Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HELMINGURINN KONUR
Stefnt er að því að helmingur
starfsmanna í álverinu á Reyðarfirði
verði konur. Álverið er hannað með
það fyrir augum að meðalkonan geti
starfað þar.
Samherji fjárfestir
Stjórn Samherja samþykkti í gær
kaup hlutabréfa í þýskum og bresk-
um útgerðarfélögum fyrir 2,3 millj-
arða króna. Alls voru samþykktar
fjárfestingar upp á 2,7 milljarða.
Barist í Bagdad
Talið er að meira en fjörutíu Írak-
ar hafi fallið og 270 særst í bardög-
um milli Bandaríkjahers og liðs-
manna Mehdi-hers sjíta-klerksins
Moqtada al-Sadrs í Bagdad í gær.
Tala fallinna liðsmanna Bandaríkja-
hers frá því að ráðist var inn í Írak
fyrir einu og hálfu ári er nú komin í
1.000.
Mótmæli í Moskvu
Talið er að um 130 þúsund Rússar
hafi tekið þátt í mótmælum gegn
hryðjuverkum sem fram fóru í mið-
borg Moskvu í gær. Vildi fólkið mót-
mæla aðgerðum manna í Beslan í
Norður-Ossetíu sem á föstudag lykt-
aði með því að 335 lágu í valnum, þar
af 165 skólabörn.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 24
Úr verinu 11 Minningar 24/28
Viðskipti 12 Dagbók 30/32
Erlent 14 Myndasögur 30
Minn staður 15 Víkverji 30
Höfuðborgin 16/17 Staður og stund 32
Akureyri 16/17 Menning 33/41
Landið 18 Leikhús 34
Suðurnes 18 Af listum 34
Daglegt líf 19 Bíó 38/41
Umræðan 20/21 Ljósvakamiðlar 42
Bréf 21 Veður 43
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið Uppáhalds
vörumerkin þín frá Nýherja.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
VEXTIR á viðbótarlánum Íbúðalánasjóðs eru
enn þá 5,3% og hafa ekki lækkað eins og vextir
á almennum íbúðalánum Íbúðalánasjóðs, sem
nú eru 4,35%, tæpu einu prósentustigi lægri.
Íbúðalán bankanna eru einnig með verulega
lægri vöxtum en viðbótarlánin, eða 4,2%.
Sigurður Geirsson, forstöðumaður fjárstýr-
ingasviðs Íbúðalánasjóðs, segir að í gildandi
lögum sé mælt fyrir um það að vextir viðbótar-
lána skuli vera ákveðnir ár hvert við gerð fjár-
hagsáætlunar, þannig að samkvæmt lögum séu
vextir þessara lána ákvarðaðir fyrir eitt ár í
senn. Vextirnir hafi verið óbreyttir, 5,3%, það
sem af sé þessu ári.
Sigurður segir að ekki hafi verið um sam-
drátt að ræða í umsóknum um viðbótarlán svo
nokkru nemi að undanförnu. Viðbótarlán hafi
numið um sex milljörðum króna á síðasta ári.
Heimild til lánveitinga í viðbótarlánum í ár sé
sjö milljarðar og væntanlega þurfi að sækja um
meiri heimildir til þess að geta sinnt öllum ósk-
um um viðbótarlán. Sigurður sagði að vextir af
nýjum lánum ættu að ákvarðast við gerð fjár-
hagsáætlunar fyrir næsta ár. Nú væri til skoð-
unar innan Íbúðalánasjóðs hversu bindandi við-
komandi lagaákvæði er og hvort heimilt sé að
breyta vöxtum á viðbótarlánum fyrr en ella.
Ætluð þeim sem þurfa
sérstaka aðstoð
Viðbótarlán koma til viðbótar húsbréfalánum
og geta numið allt að 25% af markaðsvirði íbúð-
ar, en lánveiting að meðtöldu húsbréfaláni get-
ur þó aldrei orðið meiri en sem nemur 90% af
markaðsvirði. Sækja þarf um lánin til húsnæð-
isnefndar viðkomandi sveitarfélags. Uppfylla
þarf sérstök skilyrði hvað tekjur og eignir
varðar til þess að eiga rétt á viðbótarláni, en
lánin eru ætluð þeim sem búa við erfiðar að-
stæður og þurfa sérstaka aðstoð við íbúðar-
kaup, að því er fram kemur á heimasíðu Íbúða-
lánasjóðs.
Þar kemur einnig fram að meðalárstekjur
einstaklings mega nema rúmum tveimur millj-
ónum og hjóna tæpum þremur milljónum og
340 þúsund kr. til viðbótar fyrir hvert barn
undir tvítugu. Eignamörkin eru 2,2 milljónir og
eru þau endurskoðuð árlega.
Þá kemur fram að þegar íbúð með áhvílandi
viðbótarláni er seld þarf annaðhvort að greiða
lánið upp eða þarf kaupandi að uppfylla öll skil-
yrði fyrir veitingu viðbótarláns.
Rúmlega 11 þúsund manns hafa fengið við-
bótarlán frá því þau hófu göngu sína árið 1999.
Meðallánið í fyrra var um 1,9 milljónir og því
má gera ráð fyrir að lántakar á síðasta ári hafi
verið rúmlega þrjú þúsund talsins.
Vextir á viðbótarlánum
Íbúðalánasjóðs enn 5,3%
Ekki orðið vart
samdráttar í umsókn-
um um viðbótarlán
NÝJAR úthlutunarreglur Rannís
munu veikja stöðu Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst til að sækja í sjóði
Rannís að mati Runólfs Ágústsson-
ar rektors. Vilhjálmur Egilsson,
ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu-
neytisins, telur úthlutunarreglurnar
þá ekki koma sér vel fyrir starfsemi
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
að þessu leyti.
