Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er talsverð traffík hérna á annatíma sumarsins. Núna er mest að gera um helgar,“ segir Pétur Blöndal Gíslason, sem rek- ur afþreyingarþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem m.a. er boðið upp á veiði, kajak- ferðir, sjóstangaveiði, grillveislur og hægt að tjalda. Þá er þar golf- völlur þar sem allir eldri borg- arar á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur geta farið ókeypis í golf. „Stærstur hlutinn af mínu fólki er Íslendingar en það er alltaf eitthvað af erlendum ferðalöng- um líka. Þetta eru mikið stór starfsmannafélög og svoleiðis hópar sem eru að koma, ættar- mót, óvissuferðir, fyrirtækjahóp- ar og steggja- og gæsapartí,“ segir Pétur. Á þrjú ár eftir af 10 ára leigusamningi Orkuveita Reykjavíkur á jörð- ina, en þar er talsverður jarðhiti sem Orkuveitan hefur áform um að nýta í framtíðinni. „Þeir eru með einhver áform um að leggja hérna leiðslur fyrir heitt vatn og jafnvel um einhverja uppbygg- ingu. Þeir eru að skoða samvinnu við einhverja með jafnvel upp- byggingu á sumarbústaðahverfi,“ segir Pétur. Hann gerði upphaflega leigu- samning til tíu ára og á nú þrjú ár eftir af þeim samningi. „Í rauninni hefur mér verið gefið tilefni til að áætla að það verði framlengt,“ segir Pétur. Sjálfur er hann uppalinn í Reykjavík en hefur nú búið í átta ár í Hvalfirði ásamt fjölskyldu sinni og líkar mjög vel. „Það má í raun segja að þetta sé lítið fjöl- skyldufyrirtæki, það eru allir nýttir. Við erum bara þrjú sem búum hérna fast, en svo er systir mín og hennar fólk hérna yfir sumarið og svo koma ýmsir að hjálpa til um helgar.“ Inntur eftir því hvort Hval- fjarðargöngin hafi breytt miklu fyrir reksturinn segir Pétur að það hafi að minnsta kosti ekki haft neikvæð áhrif. Mun minni hávaði sé af umferðinni nú en áð- ur. „Ég heyrði þegar göngin voru opnuð. Þá datt niður þessi niður og svo heyrir maður orðið í ein- um og einum bíl núna. Göngin voru opnuð klukkan 14 á laug- ardegi, það var alveg blankalogn þennan dag og allt í einu þagnaði allur fjörðurinn. Göngin hafa ekki haft nein neikvæð áhrif fyr- ir þennan stað, ekki önnur en þau að ég reyndi að fara á putt- anum í bæinn eitt haustið og það var svona frekar erfitt,“ segir Pétur og hlær. Umferðin um Hvalfjörðinn er þó að aukast að nýju að hans sögn. „Undanfarin þrjú sumur hefur umferðin stóraukist, en þetta eru bílar sem fara í rólegheitunum t.d. með fellihýsið. Eins er orðið vinsælt að fara Hvalfjarðarhring- inn. Að fara Hvalfjörðinn er orðinn valkostur eins og að fara á Þing- völl,“ segir Pétur. Morgunblaðið/Þorkell Pétur Blöndal Gíslason við tvo af kajökunum sem hann leigir til siglinga á firðinum. Talsverður jarðhiti hefur fundist í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði og hefur Orkuveita Reykjavíkur áform um að nýta jarðhitann þar í framtíðinni með einhverjum hætti. „Allt í einu þagnaði allur fjörðurinn“ MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla- manna (BHM) segir í ályktun það vera augljóst að launarammar í kjarasamningum séu ekki í samræmi við þau laun sem greidd séu í raun fyrir dagvinnu. Því hafi stjórnendur stofnana gripið til þess ráðs að greiða viðbótarlaun og telur miðstjórnin ein- sýnt að úr þessu þurfi að bæta við endurnýjun kjarasamninga í haust. Miðstjórn BHM telur einnig nauð- synlegt að samið verði um reglulega upplýsingaskyldu stofnana til hlutað- eigandi stéttarfélaga um öll viðbótar- laun sem ekki sé kveðið á um í kjara- samningum. Skýrsla Ríkisendur- skoðunar frá því í vor um viðbótar- laun sé enn ein sönnun þess að launamunur kynjanna minnki lítið. Mikill launamunur kynja hjá ráðu- neytum hljóti að vera „áfellisdómur yfir þeim sem eigi að ganga á undan með góðu fordæmi“. Launamunur ekki að minnka Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir við Morgunblaðið að upplýsingaskylda um laun sé ein meginforsenda þess að hægt sé að vinna gegn launamun kynjanna. Öll aðildarfélög BHM hafi verið að ræða sameiginleg áhersluatriði í kjaravið- ræðum og viðbótarlaun séu ein af þeim. Verið sé að vinna kannanir um launaþróun, bæði sérstaklega fyrir BHM og einnig í samstarfi við BSRB, Kennarasambandið og Samband bankamanna. „Þær tölur sem við