Kóreu, 32:35, Spáni, 26:29, og síðast fyrir Króatíu, 25:26, á föstudagskvöldið. Rússar stefndu lengi vel í sigur gegn Kró- ötum, voru um tíma fimm mörkum yfir og staðan í hálfleik var 14:10. En í síðari hálfleik dró mjög af þeim og þeir höfðu ekki kraft til að halda út leikinn gegn hinu hraða og fríska liði Króata. Átta ólympíu- meistarar frá Sydney Rússar tefla fram reyndu liði með háan meðalaldur. Í þeirra röð- um eru átta ólympíumeistarar frá Sydney fyrir fjórum árum og þar af eru tveir komnir á fimmtugsaldur. Það er markvörðurinn frægi Andr- ej Lavrov, sem er 42 ára, og örv- henta skyttan Alexandre Tuchkin, sem varð fertugur í síðasta mánuði. Aðrir úr ólympíuliðinu 2000 eru Vasily Kudinov (35 ára), Denis Krivoshlykov (33), Dmitri Torgov- anov (32), Viatcheslav Gorpichin (34), Sergej Pogorelov (30) og Eduard Kokcharov (28). Tveir leik- menn til viðbótar eru komnir á fer- tugsaldurinn, Oleg Kulechov (30), lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg, og Alexey Kostygov (31) markvörður sem hefur í heild- ina spilað meira en Lavrov á leik- unum til þessa. Sjö lið komin áfram Sjö lið hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Frakk- ar, Þjóðverjar, Ungverjar og Grikkir fara áfram úr B-riðli og úr A-riðli eru Spánverjar, Króatar og Suður-Kóreubúar komnir áfram. Ísland og Rússland leika í dag um áttunda og síðasta sætið. Í 8 liða úrslitum er síðan leikið í kross á milli riðla, sigurliðið í A-riðli leikur við fjórða lið í B-riðli, o.s.frv. Það sem liggur ljóst fyrir er að Ísland eða Rússland mætir sigurliði B-rið- ils, Suður-Kórea mætir liði númer tvö í B-riðli og Grikkir mæta sig- urliðinu úr A-riðli. Morgunblaðið/Golli Róbert Gunnarsson línumaður hefur staðið sig vel á ÓL. Björninn er farinn að þreytast EITT sæti er enn laust í átta liða úrslitum handknattleikskeppn- innar á Ólympíuleikunum. Það er fjórða sætið í A-riðli keppn- innar og um það spila Íslend- ingar hreinan úrslitaleik í dag gegn Ólympíumeisturunum frá Sydney 2000, Rússum. Liðin eru jöfn að stigum með 2 stig, hafa hvort um sig unnið einn leik en tapað þremur. Markatala Rússa er betri og hún fleytir þeim áfram ef leikur liðanna í Sports Pavillion höllinni í Faliro, hafnarhverfi Aþenu, endar með jafntefli. Hann hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma. Víðir Sigurðsson skrifar frá Aþenu Bækur mánaðarins Sérhönnuð fyrir námsfólk Verð aðeins 1.390 kr. Fullt verð 1.990 kr. Þróuð TÖLVUORÐABÓK • Flettu upp í öflugri ensk-íslenskri og íslensk-enskri orðabók • Glósaðu • Skoðaðu beygingar orða • Æfðu óreglulegar enskar sagnir • Leitaðu í leitarvélum, alfræðibókum og orðabókum á vefnum • Hugbúnaður fyrir Windows stýrikerfi Ómissandi öllu skólafólki! Hlý og hjartnæm saga Þriðja barnabók Madonnu Hvernig skyldu sjö skítugir þjófar geta hjálpað fárveikum dreng? Um það fjallar þessi skemmtilega og hlýja saga eftir Madonnu. Myndir Gennady Spirin gera bókina að sannkölluðu listaverki. „Madonnu hefur tekist að skrifa alvöru ævintýri með sorglegum aðstæðum, um leið og hún skemmtir börnunum og kemur þeim á óvart.“ - Hildur Loftsdóttir, Mbl. Verð aðeins 1.990 kr. Fullt verð 2.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.