Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 4

Morgunblaðið - 08.09.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember STRANDBLAK nýtur vaxandi vinsælda hér á landi eins og um alla Evrópu, að sögn Einars Sigurðssonar sem situr í stjórn blakdeildar HK og er nýkrýndur Íslandsmeistari í greininni. Áhugann má að einhverju leyti rekja til Ólymp- íuleikanna. „Við höfum ekki mikið verið að kynna þetta enn þá en fólk sýnir þessu mjög mikinn áhuga. Íþróttin sjálf er einfaldari en venjulegt blak og svo er ákveðin stemning að spila í sandinum. Bikiníin skemma ekki fyrir. En aðalatriðið er þessi sumarstemning sem myndast vegna sands- ins.“ Og Einar segir mikið lagt upp úr stemn- ingu í kringum strandblakið, t.d. sé jafnan leikin tónlist á meðan keppt er. Strandblakvellinum í Kópavogi er ekki komið fyrir niður við strönd, en það segir Einar vera algengt. „Mikið af mót- um í Evrópu eru haldin inni í miðri borg. Menn færa vellina viljandi inn í land og losna þannig við vindinn.“ Á Smáþjóðaleikunum í Andorra í júní á næsta ári verður í fyrsta sinn keppt í strandblaki og munu Íslendingar senda lið bæði í karla- og kvennaflokki. Aukinn áhugi eftir Ólympíuleikana Krakkarnir sem biðu í röð eftir að komast á dýfingapallinn í Sundhöllinni á dögunum hafa ef- laust verið innblásnir af glæsilegum tilþrifum dýfingafólks á nýafstöðnum Ólympíuleikum í Aþenu. „Það eru margir krakkar sem hafa mik- inn áhuga á þessu núna. Ég hef heyrt talað um að það séu margir farnir að leika sér á brett- inu,“ segir Eyleifur Jóhannesson, yfirþjálfari hjá Ægi, um áhuga ungu kynslóðarinnar á dýf- ingum. „Þetta er áhugaverð íþrótt og leiðinlegt að það sé ekki til æfingaraðstaða hérlendis.“ Stóri pallurinn í Sundhöllinni er í um 3,5 metra hæði yfir vatnsyfirborði en algengasta hæð palla á Ólympíuleikunum er um þrisvar sinnum meiri, eða 10 metrar. Sjálfur kveðst Eyleifur þó spá annarri ólymp- ískri vatnsíþrótt vinsældum á næstunni, en það er sundknattleikur. „Það er miklu stærri íþrótt en til dæmis handbolti.“ Hann segir að með nýju innilauginni í Laugardal myndist aðstaða til að æfa sundknattleik og von sé til að fleiri ólympískar vatnsíþróttir ryðji sér til rúms. Aukinn áhugi á strandblaki og dýfingum Morgunblaðið/Golli Sex kvennalið og tíu karlalið mættu til leiks á Íslandsmótið í strandblaki um síðustu helgi. Morgunblaðið/Sverrir Sjaldan hefur verið meiri áhugi en einmitt nú, að Ólympíuleikunum nýloknum, á því að stökkva af stóra brettinu í Sundhöllinni. Ekki er óalgengt að þar sé biðröð eftir að komast til að stökkva. MÁLEFNI samkynhneigðra eru í stöðugri umræðu og athugun hjá íslensku þjóðkirkjunni rétt eins og hjá systurkirkjum hennar erlendis, að sögn Karls Sigurbjörnssonar biskups. Í skýrslu nefndar for- sætisráðherra um réttarstöðu sam- kynhneigðra, sem kynnt var í fyrradag, er kirkjan hvött til þess að breyta viðhorfum sínum til hjónabanda samkynhneigðra þannig að þeir geti fengið kirkju- lega vígslu. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Karl ekki hafa kynnt sér tillögur nefndarinnar til hlítar. Hann sagðist á hinn bóginn fagna öllum hvatningarorðum sem gefin væru af góðum hug. Starfshópur á vegum kirkjunnar væri nú að ræða málefni samkynhneigðra. Þessi mál væru því í ákveðnum farvegi og vildi hann ekki tjá sig frekar um þau í bili. Jón Helgi Þórarinsson, sókn- arprestur í Langholtsprestakalli, sem situr í starfshópnum segir mikilvægt að efla umræðu innan kirkjunnar um stöðu samkyn- hneigðra, bæði meðal presta og leikmanna. Slíkt taki mikinn tíma enda hafi margir hafi skoðun á þessum málum enda snerti þau kirkjuna í heild sinni. Aðspurður segist Jón Helgi ekki vita til þess að nokkur kirkja í heiminum hafi gefið samkyn- hneigða saman með kirkjulegri vígslu. Í stöðugri umræðu innan kirkjunnar RÍFLEGA tvítug kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Vestfjarða í eins mánaðar fangelsi, skilorðs- bundið, fyrir að hafa tekið í heimildarleysi bifreið á Ísafirði og ekið henni til Hólmavíkur þar sem hún skildi hana eftir. Atvikið átti sér stað síðla í apr- íl í vor og fann lögreglan bifreið- ina við áhaldahús Hólmavík- urhrepps á Skeiði. Konan var ákærð fyrir nytjastuld og játaði hún skýlaust sök. Hún hefur ekki áður komist í kast við lögin og var fullnustu refsingarinnar frestað um tvö ár. Fellur hún nið- ur að þeim tíma liðnum haldi konan skilorðið. Dæmd fyrir bílstuld Á SÝNINGU Þjóðminjasafnsins, sem opnuð var í byrjun mánaðar- ins, eru nokkrir munir úr eigu Jóns Sigurðssonar forseta og Ingi- bjargar Einarsdóttur konu hans. Þetta eru m.a. skrifborð Jóns, skrifborðsstóll, pípuhattur hans og heimilisbókhald þeirra hjóna. Það kemur kannski mörgum á óvart að uppgötva að Jón átti kan- arífugl sem varðveittur er á Þjóð- minjasafninu. Fuglinn var stopp- aður upp eftir að hann drapst og er hann á sýningunni. