Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 32

Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 32
UMRÆÐAN 32 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞESSAR mundir eru liðin 20 ár frá stofnun Fjölís, hags- munafélags um höfundarrétt. Fjölís er hagsmunafélag sam- taka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfund- arréttarverndar og nýtt eru með ljósritun eða annarri hliðstæðri eftirgerð rita. Eitt meginhlutverk Fjölís er að annast hagsmunagæslu fyrir höfunda og útgef- endur með samn- ingum sem heimila ljósritun úr verkum þeirra gegn hæfilegu endurgjaldi. Slíkir samningar gera stofn- unum, fyrirtækjum og öðrum stærri notendum verndaðra verka kleift að nýta verkin í atvinnu sinni með ljósritun, án þess að þurfa í hvert sinn að fá til þess leyfi rétthafa. Fjölís var stofnað 22. ágúst 1984 í framhaldi af samningi nokkurra rétthafasamtaka við mennta- málaráðuneytið 1983 um ljósritun í skólum. Sá samningur var gerð- ur eftir áralangar viðræður vegna ljósritunar verndaðra verka sem fram fór án heimildar í skólum landsins. Í dag eiga eftirtalin samtök rétthafa aðild að Fjölís: Blaða- mannafélag Íslands, Félag íslenskra bóka- útgefenda, Hag- þenkir – félag höf- unda fræðirita og kennslugagna, Mynd- stef, Rithöfunda- samband Íslands og STEF. Nýlega urðu for- mannsskipti í Fjölís, þegar Ragnar Að- alsteinsson hrl. ákvað að láta af for- mennsku í samtök- unum, til að sinna öðrum verkefnum. Ragnar hefur verið lögmaður Rithöfunda- sambands Íslands um langt árabil og var einn af stofnendum Fjölís. Hann hefur verið formaður samtakanna frá upphafi og eiga samtökin honum mikið að þakka þann árangur sem náðst hefur í baráttu fyrir endurgjaldi fyrir fjölföldun verndaðra verka. Nýr stjórnarformaður er Hall- dór Þ. Birgisson, hrl. Halldór er lögmaður Félags íslenskra bókaút- gefenda og hefur verið í stjórn Fjölís um margra ára skeið. Enda þótt ennþá fari víða fram ljósritun án heimildar, hefur lög- leg ljósritun verndaðs efnis aukist verulega með samningum Fjölís við notendur frá því samtökin voru stofnuð. Jafnframt hefur höf- undum og öðrum rétthöfum þann- ig verið tryggt nokkurt endurgjald vegna ljósritunar á verkum þeirra. Auk samnings við mennta- málaráðuneytið um ljósritun í skólum og háskólum hefur Fjölís gert samning við ríkið vegna ljós- ritunar í Stjórnarráði Íslands og stofnunum þess, við einstakar rík- isstofnanir, samninga við sveit- arfélög, við Kirkjuráð, við Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, og við allmarga einkaskóla. Fjölís á að auki í samningaviðræðum við fleiri aðila. Á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun Fjölís, hefur orðið ör þróun á sviði upplýsingatækni, með tilkomu stafrænnar eintaka- gerðar. Allt frá árinu 1994 hefur farið fram umræða innan Fjölís um hvernig brugðist verði við eintaka- gerð sem fram fer í gegnum tölv- ur, og hafa verið haldnir nokkrir samráðsfundir með aðildarfélög- unum til að ræða þessi mál og hlutverk Fjölís í því sambandi. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 að undirritaður var fyrsti til- raunasamningurinn um stafræna eintakagerð, með samningi við Háskólann á Akureyri um notkun á útgefnum vernduðum verkum á innraneti háskólans. Í samningi Fjölís og mennta- málaráðuneytisins um ljósritun í skólum og háskólum er ákvæði um að unnið skuli í samvinnu að því að finna lausnir á höfundarrétt- Fjölís 20 ára Elín Helgadóttir skrifar um Fjölís ’Eitt meginhlutverkFjölís er að annast hagsmunagæslu fyrir höfunda og útgef- endur …‘ Elín Helgadóttir Glæsilega 4ra herb. 113 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í litlu fjölbýli í Lindunum Kópavogi. Þrjú stór svefnherb. Rúm- góð stofa með útg. á S-svalir m/fal- legu útsýni. Flísalagt baðherb. Sér þvottahús innan íbúðar. Loft upptekin m/halogenlýsingu. Fallegar innrétting- ar. