Morgunblaðið - 22.08.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.08.2004, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ómar Ylströndin í Nauthólsvík er vinsæl á sólríkum sumardögum. Teiknistofan Landmótun á heiðurinn að hönnun umhverfisins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Laugardal. Landslag hannaði húsdýragarðinn, tjaldstæði, gangstíga, bílastæði og ýmis minni svæði, en fjölskyldugarðurinn er verk Þórólfs Jónssonar garðyrkjustjóra. Landslag af manna Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Bláa lónið er dæmi um manngerðan ferðamannastað og náttúruundur sem menn hafa búið til. Grunnhugmyndin að umhverfi lónsins er verk Vinnustofu arkitekta ehf., en fínútfærsla hugmyndanna var í höndum þeirra Hermanns Georgs Gunnlaugssonar og Ólafs Melsted hjá teiknistofunni Storð ehf. Hörðuvellir í Hafnarfirði eru meðal þeirra verkefna sem tekin eru til umfjöllunar í Land „VIÐ erum afskaplega ánægð með þetta framtak Landskab, en tímaritið er virt og vel þekkt á öllum Norðurlöndunum, og fer raunar víða um Evrópu líka,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og formaður FÍLA. Landskab er nú á 85. útgáfu- ári og er að sögn Ingibjargar, sem einnig er einn eigenda teiknistofunnar Landmótunar, betur þekkt í Evrópu en önnur norræn tímarit í þessum efn- isflokki. Upphaflega hugmyndin að ís- lenskum vinkli þessa nýjasta tölublaðs kemur frá Annemarie Lund, sem gegnt hefur starfi rit- stjóra blaðsins í rúm tuttugu ár. „Hún kom hingað sl. sumar í tengslum við norrænan stjórn- arfund félaga landslagsarkitekta á Norðurlöndunum og þá kvikn- aði þessi hugmynd. Hún vildi gefa út stórt blað um hérlendan landslagsarktitektúr og fékk því í lið með sér þá Einar E. Sæ- mundsen, Þráin Hauksson og Guðmund Rafn Sigurðsson,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að í blaðinu sé bæði fjallað um ís- lenska garðlistasögu, en unnið hefur verið að ritun hennar und- anfarin ár, og eins sé þar að finna greinar um tiltölulega ný- leg verk hérlendra landslags- arkitekta. „Við finnum að það er áhugi á því sem við erum að gera hér og fólki finnst verkefnin sem við vinnum að oft á tíðum svolítið sértæk,“ segir Ingibjörg og bendir á snjóflóðavarnirnar á Siglufirði sem dæmi. „Ég hugsa líka að við sækjum efnivið til náttúrunnar í meira mæli en tíðkast til að mynda í upprækt- uðum löndum á borð við Dan- mörku. Þar sem tímaritið Land- skab á svo lesendahóp víða um lönd vona ég svo sannarlega að þetta tölublað eigi eftir að vekja enn frekari athygli á íslenskum landslagsarkitektúr á erlendum vettvangi.“ Ingibjörg Kristjánsdóttir Ánægjulegt framtak

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.