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti húsbúnað Jóns og Ingi- bjargar á uppboði eftir lát þeirra 1879. Kanarífugl Jóns Sigurðssonar Morgunblaðið/Eggert ÚRSKURÐARNEFND fjar- skipta- og póstmála hefur hafnað kröfu Símans, Ríkisútvarpsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins um að fella úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 10. maí síð- astliðnum, varðandi áframhaldandi notkun Íslenska útvarpsfélagsins á alls 16 rásum til stafrænna sjón- varpssendinga. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Skjás eins, segist ákaflega hissa á því að þessu máli sé vísað frá á lagatæknilegum for- sendum. Ekki sé fjallað um það efnislega. „Þetta er mjög sér- kennilegt þegar eins miklir hags- munir eru í húfi og raun ber vitni,“ segir Magnús. „Eftir stendur að úthlutun Póst- og fjarskiptastofn- unar á rásum til Íslenska útvarps- félagsins fyrir stafrænar sjón- varpssendingar er sérkennileg, rétt áður en ný fjarskiptalög tóku gildi. Þetta gerðist einnig rétt eftir að fyrir lá skýrsla um stafrænt sjónvarp, þar sem bent var á að þetta sé takmörkuð auðlind og það þurfi að umgangast hana sem slíka.“ ÍÚ veitt heimild til allt að átta ára Forsaga þessa máls er sú að þann 27. júní 2003 heimilaði Póst- og fjarskiptastofnun Íslenska út- varpsfélaginu, sem rekur Stöð 2, Sýn og fleiri sjónvarps- og út- varpsstöðvar, áframhaldandi notk- un á umræddum rásum. Var heim- ildin veitt til átta ára fyrir helming rásanna en til sex ára fyrir hinn helminginn. Íslenska útvarpsfélag- inu hafði áður verið veitt heimild til notkunar á sama fjölda rása á sama tíðnisviði til eins árs í senn. Með bréfi dagsett 16. desember 2003 óskuðu Síminn, Ríkisútvarpið og Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá einn, eftir því við Póst- og fjarskiptastofnun að þeim tíðni- sviðum sem Íslenska útvarpsfélag- inu hafði verið úthlutað yrði end- urúthlutað fyrir stafrænar útsendingar sjónvarps. Töldu kær- endur það skjóta skökku við að út- hluta einum aðila svo stóru tíðni- sviði auk þess sem að sá forskot sem Íslenska útvarpsfélaginu væri veittur setti alla aðra vinnu við stafrænt sjónvarp í uppnám, þar sem vandséð væri að fleiri en eitt kerfi gæti þrifist á þeim litla markaði sem væri hér á landi. Norðurljós og Landsíminn áttu í viðræðum um uppsetningu á sam- eininglegu kerfi sem dreifðu staf- rænu sjónvarpsefni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði fyrir skömmuog fyrirhugar Norðurljós að byggja upp eigið kerfi. Íslenska útvarpsfélagið heldur úthlutuðum rásum Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafnar kröfum sam- keppnisaðila ÍÚ RAUÐI kross Íslands ákvað í gær að senda eina milljón króna til stuðn- ings hjálparstarfi Rússneska Rauða krossins í Beslan. Alþjóða Rauði krossinn fór fram á það við félagið að það útvegaði sérfræðing í áfallahjálp til starfa í Beslan og verið er að kanna möguleika á því. Í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins, fyrir hönd Rússneska Rauða krossins, er beðið um alls 50 milljónir króna til að hjálpa alls um 2.000 manns. Féð verður notað til að halda áfram að veita þeim sem lentu í gíslatökunni og aðstandendum þeirra margvíslegan stuðning í að minnsta kosti tólf mánuði. Að auki er í undirbúningi að veita þeim sem urðu fyrir líkamstjóni sjúkraþjálfun og heimahlynningu, starfrækja félagsmiðstöð fyrir ung- menni í Beslan og greiða fyrir dvöl á heilsuhæli fyrir fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Rauði kross Íslands sendi einnig í gær samúðarkveðjur til Rússneska Rauða krossins vegna morðanna. Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 907 2020 til stuðn- ings hjálparstarfi í Beslan. Með því að hringja í númerið færast 1.000 kr á símreikninginn. Féð verður notað til að styðja þá sem lentu í gíslatök- unni og aðstandendur þeirra. Rauði krossinn svarar neyðarbeiðni frá Beslan SNJÓFLÓÐASETUR Veðurstofu Íslands tekur til starfa á Ísafirði á næstu vikum og verður það til húsa í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði. Setrið er stofnað að frum- kvæði umhverfisráðuneytisins og í samvinnu við bæjaryfirvöld á Ísa- firði, með sérstakri fjárveitingu frá Alþingi. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu Harpa Grímsdóttir, M.Sc. jarð- fræðingur, hefur verið ráðin for- stöðumaður snjóflóðasetursins og tekur hún til starfa innan tíðar. Helstu verkefni nýja snjóflóða- setursins verður gerð hættumats fyrir öll skíðasvæði landsins auk þess sem vöktun á ofanflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum verð- ur hluti af starfsemi setursins. Þá er gert ráð fyrir að á setrinu verði unnið að ýmsum rannsóknum og vísindalegum athugunum á snjó og snjóflóðum. Gert er ráð að tveir starfsmenn starfi á setrinu í upp- hafi. Snjóflóðasetur Veðurstofu Ís- lands tekur til starfa á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.