Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 21                                                 ! " # $ % $ & & ' ( ) # * + ,  - . +  . / $ 0 1 ' ' 2 ' '  3 0 1 ' ' 2 ' & 4 4 4  - # )  "   $  - # )  "  5 - # )  "   $  6-   7         8           9    7  :          7  6  ;  <       <  7               7  6           9      77:                hryðjuverkamenn. Ég er að velta því fyrir mér að skipta um nafn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að nafnbreyting geti auðveldað fólki af íslömskum uppruna að fá vinnu í Svíþjóð.“ Sanije segist enn ekki hafa feng- ið tækifæri til að vinna við sérgrein sína, hárgreiðslu, í Svíþjóð. Fá sænsk börn á leikskólanum „Sumir vina minna eru af- skaplega uppteknir af því hvað Sví- ar séu fordómafullir gagnvart út- lendingum,“ heldur Ihsan Kama frá Kúrdistan áfram. „Ég er ekki svo viss um að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér. Einn vina minna heldur því fram að hann hafi verið felldur á bílprófi af því að hann er útlend- ingur. Ég náði prófinu og hef þar af leiðandi enga ástæðu til að ætla að ég hafi á einhvern hátt hlotið aðra meðferð en innfæddur Svíi. Vandamálið við Rosengård er að útlendingar einangrast frá sam- félaginu fyrir utan. Fullorðna fólk- ið talar móðurmál sitt inn á heim- ilunum og sín á milli í hverfinu. Á leikskólunum eru nánast engin sænsk börn. Aukin samskipti myndu örugglega minnka misskiln- ing og fordóma á báða bóga.“ „Ég vil að börnin mín kynnist menningu gamla landsins míns,“ segir Mounir og hin taka undir með honum. „Um leið finnst mér mikilvægt að þau verði góðir Sví- ar,“ segir Kassim Ghoneim. „Tvö barnanna minna eru í framhalds- skóla niðri í bæ. Framhaldsskól- arnir þar eru betri heldur en fram- haldsskólarnir í Rosengård. Þau eignast sænska vini, tala sænsku eins og Svíar og eiga meiri mögu- leika á að fá vinnu að námi loknu,“ segir hann stoltur. Meiri tengsl við föðurlandið Hópurinn segir raunar bæði kosti og galla fylgja því að búa í Rosengård. „Hér er fólk í meiri tengslum við föðurlandið. Maður þekkir marga og hverfið er fallegt – gróðursælla en mörg önnur hverfi í Málmey,“ segir Mounir og hristir höfuðið þegar hann er spurður að því hvort hann vilji flytja aftur til gamla landsins þrátt fyrir atvinnuleysið í Svíþjóð. „Ég er orðinn of gamall. Ég get ekki hugsað mér að byrja aftur alveg upp á nýtt. Ég get heldur ekki lagt slík umskipti á börnin mín. Fram- tíð þeirra er í Svíþjóð.“ Eftir að viðtalið var tekið fengu flestir í hópnum vinnu við garð- yrkju á vegum borgarinnar. Vinn- an er þó aðeins tímabundin – í sumar. „TJEJGRUPPEN“ (stelpuhópurinn) hefur að markmiði að styrkja sjálfs- mynd unglingsstúlkna af erlendum og sænskum uppruna. Stúlkurnar koma saman undir stjórn leiðbein- anda frá Húsi draumanna til að vinna að ýmsum uppbyggilegum verk- efnum einu sinni í viku. Við stóra borðið í viðbyggingunni ríkir gleði og spenningur. At- vinnuteiknimynda- höfundur er kom- inn í heimsókn til ljúka upp leynd- ardómi teikni- myndasögunnar fyrir stelpunum. Eftir stuttan fyr- irlestur er komið að þeim sjálfum að skapa hver sína teiknimyndasög- una. Lokamark- miðið er að gefa allar teiknimynda- sögurnar út í sér- stöku teikni- myndasögublaði og að sjálfsögðu fer eitt eintak á Konunglega sænska bókasafnið í Stokkhólmi eins og alltaf þegar gefnar eru út sænskar teiknimynda- sögur. Ekki í skóla í þrjú ár Tvíburasysturnar Aida og Amela Osmicevic eru fljótar að fallast á að segja svolítið frá sjálfum sér þrátt fyrir að vera komnar á bólakaf í teiknimyndasögugerðina. Við færum okkur inn í hliðarherbergi og lokum að okkur til að verða ekki fyrir trufl- un af hlátrasköllunum í hinum stelp- unum. Stelpurnar segjast hafa flutt frá Bosníu til Svíþjóðar fyrir 7 árum. „Eftir skilnað foreldra okkar bjugg- um við með mömmu í bænum Brcko í Bosníu,“ segir Amela. „Á meðan á Bosníustríðinu stóð vorum við lok- aðar inni í bænum. Við fengum heldur ekki frekar en önnur börn af múslimskum uppruna að ganga í skóla í ein þrjú ár. Eftir stríðið var mömmu boðið að flytja með okkur til frænku og ömmu í Svíþjóð. Hún spurði okkur hvað við vildum gera. Við vildum ólmar flytjast til Sví- þjóðar.