Runólfur Ágústsson segir að sú
ákvörðun stjórnar Rannís að
styrkja ekki sameiginlegan kostnað
verkefna, muni klárlega veikja
stöðu skólans til að sækja enn frek-
ar eftir rannsóknafé hjá Rannís.
„Við stöndum þannig í dag að við
fáum ákaflega takmarkað fjármagn
til rannsókna frá menntamálaráðu-
neyti í samanburði við ríkishá-
skólana,“ segir Runólfur. „Þeir fá
verulegt rannsóknafjármagn frá
ríkinu sem gerir þeim kleift að
kosta þessa þætti, en við höfum
ekki úr slíkum fjármunum að spila
og þess vegna veikir það stöðu okk-
ar til þess að sækja í samkeppn-
issjóði á vegum Rannís.“
Missa af verkefnum
„Við erum í þeirri stöðu núna að
við erum t.d. með stórt verkefni
sem styrkt er af ESB og það er
töluverður halli á því verkefni, sem
skólinn þarf að bera, en ESB styrk-
urinn dugir ekki til að fjármagna
allt verkefnið. Þá stóð okkur til
boða í vor að taka þátt í sam-
norrænu verkefni, sem við urðum
að hafna af því að við gátum ekki
greitt það mótframlag sem þurfti
og töpuðum þar með verkefni upp á
8 milljónir. Nú erum við sett í þá
stöðu að geta ekki sótt um í sjóði
Rannís því við höfum ekki burði til
að greiða mótframlag.“
Vilhjálmur Egilsson ráðuneytis-
stjóri segir að ætlast sé til þess af
rannsóknastofnunum að þær fjár-
magni sig að hluta til í gegnum
samkeppnissjóði og til þess að það
kerfi virki verði sjóðirnir að setja
reglur sem gera ráð fyrir því að
stofnanirnar sæki um fé. Nýjar út-
hlutunarreglur Rannís um að ekki
megi greiða kostnað vegna fastra
starfsmanna eða yfirvinnu þeirra,
virðast ekki koma vel út fyrir starf-
semi Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins að þessu leyti. Segist hann
munu taka málið upp á fundi sam-
starfsnefndar um vísindi innan
hinna ráðuneytanna í næstu viku.
Gagnrýni á nýjar úthlutunarreglur Rannís
Erfitt fyrir háskólann
að sækja um styrki
ENGINN árangur varð á fundi
vegna kjaradeilu grunnskóla-
kennara hjá ríkissáttasemjara í
gær og var fremur um bakslag
að ræða í viðræðunum en að
eitthvað miðaði, að sögn Finn-
boga Sigurðssonar, formanns
Félags grunnskólakennara.
Verkfall grunnskólakennara
hefst á miðnætti 19. september
hafi samningar ekki tekist fyrir
þann tíma.
Finnbogi sagði að fundurinn
hefði ollið vonbrigðum. „Ég
held að það megi frekar tala um
að það hafi verið afturför en
hitt. Alla vega er ég ekki jafn
bjartsýnn á að samningar tak-
ist eftir þennan fund, eins og
maður hefur kannski reynt að
vera fram að þessu.“
Samningafundurinn í gær
var um fjögurra tíma langur og
var rætt um vinnutíma kennara
og kennsluskyldu.
Árangurs-
laus samn-
ingafundur
LANDSELSKÓPUR sem tekinn var í fóstur í Hús-
dýragarðinum í vor fékk að fara aftur í sjóinn eftir ár-
angursríka hressingardvöl hjá starfsfólki Hús-
dýragarðsins. Selnum var sleppt við Gunnunes í
Kollafirði og var orðinn pattaralegur eftir sumarið, en
líf hans hékk á bláþræði um tíma í sumar. Hann fannst í
Meðallandi snemma í maí og var þá ekki nema 8 kg að
þyngd, en nýfæddur kópur er um 15 kg. Var hann fóðr-
aður á síldarmauki og næringardrykkjum og svo loks
lifandi fiski uns tímabært var að sleppa honum. Var
hann þá orðinn 23 kg og fékk merki frá Hafrann-
sóknastofnun að skilnaði. Selurinn virtist þó ekki frels-
inu beint feginn því hann tók sér góðan tíma í að kveðja
í fjörunni og halda á haf út.
Morgunblaðið/Ómar
Það var ekki laust við að það gætti saknaðar í augum selsins þegar hann kvaddi starfsmenn Húsdýragarðsins.
Sleppt eftir vist í Húsdýragarðinum BROTIST var inn í íbúð á Vatnsstíg
í gærkvöld og munum fyrir um 450
þúsund krónur stolið. Að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík hafði inn-
brotsþjófurinn Macintosh-tölvu,
tvær stafrænar myndavélar og far-
síma með sér á brott úr íbúðinni og
mun innbrotið hafa átt sér stað
milli klukkan 18 og 20.
Verðmætum
upp á 450 þúsund
stolið í íbúð
FJÖLÞJÓÐLEG æfing sprengju-
eyðingarsveita, Northern Chall-
enge 2004, sem Landhelgisgæslan
stóð að á dögunum í samvinnu við
Varnarliðið, fær mjög góða dóma
hjá norska sjóhernum.
Á heimasíðu norska sjóhersins er
rætt við yfirmann sprengjueyðing-
arsveitar Norðmanna, Morten Hø-
vik, og haft eftir honum að hann
hafi ekki upplifað eins árangurs-
ríka æfingu á þessu sviði í mörg ár.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni náðu
sprengjueyðingarsveitirnar að
ljúka 130 verkefnum.
Norski sjóherinn
ánægður með
Gæsluna