höfum fengið í hendur sýna að launamunurinn er ekki að minnka. Það var ein af gulrót- unum í samningunum 1997 þegar samið var um nýtt launakerfi,“ segir Halldóra. Miðstjórn BHM kemur saman til aukafundar 1. september nk. en um miðjan þann mánuð þarf að leggja fram viðræðuáætlun til ríkisins og viðsemjenda, 10 vikum áður en samn- ingar renna út. Halldóra býst við að á þessum fundi verði línurnar lagðar nánar og ákveðið hvort farið verði í sameiginlegar viðræður aðildarfélag- anna. Búast megi einnig við að ríkið haldi að sér höndum þar til búið verði að semja í deilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna. BHM vill taka á viðbótar- launum í næstu samningum SKIPULAGSSTOFNUN hefur auglýst tillögu Landsvirkjunar að breyttu svæðisskipulagi vegna Ufs- arveitu, sem er hluti af virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka. Eru breyt- ingarnar tilkomnar vegna niðurfellingar á áður áformaðri Bessastaðaveitu Fljótsdalsvirkjun- ar. Í tillögu Landsvirkjunar hefur verið gert ráð fyrir ýmsum mann- virkjum, m.a. göngum, stokki, bor- holum og nýrri brú yfir Jökulsá í Fljótsdal neðan Ufsarstíflu. Í breyt- ingartillögunni segir m.a. að við at- hugun á áhrifum niðurfellingar Bessastaðaveitu á rennsliseiginleika aðrennslisganga Kárahnjúkavirkj- unar hafi komið í ljós að nauðsynlegt sé að gera sérstök jöfnunargöng á Jökulsárgöng um 2,5 km neðan við Ufsarlón, bora loftunarholur niður í göngin á um 1 kílómetra bili og byggja þrýstijöfnunarstokk tengdan göngunum. Telur Skipulagsstofnun að þessi breytta tæknilega útfærsla kalli á breytingu á sérstöku svæð- isskipulagi Kárahnjúkavirkjunar. Í skipulagstillögunni er jafnframt lögð til breyting á legu Hraunavegar við Ufsarlón með nýrri brú á Jökulsá í Fljótsdal og gert er ráð fyrir nýju haugsvæði við lónið. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta á svæðinu geta skilað inn skriflegum athugasemdum við tillög- una til Skipulagsstofnunar fyrir 22. september nk. Fram það þeim tíma verður tillagan til sýnis hjá Skipu- lagsstofnun, á skrifstofu Fljótsdals- hrepps í Végarði og á vefsíðunni www.skipulag.is. Breytt svæðisskipulag vegna Ufsarveitu                                                   ! "  #  $    MÁLUM til meðferðar í kjara- máladeild Verslunarmannafélags Reykjavíkur fækkaði um 30% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir þetta ánægjulega þróun sem bendi til þess að góðæri sé framundan. „Við höfum séð það að fjöldi mála í meðferð hjá okkur fer svo- lítið eftir stöðunni í atvinnulífinu. Þessi skýra lækkun núna, á fyrstu sex mánuðum ársins, gefur okkur vonir um að góðæri sé nú kannski að koma hingað á höfuðborgar- svæðið og við vonum að það muni sýna sig í minnkandi atvinnuleysi þegar líða fer á haustið. Þetta er viss vísbending þótt maður geti ekkert fullyrt fyrirfram,“ segir Gunnar Páll. Hann segir að tölurnar um fjölda mála nú séu hlutfallslega svipaðar því sem var í kringum ár- ið 2000. Mál er varða stöðu og réttindi launafólks Á árunum 2001–2003 komu að meðaltali 600 mál til meðferðar í kjaramáladeild VR fyrstu sex mánuðina, en á þessu ári voru þau 422 á þeim tíma. Einkum er um að ræða mál vegna innheimtu launa, en einnig ágreining á vinnustöðum og fleira sem varðar stöðu og rétt- indi launafólks á vinnumarkaði, að því er fram kemur á heimasíðu VR. Allt árið í fyrra fékk kjaramála- deild 1.461 mál til meðferðar og hafa þau aldrei verið fleiri. VR bendir þó á að í lok ársins hafi Út- gáfufélagið DV orðið gjaldþrota, en í því máli einu hafi verið gerðar launakröfur fyrir hönd 430 ein- staklinga. Atvinnuleysi er svipað fyrstu sex mánuði þessa árs og ársins í fyrra. „Menn hafa séð þessar miklu hagvaxtartölur og klórað sér í kollinum yfir því af hverju at- vinnuleysi minnki ekki meira en raunin hefur verið. Þegar atvinnulífið var að rétta úr kútnum eftir samdráttinn á fyrri hluta tíunda áratugarins sáum við að það tók svolítinn tíma. Menn fóru að sjá launaskrið og þenslu varðandi launahækkanir, áður en fjölgun starfa fór virkilega á skrið. Við erum að vona að þetta sé svipað því sem er að gerast núna,“ segir Gunnar Páll. 30% færri mál til kjaradeildar VR Bendir til að góð- ærið sé framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.