“ Aida viðurkennir að sér hafi þótt skrítið að koma til Svíþjóðar í upp- hafi. „Við vorum 12 ára og komum hingað í desember – á Lúsíudaginn. Fyrst fannst mér margt mjög skrítið í Svíþjóð. Ég var óörugg og hrædd við framtíðina. Smám saman varð ég öruggari með mig í hverfinu. Við vorum settar í 5. bekk, þ.e. einum bekk á eftir. Eftir eitt ár vorum við eiginlega alveg búnar að ná tungu- málinu. Núna erum við meðal bestu nemendanna í okkar bekk í mennta- skólanum.“ – Finnst ykkur ekkert leiðinlegt að vera bekk á eftir? „Nei, nei, í Sví- þjóð er fólk á öllum aldri í menntaskóla. Við erum alls ekk- ert elstar í bekkn- um. Við hefðum aldrei vilja skipta um bekk.“ Minni samheldni í fjölskyldum Aida og Amela viðurkenna að erf- iðasti hluti aðlög- unarinnar hafi ver- ið að læra nýtt tungumál frá grunni. „Við þurft- um að læra mikið til að ná krökk- unum í skólanum. Frænka okkar hjálpaði okkur fyrir próf og svo höf- um við auðvitað reynt að styðja hvor aðra eftir fremsta megni. Ann- ars held ég að krakkar læri meira í skólanum í Bosníu en Svíþjóð. Námið er einhvern veginn dálítið öðruvísi,“ segir Amela. „Núna þurf- um við ekki mikið fyrir því að hafa og líkar orðið vel að búa í Svíþjóð. Mamma fær stundum heimþrá og spyr okkur hvort við viljum flytja til baka. Við viljum bara fara í frí til Bosníu.“ – Hafið þið farið í frí til Bosníu eft- ir að þið fluttuð til Svíþjóðar? „Eftir prófin í fyrra tilkynnti mamma okkur að við ættum að pakka niður. Við hefðum staðið okk- ur svo vel í skólanum að hún ætlaði að verðlauna okkur með sumarfríi í Króatíu. Fríið var gott en við fórum ekki alla leið til Bosníu.“ Aida svarar því hvað sé gott/ slæmt við að búa í Svíðþjóð. „Svíþjóð er fallegt land og þar býr yndislegt fólk. Langflestir hafa tækifæri til að mennta sig eins og þeir vilja og vinna síðan við einhverja ákveðna sérgrein,“ svarar hún og hikar að- eins áður en hún nefnir neikvæðu hliðarnar við Svíþjóð. „Fjölskyldur í Svíþjóð virðast halda miklu minna saman heldur en fjölskyldur í Bosn- íu. Margir jafnaldrar okkar eru löngu farnir að fara án foreldra sinna í sumarfrí. Mamma er besta vinkona okkar systranna. Við skemmtum okkur langbest allar saman. Svíar eru heldur ekki mikið fyrir að tala við ókunnuga. Ef maður gefur sig á tal við einhvern í strætó er maður strax litinn hornauga.“ – Bera sænskir krakkar minni virðingu fyrir fullorðnum en krakk- ar í Bosníu? „Nei, það finnst mér ekki,“ svarar Amela. Aida er ekki sammála systur sinni. „Jú, ég er á því að þeir beri ekki jafnmikla virðingu fyrir fullorðnum og krakkar í Bosníu. Yfirleitt hafa þeir heldur ekki hlotið jafnmikinn aga í uppeldinu. Engu að síður eru sænskir krakkar yfir- höfuð bæði skemmtilegir og góðir félagar.“ – Hvort finnst ykkur að þið séuð meiri Bosníumenn eða Svíar? „Við erum og verðum Bosníumenn að eilífu,“ segja syst- urnar einum rómi, „búsettir í Sví- þjóð.“ Tvíburasysturnar Arnesa og Aida Osmicevic ætla að búa í Svíþjóð í framtíðinni. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Stelpurnar í stelpuhópnum eru allar góðar vinkonur (f.v.), Sumaila Berhane, Sara Svensson og systurnar Arnesa og Gentijana Camaj. Bosníumenn að eilífu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.