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Glæsileg eign á góðum stað. Áhv. 8,1millj. húsbréf. Verð 18,9 millj. Jónas og Helga sýna eignina í dag sunnudag frá kl 15:00 – 17:00 Laugalind 5 - 4ra herb. íbúð á 3. hæð Opið hús í dag kl. 15-17 Víkurás 6 - 2ja herb. íbúð á 3. hæð Opið hús í dag kl. 14-16 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Falleg 56 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli ásmt 22 fm stæði í bíla- geymslu. Stórt og rúmgott herb. Stór og björt stofa með útg. á suðursvalir. Góðar innréttingar. Fallegt útsýni. Góð sameign. Eignin getur verið laus fljótt. Áhv. 6,5 millj. Byggsj. Og húsbréf. Einnig 1,7 millj. Viðbótarlán Samtals áhv. 8,2 millj. Verð 10,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14:00 – 16:00 Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Traust – 15799“. Óskum eftir að kaupa atvinnuhúsnæði með trausta leigusamninga Á verðbilinu 100 til 1000 milljónir á stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðrir staðir koma til greina. Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Til sölu þetta virðulega, fallega og sögufræga hús Galtafell við Laufásveg. Stærð hússins er um 500 fm. Húsið skiptist m.a. í jarðhæð, sem er innréttuð sem 5 fullbúnar vandaðar ósamþykktar stúdíó- íbúðir allar með sérinngangi. Aðalhæð hússins skiptist í forstofu, snyrtingu, stórt hol, stórt herbergi, stóra stofu með arni og er gengt úr henni út á stórar suðursvalir, stór setustofa, stór borðstofa, svefnherbergi með sérbaðherbergi og stórt eldhús með borðkrók. Úr holi er gengt upp í stórt turn- herbergi en þaðan er frábært útsýni. Aðalhæðin er með mikilli lofthæð og þakgluggum. Rósettur eru í loftum og kverklistar. Húsið var á sínum tíma eitt glæsilegasta hús bæjarins byggt af miklum efnum af Pétri Thorsteinson frá Bíldudal föður Muggs listmálara. Húsið býður upp á mikla möguleika með núverandi nýtingu eða sem glæsilegt einbýlishús. Verð tilboð. TIL SÖLU LAUFÁSVEGUR 46 – GALTAFELL Sími 533 4040 Fax 533 4041 ÍBÚÐAREIGENDUR Í LINDAHVERFI Kæru íbúðareigendur í Lindahverfi Kópavogs. Mér hefur verið falið að finna 3ja til 4ra her- bergja íbúð með bílskýli fyrir einn af okkar við- skiptavinum. Fjársterkur kaupandi með góðar greiðslur í boði fyrir réttu eignina. Vinsamlegast hafið samband við mig, Ólaf Guðmundsson, í síma 896 4090. Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 BRÁVALLAGATA 16 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 Mikið endurbætt 100 fm íbúð á á 3. hæð með vinnuherbergi í risi. Nýlegt eldhús, bað- herbergi, raflagnir og rafmagnstafla. Vinsælt og rólegt hverfi. Áhv. 6,5 m. Verð 15,7 m. Björn og Margrét taka á móti fólki í dag milli kl. 15.00 og 17.00 Opið hús í dag kl. 14-16 Björtusalir 4 - íbúð 0201 Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsil. 127 fm íb. á 2. h. í nýl. vönduðu fimm íb. húsi á fráb. stað í Salahverfi. 3 góð svefnherb. Vandaðar innrétt. Parket. Stórar svalir. Gott útsýni. Stutt í ört vaxandi þjónustu. Áhv. hagst. lán ca 8,8 m. V. 18,9 m. Í dag, sunnudag, er opið hús frá kl. 14-16. Örn og Stella taka á móti áhugasömum. Áratuga reynsla tryggir fagleg vinnubrögð!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.